Dagblaðið - 25.06.1977, Blaðsíða 11

Dagblaðið - 25.06.1977, Blaðsíða 11
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 25. JUNl 1977. 11 svart-hvítu og í litasjónvarp. Það er að visu ekki hægt að nota sjónvörpin eins og þau eru, þau þurfa lítilvægar breytingar sem kosta ekki svo mikið fé Það þarf að setja við þau magnara til þess að þau geti tekið á móti sendingum frá gervihnöttunum. Kostnaður við það er svipaður og við breyting- ar á tækjum sem höfðu eriga UHF bylgju. Nýjustu sjón- vörpin verða útbúin sérstak- lega. Kostnaðurinn verður 60 þúsund á notanda. Gert er ráð fyrir að ef heild- arkostnaðinum er deilt á alla notendur sjónvarps á Norður- löndum verði kostnaður á notanda um 60 þúsund íslenzk- ar krónur. Hægt er að minnka kostnaðinn með því að nota einn magnara fyrir fleiri en eitt tæki. Eitt vandamál við útsending- ar frá gervihnetti er tungu- málið. Það er auðveldlega hægt að leysa á þann hátt að senda nokkra texta út með myndun- um á mismunandi tungumál- um. Hægt væri að koma fyrir þannig útbúnaði á sjónvarps- tæki að aðeins þyrfti að ýta á hnapp til að velja réttan texta með myndinni. Þessi aukaút- búnaður á sjónvörpin kostar um 60 þúsund krónur til viðbót- ar. Það mundi því kosta um 120 þúsund krónur að fá sér full- kominn útbúnað til að taka á móti sendingum frá gervihnett- inum. Þegar búið er að senda gervihnettina á loft er hægt að senda út ellefu útvarpsdag- skrár í einu. Það verður því úr nógu að velja og allir ættu að fá eitthvað við sitt hæfi. Það er búið að leysa öll tæknileg vandamál og nú bíða allir spenntir eftir að geta gert ann- að en að tala um þessa skemmt- un sem væntanleg er. Samvinna við gerð þótta Þessu fyrirkomulagi virðast fylgja margir kostir. Samvinna getur hafizt um gerð sjónvarps- þátta, sem verða þa væntanlega miklu vandaðri og betri fyrir vikið. Einnig er hægt að fá miklu betra efni og dýrara erlendis frá ef samvinna verður hafin á innkaupi efnis milli Norðurlandanna. Ekki virðist það hafa áhrif á áhuga á að fá efni t.d. frá enskumælandi löndum, þó úrvalið verði meira af skandinavísku efni á Norður- löndunum. Þegar um fasta þætti er að ræða og eins ef vinsælir skemmtiþættir eiga í hlut þá er ekki hikað við að fá •þá langt að, það skiptir ekki ,máli hvað þeir kosta. Það er því ljóst að við hér á landi eigum von á geysilegri endurbót á dagskránni hjá okkur þegar gervitunglin eru komin í loftið. Sjö sjónvarps- dagskrár höfum viðumað velja frá Norðurlöndum. auk allra vinsælustu þáttanna sem keyptir verða annars staðar frá. Þegar gervilunglin eru komin á loft þarf að hafa stóra móttökustöð á jörðu niðri. Kjallarinn Stöðvun þorskveiða þolir ekki bið orðum að þessu í ávarpi sínu til þjóðarinnar 17. júní sl. Hann taldi að forfeður okkar m.vndu kalla þá ættlera sem ekki kynnu fótum sínum forráð með slíkan bakhjarl, þ.e. sjálfstæði og yfirráð yfir landgrunni og fiskimiðum. Því verðum við að vona að forsætisráðherra hafi nú forystu um nauðsynlegar aðgerðir og tryggi börnum sín- um og okkar allra að áfram verði gotl að búa i þessu landi. Ef ekki verður spyrnt við fótum og þannig verður gengið á þorskstofninn að hann hætti um árabil að standa undir stærstum hluta þjóðartekna og gjaldeyrisöflunar, hvert mun- um við þá snúa okkur? Við myndum njóta þess að við erum tiltölulega lítil þjóð i hlutfalli við vinaþjóðir okkar og bandamenn á Norður- löndum og í N-Ameriku, því gætu þeir og myndu trúlega hjálpa okkur á ýmsa lund. Með lánum, styrkjum til uppbyggingar ýmiss smáiðnað- ar, fiskræktar í innfjörðum og ferskvatni o. fl. og e.t.v. einnig með þvi að veita hluta tslendinga atvinnu um sinn. Ef við værum raunsæ og gerðum okkur þetta ljóst og hitt hversu mikil hætta vofir yfir. þá ættum 'úð nú þegar að snúa okkur til fyrrgreindra vinaþjóða með beiðni um tafar- lausa aðstoð og draga nauðsyn- legar aðgerðir ekki lengur. Bergur Björnsson bankafulltrúi. Forsætisráðherra, Geir Hallgrímsson. An þess að það verði rökstutt með töflum og línuritum hér, þá liggur það ljóst fyrir að veiðitakmarkanir á þorski hafa verið fálmkenndar og alls ófull- nægjandi. Urræði ríkis- stjórnarinnar hafa verið úrræði1 manna sem láta hverjum degi nægja sína þjáningu og lítið horfa fram á veginn. Þjóðin á heimtingu á þvi að sóknin í þorskstofninn verði tafarlaust takmörkuð við það hámark sem fiskifræðingar: telja nauðsynlegt til þess að hrygningarstofninn nái há-’ marki á sem stystum tíma. Þó fiskifræðingar séu ekki óskeik- ulir frekar en aðrir, þá verður að telja að aðrir viti ekki betur. Að efnahagur þjóðarinnar þoli ekki stöðvun þorskveiða eða því sem næst um langan eða skamman tíma er bábilja sem almenningur verður að skilja og veita stjórninm traust og aðhald til aðgerða, óþægi- legra aðgerða. Obre.vtt stefna er hreinlega feigðarflan sem við höfum ennþá síður efni á hlýtur í besta falli að verða margfalt dýrari. Forsætisráðherra var ekkert i vandræðum með að koma Bergur Björnsson - Kjallarinn Sigurður A. Magnússon almennar umræður hefðu farið fram um, hvað væri raun- verulega i húfi. Með þvi að margfalda sjónvarpssendingar um gervihnött væri verið að skapa hinu alþjóðlegá fjár- magni nýjan og stærri markað, jafnframt þvi sem norrænu menningarefni væri æ þrengri slakkur skorinn. Norrænir hagsmunir væru ekki tryggðir í samkeppni við hið alþjóðlega léttmeti sem óhjákvæmilega yrði eftir sem áður meginuppi- staða sjónvarpsdagskrárinnar, meðal annars í formi langra framhaldsmyndaflokka. Bent var á að bæði Bernar- sáttmálinn og alþjóðasátt- málinn um höfundarrétt gerðu ráð fyrir beinum áhrifum höfunda á notkun hugverka sinna, en með hinum norræna gervihnetti væri dregið úr áhrifum þeirra og tekjumögu- leikar þeirra stórlega skertir, þareð dagskrám, sem nú væri einatt sjónvarpað fimm sinnum, yrði nú einungis sjón- varpað einu sinni, og ekkert hefði verið gert til að tryggja hagsmuni höfunda að þessu leyti. í ályktuninni var vikið al- mennum orðum að sljóvgandi áhrifum sjónvarps bæði á áhorfendur, ekki síst börn, og á alla sjálfstæða menningar- viðleitni i einstökum löndum. Þann þátt þekkjum við is- lendingar mætavel af biturri reynslu dátasjónvarpsins, meðan það grasséraði hér árum samun auk þess sem fjiilmargar rannsóknir bandarískra félags- fræðinga hafa leitt til sömu niðurstöðu. Sömuleiðis var bent á hættuna sem í því væri fólgin að gera sjónvarps- áhorfendur og þá einkanlega börn framandi fyrir eigin um- hverfi og inenningu og lögð áhersla á að valkostir sjónvarpsnotenda ykjust i raun ekki að neinu ráði, af áður- greindum ástæðum, en hags- munir minnihlutahópa yrðu gersamlega sniðgengnir. Uppfræðsla og upplýsingar um eigin samfélag og menningu mundu drukkna í fjöldafram- leiddum söluvarningi. í stað þess að styrkja böndin milli norrænna þjóða mundi gervi- hnötturinn gera Norðurlönd æ háðari alþjóðlegum viðskipta- og fjármagnsöflum. Hinu gífurlega fjármagni, sem verja á til gervihnattarins (það skiptir tugmilljörðum króna), hefði því að áliti Norræna rithöfundaráðsins verið skynsamlegar varið til að efla Nordvision (samstarf norrænu sjónvarpsstöðvanna) og fjármagna þjóðlegt og sam- norrænt menningarframtak í sjónvarpsmálum. Svarthöfða þykja þessar hóf- samlegu ábendingar mikil býsn og telur meðal annars að gervi- hnötturinn sé eini kosturinn sem Norðurlönd eigi til að „freista þess að halda uppi vörnum fyrir norræna menn- ingu" (Vísir 16. júní). Hins- vegar kemsl Svarthöfði að þeirri niðurstöðu fjórum dögum síðar i saina blaði, að jarðstöðvar muni „engu ráða um það hvaða efni verður t.d. hægt að sjá á íslandi í framtíð- inni, vegna lilkomu loftneta sem geta náð þessinn sending- um beint." Manni verður á að spyrja, hvað sé þá orðið um hinar miklu og rándýru að- gerðir til varnar norrænni menningu og til hvers allt þetta brambolt með Nordsat sé — nema til að skaffa alþjóðlegum stórfyrirtækjum stærri markað. Mergurinn málsins er vitan- lega sá að nú þegar er megin- hluti alls sjónvarpsefnis á Norðurlöndum kominn frá stór- þjóðunum og fjölþjóðafyrir- tækjunum, og Nordsat mun í engu breyta því hlutfalli. Norrænir rithöfundar (að söfnuði Svarthöfða frá- skildum) bera fyrir brjósti inn- lent menningarframtak í hverju einstöku landi og hafa eðlilega áh.vggjur af minnkandi bóklestri og annarri „list- neyslu" á sama tíma og fjölda- framleitt léttmeti fjáraflafyrir- tækja flæðir yfir löndin og slævir tilfinningu fólks fyrir eigin umhverfi, samfélagi og menningu. Um þessa þætti telja norrænir rithöfundar enga goðgá að fram fari ræki- legar almennar umræður i stað þess að valdamenn og skó- sveinar þeirra taki ákvarðanir um svo afdrifarík mál á lokuðum fundum, hversu margir sem fundirnir kunna að vera. Ef það er fráleitt að rithöf- undar mælist til opinberra umræðna uin mikilsverð mál. sem varða menninguna al- mennt og kjör skapandi manna sérstaklega, til hvers er þá allt þetta gaspur um nauðsyn aukins lýðræðis og þátttöku sem flestra þegna þjóðfélagsins í sem flestum ferlum þess? Lágkúrulegastar af öllu (og er þá langt til jafnað í skrifum Svarthöfða) eru þó þær dylgjur að rekja megi ályktunina til finnskra kommúnista og annarra hættulegra afla á Norðurlöndum. Þetta er samskonar tunglsýki og marg- sinnis hefur kontið fram í skrif- um Svarthöfða um Norræna húsið í Reykjavík, enda hygg ég að honum sé annað hugfólgn- ara en norræn menning og norrænt samstarf, þegar öll kurl koma til grafar, Sannleikurinn er sá að af 23 norrænum fulltrúum á árs- fundinum munu hafa verið tveir marxistar (annar að visu frá Finnlandi), og átti hvorugur þeirra neinn þátt í að semja ályktunina. Aðrir full- trúar voru ntér vitanlega blásaklausir kratar, frain- sóknarmenn (miðflokksmenn) og ihaldsmenn. En það er víst ekki í fyrsta skipti sem Svart- höfði sér ekkert nema rautt þá sjaldan honunt verður litið til frændþjóðanna á Norðurlönd- um. Sigurður A. Magnússon rilhöfundur

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.