Dagblaðið - 23.06.1977, Blaðsíða 2

Dagblaðið - 23.06.1977, Blaðsíða 2
2 DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 23. .IlJNt 1977 # ' ■■■■■»......................................................... — selja seiði í ár vitandi vits um smitandi sjúkdóm. Einar segir í grein sinni að ég eigi að vita að hans skoðun sé sú að menn eigi að fá að svara fyrir sig er á stofnanir þeirra sé ráðist en ekki skriða í skjól annarra og láta aðra svara fyrir sig eins og Skúli geri. Þarna staðfestir Einar sársauka sinn vegna þess hve margir hafa tekið upp hanskann fyrir Skúla í áratugalangri baráttu hans við veiðimálastofnunina. Einnig undirstrikar Einar það að hann sé í raun sammála mér um að ef einhver eigi að svara fyrir veiðimálastofnunina þá sé það ekki Einar Hannesson. Jafnvel þótt Einar langi til að geta kall- að veiðimálastofnun sína stofnun er það nú einu sinni svo, að forstöðumaðurinn heitir Þór Guðjónsson en sá sem Þór skríður á bak við heitir Einar Hannesson. í fyrstu grein sinni segir Einar: „Nú liggur ljóst fyrir að sjúkdómurinn hefur verið greindur af erlendum sérfræð- ingi, því laxaseiði frá Laxalóni 'fóru til Noregs 1976...“ En nú þegar komið hefur í ljós aðNorð maðurinn fullyrðir ekkert um smitandi sjúkdóm reynir Einar að draga í land. I seinni grein- inni segir Einar: „Þess ber að geta að Norðmenn þekkja ekki þennan sjúkdóm, nýrnaveiki, en hins vegar var hann greindur á Keldum 1969, þegar hann kom upp í Elliðaárstöð- inni.“ Ösköp var þetta klaufa- legt hjá þér, Einar. í Þjóðvilj- anum þann 15.5. segir Guð- mundur Georgsson, læknir á Keldum: „Norskur fisksjúk- dómafræðingur greindi fyrstur þennan sjúkdóm í seiðum sem send voru til hans úr fiskeldis- stöð Skúla í fyrra. Mitt hlut- verk var því aðeins að staðfesta að sjúkdómurinn væri enn í stöðinni,“ tilvitnun lýkur. Hvaða hringavitleysa er þetta? Einar segir að Norðmenn þekki ekki sjúkdóminn, bara þeir á Keldum. Guðmundur Georgs- son segir að hann hafi bara þurft að staðfesta niðurstöður hins norska sérfræðings. Fisk- sjúkdómanefnd segir smitandi sjúkdómur. Og eins og Einar segir sjálfur i seinni grein sinni, segist sá norski ekki geta með sínum aðferðum fundið smit. Hvað var Guðmundur Georgsson að staðfesta? Geta þeir ekki talað saman, menn- irnir, áður en þeir fara að skrifa í blöðin, svona rétt til þess að þeim beri saman. Einar og þeir félagar eru sí- fellt að segja að um sama sjúk- dóm sé að ræða og upp kom í Elliðaárstöðinni 1968. Þegar sjúkdómurinn kom upp þar féllu 40% seiðanna á tveim vik- um. Hliðstæð áhrif ættu að hafa leitt til þess að öll seiðin á Laxa- lóni væru fyrir löngu dauð en á Laxalóni drepast einungis á milli 10 og 50 seiði á sólarhring (af þeim 130 þús. sem eiga að vera sjúk). Það er nú meira hvað sjúkdómurinn er smit- andi. Þú gætir ef til vill sagt mér, Einar, hvað þú teldir eðli- legan fjölda dauðra seiða í 130 þús. sjógönguseiðum, tilbúnum til sjógöngu og á allra viðkvæm- asta stigi. Ég vildi gjarnan spyrja þig tveggja spurninga: 1. Er það rétt að Þór Guðjóns- son hafi verið sá eini af nefndarmönnum Fisksjúk- dómanefndar er staddur hafi verið á landinu er stóra fréttin um smitandi sjúkdóminn var send í útvarp og sjónvarp? 2. Er það rétt að ekki hafi tek- ist að finna á Keldum í seiðun- um frá Laxalóni þann smitandi 'sýkil sem veldur Bacterial Kidney Disease? Vinsamlegast svaraðu þessu. Getirðu það ekki þá er ég viss um að vinur þinn í næsta her- bergi vill gjarnan hjálpa þér. Eg get eins sagt þér það hér, Einar, að þú færð tækifæri til að sanna fyrir dómstólum full- yrðingar þínar um að Skúli hafi vitandi vits selt sjúk seiði í ár vorið 1976. Ég tel að i þessum tveim greinarkornum mínum hafi komið fram allt það er skiptir máli í þessari deilu og þess vegna mun ég ekki svara næstu grein þinni, Einar. Talsverðu púðri hefur verið eytt á skrif um hvort élgi að endurreisa þessa svokölluðú Bernhöftstorfu hér i Re.vkjavik og sýnist þar si-tt hverjum. Nú hefur það skeð. sjálfsagt til mikillar ánægju „andbern- höftstyrfingum", að nokkur hluti bygginganna hefur e.vðzt af eldi. Verður þvi ekki lappað upp á þessar byggingar nema með því að endurbyggja þær með „nýju timbri". Sjálfur menntamálaráð- herra, Vilhjálmur Hjálmarsson, kom fram í einhverjum fjöl- miðlum og var spurður um álit sitt á þessu máli, uppbyggingu „Torfunnar". Taldi hann sig andvígan því að byggja forn- minjar og er ég honum hjartan- lega sammála. Nú stendur til að vigja þjóð- veldisbæinn í Þjórsárdal á Jónsmessunni þ. 24. júní nk. En athugum nú nánar hvað í raun og veru er verið að byggja þarna. Þarna er verið að byggja fornminjar frá þjóð>'eldistím- anum, uppi í því sem næst öræfum rösklega 100 km frá Reykjavík. Ég get aldrei skilið það hvers vegna verið er að byggja þenn- an þjóðveldisbæ þarna austur frá, fyrst byggja verður hann álgerlega upp eftir ágizkunum (eins manns) og enginn veit í raun og veru hvernig þessí hreysi sem forfeður okkar byggðu litu út í raun og veru. Við erum að koina okkur upp safni húsa, sem hafa verið flutt frá „gömlu Reykjavík", uppi við Árbæ og tel ég það vel. Sægur útlendinga sækir Arbæjarsafnið heim og svo við sjálfir og er það mjög gaman að sýna útlendingum ýmislegt sem þarna er að sjá, utan húss og Laxalónsdeilan — Svar til Einars Hannessonar Þrátt fyrir allar deilur eru flestir sammáia að laxveiðar séu mjög spennandi. Hér sést Ragnar Júlíusson draga fyrsta laxinn úr Elliðaánum í vor. DB-mynd Sv. Þ. Sveinn II. Skúlason skrifar: Þann 7.6. birtist grein eftir Einar Hannesson í Dagblaðinu og var það svar við grein minni frá 31.5. Vegna fjarveru minn- ar af landinu hefur mér ekki gefist kostur á að svara fyrri. Ég þóttist vita að Einar m.vndi senda inn svar og bjóst ég vió því að hann myndi reyna að taka grein mína fyrir og and- mæla einhverju af því er þar var sagt. Lítið bar á því enda vill hann skiljanlega sem minnst um forsöguna ræða. 1 grein sinni dansar Einar í kringum staðreyndirnar eins og köttur í kringum heitan graut. Einnig undrar mig, að í einni jafnstuttri grein skuli geta verið hægt að komast jafnoft í andstöðu við sjálfan sig. Einar segir í lok greinar sinnar að honum sé illa við að honum séu gerðar upp hugsanir og að ég reyni að lítillækka hann per- sónulega. Það er sitthvað Jón eða séra Jón. Einar leyfir sér nefnilega fyrr í greininni að gera Skúla upp hugsanir. Skúli á að fara út til að fá vottorð um gallað fóður til að geta lögsótt fóðurframleiðandann. Skúli á að hafa beðið virtan visinda- mann um að þegja yfir niður- stöðum rannsóknar. Skúli á að Sögualdarbærinn. ekki síður innan, Yinis amboð í gamla Árbæjarhúsinu eru ínjög merkileg og gefa okkur yfirlit um hvernig forfeður okkar björguðu sér fyrir svo sem 100 árum. Þetta tímabil sem safnið i Arbæ spannar yfir er síðasti hluti 19. aldarinnar bg byrjun ina á þeirri 20. Torfkirkjan frá Silfrastöðum mun nokkru eldri en ég veit ekki hve mikið. Hefði nú ekki verið gaman fyrir þessa rösklega 100 þús. ibúa s-v hornsins á landinu að geta skoðað „líkan" af þjóð- veldisbænum uppi _viö Arbæ, fyrst á annað borð’ þurfti að- byggja bæinn algerlega frá grunni, í stað þess að aka oft slæman veg langt upp í Þjórsár- dal? Kannski verður næsta bygg- ingin þarna innfrá nýtízkuleg- ur sumarbústaður fyrir „þjóð- veldisbæjarvörðinn". Mér datt þetta (svona) í hug. SIGGI flug. 7877-8083. ÞJÓDVELDISBÆRINN

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.