Dagblaðið - 23.06.1977, Blaðsíða 9

Dagblaðið - 23.06.1977, Blaðsíða 9
DACiBLAÐIÐ. FIMMTUDACIUR 23. JUNÍ 1977. 9 \ Hellissandur: Þessir nýju skuttogarar og loran C tækin eru alger dauðadómur — Sigurður Krist jdnsson skipst jdri á Skarðsvíkinni frá Hellissandi lýsir skoðunum sínum umbúðalaust SÍKurður Kristjónsson skip- stjóri og aflakóntjur á Skarðs- vík frá Hellissandi var ómyrkur i máli er DB ræddi við hann fyrir skemmstu um aflatak- inarkanir og stefnu i fiskveiði- ináluin. „Það eru allar líkur til þess að það fari að heyra fortíðinni til að stunda þorskveiðar að vetri til. Þannig er útlitið nú. Það er gegndarlaus ofveiði. Fyrst hægt var að ganga á stofninn á ineðan hann var sterkur er hægur vandi að ganga þannig frá honum að hann nái sér aldrei upp." En itfað er til ráða? „Við getum tekið dænti. 1 vetur virtist ekki koma ein ein- asta ganga. Það sem veiddist var bara það sem var f.vrir hér á Breiðafirði. Til þess að bjarga stofninum — það er stóra spurningin, sem fáir geta svarað. Ég held að við verðum að fara eins með þorskinn og sildina. Það voru örfáir skip- stjórar sem neituðu að veiða smásíldina — ég var einn af þeim. Sjómenn verða sjálfir að setja stopp á þessa vitleysu. Þetta getur ekki gengið svona, þetta stoppar af sjálfu sér þegar allt er búið. Þó leyft sö að taka 300 þús. tonn þá er ekki vigtað það sem fer í sjóinn aftur. Það hefur tíðkazt allt frá upphafi togaraútgerðar að henda þeim fiski sem ekki hefur verið nógu stór. En það er einhver alda núna að tala uin þetta. Það er eins og þetta sé fyrst að koma fyrir augu þjóðarinnar núna. Allt sem keinur í vörpuna er dautt um leið og það þýðir ekkert að henda þvi. Það eru engar ýkjur að 400- 450 þúsund tonn eru drepin. Það er hrópað núna smáfiska- dráp — loka, loka. Það er eins og stjórnvöld séu fyrst að vakna núna. Stórkostleg friðun er eina ráðið. Kn hún verður aldrei gerð nema sjómenn taki sig til og neiti þessari djöfuls vit- le.vsu." Mikl'jm verðmœtjm lent „Það er einkennilegt að aðeins bolurinn er hirtur af fiskinum. Öllu hinu er hent. Það er ekki von að sjómenn hirði afganginn þegar þeir fá ekkert f.vrir hann. Það þyrfti að vera tankar um borð í skip- unum. Við getum ímyndað okkur þetta, við hendum allri lifrinni, gotunni og öllu slori. Það hljóta að vera mikil verð- mæti í þessu ef þetta næst á land. Ef aðeins eru 10 —15 þúsund tonn af fiski sem er 10 ára og eldri getum við ímyndað okkur á hvaða braut við erum. Þetta er svo lítið að ef þorskur finnst þá er það eins og gull. Það er sama þróunin á öllum sviðum hjá okkur á meðan aðrar þjóðir hirða hvert kvikindi." Kvíðvœnleg framtíð „Ég horfi með kvíða til fram- tíðarinnar fyrir þessi, þorp hér Sigurður Kristjónsson skipstjóri við skip sitt, Skarðsvík. DB-mynd Hörður við Breiðafjörð ef allt fer sem horfir. T.d. hefði veðrið í vetur verið eðlilegt vetrarveður þá eru líkur á því að vertiðin hefði verið einum þriðja lélegri en hún þó varð. En það sér hver heilvita inaður að það getur ekki blessazt að hafa 400 tonn gegnumsneitt á bát. Það vita allir að netin „sortera" úr hrygningarfiskinn, hitt fer í gegn. En togarar og togbátar hafa verið í smáfiski og fá kannski 30 tonn í hali á meðan við á netunum fáum sáralítið. En í sambandi við netaveið- ina — þá eru sett lög um neta- fjölda, en þau eru höfð að engu. Það fær hver að setja út eins og honum þóknast. Það er ekki til þess að lSga hlutina að hver bátur er með tvöfalt, þrefalt fleiri net en leyfilegt er. Svo er þetta tveggja þriggja nátta lega i sjó. Mönnum finnst ekki taka því að draga ef lítið er i. Ég tala nú ekki um síðan skreiðarverk- un komst i gagnið. Þá skiptir engu máli hvort fiskur er dags- eða vikugamall. Verðlagið er þannig að það skiptir engu máli. .4 meðan hægt er að negla fiskinn upp í rárnar er það í lagi. Enda kaupa þeir fiskinn af sjálfum sér, en við þessir karlar, sem seljum til fisk- vinnslustöðvanna, fáum sára- lítið fyrir fiskinn. Alger dauðadómur „Þessir nýju skuttogarar sem keyptir hafa verið svo og hin nýju loran C tæki eru alger dauðadómur fyrir þorskinn. Þessi tæki eru svo nákvæm að það er hægt að staðsetja upp á metra hvar fiskurinn er og síðan kemur öll togarastrollan og mokar upp því sem eftir er.“ - JH AKUREYRI íkvöld ÓLAFSFIRÐI annaökvöld SIGLUFIRÐI laugardagskvöld • MIÐGARÐI sunnudagskvöld Skemmtan- irnarhefjast allarkl. 21,00 Skemmtun fyriralla fjölskylduna Gömulogný lög—glens, gríhoggaman

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.