Dagblaðið - 24.06.1977, Blaðsíða 12

Dagblaðið - 24.06.1977, Blaðsíða 12
12 DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 24. JUNt 1977 Lið Reykjavíkur vilja á Laugardalsleikvang — Fram, KR, Valurog Víkingur hafa sent borgarst jóra skeyti þaraðlútandi Þorsteinn Bjarnason sýndi sniildartakta í gærkvöld gegn Val. Þarna næi og breytt stefnu. Meistarar \ stig til K< —Valur og ÍBK skildu jöf n, 0-0 — Barátta Reykjavíkurfélögin Fram, KR, Valur og Víkingur hafa sent borgarstjóra skeyti þar sem þess er farid á leit ad heimaleikir félaganna í 1. deild verði ieiknir á heimavelli — það er Laugar- dalsleikvanginum. Félögin f jögur hafa óskað eftir svari frá borgar- stjóra fyrir þriðjudag. Það er greinilegt að deila er komin upp milii Reykjavíkurfélaganna í 1. deild og forráðamanna íþrótta- vallanna i Laugardal. Það kom fram í vikunni í viðtali við Baldur Jónsson, vallarstjóra Laugardalsvallar, að engir leikir yrðu leiknir í 1. deild í sumar á Landsliðí sundi valjð Landslið íslands í sundi fyrir 8 landa keppnina í Reykjavík 1977 hefur verið valið en þjálfarar eru. Guðmundur Þ. Harðarson og Ólafur Þ. Gunnlaugsson. Eftirtalið sundfóik hefur verið vaiið í landslið íslands í sundi fyrir 8 landa keppnina 1977.. Axel Alfreðsson Ægi 20 Arni Eyþórsson Armanni 19 Bjarni Björnsson Ægi 17 Guðný Guðjónsdóttir Armanni 14 Hafliði Halldórsson Ægi 16 Hermann Alfreðsson Ægi 17 Hulda Jónsdóttir Ægi 13 Ólöf Eggertsdóttir Selfoss 15 Sigurður Ólafsson Ægi 22 Sonja Hreiðarsdóttir Ægi 14 Vilborg Sverrisd. Sundf. Haf, 20 Þórunn Alfreðsdóttir Ægi 16 Atta landa keppnin fer fram í Sundlauginni í Laugardal laugar- daginn 2. júlí kl. 15.00 og sunnu- daginn 3. júlí kl. 9.30 og 13.30. Alls verður keppt í 26 sund- greinum. Einn keppandi frá hverri þjóð syndir í hverri grein. Auk Islands taka þátt í keppn- inni: Noregur, Spánn, Swiss, Skotland, Wales, Belgía, Israel. Þór frá Akureyri þokaði sér að hlið KR á botni 1. deildar er Þór gerði jafntefli við Fram í 1. deild Islandsmótsins í gærkvöld, 1-1 Sanngjörn úrslit er á heildina er litið þó meiri sóknarbroddur væri í sókn Fram. Þór og KR hafa hlotið 6 stig — Fram 8 stig og FH 7 stig — Baráttan á botni 1. deild- ar því hörð og óvægin. Þegar í upphafi keppnistíma- bils spáðu flestir Þór falli í 2. deild. En leikmenn Þórs hafa komið á óvart með baráttu sinni — og þegar tekið 6 stig. Þór hafði tapað síðustu fjórum leikj- um í röð eftir góða byrjun og því var stigið í gærkvöld þeim kær- komið. Fram hefur hins vegar ekki uppfyllt þær vonir er við liðið voru bundnar — sérstaklega eftir að Fram varð Reykjavíkurmeist- ari og hafnaði í öðru sæti á síðasta keppnistímabili. t stað þess að blanda sér i toppbaráttuna verður Fram að verjast falli í 2. deild i sumar, knattspyrnan er sannar- lega óútreiknanleg. Leikur botnliðanna í gærkvöld var oft vel leikinn á köflum — hinn bezti á Akureyri i sumar. Fram hóf leikinn af krafti, hvatt áfram af stórgóðum leik Ásgeirs Elíassonar, sem loks virðist hafa náð sér á strik eftir meiðslin. Þeg- ar á 6. minútu átti Ásgeir gott skot en Samúel markvörður Þórs varði vel — og aðeins tveimur Laugardalsleikvanginum, heldur yrðu allir leikirnir leiknir á efri vellinum svokallaða. Þar finnst félögunum ekki nógu góð aðstaða — finnst ekki rétt að nota Laugar- dalsleikvanginn sem sparivöll. Baldur hefur hins vegar látið þá skoðun í ljós, að Laugardalsleik- vangurinn sé ekki tilbúinn til mikillar notkunar. DB sneri sér til formanna Reykjavíkurfélaganna — og náði tali af Þór Símoni Ragnarssyni, formanni Knattspyrnudeildar Víkings og Pétri Snæbjörnssyni, formanni knattspyrnudeildar Vals. Þór Símon sagði: „Reykjavikur- félögin eru búin að spila fjölda leikja í 1. deild á möl á meðan nágrannasveitarfélag, Kópa- vogur, hefur frá upphafi íslands- móts spilað á grasi. Síðan höfum við leikið á efri grasvellinum í Laugardal þar sem aðstaða er mjög slæm — bæði fyrir leik- menn og áhorfendur. Þetta tvénnt hefur haft verulegt tekju- tap fyrir félögin i för með sér þar sem áhorfendur koma síður ef aðstaðan er slæm. Nú er mótið hálfnað og enn er ekki farið að bóla á aö nota eigi Laugardalsleikvanginn. Ég hafði staðið í þeirri meiningu að félögin í Reykjavík fengju að leika þar sem aðstaðan er bezt en sú að- staða sem þar er ekki aðeins' notuð sem spari fyrir landslið. Islandsmótið í knattspyrnu er hið fjölmennasta sem haldið er á Is- landi — jafnframt fjölsóttasta. Það gefur auga leið að aðstaðan sem boðin er upp á á efri vellin- um er langt fyrir neðan það sem talizt getur lágmarksaðstaða. Það er hægt að horfa inn á völlinn frá öllum áttum og tekjur félaganna eru ekki það miklar að það munar um hverja 100 áhorfendur, sem láta sig vanta vegna lélegrar aðstöðu þar sem þeir verða að standa oft í roki og rigningu, óvarðir á meðan aðstaðan er við hendina. minutum sioar léku lemmenn Fram laglega upp kantinn sem endaði með góðu skoti frá Sumar- liða og aftur var Samúel vel á verði. Markið virtist því liggja í loftinu en Þór átti þó sín tækifæri. A 10. mínútu skaut Oddur Öskarsson föstu skoti af löngu færi. Árni Stefánsson varði — kom illa niður, steig aftur á bak og litlu munaði að hann færi með knöttinn innfyrir mark- línuna. En tækifærin voru Fram — á 18. mínútu átti Pétur Ormslev skalla í þverslá og yfir. Loks á 26. mínútu kom mark Fram. Pétur Ormslev skallaði að marki — varnarmenn Þórs hreinsuðu en tókst þó ekki betur en svo að knötturinn fór beint til Sumar- liða, sem hafði tíma til að leggja knöttinn fyrir sig og skora örugg- lega. Slæm mistök hjá varnar- mönnum er bókstaflega virtust frjósa. Og sókn Fram hélt áfram —á 32. mínútu small knötturinn enn i þverslá marks Þórs — nú eftir fastan skalla frá Sigurbergi Sig- steinssyni. Aðeins tveimur mínútum síðar tókst Þór að jafna. Oddur tók langt innkast — Sigurður Lárus- son skallaði aftur fyrir sig. Árni Stefánsson missti knöttinn aftur fyrir sig — reyndi siðan að krafsa til knattarins, sem féll fyrir fætur Jóns Lárussonar, Jón skoraði með Pétur Sveinbjarnarson sagði: Ég trúi ekki öðru en Reykjavíkur- borg vilji skapa félögunum í Reykjavík og áhorfendum lág- marksaðstöðu til að leika leiki — og horfa á í 1. deild. Aðstaðan sem boðið er upp á er langt frá lágmarksaðstöðu. Þegar leikir í 1. deild, voru fluttir á aukavöllinn, éfri völlinn, var það talið til bráðabirgða. Reykja- vikurfélögin líta á Laugardals- leikvanginn sem sinn aðalvöll — sinn heimavöll. Það hefur komið fram, að velja á tekjumeiri leiki á aðalvöllinn — það er landsleiki. Reykjavíkur- borg getur ekki verið þekkt fyrir að gera slíkt — láta fara fram landsleiki á leikvanginum á meðan hún vísar reykviskum knattspyrnumönnum frá vellin- um. Þetta er ekki einungis spurning um næstu leiki, heldur hvort Laugardalsleikvangurinn á að vera heimavöllur Reykjavíkur- félaganna. Eða hvort móta eigi nýja stefnu. Það er ljóst að skapa verður viðunandi aðstöðu fyrir reykviska knattspyrnumenn og áhorfendur. Ef hafa á Laugardalsleikvanginn sem sparivöll, verður að skapa félögunum aðstöðu til að leika heimaleiki á félagsvöllunum. Það verður því að hraða uppbyggingu þeirra. Á meðan verður Laugar- dalsleikvangurinn að vera heima- völlur 1. deildarfélaganna í Reykjavík. En ég trúi ekki að borgaryfirvöld bregðist okkur í þessu máli, því þessu hefur fylgt verulegur tekjumissir fyrir félög- in. Við erum mjög sárir vegna þessa — við urðum að leika á möl í byrjun Islandsmóts á meðan hægt var að leika í Kópavogi I iðjagrænum velli. Ef völlurinn er ekki hæfur þá hafa átt sér stað meira en lítil mistök — eða hvert fóru tugmilljónir, sem varið var i Laugardalsleikvanginn? Til einskis? hjólhestaspyrnu aftur fyrir sig — laglega gert, 1-1. Leikmenn Þórs efldust mjög við markið — og sóttu stíft til leikhlés. I síðari hálfleik mátti vart sjá hvort liðið hefði betur — vart gekk hnífur á milli. Þó voru sóknarlotur Fram eftir sem áður beittari. Þannig átti Rúnar Gísla- son þrumuskot sem Samúel varði mjög vel. Þrátt fyrir það áttu leik- menn Þórs hættulegasta mark- tækifærið. Gefin var sending fyrir — Arni Stefánsson gómaði knöttinn en einn leikmanna Fram hljóp á Árna sem missti knöttinn, er féll fyrir fætur Helga örlygs- sonar. Helgi var í dauðafæri — en skaut yfir. Jafntefli voru því rétt- lát úrslit í leik, sem í raun hvorugt lið mátti tapa. Hjá Þór bar mest á Sigþóri Ömarssyni — hættulegur og barðist mjög vel. Liðið var annars mjög jafnt — baráttan sat í fyrir- rúmi. Hjá Fram var Ásgeir drjúgur — sérstaklega í byrjun og mataði samherja sína á stórgóðum sendingum. Þeir Pétur Ormslev, Sumarliði Guðbjartsson og Rúnar Gíslason voru og ávallt hættulegir frammi — sér í lagi Pétur. Áhorfendur í blíðunni á Akur- eyri voru 1100 — og hefur aðsókn í sujjjar í 1. deild verjjJ jöfn og góð. Leikinn dæmdi Valur Bene- diktsson þokkalega enda auðdæmdur leikur. -St.A. Islandsmeistarar Vals misstu ayr- mætt stig í baráttunni um meistara- titilinn í ár. Valsmenn fengu hið unga lið Keflvíkinga í heimsókn og' liðin skildu jöfn — 0-0. Vissulega geta Valsmenn engum nema sjálfum sér um kennt að aðeins eitt stig náðist — Valsmenn réðu mun meira í leikn- um og sköpuðu sér nokkur ágæt marktækifæri en hinir sókndjörfu sóknarmenn Vals virtust hafa skilið skotskóna eftir héima — og því leikur án marka. Þegar í fyrstu sókn sinni í gær- kvöld sköpuðu Valsmenn sér mjög gott marktækifæri. Skemmtileg sóknarlota og Albert Guðmundsson skyndilega einn á auðum sjó. Hann lék á Þorstein Bjarnason, markvörð ÍBK, og autt markið blasti við. Albert hikaði andartak við að skjóta — og varnarmaður komst á milli. Sannarlega fór gott marktækifæri forgörðum — hið bezta í leiknum. En hamingjudísirnar voru ekki með Val. Þegar á 11. mínútu small knötturinn í stöngina á marki IBK eftir fast skot Harðar Hilmarssonar úr vítateignum. Skömmu síðar bjargaði Þorsteinn Bjarnason meistaralega. Valsmenn fengu dæmda aukaspyrnu rétt utan vítateigs vinstra megin. Hörður Hilmarsson tók spyrnuna — skaut föstu skoti að marki. Knötturinn fór af varnarmanni og í sveig — stefndi rétt undir þverslá. Þorsteinn sá við þessu — eins og öllu. Hann kastaði ser attur og náði að slá knöttinn yfir, snilldarmarkvarzla. Og Þorsteinn átti eftir að gera vel — Magnús Bergs átti fastan skalla að marki af 8 metra færi — skallaði í jörðina hörkufast og Þor- steinn sýndi mjög snögg viðbrögð meó að slá knöttinn framhjá, vel gert. Staðan í leikhléi var því 0-0 — Valsmenn höfðu pressað stíft en litlu munaði þó að IBK næði að skora er Olafur Júlíusson tók hornsp.vrnu. Hann sendi vel fyrir — Sigurður Dagsson hikaði og Gisli Torfason kom á fullri ferð — skallaði en knötturinn fór rétt framhjá, Gísli hafnaði hins vegar i markinu. Þar skall hurð sannarlega nærri hælum — og þar fór í raun eina marktækifæri IBV i leiknum. e Framan af síðari hálfleik jafnaðist leikurinn nokkuð. Varð fremúr þóf- kenndur — jafnvel leiðinlegur en Valsmenn höfðu þó undirtökin. Ekki tókst þeim að skapa sér veruleg mark- tækifæri — góð vörn ÍBK sá til þess með Gíslana Torfason og Grétarsson sem hina sterku menn og Þorstein Bjarnason, sem oft greip mjög vel inn í. Eitt opið marktækifæri fengu Vals- menn þó — aðeins fimm mínútum fyrir leikslok. Albert Guðmundsson tók aukaspyrnu — spyrnti fast að marki. Aldrei þessu vant átti Þor- steinn Bjarnason misheppnað út- hlaup — hans einu mistök í leiknum. Dýri Guðmundsson, miðvörðurinn sterki hjá Val, stóð skyndilega einn fyrir opnu marki á markteig. Dýri hitti knöttinn illa, skaut yfir. Þar fór síðasta von Vals — meistarar Vals urðu að sætta sig við eitt stig í barátt- unni um Islandsmeistaratitilinn. Stig til IBK sem þýðir að enn er of snemmt að afskrá hið unga lið úr baráttunni þó níu stig hafi tapazt — á móti 6 Vals. Valsmenn náðu sér aldrei verulega á strik í gærkvöld — munaði þar ef til vill miklu að Guðmundur Þorbjörns- son lék ekki. Hann nefbrotnaði gegn Víking 17. júní í stórsigri Vals þá. Broddinn vantaði því í sóknina því Ingi Björn naut sín alls ekki sem Þór berst fyrir til- verurétti í 1. deild — Þór og Fram skildu jöfn, 1-1 í 1. deild íslandsmótsins

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.