Dagblaðið - 25.06.1977, Blaðsíða 5

Dagblaðið - 25.06.1977, Blaðsíða 5
DAC.BLAÐIÐ. LAUCi ARDACUR 25. JUNt 1977. 5 Veðurtepptir dansarar í Færeyjum? — Ólendandi þar ítvo daga og sýningum af lýst komist þeir ekkiídag Hópur frægra listdansarr. frá Konunglega danska. ballettin- um var væntanlegur hingaö í gær til tveggja sýninga. Hópurinn kom ekki á tilsettum tíma því vegna veðurs var ekki hægt að fljúga til eða frá Fær- eyjum þar sem flokkurinn er. 1 gærkvöldi átti að reyna flug og eins núna í morgun. Gerðu menn sér vonir um að ekki væri öll nótt úti enn um að flokkurjnn kæmist hingað þrátt fyrir allt. Ef flokkurinn kemur ekki núna fyrir hádegið verður að aflýsa sýningum þvi dansararnir eru það tíma- bundnir að þeir verða að halda utan aftur strax á mánudags- morgun. -DS. Hellissandur: Sjómannagarður —vísir að skemmtilegu sjóminjasafni Sjómannagarðurinn á Hellissandi. f baksýn er högg- myndin Jöklarar eftir Ragnar Kj artansson. Við Hellissand hefur verið komið á fót skemmtilegum sjó- mannagarði þar sem safnað hefur verið sjóminjum. Ýmsir merki- legir hlutir eru þegar komnir í garðinn og stefnt að því að safna fleiri gömlum og merkum hlutum sem vitna um gamla atvinnuhætti og hefðir sem nú eru aflagðar. Garðurinn er á skjólsælum stað handan við þorpið og nær út í hraunið. Meðal merkra hluta í garðinum má nefna nær hundrað ára gamlan áttæring, Ölaf frá Hellis- sandi. Þá er þar einnig einhver elzta bátavélin, 4 hestafla vél úr bátisem hét Skrauti. Þá má og nefna gamalt spil frá Öndverðar- nesi og risavaxin hvalrif og hefur skepna sú ekki verið nein smá- smíði. í garðinum hefur verið komið fyrir höggmynd eftir Ragnar Kjartansson mynd- höggvara og nefnist hún Jöklarar. Fyrirhugað er að reisa sjóbúð í garðinum og verður hún með tveimur burstum og í stíl við fornar sjóbúðir. JH « Attæringurinn Ólafur og vélin úr Skrauta. DB-myndir Hörður. MARGFALDUR MISMUNUR A VERÐISKEMMTANALEYFA — Kosta allt upp í 30 þúsund í Snæf ellsnessýslu — Ný reglugerð væntanleg Pai* ofrÍor_ „Við höfum á borðinu hjá okkur hér i ráðuneytinu uppkast að reglugerð og skemmtanaleyfi og þar kemur inn í myndina lög- gæzla þar sem samkomuhald er,“ sagði Ólafur W. Stefánsson skrif- stofustjóri dómsmálaráðu- neytisins í viðtali við DB. Eins og málum er háttað í dag ríkir mikil ringulreið í þessum málum þar sem mismunandi samþykktir gilda frá einu um- dæmi til hins næsta. Þessar reglur hafa þróazt mismunandi eftir aðstæðum. Þannig er víða að lögregluþjónar sjá bæði um dyra- vörzlu og löggæzlu inni í húsi og utan þess. Þá er annars staðar að löggæzlumenn koma ekki inn í húsin — sjá aðeins um gæzlu fyrir utan. Þessar reglur hafa þróazt eftir mismunandi að- stæðum og hvað yfirvöld á við- komandi stöðum hafa álitið heppilegast á hverjum stað. Þeir er standa fyrir samkomum þurfa að greiða gjald fyrir lög- gæzlu — og fer það eftir umfangi samkomunnar, svo og hvort lög- gæzlumenn eru við dyravörzlu og löggæzlu inni. Séu löggæzlumenn að störfum einungis fyrir utan hús — sjá þar um almenna gæzlu — fer eftir því hvort þeir eru staðbundnir — það er eru kallaðir á viðkomandi stað og annast gæzlu þar. Þá tekur rlkisvaldið þátt í kostnaði af lög- gæzlu. Þannig geta gjöldin verið mismunandi. Á Vestfjörðum er talsverður munur á gjöldum eftir byggðar- lögum. Til að mynda er kostnaður við leyfisgjald til samkomu hærra í Barðastrandarsýslu en í ísa- fjarðarsýslu. í Barðastrand- arsýslu er gjaldið 15000 krónur — það gjald er að öllum hluta beinn kostnaður af löggæzlu, að því er fulltrúi sýslumannsins á Patreks- firði tjáði DB. Þá er gjaldið 20000 krónur í Dalasýslu — enn hærra í Snæfellsncssýslu eða 30000 kr. Þetta háa gjald fer að langmestu leyti í löggæzlukostnað. í Reykja- vík þurfa vínveitingahús ekki að greiða slikt gjald þar sem ekki er sérstaklega kallað lögreglulið að húsunum. Þó hefur það komið fyrir — í Þórscafé áður en það varð vínveitingahús. Þá þurfti sérstakt lögreglulið utan við húsið vegna óspekta og greiddi húsið þá þann kostnað. -h. halls. Fer gítar- tónleikaför um landið Símon ívarsson heldur gítar- tónleika í kirkju Öháða safnaðarins á mánudaginn kl. 20.30. Verða þetta fyrstu tónleikár Simonar í röð slíkra á næstunni. Leikur hans í Tón- listarskólanum á Akranesi 29. júní og 30. júní á Selfossi. Síðar mun Símon leika á Isa- firði og til umræðu er sams konar tónleikahald á Akureyri og á Húsavík. Símon lauk prófi frá Tón- skóla Sigursveins 1975 og hefur síðan stundað fram- haldsnám við Tónlistarskólann í Vínarborg hjá hinum heimsfræga prófessor Karli Scheit. Símon hefur leikið í útvarpi og sjónvarpi og víðar. Sala aðgöngumiða er við inn- g nginn á hverjum stað og þar getur áhugafólk innritazt í gítartíma hjá Símoni en hann mun kenna gítarleik í júlí og ágúst. -ASt. Raf magnsveitur ríkisins óska að ráða raftæknifræðing eða raf- virkja til starfa við rafveiturekstur í N.-Þingeyjarsýslu með aðsetur á Raufarhöfn eða Þórshöfn. Upplýsingar um starfið gefur Ingólfur Árnason rafveitustjóri Rafmagnsveitna ríkisins á Akureyri og skrifstofa Rafmagnsveitnanna Laugavegi 116, Reykjavík. Umsóknir um starfið með upplýsing- um um menntun, aldur og fyrri störf sendist Rafmagnsveitum ríkisins, Laugavegi 116, Reykjavík. Iþröttakennara vantar að grunnskólanum Blönduósi. íbúð til staðar. Uppl. gefur Sigurður Kristjánsson í síma 95-4383 eöa 95- 4240. Skólanefndin Laus staða Staða námsráðgjafa við Fjölbrautaskólann i Breiðholti i Reykjavík er laus til umsóknar. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknir með ýtarlegum upplýsingum um námsferil og störf skulu hafa borist menntamálaráðune.vtinu, Hverfisgötu 6, Reykjavík, fyrir 16. júlí nk. Umsóknar- eyðublöð fást í ráðuneytinu og í fræðsluskrifstofn Re.vkjavíkur. Menntamólaráðuneytið, 21. júní 1977. GARÐSHORN AUGLYSIR Sumarblómaútsala Sumarblóm og stjúpur aðeins 40 kr. stk. Eigum ennþá skrautrunna í pottum, tilbúna.til gróðursetningar. Einnig petúníur á aðeins 250 kr. stk. Vorutn að fá fallegar pottaplöntur og bananaplöntur. Garðsiorn Fossvogi Sími 40500

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.