Dagblaðið - 24.06.1977, Blaðsíða 2

Dagblaðið - 24.06.1977, Blaðsíða 2
da(;blaðið. föstudagur 24. júní 1977. 2 Má hleypa ósjálfráða ungl- ingum eftirlitslaust út í heim? „3338-2162“ hringdi: Hversu gamalt skyldi fólk Raddir lesenda Umsjón: Jónas Haraldsson þurfa að vera til að fá að fara eitt síns liðs til útlanda? Ég spyr vegna þess að mér er kunnugt um fimmtán ára pilt sem er á leið út í heim í fylgd með (iðrum sextán ára. Þetta er einhvers konar hópferð, búið að borga inn á fargjaldið og hvaðeina. Hvað ætli það séu margir sem hafa stigið sín fyrstu ógæfuspor á erlendri grund, bæði með áfengi og fíkniefn- um. Ég fæ ekki betur séð en að þetta sé afskaplega misráðið að leyfa piltinum að fara, enda sýnist mér þetta vera miklu hættulegra en hættulegt ferða- lag innanlands. Hver borgar tryggingar fyrir svona ferða- langa? Hver veitir leyfi? Hver ábyrgist gjaldeyrisyfirfærslur? Mér þætti gaman að heyra við- horf fleiri foreldra sem eiga börr á þessu reki. Refskák og réttvísi Kristín M. J. Bjiimson skrifar: Bók eina allmerka bar að húsi mínu hérna um daginn. Bókin heitir Refskák og réttvísi og fjallar um frækilega glímu einstaklinga við lagaverði með lýðræðisþjóð sem hefir að kjör- orði: ,,Með lögum skal land b.vggja". Höfundur bókarinnar er gáfukonan Ingveldur Gísla- dóttir, listmálari, og segir hún snilldarvel frá, enda reglusöm og týnir engu af skjölum sínum né sönnunargögnum. Höfundur leitar eftir aðstoð hins opinbera vegna dánarbús eftir lát manns síns sem var hluthafi í útgerðarfélagi. Þar sem hún kemst fljótt að þvi að félags- og landslög eru brotin á henni hyggur hún gott Kristín M.J. Björnson. til að fá leiðréttingu mála hjá yfirvöldunum því hið nýja ríki nýðist ekki lengur á ekkjum og munaðarleysingjum. Þó bókin sé enginn ástarróm- an, heldur hún manni föngnum frá upphafi til enda, svo spenn- andi er það að fylgjast með viðureign ekkjunnar og yfir- valdanna. Maður sér hana ganga á milli þeirra háu herra, oft forgefins ferðir, vegna lof- orða þeirra, svika, óorðheldni, lygi og undirferli, alltaf með sömu þolinmæðinni og hetju- lundinni í ellefu ár. Lesið bók þessa og kynnist starfsaðferð- um dómsmálaskörunga vorra og reynið að fá svar við hinni brennandi spurningu okkar allra: Hver er réttur hins al- menna leikmanns í lýðveldinu Islandi? HEIMILISTRYGGING - ALTRYGGING Bréfritari telur unglingum hollara að ferðast innanlands en utan. Fræðslu um Brímkló Hljómsveitin Brimkló ásamt manni þeim sem þeir tileinkuðu jilötuna Undir nálinni. Lesendasíðan veit því miður ekki hvað hann heitir. Jóhann Björnsson hjá Ab.vrgð hf. hafði samband við blaðið vegna lesendabréfs sem birtist í DB 22. júní sl. þar sem Hrafn- hildur Guðmundsdóttir skýrir frá slæmri reynslu sinni af heimilistryggingum. Hann sagði að þetta væri rétt sem fram kæmi hjá Hrafnhildi að tjón hennar fengist ekki bætt af heimilistryggingum. En i lok greinar sinnar vitnar Hrafn- hildur í sjónvarpsauglýsingu og segir: „Fyrir hugskotssjónum mínum svífur sjónvarpsauglýs- ing frá tryggingarfélagi þar sem heimilisfaðirinn situr á stigapalli og leggur frá sér gler- augun. Barn kemur gangandi og stígur á gleraugun, svo þau brotna. Texti auglýsingarinnar var eitthvað á þá leið: „Og þetta tjón bætum við líka“.“ Að sögn Jóhanns er hér átt við auglýs- ingu Abyrgðar hf. þar sem aug- lýst er svokölluð altrygging. Al- trygging bætir tjón eins og Hrafnhildur varð fyrir. Trygg- ingu þessari er ætlað að bæta tjón á lausafé heimilisfólks af skyndilegum eða ófyrirsjáan- legum orsökum. Kr. 9.170.- Halldóra Emilsdóttir skrifar: Það er eitt sem mér finnst ábótavant og það er hversu lítið er skrifað um poppið hér á tslandi. Þessi orð eru skrifuð í tilefni þess að ég var að he.vra nýju plötuna með Brimkló, Undir nálinni, og finnst mér hún alveg sérstaklega góð og skemmtileg. frábær. Þar sem ég er ung að árum eða 16 ára finnst mér alveg þess virði að þið fnedduð okkur aðeins um þessa merkilegu hljómsveit. Það eina sem ég veit er að hún hefur gefið ut tvær góðar plötur og einn sjónvarpsþátt sá ég sem var i kúasmala-stil en sá þáttur fannst mér bezti islenzki skemmtiþáttur fyrr og siðar. Er kannski von á fleiri slikum á næstunni? Ekki meira að sinni en þakka Dagblaðinu góðar fréttir og Brimkló góða músík. Poppsíða Dagblaðsins hefur verið i mánaðar sumarfrii en á næstunni er von á henni aftur og hver veit hvað þá verður skrifað.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.