Dagblaðið - 24.06.1977, Blaðsíða 8

Dagblaðið - 24.06.1977, Blaðsíða 8
8 DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 24. JUNl 1977. Krakkarnir í Breiðholti biðja Breiðhyltinga um aðstoð: Vilja kaupa hús og flytja í og skapa aðstöðu til útiveru og íþrótta sumarogvetur Hluti hinna ungu félaga í Leikni sem báru út dreifibréfið þar sem beðið er um fjárhagslega aðstoð. DB-mynd Hörður. Tugir ungra félaga i íþrótta- félaginu Leikni í Breiðholti hafa borið út dreifibréf, sem ætlunin var að koma í hvern póstkassa í Breiðholtsbyggðum. I bréfinu fer stjórji Leiknis fram á fjárhagsiégan stuðning íbúa Breiðholts til að koma upp húsi sem félagið hyggst flytja í land Kolviðarhóls og skapa þar aðstöðu fyrir unga Breiðhylt- inga til skíðaferða á vetrum og til útivistar og iðkunar hand- bolta, fótbolta og frjálsra íþrótta á sumrum. Ragnar Magnússon form. Leiknis tjáði blaðinu að stjórn-1 in myndi reyna allar leiðir til að félaginu tækist að koma upp þessari aðstöðu. Hefur félagið gert kaupsamning á 200 fer- metra, einnar hæðar timbur- húsi sem sérstaklega er byggt til flutninga milli staða. Hefur félagið augastað á landi fyrir húsið rétt við Kolviðarhól og' hefur beiðni verið send til borgarráðs þar að lútandi. Taldi Ragnar að félagið hefði ástæðu til að ætla að vel yrði tekið í beiðni félagsins. Ragnar kvað Kolviðarhóls- land vera mjög heppilegt til uppbyggingar slíkrar aðstöðu sem yrði ungum Breiðhylting- um nýtanleg bæði sumar og vetur. Grasi grónir balar í grennd Kolviðarhóls eru auði. veldir viðfangs til sköpunar að- stöðu til sumaríþrótta og úti- vistar. Ragnar taldi að húsið, flutn- ingur þess og breytingar myndu kosta um 10 milljónir króna. I dreifibréfinu til Breiðholts- búa eru þeir beðnir um 6000 króna aðstoð sem greiða má á sex mánuðum, eða 12 mán- uðum, ef heldur er kosið. Er minnt á að Leiknir hafi verið stofnaður af Framfarafélagi Breiðholts til að sinna þörfum yngri borgaranna. Þetta vill félagið gera meðan þörfin er’ brýn en getur ekki nema með' aðstoð íbúanna eins og segir í bréfinu. Takist áform stjórnar Leiknis og Breiðhyltingar bregðist vel við beiðni félagsins um aðstoð verður aðstaðan við Kolviðarhól fyrir hendi þegar á þessu ári. - ASt. Er Eg klippi og ég raka menn Rakarinn í Borgarnesi er sagður flestum mönnum skemmtilegri, enda var fjölmennt hjá honum á stofunni þegar við litum við hjá honum um daginn. Haukur heitir hann og er Gísla- son. En Haukur slær tvær flugur í einu höggi því inn af rakarastof- unni hefur hann ljósmynda- stúdíð, þar sem hann tekur passa- myndir af Borgnesingum og mælist þá að sjálfsögðu til þess að þeir séu nýklipptir og snyrtilegir. Einkum sagðist Haukur njóta kvenhylli við klippingar sínar og eykst ásókn kvenna með degi hverjum, enda er kvenfólkið að sjálfsögðu í sérflokki hvað verð snertir. Haukur sagði einnig að skemmtilegra væri að klippa kon- urnar en karlana, en þó væri mikið skemmtilegra að klippa þá nú síðan tízkuklippingar karla hófust, en áður var lítið annað að gera en að raka hárið af körlun- um og skilja örlítið eftir fyrir ofan eyrun. Kona ein á rakara- stofunni bætti þvi við að Haukur klippti svo vel að enginn vafi væri á því að Borgnesingar væru betur klipptir en aðrir landsmenn. Haukur tekur myndir inn af rakarastofunni svo sem áður er getið en enginn starfandi ljós- myndari er í Borgarnesi. Hann sagði að Borgfirðingar væru svo snyrtilegir að það væri ekki nauðsynlegt að klippa þá áður en hann myndaði þá, þótt það skað- aði að sjálfsögðu ekki. I frístundum skemmtir Haukur' fólki, segir skrítlur og syngur gamanvisur. Heldur sagði hann þó að hefði dregið úr því upp á síðkastið. „Maður er líkleg'a ekki eins hlægilegur og maður var. En það er gaman að þessu. Ef fólk getur híegið þá finnst mér gaman að þessu. Það er um að gera að taka lífinu létt,“ sagði Haukur og kallaði á næsta í stólinn. - JH Hér má sjá Hauk rakara snyrta einn vlðskiptavin sinn og það fer ekkert á milli mála að það er Ijósmyndari Dagblaðsins, Hörður Vilhjálmsson, sem mundar mvndavélina. Lýst kjöri 5 heiðurs- doktora viðHÍ A Háskólahátíð í Háskóla- bíói á morgun, Iaugardag, verður lýst kjöri fimm' heiðursdoktora við Háskóla1 tslands. Auk þess fer fram afhending prófskírteina til kandídata. Lýsing á kjöri heiðurs- doktora fer fram að lokinni ræðu Guðlaugs Þorvalds- sonar háskólarektors. Jón Sveinbjörnsson prófessor, forseti guðfræðideildar, lýsir kjöri heiðursdoktor- anna Björns Magnússonar prófessors, sr. Sigurðar Páls- sonar vígslubiskups og dr. Valdimars J. Eylands. For- seti heimspekideildar dr. Bjarni Guðnason prófessor, lýsir kjöri dr. Jakobs Bene- diktssonar og forseti verk- fræði- og raunvísinda- deildar, dr. Guðmundur Eggertsson prófessor, lýsir kjöri Ingimars Öskarssonar grasafræðings. Háskólakórinn syngur nokkur lög undir stjórn Jónasar Ingimundarsonar én hátíðinni lýkur með af- hendingu prófskírteina sem deildaforsetar sjá um. - ASt. Melgerðismelar: Á annað hundrað eyfirskirgæð- ingarkeppa um næstu helgi A annað hundrað gæðingar úr Eyjafirði og einhverjir úr Skagafirði og víðar að munu koma saman á Melgerðismelum um helg- ina til keppni. Fimm hesta- tnanaafélög við Eyjafjörð gangast fyrir þessu móti sem hefst kl. 2 á laugardaginn. Þá verða góðhesta- sýningar og undanrásir í kappreiðum. Á sunnudag hefst dagskráin eftir hádegi með hópreið og að því búnu verður keppt í kappreiðum og verðlaun afhent. Hestamannafélög við Eyjafjörð hafa á undanförn- um árum byggt upp aðstöð- una að Melgerðismelum og err hún af mörgum talin sú bezta til hestamannamóts- halds hérlendis. Fór keppni þar fyrst fram í fyrrasumar. Góð tjaldstæði eru á staðn- um og þar verða seldar veit- ingar mótsdagana. - G.S. ENDEMIS DELLA ER ÞETTA... Roeky Horror Picture Show Nýja bíó Bandarísk 1975 Þessi kvikmynd er gerð eftir brezkum rokk-söngleik, Rocky Horror Show, sem frumsýndur var i London fyrir fjórum árum og gengur þar enn. Gagnrýn- endur þar í borg töldu þennan söngleik hinn bezta sem þar var sýndur ’73. Hefur verið fátt um fina drætti í London það árið, ef marka má kvikmyndina sem nú er sýnd i Nýja bíói. Kvik myndir Hér er um að ræða endemis vitleysu sem ekki er einu sinni hægt að hafa gaman af þrátt fyrir einstaklega góðan vilja í þá átt. Þrír ljósir punktar eru að vísu í myndinni: þokka- legasti leikur Tim Currys og Richards O’Briens og lögulegur kroppur á Susan Sarandon. RiclTard þessi O’Brien er höfundur söngleiksins, tónlistar og texta. Hann er lika ágætur hæfileikamaður en ekki er músíkin hans til fyrir- myndar: útjaskaðir rokkfrasar sem hvaða meðalrokkari sem er getur slegið við. Myndin sýnist leikmanni heldur klaufalega gerð, enda er það ekki oft sem vel tekst lil með kvikmyndun á leiksviðs- verkum. Söguþráðurinn er óskiljan- legur: Janet (Susan Sarandon) og Brad eru nýtrúlofuð 1 oKutero. Uti er hellirigning. Auðvitað springur og varadekk er ekki til. Þau halda fótgangandi í átt til kastala eins inikils, sem nýlega hafði orðið á leið þeirra. til að leita hjálpar. Þar tekur á móti þeim bæklaði þjónninn Riff-Raff (Richard O'Brien), sem lætur þau orð falla að þau beri að á merkilegu kvöldi, því húsbóndinn sé að halda eina af sínum meiriháttar veizlum. Og víst er „veizlan” í fullum gangi og veizlugestir hinir kostulegustu. Hámark veizl- unnar virtist tvíþætt: þegar húsbóndinn, dr. Frank N’Further (Tim Curry), vekur mannlegt sköpunarverk sitt upp úr einhvers konar sýru- potli,_og kegar hann slátrar ein- um þjóna sinna, mótorhjóla- töffaranum Eddie, með kjöt- saxi. Að þessu búnu serðir hann bæði Janet og Brad og þykir ekki mikið um. Inn á milli atriða birtist á tjaldinu illilegur maður, tiltölu- lega borgaralega klæddur og talar eins og Ævar R. Kvaran. Virðist hann vera sögumaður sem fjasar óskiljanlega um aðrar stjörnur og sólkerfi. Enda kemur i ljós smám saman að húsbóndinn, dr. Further og lið nans, er komið frá öoru sól- kerfi, eða einhverjum andskot- anum áþekku sem þau kalla Transylvaniu. Ef mig mis- minnir ekki, þá var annar hvor þ.eirra kumpána Drakúla eða Frankenstein þaðan líka. Undir lok sýningarinnai. þegar þjónninn Riff-Raff og systir hans Mangeta hafa tekið völdin í kastalanum með magn- aðri leysigeislabyssu, kemur til sögunnar enn einn doktor, í þetta skipti Scott gamli eðlis- fræðikennari þeirra Brads og Janetar (munið eftir þeim? Þau, sem sprakk hjá í rigning- unni...). Hann flettir ofan af öllu svínariinu: dr Frank N’Furhter og allt hans hyski eru njósnarar og óþokkar frá öðrum heimi Vilji einhver leggja á sig að horfa á svona dellu, þá er hún sýnd í Nýja bíói. -o.vald.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.