Dagblaðið - 25.06.1977, Blaðsíða 2

Dagblaðið - 25.06.1977, Blaðsíða 2
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 25. JtJNÍ 1977. LIF OG FJÖR VIÐ HÖFNINA ...húfuderið skyggir á augun. Höfnin er sá staður þar sem ,,púlsinn“ slær hvað sterkast í æðakerfi þjððlífsins. „Skipin koma og skipin fara“ sagði skáldið. Þeir eru margir semreglu- iega leggja leið sína niður að höfn, þó svo þeir eigi þangað ekkert erindi. En þeir eru líka margir sem eiga þangað erindi og þau erindi eru margvísleg. Sumir eyða meirihluta ævinnar við höfnina, þangað sækja þeir sitt lifibrauð. Eitt sinn stóð svo- kallað Verkamannaskýli, skammt frá höfninni. Þar áttu hafnarverkamennirnir skjól, þar gátu þeir setzt til að borða bitann sinn eða keypt sér ódýran mat á staðnum. En svo voru það einhverjir menn „úti í bæ“ sem sögðu að þetta væri ekki nógu gott skýli og börðust fyrir því að nýtt og glæsilegt skýli yrði byggt og það var byggt, en það gamla rifið. Að sjálfsögðu mátti það ekki heita Verkamannaskýli. Hafnarbúðir skyldi það heita, hvorki meira né minna. I dag koma helzt engir verka- menn í Hafnarbúðir, þær hafa verið gerðar að sjúkrahúsi og er ekki nema gott eitt um það að segja. Höfnin hefur ekki sízt dregið að sér æskuna og þá sérstaklega strákana. Þangað fara þeir til að renna fyrir smáufsann, eða marhnútinn. Þeir hafa meira að segja dregið lax á færi í höfn- inni og landað honum eins og hverjum öðrum fiski, þó sér- hæfðir laxveiðimenn mundu súpa hveljur við að horfa á slík- ar aðfarir. Gamlir hafnarverkamenn eru að færa til tunnur og velta þeim æfðum höndum að tunnu- staflanum. Þeir reisa tunnurnar upp á endann og láta þær dansa á botngjörðinni. Skammt frá eru tveir ungir togarasjómenn að splæsa vlr og melspíran leikur í höndum þess ...,og melspíran leikur í höndum þess sem spiæsir. sem splæsir. I brúarglugga sér í veðurbarið andlit aflaklóar, en húfuderið skyggir á augun. Og strákarnir halda áfram að dorga, sennilega koma þeir aftur á morgun. -rl. RAGNAR LÁR Elli þú ert ekki þung Það er kannski rétt að taka það fram, þótt óþarft ætti að vera, að þó hér sé öðru hvoru spjallað um ljóðagerð kunnra skálda og rætt um einstök kvæði þeirra, er hér aðeins um að ræða alþýð- lega vísnaþætti til fróðleiks og skemmt- unar, engin tilraun gerð til að varpa heildarljósi á ritferil skálda. Þetta er aðeins rabb um visur og vísnagerð. Steingrímur Thorsteinsson var fædd- uir 1831 og látinn 1913. Hann orti mikinn fjölda lausavísna, bæði glettnis- stökur og vísur með alvarlegum boðskap. Hér verða nú nokkur dæmi tekin. ★ Grundin vallar glitruð hlær, glóir á hjalla og rinda, sólar halla blíður blær, blæs um f jallatinda. ★ Síðasta heildarútgáfa frumsaminna ljóða Steingríms kom út hjá Leiftri 1958, ofanrituð visa er þar framarlega. Þar ritar Jónas Jónsson frá Hriflu formála Hann lýsir þannig æskustöðvum skáldsins, Arnarstapa á Snæfellsnesi: Túnið er á nesi fram við sjóinn, að mestu slétt. Furðulegir og fagurgerðir klettar hvarvetna með ströndinni. Þröngvar víkur, turnar sem minna á riddara- borgir, steinbogar og lóðrétt hamrabelti. Hafið hamast á klettóttri ströndinni, og frá hlaðinu á Arnarstapa ber brimlöðrið við himin eins og tröllaukna gosbylgju. Sunnan og vestan við túnið hafði hraun- elfan runnið í sjó fram, en til hinnar handar, í átt til Breiðuvíkur, er langt hamrahelti, þar sem tærir lækir falla hvítfyssandi fram í sjóinn. Bak við Arnarstapa gnæfir Snæfellsjökull við himin, bæði fagur og ægilegur. Þetta eru orð Jónasar og á þá vel við að á eftir fari þessi vísa: ★ Látum skotið fari á flot á fagran græði, vindur Lotinn varpar mæði, varla er brot á Ránar klæði. Dæmi um heimspekivísur: Sorgarhjör mér sviða gerði, samt ei vann mér slig, lífsteinn var í sáru sverði, sem að græddi mig. Og Hafðu í láni hóf á þér, hæglega kann að skeika, gleðibyrinn böls á sker ber þitt fle.við veika. Eða Eggjaði skýin öfund svört, upp rann morgunstjarna: Byrgið hana, hún er of björt, helvitið að tarna. Þrjár vísur bera heitið Sæförin. Lokavísan: líviknör um a'ginn ber, þar örlaga b.vlgjur leikast; milli fjörs og feigðar er fjalborð allra veikast. ★ Þótt Steingrímur væri háttsettur embættismaður og n.vti margs konar opinberrar viðurkenningar um sina daga, var hann enginn tildursmaður. Orður og titlar úrelt þing, — - eins og dæmin sanna, — notast oft sem uppfylling í eyður verðleikanna. Og Vtri krans, sem ýtar fá einatt blómgun týnir, óvisnandi’ er aðeins sá, sem innri manninn krýnir. ★ Steimgrímur var eins og allir vita skáld rómantískra og dramatískra ásta. Tvær vísur bera nafnið Verndi þig englar. ★ Verndi þig englar, elskan mín, þá augun fögru lykjast þín, liði þeir kringum hvílu hljótt á hvítum vængjum um miðja nótt. Nei, nei, það varla óhætt er englum að trúa fyrir þér, engiil ert þú og englum þá of vel kann þig að litast á. Fræg er líka stakan Freyjukettir. Enn með köttum Fre.vja fer, finn ég það hjá sprundum: Kvennagaman keimlíkt er kattagamni stundum. ★ Hannes Pétursson skáíd hefur sýnt Steingrími mikla rækt. 1964 gaf hann út mikið rit um hann, líf hans og list, stór- merka bók, og 1973 tók hann saman og gaf út úrval ljóða Steingrims, frum- samin og þýdd. i ljóðaútgáfu Leifturs, sem áður er nefnd, birtir Axel sonur skáldsins minningarritgerð, sem hann nefnir Undir silfurhærum, fróðlega, hlý- lega og fallega grein. ★ Hér er ekki rúm fyrir miklu fleiri dæmi, en erfitt er að ganga með öllu fram hjá Haustkvöldi, sem er ort undir ferskeyttum hætti, 12 erindi. Sýnishorn: ★ Vor er indælt eg það veit, þá ástar kveður raustin, én ekkert fegra á fold eg leit en fagurt kvöld á haustin. EUi þú ert ekki þung anda guði kærum; fögur sál er ávallt ung, undir silfurhærum. Fagra haust þá fold eg kveð, faðini vef mig þínum, bleikra laufa láttu beð að iegstað verða mínum. ■k Jónas frá Hriflu lýkur formála sínum 1958 með þessum orðum: 1 einu af ættjarðarkvæðum þeim, er Steingrímur orti í Danmörku, hafði hann óskað að mega deyja og hvíla heima á tslandi. Honum varð að ósk sinni. Á mildum sóksinsdegi 1913 kom dauðinn til hins gamla skálds og flutti hann hóglega og þjáningarlaust yfir hin ókunnu landamæri. Steingrimur hafði sagt: ★ Ljúft er þar að Ijúka lífsins sæld og þraut við hið milda, mjúka móðurjarðar skaut. J.G.J. S. 41046

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.