Dagblaðið - 25.06.1977, Blaðsíða 9

Dagblaðið - 25.06.1977, Blaðsíða 9
DAGBLAÐIÐ. LAUC.ARDAGUR 25. JUNÍ 1977. i Veðjað á Korts- noj og Spassky! — Kandidataeinvígin að hef jast á föstudag. Spassky og Portisch tefla í Sviss, Kortsnoj og Poluga jevski íEvian í Frakklandi, — Tapskák Guðmundur Sigurjónssonar í Portoroz Þá fer að styttast í, að einvfgin i heimsmeistara- keppninni í skák byrji á ný. Samkvæmt tilkynningu frá FIDE — alþjóðaskáksam- bandinu — hefjast einvígi þeirra Viktor Kortsnoj og Lev Polugajevsky annars vegar og Boris Spassky og Lajos Portisch hins vegar hinn 1. júli næstkomandi. Þeir Kortsnoj og Polugajevsky munu tefia í Evian i Frakk- landi, en Spassky og Portisch í Genf. Sextán skákir verða í hvoru einvígi. Til sigurs þarf þvi 8.5 vinninga. Ef jafnt verður eftir 16 skákir verður bætt við tveimur skákum, og þannig haldið áfram þar til úr- slit hafa fengizt. Þeir, sem sigra í þessupi einvigjum, munu síðar tefla 20 skákir til úrslita um réttinn til að mæta heimsmeistaranum HALLUR SiMONARSON Anatoly Karpov. Samkvæmt öllum spádómum er engum af þessum fjórum skákmönnum gefinn hinn minnsti möguleiki til sigurs gegn Karpov. Það þarf varla að taka það fram, að í 8-manna úrslitum sigraði Spassky Hort hér í Reykjavík, Portisch vann Bent Larsen, Kortsnoj sigraði Tigran Petrosjan og Polugaevsky vann Mecking. Síðan FIDE breytti reglun- um um keppnina í sambandi við heimsmeistaratitilinn 1948 hafa sjö menn orðið heims- meistarar. Sex þeirra frá Sovét- ríkjunum. Mikhael Botvinnik var hinn fyrsti. Hélt titli sfnum í mörg ár, þó svo hann tapaði einvígjum, en hann varð síðan að láta í minni pokann fyrir Petrosjan. Hinir eru Smyslov, Tal, Spassky, Fischer og nú Karpov. Svo virðist sem flestir — að minnsta kosti erlendis — hallist að því, að Kortsnoj vinni auðveldan sigur í einvíginu við Polugajevsky — og að Spassky sigri Portisch, þrátt fyrir hinn örugga sigur Portisch á Larsen. Talsvert jafnræði er með þess- um fjórum köppum hvað aldur snertir. Kortsnoj, sem nú býr í Hollandi, er elztur, 45 ára. Polugajevsky er 42ja ára — en Spassky og Portisch báðir fertugir. Hins vegar er Karpov aðeins 26 ára. Bent Larsen sigraði á Vidmar-minningarmótinu f Portoroz f Júgóslavíu. Var hálf- um vinningi á undan Hort. Guð- mundur Sigurjónsson var meðal keppenda á mótinu, sem nýlokið er, og ein skák hans þar — tapskák hans gegn Planinc, Júgóslavíu — hefur að undan- förnu farið eins og rauður þráður gegnum skákþætti-er- lendra blaða. Skákin tefldist þannig. Hvftt: Planinc Svart: Guðmundur 1. e4 — g6 Þannig er hægt að leika burtséð frá fyrsta leik hvfts. Leikurinn hefur þann kost að hægt er að breyta yfir f sikileyj- arvörn eða spánskan leik, en hins vegar er varla rétt að beita honum gegn Júgóslava. 2. d4 — Bg7 3. Rf3 — d6 4. Be2 — Rf6 5. Rc3 — 0-0 6. 0-0 — Bg4 7. Be3 — Rc6 8. Dd2 — e5 9. d5 — Re7 10. Hadl — Bxf3 Biskupinn hafði ekki marga reiti um að velja og svartur skiptir því á honum og riddara hvfts. Ætlunin að koma svörtu riddurunum í bardagann. 11. Bxf3 — Rd7 12. Be2 — f5 13. f4! Planinc er þekktur sem djarfur sóknarskákmaður. Hann setur þvf á fulla ferð. 13. f3 — f4 14. Bd2 fylgir stöðubar- átta er því of hægfara fyrir hann. Kortsnoj. 13. ---a6 Kostar svartan þýðingar- mikið tempó. Betra hefði verið að koma öðrum riddaranum á e5. Til dæmis með 13. — — exf4 14. Bxf4 — Re5 14. g4 — g5 Planinc hefur um marga möguleika að velja og hann lætur nú til skarar skríða. 15. exf5! Vissulega bezt. Eftir 15. fxe5 á svartur millileikinn 15.-1 f4 15. ---exf4 Valið hjá svörtum er hins vegar ekki létt.15.--gxf4 kom til greina, þó svo g-peð og h-peð hvfts gætu þá orðið hættuleg. En eftir þennan leik getur hvítur komið biskupnum á d4. 16. Bd4 — Bxd4+ 17. Dxd4 — Kf 7 Það kom á óvart, að Guðmundur skyldi ekki nú eða sfðar leika Re5 í skákinni. 18. Re4 — h6 19. h4! — Hg8 20. hxg5 — hxg5 21. Hd3 — Rc8 Of hægfara leikur eins og Planinc sýnir fram á. Ef 21.-- Re5 hefði hvltur leikið 22. Hh3 og tvöfaldar sfðan hrókana á h-lfnunni. 22. Hh3 — Rf6 23. Hh6 — Rxe4 24. Hh7+! Svarta staðan hrynur. 24.---Kf8 25. Dxe4 — Hg7 26. Hh8+ — Hg8 27. Hxg8+ — Kxg8 28. De6+ — Kf8 29. Dh6+ — Kf7 30. Dg6+ — Kf8 31. f6 og svartur gafst upp. r K í þættinum í dag verða tekin fyrir spil sem allir hafa gott af að líta á, það er að segja upp- lögð æfing. Suður gefur, allir utan hættu. Nqrdur + 73 642 0 1076 * AK1087 SllÐIR + AKDG104 <7 AG103 0 A + D9 Sagnirgengu. Suður Norður 2 lauf 3 lauf 3 spaðar 6 spaðar 3 grönd Sex spaðar spilaðir og útspil frá vestri tígulkóngur. Hvernig spilar þú spilið? Þegar spilið var spilað, þá tók sagnhafi fimm sinnum tromp. Nú var laufi spilað þrisvar og þegar það féll ekki var allt búið. Svona voru öll spiiin NoRÐIjR + 73 V 642 O 1076 * AK1087 AlTSTlIB A852 VD97 ' ó KG832 + 54 Sl Dl R + AKDG104 9 AG103 0 A + I >9 Þetta spil er frekar létt ef menn gefa sér tíma og þetta Vkstiii + 96 V K85 O D954 + G632 Það þarf að gæta sfn í öllum samningum gamla góða, að hugsa. Ef þú átt sex slagi á spaða og færð fjóra á lauf síðan hjartaás og tígulás það eru tólf slagir. Nú er það spurningin, ef við fáum ekki fjóra slagi á lauf, er hægt að athuga alla möguleika, þó svo sé. Það er hægt með því að taka trompin, spila laufi og svína tíu —. ekki spila laufadrottningu — ef austur drepur á gosa, þá er spilið unnið, því þá eigum við þessa fjóra laufaslagi. Aftur á móti ef tían á slaginn þá athugum við einn auka- möguleika, það er að spila hjarta og svína. Vestur á þann slag og það er sama hverju hann spilar til baka, þegar lauf- ið fellur ekki, þá verðum við að svína hjarta aftur og vinnum spilið. Suður gefur. Allir utan hættu. Nordlb + 752 V765 OrADGlO + D53 + K84 V AK9432 0 K52 + A Vestur spilar út laufagosa. Hvernig spilar þú spilið? Teldu slagina þína^ það er verið að spila sveitakeppni. Sagnhafi drap fyrsta slag á laufaás og tók ás og kóng í hjarta. Spilar þú spilið svona? Öll spilin vttru svona. Nordur + 752 S>765 O ADG10 * D53 AiisU'R + DG10 <? DG8 0 86 * K8642 Sl'IHH + K84 AK9432 O K52 Þú ert sagnhafi og færð út laufagosa. Þó þú eigir laufaás einspil heima þá lætur þú drottningu úr blindum, það get- ur ruglað andstæðingana. Aust- ur má ekki komast inn í spilið, því ef vestur á spaðaás og við gefum hjartaslag til austurs, þá er spilið tapað. Nú verður þú að athuga möguleikann á því að halda austri frá því að komast inn. Og þú gerir það með þvf að spila tígli i öðrum slag og spila síðan litlu hjarta frá blindum og þeg- ar áttan kemur frá austri þá lætur þú níuna. Og ef þú lítur yfir það sem þú varst að gera þá sérðu að spilið er unnið, þegar vestur drepur hjartaníu með tíu. Það er svo einfalt að spila vel en það þarf alltaf að hugsa áður en hlutirnir eru framkvæmdir. Nýr umboðsmaður Vopnafirði Antoníus Jónsson Lómabraut 27 Sími 97-3144 Akranes Vegna sumarleyfa sér Amalía Pálsdóttir Presthiísabraut 35 fyrst um sinn um afgreiðslu blaðsins. Sími2261 á daginn og2290 á kvöldin MæBIAÐIÐ

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.