Dagblaðið - 21.06.1977, Blaðsíða 7

Dagblaðið - 21.06.1977, Blaðsíða 7
DAGBLAfilÐ. ÞRIDJUDAGUR 21. JUNl 1977. 7 ER AMIN DAUÐUR? — Dagblaö í Kenya fullyrðir að svo sé Amin Ugandaforseti er týndur. Dagblað í Kenya, The Daily Nation, sagði frá því á forsíðu í gær, að Amin hefði horfið skyndilega eftir að hon- um var sýnt banatilræði um helgina. — Blaðið bendir á, að likur bendi til þess að hann sé dauður. Að sögn Kenyablaðsins skutu tveir menn á Amin á laugar- dagsmorguninn. Hann var þá staddur í bifreið sinni, skammt frá hinum sögufræga Entebbe- flugvelli. — Talsmenn stjórnar- innar í Kampala, höfuðborg Uganda, bera fréttina til baka. Talsmaður Uganda- stjórnarinnar hjá Sameinuðu þjóðunum í New York tók í sama streng í gær. Hann kvaðst ekki vita betur en forsetinn væri með þegnum sínum, við góða heilsu... „flytur ræður og gegnir forsetaskyldum sínum." The Daily Nation, Kenya- blaðið, byggir frásögn sína á ummælum varaforseta Uganda, Mustafa Adrisi hershöfðingja. Hann sagði við blaðamenn, að forsetinn væri horfinn og „ef þið finnið hann, látið okkur þá umsvifalaust vita,“ sagði vara- Meðal annars sem Amin hefur afrekað í stjórn- artíð sinni er að ná tali af Páli páfa sjötta, sem reyndar ræðir ekki við hvern sem er. — Núi eru Kenyamenn, næstu nágrann- ar Amins, von- góðir um að hann sé kominn undir græna torfu. forsetinn. Kenyamenn komust að þeirri niðurstöðu, að síðustu orð varaforsetans k.vnnu að vera gamanyrði. Siðast var minnzt á Amin í Ugandaútvarpinu á síðasta fimmtudag. Þá flutti hann ár- lega fjárlagafrumvarpsræðu sina. ✓ Alaskaolíuleiðslan er komin ígang: Ganga 1280 km leið —tiladkanna hugsanlega galla á leiðslunni Hópur verkamanna í Alaska er lagður af stað, fótgangandi, 1.280 kílómetra leið meðfram olíuleiðslunni frægu er liggur yfir fylkið þvert og endilangt. Tilgangurinn er að fylgjast með þvi hvort nokkuð hafi farið úr- skeiðis er oliu var hleypt á kerfið. Göngumennirnir voru valdir úr þúsundum verkamanna sem lýstu sig fúsa til fararinnar. Góð laun eru í boði fyrir gönguferðina og enginn starfar i Alaska nema hann vilji þéna mikla peninga. Leið þeirra liggur frá köldustu norður- héruðum Alaska, þar sem frost ríkir.til hafnarbæjarins Valdez á suðvesturströnd Alaska. Olíu var hleypt á kerfið í gærmorgun. Þá hafði vinna við lagningu leiðslunnar staðið yfir um þriggja ára skeið. Hún er hituð fyrst i staó til að betur komi í ljós gallar, ef einhverjir eru. Streymið er um tveir kílðmetrar á klukkustund. Olia þessi er oftsinnis kölluð svarta Alaskagullið. Þeir sem dæla henni upp vilja selja hana til Japans í skiptum fyrir meira unna olíu. Ríkisstjórn Carters á þó enn eftir að taka ákvörðun um, hvort hún verði notuð til slikra kauDa. Hafnarbarinn Vadaz á auAvaaturatrönd Alaaka. FYLGT TIL GRAFAR — llm þaó bil fimm þúsund Suður-Mólúkkar voru viðstaddir er landar þeirra sex voru jarðsettir í síðustu viku. Þeir féllu, sem kunnugt er af fréttum, er hollenzkir landgönguliðar réðust til inngöngu í járnbrautarlest og barnaskóla, þar sem þeir héldu á sjötta tug fólks í gíslingu. Tilgangurinn var að leggja áhcrzlu á kröfur um sjáifstæði föðurlandsins, — Suður-Mólúkkaeyja í Indónesiu. Enn er Christian Barnard að: SKIPTIÁ MANNS- 0G BAVÍANAHJ ARTA —sjúklingurinn lifði aðeins skamma stund. Tvisvar áður hafa dýrahjörtu verið sett í fólk Hann varð ekki langlífur sjúklingurinn, sem grætt var apahjarta í i gær. Hann lézt aðeins tveimur klukkustundum eftir að hjartað tók að dæla blóði um æðar hans. Það voru að sjálfsögðu læknar á Groote Sehuur sjúkra- húsinu í Höfðaborg í Suður- Afríku, sem skiptu um hjartað, undir forustu dr. Christian Barnards. Hjartað tóku þeir úr baviana og tók aðgerðin utn tíu klukkustundir. Nafn sjúklings- ins hefur ekki verið gefið upp, né heldur kyn eða litarháttur. — Talsmaður Groote Schuur sagði, að sjúklingunnn hefði áður þurft að gangast undir hjartaaðgerð. Þá var skipt um hjartaloku. Læknar hafa áður reynt að setja dýrahjörtu I mann- skepnur. Það var i f.vrsta skipti gert í Mississippiháskóla í Bandaríkjunum. Þá setti dr. James Hardy simpansahjarta í 68 ára gamlan mann. Hann lifði aðeins tvær klukkustundir eftir aðgerðina. Fjórum árum siðar var reynt að setja kindarhjarta i 48 ára gamlan mann i Houston í Texas. Aðgerðin misheppn- aðist og sjúklingurinn lézt innan klukkustundar. F.vrsta hjartaskíptingin var gerð á Groote Schuur sjúkra- húsinu í Höfðaborg fyrir réttum tíu árum. Erlendar * fréttir ÁSGEiR TÓMASSON REUTER Nú hækkar teverðið — í kjölfar kaffis Síhækkandi verð á kaffi hefur valdið því að fjöldinn 'allur af fólki hefur vanið sig á tedrykkju. Nú hefur verðið á te stöðugt farið hækkandi, vegna aukinnar eftirspurnar. Árið 1975 kostaði pundið 63 sent. Það komst upp í 70 sent ári siðar. Fyrstu mánuði þessa árs hefur markaðsverð komizt upp í einn dollar og 37 sent. Nýjasta verðið er 1 dollar og 87 sent á hverju pundi af te. Framleiðslan á te í ár er áætluð um 1.35 milljón tonn, en það er um 3% meiri framleiðsla en á síðasta ári. Balderton, Englandi: Öskuköllum greitt fyr- ir að loka hliðum á eftir sér gdð biíbdt í launaumslagið Oskukarlar í enska bænum Balderton i Notting- hamhéraði hafa fengið óvenjulega kaupuppbót, — aukaþóknun ofan á laun sín fyrir að loka garðshliðum á eftir sér. Þeir hafa að und- anförnu verið svo aðgangs- harðir við vinnu sína, til að fá bónus á kaup sitt, að þeir hafa ekki mátt vera að því að loka hliðum á eftir sér. íbúar í Balderton voru að vonum óánægðir með trassa- skap öskukarlanna, sem þurfa að hvolfa úr 200 tunnum á dag, áður en þeir fá bónusinn. Þegar hliðin voru skilin eftir opin áttu krakkar og flækingshundar greiðan aðgang inn í garðana. í sumum götum stóð hvert einasta garðshlið opið eftir að sorp hafði verið hreinsað. Yfirvöld brugðu bvi á það ráð að verðlauna sorp- hreinsunarmennina með smá verðlaunum fyrir hvert hlið sem þeir lokuðu á eftir sér! Upphæðin er ekk- ert stórkostleg, en hefur þó talsvert þ.vngjandi áhrif á launaumslagið i lok vikunnar, eins og einn bæjarstarfsmaður i Balderton komst að orði.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.