Dagblaðið - 23.06.1977, Blaðsíða 10

Dagblaðið - 23.06.1977, Blaðsíða 10
10 DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 23. JÚNÍ 1977. frýálst, nhái dagblað Útgafandi OagblaAiö hf. Framlcvnmdastjóri: Svainn R. Eyjólfsson. Ritstjóri: Jónas Krístjánsson. Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson. Ritstjómarfulltrúi: Haukur Helgason. Skrifstofustjóri ritstjórnar: Jóhannas Raykdal. íþróttir: Hallur Símonaraon. Aöstoöarfróttastjóri: Atli Steinarsson. Safn: Jón Saavar Baldvinsson. Handrít: Ásgrímur Pálsson. BttAamonn: Anna Bjarnason, Ásgair Tómasson, Bragi Sigurösson, Dóra Stafánsdóttir, Gissur SigurAsson, Hallur Hallsson, Holgi Pétursson, Jakob F. Magnússon, Jónas Haraldsson, Katrín Pálsdóttir, Ólafur Jónsson, Ómar Valdimarsson, Ragnar Lár. Ljósmyndir: Bjamleifur Bjarnleifsson, Héröur Vilhjálmsson, Sveinn Þormóösson. Skrífstofustjóri: Ólafur Eyjólfsson. Gjaldkerí: Práinn Þorleifsson. Dreifingarstjóri: Már E.M HaMórsson. fUtstjóm Síöumúla 12. AfgreiAsla Þverholti 2. Áskríftir, auglýsingar og skrífstofur Þverholti 11. AAaliími blaAsins 27022 (10 linur). Áskríft 1300 kr. á mánuAi innanlands. i lausasölu 70 kr. eintahiA. Setning og umbrot: DagblaAiA og Steindórsprent hf. Ármúla 5. Myndaog plötugerA: Hilmir hf. SíAumúla 12. Prentun: Árvakur hf. Skeifunni 19. Kollsteypa óþörf Aö loknum samningum eru margir uggandi um framvindu efnahagsmála þjóðarinnar. Sumir tala um kollsteypu. En tvennt er augljóst. í fyrsta lagi, að ekki gat komið til greina, að láglaunafólkið þyldi lengur þá kjaraskerðingu, sem á það hafði verið lögð. í öðru lagi, að það verður undir stjórnarstefnunni komið, hvernig fer um efnahagsmálin. Kjarabætur sem þessar eru ekki það miklar, að eigi að valda neins konar kollsteypu. Stjórnarliðar búa sig undir að reyna að skella skuldinni á verkafólk, ef illa tekst til fram að næstu kosningum. Fólk hefur síðustu ár vanizt mikilli verðbólgu samfara lágum launum. Vissulega verður áfram mikil verðbólga, en samfara skárri kjörum. Verðbólgan gæti orðiö um 25 prósent frá deginum í dag fram til áramóta. Hún gæti orðið yfir 40 prósent á næsta ári. Þetta er nokkru meiri verðbólga en var á síðasta ári, en árin þar áður var hún meiri. Síðustu ár verður háum launum ekki um kennt, eins og allir viðurkenna. Verðbólguhvatinn hefur legið í stjörnarstefnunni, og aðalorsök mikillar verðbólgu á næstunni verður því miður að líkindum einnig að finna í stjórnarstefnunni. Nú er gert ráð fyrir, að kaupmáttur meðal- kaups verkafólks verði í ár rúmum fimm af hundraði meiri en var í fyrra, og rúmlega þrettán af hundraði meiri á næsta ári. Þetta eru niðurstöður kjarasamninganna. Samt mun enn ekki takast að gera kaupmáttinn jafn- mikinn og hann var árið 1973. Geta menn sagt, að slíkar kjarabætur hafi verið of miklar í ljósi þess, að efnahagur þjóðarinnar hefur reikningslega batnað, með hærra verðlagi á útflutningsafurðum og bættum viðskiptakjörum? Síðustu vikur hefur komið fram, að staða flestra stærstu fyrir- tækjanna hefur gjörbreytzt til batnaðar á síðasta ári. Eðlilegt er, að láglaunafólkið yndi ekki lengur við sín kjör og sínar miklu fórnir, þegar svona var komið. Allir viðurkenndu í rauninni, að láglauna- fólk þyrfti og hlyti að fá betri kjör, og margir töluðu um, að þau ættu að verða betri en varð í samningunum, meðal annars ráðherrar og aðrir forvígismenn Framsóknarflokksins. Jafn- framt viðurkenndu allir, að ekki væri unnt að hækka laun yfir 100 þúsund um færri krónur en lægra kaupið var hækkað um. Þvert á móti eru margir efins um, að hærra kaupið hækki ekki, með yfirborgunum, meira en um var samið, vegna þess að lægra kaupið hækkar nú meira í prósentum. Við þessar aðstæður var val samningamanna rétt. Þá er ástæða til að undirstrika, að niður- stöður samninganna fengust á grundvelli sátta- tillögu, sem háttsettir menn í ríkisstjórnar- liðinu sömdu. Þetta verða menn að hafa hugfast síðar, þegar þeir fara að hlýða á söng stjórnarliða um, að of mikil kauphækkun hafi sett allt úr skorðum. Kauphækkunin var eðlileg og sjálfsögð. Sem slík á hún ekki að valda kollsteypu. Fránasisma tíi NASA Það verður að fara aftur til ársins 1958 til að fá skýringu á þvi hvers vegna Wernher von Braun var þjóðhetja i Banda- ríkjunum. Hann var maðurinn á bak við fyrstu eldflaugar- sendingar Bandaríkjanna út í geiminn. Hann lézt þann 17. júní sl. af lifrarkrabbameini. Wernher von Braun var einnig maðurinn sem átti stærstan þátt í gerð þeirra sprengja sem var varpað á London árið 1940. Þær voru kallaðar V-2. Það má því segja að hann hafi verið einn af óvinum vesturlanda á meðan hann starfaði fyrir nasista í Þýzkalandi. Spútnikkapphlaupið Það var hinn 4. október 1957 að géimferðir hófust fyrir alvöru. Þá ákváðu Bandaríkja- menn að senda mannað geimfar umhverfis jörðu í síðasta lagi seint á árinu 1958. Það var 4. október sem Rússar sendu upp geimfar og unnu þar með kapphlaupið um hver yrði fyrstur úr í geiminn. Þessu neituðu þingmenn að trúa. Þeir neituðu að viður- kenna að Rússar hefðu orðið á undan. En samt sem áður komst Spútnik 1 á loft og sendi frá sér hljóðmerki til jarðar- innar sem Rússar tóku á móti. Ameríka hafði tapað í kapp- hlaupinu. Rússar nóðu Þjóðverjunum Eisenhower forseti Banda- ríkjanna hélt ræðu til að full- vissa þjóðina um að ekki væri allt unnið með því að verða fyrstir til. Hann sagði að öryggi þjóðarinnar væri ekki stefnt í voða. Hann átti sínar skýringar á því hvers vegna Rússar urðu á undan að senda eldflaugar út í geiminn. Hann sagði að Banda- ríkjamenn væru komnir mjög langt á þessu sviði en það sem hefði riðið baggamuninn væri að eftir seinni heimsstyrjöldina tóku Rússar vísindamenn til fanga sem höfðu unnið við að gera sprengjur fyrir Hitlers- stjórnina. Þessi vinnuhópur hafði unnið í Peenemiinde og verk hans var meðal annars sprengjur þær sem Þjóðverjar notuðu í miklum loftárásum sem þeir gerðu á London árið 1940. I Peenemiinde var hópur vísindamanna sem hafði unnið í fjölda ára við að framleiða eldflaugar og fullkomna þær. Þar á meðal var Wernher von Braun. Hann hafði unnið við að gera sprengjur sem voru kallaðar V-l, sem siðar urðu að V-2, sem var varpað á London, eins og áður er sagt. Von Braun til Bandaríkjanna En meðan Eisenhower var að útskýra fyrir bandarísiu þjóð- inni að Rússar hefðu unnið kapphlaupið vegna þess að þeir hefðu alla þekkinguna fá Þjóð- verjum höfðu þeir mann frá Peenemiinde á sínum snærum Wernher von Braun sat í Huntsville í Alabama. Hann hafði verið yfirmaður í Peene- múnde. Vinnuveitandi hans var ameríski herinn og brátt varð nafn hans þekkt í Bandaríkjun- um. í stríðslok hafði hann haldið til Bandaríkjanna og hafði með sér mjög miklar upp- lýsingar og skjöl yfir alls 129 tilraunir með eldflaugar sem gerðar höfðu verið í Þýzka- landi. Eisenhower vissi mæta vel um starf von Braun og hann Wemhervon Braun eldflauga- sérfræðingurinn erlátinn var löngu búinn að segja forsetanum að hann gæti sent á loft eldflaug. Forsetinn vildi ekki gefa leyfi sitt, fyrst og fremst vegna þess að von Braun og félagar hans störfuðu fyrir herinn. Fyrstu eldflaugina, sem send var á loft, átti að nota til að viðhalda friðnum, þess vegna mátti herinn hvergi koma þar nærri. Þar var fyrst þegar Rússar höfðu unnið kapphlaupið að allt var sett í fullan gang. En Rússar skutu Bandaríkja- mönnum aftur ref fyrir rass, þeir sendu hundinn Laika út í geiminn 23. október 1957. Mistökin sýnd í sjónvarpinu Loksins rann upp sú stóra stund hjá Bandaríkjamönnum. Hinn 6. desember árið 1957 átti að senda eldflaug á sporbaug um jörðu. Sjónvarpið var notað til að enginn missti af atburðin- um og allir gætu fylgzt með heima í stofunni. En tilraunin mistókst og sjónvarpsáhorf- endur sáu aðeins eldhaf á pall- inum. Eftir þessi mistök var sent eftir Wernher von Braun og félögum hans og honum gefið leyfi til að senda á loft eldflaug en hann hafði ekki fengið það einu ári áður þegar hann bað um að fá að senda eldflaug á sporbaug um jörðu. Málin þróuðust þannig í höndum von Braun að 31. janúar 1958 var Explorer 1 EÐUSÁVÍSANIR 0G AÐRIR GÚMMÍIÉKKAR Það sem einkennir þessa síðustu og allra verstu tíma er hvað allt er orðið stórhættulegt og heilsuspillandi. Þjóðlegur matur er sagður bráðdrepandi, brennivínið verður fyrir hverri árásinni á fætur annarri, tóbakið er stórhættulegur and- skoti, mjólkin veldur æðakölkun, loftið spillir lung- unum, hávaði getur drepið fólk og nú síðast kemur í ljós að kaffi getur valdið krabbameini. Mengunin er alls staðar og um- ferðin eykst stöðugt. Það er því orð að sönnu að nú er stórhættulegt að lifa á íslandi. Fólk ætti því að hætta að éta, drekka, reykja og fara út úr húsum ef það hefur áhuga á að halda í líftóruna. Við íslendingar erum hálf- gerðir frávillingar í lífs- gæðakapphlaupi hins vestræna heims. Á meðan blómlegt at- vinnulíf þróaðist í nágranna- löndunum um og fyrir síðustu aldamót bjó þjóðin í moldar- kofum og treindi tóruna á þjóðarrembingi og fornri frægð. Forfeður, sem ólu kálfa til að skrifa á, hefðu sennilega hætt því ef þeir hefðu vitað að hin bókelska þjóð m.vndi nota listaverk þeirra i skóbætur eftir að hreppakellíngar hefðu legið á þeim í nokkra áratugi. Sú kynslóð sem nú er að hverfa frá völdum var alin upp við húslestra úr hrútleiðinleg- um doðröntum og þá var bannað að brosa í landinu. Nú er að komast til valda á Islandi sú kynslóð sem fyrst af öllu fékk nóg að éta (sú kynslóð sem með málhreinsun segir að hundar og kettir ,,borði“). Þessi kynslóð ólst upp við lestur á Tarzan og Basil fursta og er nú tekin til við að safna máfastelli í gríð og erg. „Blessað stríðið" varð til þess að brjála dómgreind þessa fólks en á stríðsárunum urðu tómt- húsmenn að þeim fyrirbrigðum sem kallast islenzkir smáborg- arar nú á dögum. Þeir þenja sig á sunnudögum Þingvallahring á nýju blikkbeljunni sinni með skeiðklukku, úrillri kellíngu og óþekktaröngum sem slást í aftursætinu. A sunnudags- kvöldum má sjá þá í kappakstri upp Kamba með leikföngin sín dinglandi aftan í tryllitækinu fyrir milligöngu hins nýja stöðutákns — dráttarkúlunnar. Markmið þessarar kynslóðar er að ná þeirri hámarkshagsæld i landinu sem felst í því að skorta allt nema fé. Nú þegar flestar menningar- þjóðir eru að fá sig fullsaddar af lífsgæðunum og fylgikvillum þeirra erum við enn að hamstra hagvöxtinn með erlendum lánum. Skrítið húttalag Skógrækt hefur verið einn af bröndurum islenzkrar menn- íngar síðastliðna áratugi. Ríkisvaldið hefur varið miljónatugum til þess sem kallað hefur verið „skipulögð skógrækt" og felst í því að girða af svæði sem síðan er plantað í. Utan þessara girðinga hefur síðan ríkisstyrktur meinvættur eytt h.u.b. öllum skógi á nokkr- um áratugum. Rollurnar eru þegar orðnar svo margar í landinu að það verður að gefa með kjötinu til útlanda á A sama tíma og smalað er saman sjálfboðaliðum til að gróðursetja trjáplöntur er bændum borgað úr ríkissjóði fyrir hvern þann hektara sem þeir bre.vta úr skógi í flag.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.