Dagblaðið - 23.06.1977, Blaðsíða 3

Dagblaðið - 23.06.1977, Blaðsíða 3
DACBI-AÐIt) l'MMMTUDAC.UK 2:i. JUNl 1977. 3 • Herra deildarforseti, kennarar, stúdentar! I guðfræðideild Háskóla íslands hefur þess orðjð vart nokkur undangent>in misseri að allmargir stúdentar ganga ekki heilir til skógar. Hefur sá sjúkdómur stungið sér niður innan deildarinnar sem nefndur hefur verið fallsýki eða effið stóra. Fallsýkin er mjög í sviðsljósinu að afloknum misseraprófum því að þá blakta í salarkynnum deildarinnar á hurð eða vegg, í lesstofu og í kennslustofu listar með nöfn- um stúdenta og við nafn hvers og eins er skrifaður bókstafur. Ekki er þetta lítill stafur eins og í orðum er tákna mann af vissu þjóðerni, svo sem finni, norðmaður eða svíi, heldur stórir upphafsstafir eins og þeir sem nýja stafsetningin notar til skráningar þjóðlanda, t.d. Finnland, Noregur, Svíþjóð. Sá stóri upphafsstafur, sem mesta eftirtekt vekur og jafnframt undrun manna, er bókstafurinn F en þar næst D. Og spurningar vakna hjá fórnardýrunum: Hvernig stendur á þessum mörgu, smánarlegu, e.vðileggjandi einkunnum? Hvers vegna þess- ar geipilegu slátranir eða blóðfórnir, stórkostleg tíma- sóun, spilling á námsorku og þreki stúdenta og árlegt peningatap í milljónum? Sumir telja að fyrsti vetur í deildinni sé þeim sem næst einskis nýtur og þar með mikið fé, tími og starfsþrek glatað með öllu. Hyggjum að einstökum náms- greinum í leit að svörum. I fyrstamisserisprófi í janúar 1976 í trúarbragðasögu og trúarlífssálfræði stráféllu allir stúdentar að einum undan- skildum. Til grundvallar í náminu var trúarbragðasaga (364 bls.) eftir prófessor Sigurbjörn Einarsson biskup, Trúarlífssálfræði eftir sama höfund og Parasálfræði eftir Jóhann Hannesson (162 bls.). En verulegur hluti prófsins var kafli sem aldrei var tekinn til meðferðar í fyrirlestrum og stúdentar því óviðbúnir. Ári síðar er sami skrípa- leikur endurtekinn. Þá féllu 5 af 11 stúdentum eða rúmlega 45% þeirra. Hvers vegna, spyrjum vér, er komið svo fruntalega fram við stúdenta? Er að yfirlögðu ráði verið að auðmýkja nýliðana? Þeir strá- falla. Eiga þeir að gjalda hrekkleysis sins? Jæja, þeir eru neyddir til þess. Nýr leiðbeinandi tekur við kennslu. Ágætar Isl. kennslubækur e/ prófessorana Sigurbjörn og Jóhann (samtals 526 bls.) eru lagðar á hilluna en þrjár þykkar bækur á erlendum málum eru teknar í staðinn (1342 bls. og þar af 944 bls. til prófs). Þetta er æpandi aftur- för eins og dæmin sanna. Þar með eru nú komnar 9 bækur á erlendum málum, en aðeins ein á íslenzku, sú tíunda í námsefni fyrsta misseris. Við erlenda háskóla geta stúdentar oftast numið á móðurmáli sínu. Hvers eiga íslenzkir stúdentar að gjalda, að ágætar kennstu- bækur eftir íslenzka prófessora eru teknar af þeim en heilum bókasöfnun af erlendum fræðibókum þröngvað upp á þá, mörgum sinnum lengra lesmál og á samþjöppuðu máli og með óhemju magni smáletursmáls af ýmislegum skoðunum eða til- gátum ýmissa fræðimanna? Vér spurðum dósentinn, leiðbeinanda vorn, hvort vér myndum fá fjölritaðan útdrátt úr svo umfangsmiklu námsefni, svo sem gert væri i Hebresögu- og kirkjusögu- bókum, en hann tjáði oss stutt og laggott að hann tyggði ekki bókina í nemendur. En hann lofaði hátíðlega að úr ensku bókina eftir Derek Wright (fyrrverandi barnakennara. einkum treKnáfaóra barna) Háskóli íslands. skyldi koma aðeins ein próf- spurning, sem undirritaður og fleiri hafa skrifað svo: ,,Hvaða þátt í persónuleika telur höfundur vera mikilvægastan fyrir siðferðislega hegðun mannsins?" Efndirnar urðu hins vegar þær að í stað þessarar einu spurningar kemur á pr.ófinu viðfangsefni sem krefst 10 mjög gaumgæfilega saminna svara (5 + 5): „Hvaða 5 hliðar siðferðilegrar hegðunar tekur Derek Wright til meðferðar í bók sinni og hvaða aðilar eru ákvarðandi i mótun þeirra?" Það sér hver maður að hér um alger brigðmæli að ræða hjá dósentinum. Mánudaginn 31. janúar 1977 bentu stúdentar dósentinum á mistökin. Svarið lét ekki á sér standa og er hér endurtekið orðrétt: „Þetta er sama spurningin, bara öðruvísi orðuð," svaraði hann. Það er því augljóst að svo alvarleg mis- tök hafa átt sér stað við samningu þessa prófs að vér hljótum að telja prófið algjöra markleysu. Ef bækur seljast upp við er- lenda háskóla er einfaldlega pöntuð ný útgáfa en ekki hætt að kenna hana bara vegna þess að hún selst vel. Prófessor Ásmundur Guðmundsson síðar biskup kenndi bók sína, Sögu ísraelsþjóðarinnar, um all- langt árabil í guðfræðideild Háskóla íslands- og undir- ritaður naut ágætrar kennslu hans tvo vetur í Kennaraskóla Islands. Hann var snjall sögumaður og meistari íslenzkrar tungu. Erlendar slettur heyrðust aldrei. Hjá pröfessor Ásmundi hlutu nemendur hæstu einkunnir. Hann var kennari af Guðs náð og sístarfandi að framgangi kristinnar trúar á lslandi. Vér spyrjum: Hvers á Ásmundur biskup að gjalda að hans ágæta kennslubók hefur verið lögð á hilluna? Og Kristinsaga prófessors Magnúsar Jöns- sonar, hvers á sú ágæta bók að gjalda? Ef nú kennari kemur til starfa í deildinni er rita kynni nýja námsbók, skal að sjálfsögðu skoða hana og meta. En alger óhæfa hlýtur það að teljast, er sá, sem engan staf hefur skrifað, ekki svo mikið sem útdrátt, skuli sýna þá dirfsku að kasta góðri bók íslenzku, að oss fornspurðum, en falast í þess stað eftir erlendu þrugli. Um leiðbeinendur stúdenta. Nauðsyn ber til að tími gefist til að ræða við stúdenta. Dæmi: 1. Stúdent bíður nærri 3 stundir, frá 4 til næstum kl. 7. 2. Öðrum er lofað viðtali en leiðbeinandi hringir þá strax í sinn betri helming og talar við hana í'fullan hálftíma. 3. Samtali er lofað kl. 4 en efndir koma loks á 7. tímanum. 4. Nýr viðtalstími er auglýstur kl. 1-2. Enginn leiðbeinandi. Vér mælumst hér með til þess að viðtalstimanum verði skipt á 2 daga og óskum að kannaður sé möguleikinn hvort doktorar Einar Sigurbjörnsson dósent og Björn Björnsson prófessor muni fáanlegir sem leiðbeinendur stúdenta. Grískunámið í 3. misseri reynist flestum ákaflega tíma- frekt vegna þess að eingöngu eru notaðar erlendar bækur við námið. Veldur þetta líka miklu lakari árangri við annað nám. Sérlega mikil fengur væri ef samdar yrðu 2 nýjar bækur, kennslubók í grisku með málfræði, setningafræði og •orðalista og i öðru lagi snoturt orðasafn, grísk-islenzkt, eða dálítil orðabók. Nýlega var oss tjáð að hæstvirtur forseti deild- ar vorrar væri einn snjallasti meistari griskrar forntungu á tslandi. Vér leyfum oss þess vegna að bera fram þá ósk vora að gaumgæfilega verði athuguð leið til útgáfu bókánna. Ölíklega m.vndi það verða talin nein goðgá að isienzkir stúdentar væru gerðir jafn- réttháir stúdentum, sem nám þreyta við erlenda háskóla? Ef deildin fellst á að réttlætið sigri myndi námsbókalisti á fyrsta misseri líta þannig út: 1. Saga tsraelsþjóðarinnar eftir Ásmund Guðmundsson prófessor. 2. Kristnisaga eftir Magnús Jónsson prófessor. 3. Tónfræði eftir doktor Hallgrím Helgason. 4. Trúarbragðasaga eftir Sigur- björn Einarsson biskup. 5. Trúarlífssálfræði eftir Sigur- björn Einarsson biskup. 6. Parasálfræði eftir Jóhann Hannesson prófessor. 7. Kennslubók í grísku með málfræði, setningafræði og orðalista. Ný. 8. Grísk-íslenzk orðabók. Ný. (9. Kennslubók í hebresku með málfræði og orðasafni. Ný.) Með þessari réttarbót væru vonir til að góðir námsmenn fengju all-sæmilegar einkunnir og þeir sem betur mega fengju einnig einkunnir sem hæfileg- ar þættu. Vér vonum vist öll að rang- lætið víki og fáni sannleika og réttlætis blakti brátt við hún. Reykjavik, 20. maí 1977. Harry H. Gunnarsson. Raddir lesenda Umsjón: Jónas Haraldsson Hríngið ísíma 83322 kl. 13-15 / OPIÐ BRÉF TIL GUÐFRÆÐI- DEILDAR HÁSKÓLA ÍSLANDS Hvert œtlar þú í sumarfríinu? — Olafsvíkingar svöruðu. Sa-unn Jeremiasdóttir, vinnur í bakaríi: Eg er ekki búin að ákveða það. En ég fer kannski austur á Hornafjörð að hitta ætt- ingja mína. Ef af þessu verður fer ég í júlí eða ágúst. Spurning dagsins Kristin Hansdóttir húsmóðir: Eg er nú ekki farin að ákveða það auk þess sem það er vafasamt að ég taki frí. Ætli ég verði ekki heima í rólegheitum og vinni í garðinum. Jón Skúlason, vinnur i Hrað- frystihúsi Ölafsvíkur: Ég hef aldrei tekið fri á ævinni svo ég veit ekki hvort ég geri nokkurn hlut. Ætli maður vinni ekki í salt- fiski eins og maður er vanur. Rannveig Gylfadóttir, nemi og af- greiðslustúlka: Það er ekkert sumarfrí hjá mér þar sem ég er í skóla, en ég vinn hér í kaupfélag- inu í sumar. Kristin Magnusdóttir nemi. vinn- ur i sumar á Hótel Sjóbúðum: Ætli ég fari ekki til útlanda. lik- lega Costa Brava. Maður verður einhvern tímann að slappa af frá skólanum. Vgústa Finnbogadóttir nenii. vinnur i fiski i suniar. Veit ekki. Ætli ég fari ekki í sveitina. For- eldrar ininir eru i Fljótshliðinni. svo ég býst við að fara þangað.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.