Dagblaðið - 23.06.1977, Blaðsíða 1

Dagblaðið - 23.06.1977, Blaðsíða 1
Hvar fær ríkið fé til aðgerðanna? Það kvamast upp í þetta" ff — segir Jón Sigurðsson ráðuneytisstjóri Hvar fær ríkið fé til að standa undir aðgerðunum, sem gerðar verða vegna kjara- samninganna? ,,Það kvarnast upp í þetta,“ sagði Jón Sigurðs- son ráðuneytisstjóri í fjármála- ráðuneytinu í viðtali við DB. Hann nefndi dæmi um að afkoma ríkisins hefði í ýmsu orðið betri en fjárlög gerðu ráð fyrir. Skattalækkanirnar taka gildi strax við næstu álagningu. Jón Sigurðsson sagði að þetta mundi ekkert tefja það, að fólk fengi sinn álagningarseðil og skattskrá kæmi út. Auðvelt væri að reikna nýju prósentu- tölurnar í álagningunni inn í dæmið. Skattalækkanirnar munu kosta ríkið um tvo milljarða, að sögn Jóns Sigurðssonar. Auknar niðurgreiðslur eiga að kosta um milljarð. Að öllu töldu, sem ríkið gerir vegna samninganna, eykst kostnaður þess eða tekjur þess tapast um rúmlega þrjá milljarða. „Það liggur ekki ljóst fyrir að öllu leyti, hvernig þessa fjár verður aflað,“ sagði Jón. „Hluti af þvi gæti verið, af því að afkoma ríkisins hefur verið ívið skárri en gert var ráð fyrir við af- greiðslu fjárlaga. Meira hefur til dæmis komið inn af tekjum af söluskatti og aðflutnings- gjöldum." Þá hefðu tekjur ríkisins af tekjuskattinum orðið meiri en fjárlög gerðu ráð fyrir, ef lækkunin hefði .ekki verið ákveðin, af þvi að tekjur fólks reyndust í fyrra hafa hækkað meira frá árinu áður en fjárlög gerðu ráð fyrir. En Jón Sigurðsson sagði að ekki hefði enn verið lagt nákvæmlega upp hvernig rikið bætti sér það sem það missir. HH Börn ruf u 6000 volta spennu í Garðinum — komust inn þar sem aðalrofinn lá óvarinn utan á kassa Rigningarsuddi var úti og hefði því auðveldlega getað farið illa. Vírnetið um tré- grindabúr þetta er farið að gefa sig og áttu krakkarnir auðveld- an aðgang — eins og raunar í fyrrakvöld, þegar þau voru þarna að leik um tíma. Verður tryggilega gengið svo frá í dag, að börn komist ekki aftur inn í kofann og stofni lífi sínu í bráða hættu. ÓV/emm. Hreinasta mildi forðaði nokkrum 7 og 8 ára börnum í Garðinum frá bráðum bana í gærkvöld. Komust þau inn í vírnetsklætt trégrindabúr við aðalspennistöðina í plássinu. Þar er aðalrofinn utanáliggj- andi spennukassanum. Gerðu þau sér lítið f.vrir og drógu arm- inn niður. Rofnaði straumur á meira en hálfu þorpinu — en börnin sakaði ekki þrátt fyrir að um 6000 volta spennu væri að ræða. Eiturmökkur gýs upp við golf- vaílarframkvæmd Þegar ýtustjóri frá Aðalverk- tökum var að ýta saman jarðvegi á öskuhaugasvæðinu á Keflavíkurflugvelli í morgun, brá honum stórlega er úr tunn- um, er hann ýtti yfir og velti um, gaus upp hvítt duft sem þyrlaðist hátt í loft upp og breiddist út. Var hann þarna að útbúa golfvöll fyrir her- mennina. Leið ýtustjóranum óþægilega í þessu ryki sem breiddist út, svo hann hætti strax öllum framkvæmdum. Sagði hann yfirboðurum sínum af þessu og voru fengnir sérfræðingar frá hernum til að kanna hvort í tunnum þessum væru hugsan- lega einhver lífshættuleg efni. -BH. Einn úr öldunga- deildinni Þessi myndarlegi þorskur er örugglega einn af aldursforsetum hafsins, en hann reyndist 146 rm langur og 26 kg slægður. Það bendir til þess að þorskurinn hafi verið hvorki meira né minna en 30 kg á þyngd. Ekki er ljóst hve hann er gamall en nokkra áratugi hefur hann að baki. Hann hefur sloppið með einhverjum undur- samiegum hætti frá öllum nútíma veiðitækjum, þar til nú á gatnals aldri. JH DB-mynd R.TH. Kekkonen til íslands 10. ágúst Urho Kekkonen forseti Finnlands kemur í opinbera heimsókn il íslands í boði forseta íslands, dr. Kristjáns Eldjárns,dagana 10. og 11. ágúst. Að hinni opinberu heimsókn lokinni fer Finnlandsforseti til laxveiða í boði rikisstjórnarinnar í Laxá í Kjós. Heim heldur Finnlandsforseti 14. ágúst. Þörungavinnslan: Heimamenn taka við rekstri og ríkið viðskuldum — baksíða Stærsta tertaá íslandi bökuð á Selfossi — Sjá baksíðu Islenzk snilld á sér fá takmörk — Sjá kjallaragein LeösM. Jónssonará bls. 10-11 Hvort eru betri bílstjórar, konur eðakarlar? „Konurnar gætnari en klaufskari” - Sjá bls. 12 Skuttogar- arnirað drepa báta útgerðina Sjábls.9

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.