Dagblaðið - 24.06.1977, Blaðsíða 3

Dagblaðið - 24.06.1977, Blaðsíða 3
3 2V DAC.BLAÐIÐ. KÖSTUDACUR 24. J UNÍ 1977._ íslenzka Flugsögufélagið Spurnirsg dagsins Þessi Cataiina fiugbátur er einn af sex sem íslendingar hafa átt. Þrír voru bræddir upp í brotajárn, einn fauk svo og var einnig bræddur upp og tveir seldir til Kanada. Vestfirðingur hét vélin hér á myndinni og síðast þegar vitað var, eða í fyrra, var hún enn i notkun í Kanada. Ljósmynd: Haiidór Sigur.jónsson. I dálkum Dagblaðsins var ný- lega bréf frá flugáhugamanni. Stjórn islenska flugsögufélags- ins fullvissar hann um að það hefur aldrei verið ætlun okkar að gleyma eða gera lítið úr einu eða neinu sem vel hefur verið gert. Við vitum einnig mætavel um öll þau ritverk sem hann minnist á og þökkum þau. Eins og flugáhugamaður biðum við með eftirvæntingu framhalds Annála íslenskra flugmála Arn- gríms Sigurðssonar. Hins vegar er margt eftir ógert og margt sem ekki hefur fengið næga athygli. Markmið Flugsögu- félagsins er að sameina alla sem áhuga hafa á verrrdun íslenskra flugminja og á ís- lenskri flugsögu og virkja áhuga þeirra til starfa. Því bjóðum við flugáhuga- mann þann sem fyrr greinir og alla þá aðra flugáhugamenn sem enn hafa ekki látið til sín heyra velkomna í íslenska flug- sögufélagið. Þar fá allar raddir að heyrast og allir sem áhuga hafa að njóta sín. Nóg er að starfa. Baldur Sveinsson formaður Islenska flugsögufélagsins Sími 71370. AFLAGÐIR VEGIR Athyglisverð grein, Æ — lofið okkur að lita, birtist í Dag- blaðinu 11. maí, þar sem Jóna Vigfúsdóttir fjallar um erfið- leika sem oft eru á því að kom- ast af þjóðvegum með hjólhýsi út á aflagða vegi eða bara út í guðsgræna náttúruna. Ég vil taka undir orð hennar. Það er að vísu þakkarvert að aðalvegir hafa verið byggðir upp og aðrir breikkaðir og lag- aðir á síðari árum. Margir gamlir vegir og vegarspottar hafa því fallið út úr vegakerf- inu. Ekki þarf lengur á þeim að halda til samgöngubóta. Nýir og betri vegir hafa leyst þá af hólmi, og er það vel. En gömlu aflögðu vegarspott- arnir gætu enn gegnt mikil- vægu hlutverki á meðan þeir væru tii þess hæfir. Þeir eru sem kjörnir til þess að fólk á litlum bifreiðum gæti á þeim komizt út úr umferð aðalveg- anna, út í friðsæla náttúruna þar sem ekkert verður til trufl- unar. Gamlir aflagðir vegar- spottar liggja víða um svæði þ'ar sem engum ætti að vera ami að umferð friðelskandi ferðamanna á eigin bifreiðum. Ganga ætti svo frá mótum gömlu aflögðu veganna og þeirra nýju að venjulegir bílar gætu komizt út á þessa vegar- spotta. Sem dæmi vil ég nefna gamla veginn yfir Hellisheiði. Þar eru skjólsælar brekkur og grösugir hvammar með fjalla- grösum og margir eru þeir sem gjarna vildu una sér þarna dag- stund í góðu veðri. En ekki er hættulaust venjulegum bílum að komast af nýja veginum út á gamla veginn, vegna of mikils halla við vegamótin. Hér þyrfti að gera lagfæringu á. Ég vil mælast til þess, fyrir ABBA aftur llljómsveitin Abba. Keflvískur sjónvarpsáhorfandi 5584-4976 skrifar: Ég ætlaði aðeins að skrifa ykkur þetta bréf sem áskorun til sjónvarpsins um að sýna aftur ABBA þáttinn, sem sýndur var á hvítasunnu. Þátturinn var það vel gerður og hæfilega langur og er örugg- lega þess virði að sjást aftur. Ef svona léttir þættir eru of dýrir fyrir sjónvarpið þá finnst mér alveg sjálfsagt að þeir séu endursýndir. Eins væri gaman að fá fleiri þætti svipaða Daily Mirror þættinum, sem sýndur var sunnudaginn 12. júní og sama er að segja um Evrópu söngvakeppnina. Hún þykir alltaf stór liður í íslenzka sjón- varpinu og þess vegna þess verðugt að hún sé endursýnd. Tilvalið væri að aflagðir vegir væru þannig úr garði gerðir að menn með hjólhýsi aftan í bílum sínum kæmust út áþásjálfum sér til ánægju. munn hinna mörgu sem komast vilja brott frá umferð aðalvega, að þeir sem annast vegamál og ferðamál lagfæri vegamót nýrra vega og gamalla svo komast megi eftir þeim þar sem svo hagar til um ástand þeirra að hættulaust sé venjulegum bílum. Því áreiðanlega er það ekki ætlun þeirra sem ferðamálum stjórna að einungis megi stöðva bifreiðir á brúnum aðalvega. Hér mun meira vera um að kenna hugsunarleysi þeirra sem við vegina vinna. Væri því sjálfsagt að gera hér á bragar- bót sem allra fyrst, enda mundi kostnaður af siíkum lagfæring- um varla vera umtalsverður. Ingvar Agnarsson. Hríngið i síma 83322 millikl. 13-15 Er frjósemi meiri i Grundarfirði en annars staðar: — Grundfirðingar svöruðu. Valgerður Gísladóttir húsmóðir: Já, hún er það. Ég hef nú ekki hugmynd um af hverju. Það er líkiega ekkert annað að gera en stuðla að aukinni fjölgun. Ekkert annað við að vera. Margrét Hjálmarsdóttir hús- móðir: Bæði já og nei. Fólk getur átt börn hér af því að það er ekkert annað við peningana að gera en eyða þeim í börn. Hannes Friðsteinsson vgrka- maður: Það held ég ekki. Ætli það sé ekki svipað og annars staðar. Ég þekki til í Vestmannaeyjum og mér sýnist ástandið svipað og þar. Dagbjört Guðmundsdóttir hús- móðir: Ég veit ekki hvað skal segja. Fólk sem hingað kemúr segist ekki sjá annað en börn og gamalmenni, en ætli þetta sé nú ekki upp og oían eins og gengur. Þorvarður Sigurðsson banka- maður: Eg veit ekki hvort frjósemi er meiri hér en annars staðar, en hér er alla vega injög fjörugt mannlíf. Guðbjörg Jóhannesdóttir, vinnur i Sparisjóðnum: Nei, það held ég ekki. F.g held að þetta sé ósköp svipað hér og á öðrum stöðum.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.