Dagblaðið - 23.06.1977, Blaðsíða 11

Dagblaðið - 23.06.1977, Blaðsíða 11
DAC.BLAÐIÐ. FIMMTUDACUR 23. JUNl 1977. Wernher von Braun. Hann' vann að gerð V-2 sprengjunnar sem var varpað á London árið 1940 og einnig á hann heið- urinn af því að Bandaríkja- menn urðu fyrstir til tunglsins. sendur á loft. Hann átti heiður- inn af því sem á eftir kom. Explorer 1 var aðeins byrjunin. Kapphlaupið um að senda mannað geimfar út í geiminn var hafið. Að vísu urðu Rússar fyrri tii en það voru Banda- ríkjamenn sem fyrstir lentu á tunglinu og fyrir það á von Braun mestan heiður. Yfirmaður NASA Árið 1955 varð Wernher von Braun bandarískur ríkis- borgari og fimm árum siðar tók hann við sém yfirmaður banda- rísku geimferðastofnunar- innar. Nú var næsta skrefið að komast til tunglsins. Það tók von Braun 12 ár að vinna að þessu takmarki og nú voru það Bandaríkjamenn sem sigruðu í kapphlaupinu í fyrsta skipti. Ástandið á Kefla- víkurflugvelli Um ástandið á Keflavikurflugvelli hefur alltof lengi ríkt þögn? Mál Péturs Þórarinssonar leigubílstjóra og ágreiningur verkalýðsfélaganna á Suður- nesjum um verkfall hjá varnar- liðinu hefur orðið til þess að menn hafa farið að ræða skipan mála á Keflavíkurflugvelli af meiri hreinskilni en oft áður. Það fer t.d. ekki milli mála að tillaga Éinars Agústssonar um að íslendingar ættu i vaxandi mæli að taka að sér ábyrgðar- stöður á Keflavíkurflugvelli hefur ekki komizt til fram- kvæmda. Þvert á móti hefur íslendingum verið ýtt til hliðar, þegar um mikilvæg störf er að ræða. Hins vegar standa land- anum opin störf sem Amerík- anar vilja sjálfir ekki vinna, svo sem hreingerning í íbúðum varnarliðsmanna. Höfuð- ástæðan fyrir því að Amerík- anar gerast nú æ aðsópsmeiri á Keflavikurflugvelli er sú, að raunveruleg æðstu völd í mál- um Vallarins eru í höndum manna, sem með árunum hafa gerst meiri Ameríkanar en Ameríkanar sjálfir — menn, sem oft taka afstöðu með varnarliðinu gegn íslend- ingum, þegar í odda skerst. Þessir menn eru Páll Ásgeir Tryggvason ambassador, Hannes Guðmundsson, pólitísk- ur ráðningastjóri á Vellinum, og Þorgeir Þorsteinsson lögreglustjóri. Ég gæti nefnt Kjallarinn Hilmar Jönsson mörg dæmi hvernig þessir menn hafa brugðizt vonum manna og hvernig þ'eir túlka lög og reglur í þágu Ameríkana eða sjálfra sín. Þessi þróun fer að sjálfsögðu ekki fram hjá Ameríkönum. Því munda þeir nú byssur gegn friðsömum kríueggjasafnara eins og Pétri Þórarinssyni, og siðan kemur fulltrúi varnarliðsins með ein- hverja auvirðilega lygasögu og íslenzk blöð birta þennan þvætting. Mörgum sem á Suðurnesjum búa ber saman um að mesta niðurlægingartímabil þjóðar- innar hafi verið árin 1952-56, þegar hervinna var orðin rneginuppistaðan í árlegum tekjum þjóðarbúsins. Nú virðist sami andi og þá ríkti uppvakinn á Keflavíkurflug- velli. Þar skipar nú hrokafullur kafteinn fyrir verkum og aðmírállinn flytur inn lið sem virðist betur fallið til annarra hluta en varnarstarfa. Taka vil ég fram að hér talar ákveðinn Nató-maður, sem trúir því að herinn sé nauðsyn bæði fyrir okkur og hinn vestræna heim. En spillingu verður að gagnrýna og uppræta. Um ástandið á Kefla- vikurflugvelli hefur alltof lengi ríkt þögn. Hilmar Jónsson bókavörður, Keflavík. Áratuga herferð gegn bárujárni og þeim eiginleikum vatns að renna fremur niður en upp hefur leitt ' af sér míglekan skókassakúltúr og raðhúsamartraðir sem lita út eins og minkabú. Led M.Jónsson hverju ári, auk þess sem ótöidum miljónum er ’varið til að efla þennan rollubúskap. Á sama tíma og smalað er saman sjálfboðaliðum til að gróðursetja trjáplöntur er bændum borgað úr ríkissjóði fyrir hvern þann hektara sem þeir breyta úr skógi í flag. Austur í Laugardal má sjá þessa þróun, en þar voru fyrir nokkrum árum a.m.k. tveir skógarhólmar innan við Laug- arvatn í mýrinni á hægri hönd þegar ekið er inn í dalinn. Þarna hafa rollurnar gjöreytt þessum hólmum á einum ára- tugi. Auk þess er allur skógur í Laugarvatns- og Snorrastaða- landi, sem ekki er innan skóg- ræktar- eða sumarbústaða- girðinga, á hraðri leið að hverfa vegna rollnanna. Þar hafa einnig verið plægð upp skógar- svæði án þess að hirt væri uin að sá í þau flög svo árum skiptir. Það er með ólikindum hvað skattgreiðendur láta bjóða sér hérlendis og raunar furðulegt að þeir skuli ekki standa saman og neita að taka þátt í fíflagangi á borð við þetta þar sem einum er greitt fyrir að efla skógrækt en öðrum fyrir að eyða henni, —og hvort tveggja úr einum og sama vasanum, vasa skatt- greiðandans. Éf til vill er það engtn tilviljun að hinn almenni skatt- greiðandi kýs að þegja þunnu hljóði þegar talið berst að þess- um málum. Hann er ekkert annað en arðrændur leiguliði í sinu föðurlandi, þar sem fámennur hópur forréttinda- manna gengur með afsal uppá vasann fyrir Vatnajökli og raunar landinu öllu. Með sömu hugsunarlausu sýndarmennsku hefur einni af stærstu auðlindum þjóðarinnar verið sóað skipulagslaust og án nokkurrar fyrirhyggju. Þ’iski- miðin umhverfis landið eru að verða uppurin vegna gegndar- lausrar sóunar og sýndar- mennsku stjórnvalda sem notað hafa skuttogara sem gjaldmiðil við atkvæðakaup. Og þótt á það sé bent að selurinn einn éti jafnmikinn fisk og allur togara- flotinn veiðir á ári, auk þess að ala fyrir okkur hringorminn, þá örlar ekki á nokkrum aðgerðum gegn þessari búrtik sem hamast við að éta þjóðina út á gaddinn. Hvort er meiri glæpur að endurnýja ekki fisk- veiðiflotann í áratugi, þegar nóg var af fiski í sjónum, eða áð hlaupa til og kaupa 60 skut- togara til að gera út á ördauð fiskimið, mun islandssagan verða að dæma um, en hitt hefur alltaf fylgt þessari þjóð að vera fyrirmunað að skilja að auðlind er höfuðstóll sem rýrnar án ávöxtunar. Það hefur aldrei verið reiknað inn í út- gerðarkostnað hvað það raunverulega kostaði að rýra þessa námu, sem sótt var í og öllum ábendingum hugsandi manna um að tekinn yrði upp auðlindaskattur til að verja í skipulagða uppbyggingu á öðrum sviðum hefur veriðtekið með skilningsleysi og tómlæti. Fyrir bragðið sitjum við uppi með ónýta skuttogara innan skamms og engan þann iðnað sem tekið gæti við fjáröflun- inni og haldið gangandi at- vinnulífinu í landinu. Nú erum við komin inn í þann vítahring, sem virðist ekki geta endað með öðru en skelfingu og viðbrögðin við hættunni hafa verið nákvæmlega þau sömu og hins forfallna eiturlyfjaneyt- anda, — að auka bara skammtinn. 0q þú Bárujórnsbrútus... Islenzk menning er kúnstugt fyrirbrigði enda að mestu orðin til vegna þrákelkni þeirra manna sem álitnir voru klikkaðir hér áður fyrr og dunduðu við listir og skáldskap þegar heiðarlegt fólk- vann hörðum höndum. En menningin er uppáþrengjandi og ýtin og að lokum fór svo að íslendingar gátu ekki lengur byggt sín hús nema þau væru teiknuð fyrir þá af sérfróðum mönnum. Og þótt það sé nú önnur saga þá hefur menning- unni vaxið svo fiskur um hrygg að nú er ekki lengur hægt að sigla skipum í strand nema með tölvu. Nú, — en eftir að húsagerðarlist öðlaðist sess meðal íslenzkra lista var skorin upp herörgegn því arkitektíska „ojbjakki" sem nefndist báru- járn og tröllreið húsagerð í Reykjavik og úti á landi á milli- stríðsárunum. Áratuga herferð gegn bárujárni og þeim eiginleikum vatns að renna fremur niður en upp hefur leitt af sér míglekan skókassakúltúr og raðhúsa- martraðir sem líta út eins og minkabú. Einn af frægustu arkitektum heims hefur heimsótt landið a.m.k. tvisvar og reynt að koma auga á eitthvað sem hann gæti dáðst að. Eitthvað gekk það erfiðlega i fyrstu. eða þar til honum opnaðist hinn íslenzki heitnur bárujárnsins. Maðurinn er að visu sjálf- menntaður og hefur sennilega ekki lokið stúdentsprófi frekar en le Corbusier og Ari fróði og þvi ekki víst að hinir íslenzku snillingar taki mikið mark á því sem hann segir. En ef að likum lætur mun innan skamms fara að berast boð utan úr heimi til íslenzkra listamanna að koma nú á þessa eða hina ráðstefnuna og halda erindi um hið markalausa byggingarefni, bárujárnið, og hvernig þeir hafi farið unt það slnum listrænu sköpunartökum og gert það að einu af undrum veraldar. Innan skamms munu höfundum bárujárnsins verða gerð vegleg skil i alþjóðlegum uppsláttarritum og rækilega sýnt fram á hver hugkvæmni og snilld liggur að baki slikutn sköpunarmætti setn megnar að gera simpilt bárublikk að ódauðlegu minnismerki þjóðlegrar listar. Og itinan skamms verðutn við öruggloga farin að flvtja út arkitektúr i' störum stíl. tslenzk snilld á sér' fá takmörk i heitni listarinnar. Leó M. Jónsson t;eknifr;eðingur. /N

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.