Dagblaðið - 21.06.1977, Blaðsíða 6

Dagblaðið - 21.06.1977, Blaðsíða 6
6 DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 21. JÚNl 1977 Skrifstofustarf, Keflavík Laust er starf vió vélritun hálfan daginn f.h. frá og með 1. ágúst. Umsóknir ásamt uppl. um menntun og fyrri störf óskast sendar undir- rituðum fyrir 10. júlí. Laun samkvæmt kjarasamningi ríkis- starfsmanna. Sýslumaðurinn í Gullbringusýslu bœjarfógetinn í Keflavík, Grindavík og Njarðvík, Vatnsnesvegi 33 Keflavík. Viðskiptavinum Kassagerðar Reykjavíkur er hér með bent á aö verksmiðjan veröur lokuð vegna sumarleyfa frá 11. júlí-8. ágúst. Kassagerð Reykjavíkur Kleppsvegi 33. Hjólaskóf lur óskast Höfum kaupendur að hjólaskóflum, bæði nýlegum og eldri tækjum. Markaðstorgið Einholti 8, sími 28590 og 74575 kvöldsími. Til sölu Traktorsgrafa, Ford 45-50, árg. 1974 til sölu, vél í sérflokki. Uppl. í síma 52144 og á kvöldin eftir kl. 8 í síma 42814. Sölumenn Vantar sölumann til að dreifa ung- barnafatnaði úti á landi. Tilboð merkt „Barnafatnaður“ sendist DB fyrir 26. júní 1977. Auglýsing Nómskeið a vegum spánskra stjórnvalda fyrir spönskukennara. Spönsk stjórnvöld bjóða 10 spönskukennurum í aðildar- ríkjum Evrópuráðsins að taka þátt i námskeiði sem haldið verður í Madrid 19.—24. september nk. Spönsk stjórnvöld munu sjá kennurunum fyrir húsnæði og fæði meðan námskeiðið stendur. Nánari upplýsingar og umsóknareyðublöð fást í mennta- málaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, Reykjavík. Umsóknum skal skilað til ráðuneytisins fyrir 10. júlí nk. Menntamálaráðuneytið 20. júnf 1977. Auglýsing Styrkir til að sœkja kennaranómskeið í Austurríki Evrópuráðið býður fram styrki til handa kennurum við tækniskóla og iðnskóla til að sækja námskeið í Austurríki á .ímabilinu október 1977 til apríl 1978. Umsækjendur þurfa að hafa gott vald á þýsku. Nánari upplýsingar og umsóknareyðublöð fást í mennta- málaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, Reykjavík. Menntamálaráðuneytið 20. júní 1977. Karl bretaprins ræðir mannréttindi Verksmiðjueigandinn, Silvio Ghisotti var látinn bera ábyrgð á dauða 130 verkamanna og situr nú í fangelsi. Kimm menn voru dæmdir til fangelsisvistar í Tórinó á Italiu í gær. Þeir höfðu verið fundnir sekir um að bera ábyrgð á dauða 130 verkamanna, sem höfðu unnið í litunarverk- smiðju í bænum Piedmont. Verksmiðjan hefur fengið nafnið Krabbameinsverksmiðj- an í blöðum á Ítalíu. Mennirnir sem hafa verið dæmdir til fangelsisvistar vegna dauða mannanna eru eigendur litunarverksmiðjunnar. Þeir voru dæmdir í sex ára fangelsi, vegna þeirrar ábyrgðar er þeir bera á dauða verkamannanna, þar sem öryggi í verksmiðjunni og loftræstingarkerfi hennar voru fyrir neðan allar hellur. Við litun á ýmsum efnum eru notuð efni sem gufa auðveld- lega upp og blandast andrúms- loftinu. Mennirnir sýktust af krabbameini í blöðrunni, þar sem þeir önduðu þessum loft- tegundum að sér. Læknir verk- smiðjunnar var einnig dæmdur í fjögurra og hálfs árs fangelsi, vegna þess að hann hafði ekki sýnt nægilega mikla aðgæzlu í starfi. ÍTALÍA: Krabbameins- verksmiðjan 130 manns létust — eig- endur og læknir ífangelsi Vitni báru fyrir retunum að verkamenn hafi oft fallið í yfir- lið, vegna hins slæma lofts inni í verksmiðjunni. Þá voru þeir einfaldlega bornir út á gras- blett fyrir utan og vatni skvett framan í þá. Þegar þeir svo kvörtuðu við lækninn, voru svörin þau að þeir reyktu bara of mikið og drykkju þar á ofan. Ef verkamenn kvörtuðu um aðstöðuna í verksmiðjunni við eigendur, fengu þeir þau svör að verksmiðjan hefði ekki efni á að herða öryggiskröfur og bæta vinnuaðstöðu. Ef hún gerði það færi hún á hausinn og verkamenn hefðu þar af leið- andi enga vinnu, að sögn vitnis, sem kátlað var fyrir réttinn. Þetta er í fyrsta skipti sem verkamenn fara í mál við fyrr- verandi vinnuveitendur sína á Ítalíu vegna heilsutjóns og dauða starfsmanna verksmiðju. Réttarhöldin tóku tvo mánuði. I þessari verksmiðju var heilsa verkamanna algjörlega hunzuð og þeir látnir vinna við mjög heilsuspillandi aðstæður. — i stað þess að opinbera trúlofun sína eins og vonazt hafði verið eftir Karl Bretaprins taiaoi um, mannréttindamál í gær í stað þess að opinbera trúlofun sína með Marie-Astrid af Luxembourg, eins og brezka blaðið Daily Express hafði haldið fram í síð- ustu viku. Allir biðu því spenntir eftir þessari tilkynningu um að Bretaprinsinn væri genginn út. stefnunnar hefðu gert sitt til ao koma í veg fyrir samskipti við S-Afríku í íþróttum. Taldi hann það koma í veg fyrir þrætur á leikum samveldislandanna, serr haldnir verða í Kanada. Karl rikisarfi Bretlands sagði að hann styddi tillögur sem komið hefðu fram á santveldisráðstefn- unni sem haldin var fyrir nokkru i Bretlandi, um að mannréttindi væru ekki fótum troðin í sam- veldislöndunum. Prinsinn lýsti óánægju sinni með þá stefnu sem gilti i þessum málutn í mörgum löndum samveldisins, án þess þó að nefna Úganda á nafn. Hann sagði einnig að hann væri ánægður með að meðlimir ráð- Víetnama vantar hjálp Stjórnin í Víetnam skoraði í gær á Matvæla- og land- búnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna (FAO) að koma sér til hjálpar við uppbyggingu matvælaiðnaðar og annars endurreisnarstarfs í landinu. Jafnframt var skorað á aðra sjóði og stofnanir að aðstoða við að græða sárin, sem komu í margra ára stanzlausu stríði. Mikil matvælaráðstefna stendur yfir um þessar mundir i Manila á Filippseyjum. Þar sagði fulltrúi Vletnama, Huy Chuong Gran. að stjórnin hefði lagt hart að sér í uppbyggingu landbúnaðar i landinu. Hins vegar væri enn við alvarleg vandamál að stríða.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.