Dagblaðið - 25.06.1977, Blaðsíða 24

Dagblaðið - 25.06.1977, Blaðsíða 24
Happdrættisþjóðin mikla: SEX MILUÓN KRÓNA VINN- INGAR ERU ENN ÓSÓTTIR Osóttir vinningar í happdrættislánum ríkissjóðs nema 84 milljónum króna Ösóttir vinningar i happ- drættisláni rikissjóðs nema hvorki meira né minna en 84 milljónum króna frá árinu 1973. Stærsti hluti þessarar upphæðar tilheyrir að vísu síðustu dráttum en það voru A- og J-flokkar sem dregnir voru út 15. júní sl. Engu að síður eru það stórar upphæðir sem liggja ósóttar hjá Seðlabankanum frá fyrri árum. Frá árinu 1973 eru 200 þúsund- ir Jir. ósóttar, frá ánnu 1974 eru það tæpar 4 milljónir, frá árinu 1975 eru það 5.4 milljónir og frá árinu 1976 21.2 milljónir. Talan frá árinu 1977 breytist ört þar sem töluvert er sótt af nýjustu vinningunum þessa dagana. Þess má geta að séu vinningar ekki sóttir innan f jögurra ára fyrnist upphæðin. Vinningar frá árinu 1973 fyrnast því í ár. Hér er í mörgum tilfellum um stóra vinninga að ræða og m.a. eru sex milljón króna vinningar ósóttir ennþá frá fyrri árum, auk mikils fjölda smærri vinninga. Hér á eftir verða taldir stærstu ósóttu vinningarnir í hverjum flokki: A-flokkur, dregið 1974, ósóttur 'A milljón króna vinningur. A- flokkur, dregið 1975, ósóttur 1 milljón króna vinningur._____ A-flokkur, dregið 1976, ósóttur 1 millión króna vinningur. B-flokkur hæsti ósótti vinningur 100 þúsund. C-flokkur, dregið 1975, ósóttur vinningur 'A milljón. D-flokkur, dregið 1974, ósóttur 1 milljón króna vinningur. E-flokkur, hæsti ósótti vinningur 100 þúsund. F-flokkur, dregið 1975, ósóttur vinningur 1 milljón G-flokkur dregið 1976, ósóttur vinningur 1 milljón. H-flokkur, hæsti ósótti vinningur 100 þúsund. I-flokkur, dregið 1977 (feb.), ósóttur vinningur 1 millj. Dregið var í A- og J-flokkum 15. júní sl. og í maí var dregið í H-flokki. Vinningaskrár má fá í Seðlabankanum Hafnarstræti 10. JH Fá- dæma sóða- skapur Mikill sóðaskapur var látinn viðgangast við útskipun islenzks lambakjöts á vegum StS við Grandagarð í gær. Fannst ýmsum útskipunaraðferðirnar stinga í stúf við reglur um slátrun og milljónahallirnar sem sláturhúsin eru orðin. Þar verður allt að vera flísalagt eða stálslegið, fólk í hvítum sloppum og deyðingar- tækin sótthreinsuð. Lengi vel í gær var kjöti kastað úr bílum í grófgerð net og skitug pappa- drusla höfð undir. Allt fór þetta fram við og að hluta til uppá haugi uppgraftar sem þarna var. Síðan var hlaupið til og náð í uppskipunarbretti og þau höfð undir netinu. En þau voru grút- skítug og aurug og á þeim gengið af uppgraftarhaugnum. Bílstjór- arnir á kjötbílunum voru í hvítum sloppum og stungu mjög í stúf við uppskipunarmennina. Rétt eftir að Dagblaðsmenn bar að var uppskipun hætt og allt liðið hvarf af bakkanum. Bílarriir biðu hlaðnir kjöti og lestin beið meiri útskipunar á niðurgreidda kjötinu. DB-mynd BH. ASt. imm LAUGARDAGUR 25. JÚNl 1977. Hassmál íFrakk- landi og Kanada: RÉTTAR- HÖLDUM EKKIL0KIÐ Réttarhöldum í máli íslenzku ungmennanna þriggja, sem handtekin voru í Montpellier 1 suðurhluta Frakklands 21. maí sl., lauk ekki í fyrradag eins og við hafði verið búizt, skv. applýsingum íslenzka sendi- ráðsfns í París. Verður málsmeðferð haldið áfram og sitja ung- mennin þrjú í gæzlu- varðhaldi á meðan. Helgi Gíslason, sendiráðs- ritari í París, sagði í samtali við DB síðdegis i gær að eng- ar frekari upplýsingar væri að fá að svo stöddu, enda hefði ekki tekizt að ná sam- bandi við lögfræðinginn sem ungmennunum var skipaður eftir handtöku þeirra við komuna frá Alsír. Gerði Helgi sér vonir um að frekari frétta væri að vænta eftir helgina. Yrði íslenzka utanríkisráðuneytið látið vita um gang málsins, eins og óskað hefði verið eftir. Engar frekari fréttir hafa borizt af íslendingnum sem handtekinn var í Kanada á dögunum, en mál hans var einnig tekið fyrir í fyrradag. Hann var handtekinn ,á Torontoflugvelli við komuna til landsins, með 2,7 kg af hassi. -ÖV. Umferðarslys í Garðinum Alvarlegt umferðarslys varð á Garðbraut í Garðin- um laust fyrir kl. 18 i gær- dag. Nokkrir piltar á reið- hjólum höfðu verið að hjóla á eftir kranabifreið þegar einn piltanna beygði skyndi- lega yfir á vinstri akrein vegarins. Kom þar á móti piltinum stór vörubifreið og ekki tókst að afstýra slysi, pilturinn lenti framan á bilnum og fór hjól bílsins yfir báða fætur drengsins. BH/emm Þingmaðurinn varð að gjalda fyrir fávísi afleys- ingatollarans sem ekki þekkti þingmanninn. Vildi hann því fá að kíkja í poka sem farþeginn háttsetti var að koma með. Afleiðingin varð sú að varningurinn var gerður upp- tækur og ráðherrann fyrr- verandi sektaður um átta þúsund krónur. Væntanlega gætir hann sín betur næst og fer ekki i gegnum græna hliðið á meðan þar eru fávísir afleysinga- strákar. ÖV Honum farnaðist illa, alþingismanninum og ráðherr- anum fyrrverandi sem í fyrri viku var stöðvaður í græna hliðinu á Keflavíkurflugvelli. I gegnum það hlið fara þeir sem koma frá útlöndum og telja sig engan tollskyldan varning hafa í fórum sínum. Þingmaðurinn hefur marg- sinnis farið þarna í gegn og þekkir orðið flesta tollverðina — og þeir hann. En vegna sum- arleyfa var í þetta skipti staddur þarna afleysingamaður Vínveitingaleyf i tekið af Sesari: Rekstur veitingahússins ekki allur til fyrirmyndar —sagði íumsögn lögreglustjóra Veitingahúsinu Sesari í Reykjavík hefur verið lokað nú um helgina, að minnsta kosti, þar sem veitingahúsið fékk vín- veitingaleyfi sitt ekki endur- nýjað á sama hátt og önnur vinveitingahús. ,,Það þótti ekki allt of góð regla á hlutum í veitinga- húsinu," sagði Ólafur W. Stefánsson, skrifstofustjóri i dómsmálaráðuneytinu. í sam- tali við fréttamann blaðsins. Sagði Olafur að í umsögn lög- reglustjóraembættisins um umsókn Sesars um endurnýjun vínveitingaleyfisins hafi sagt að ýmsir þættir reksturs veitingahússins væru ekki til fyrirmyndar. Veitingahúsið Sesar hefur að undanförnu fengið nokkrar við- varanir vegna slælegs eftirlits með dyragæzlu, sölu áfengis til unglinga undir lögaldrj,, gesta- fjölda í húsinu, lokuriartíma, slitum á skemmtunum og áfengissölu út úr húsinu. Olafur W. Stefánsson sagði að 2-3 sinnum að undanförnu hefðu kvöldle.vfi verið tekin af veitingahúsinu, en það hefði ekki þótt gefa nógu góða raun. Umsagnir um leyfisumsókn veitingahússins gæfu ekki tilefni til endurnýjunar þess. Verður þess nú óskað af for- ráðamönnum Sesars að þeir geri grein fyrir málum sínum við ráðuneytið og verður i framhaldi af því tekin afstaða til umsóknar þeirra um endur- nýjun vínveitingaleyfis, að sögn Ólafs. Sagði hann ennfremur að ekki væri um það að ræða að ölvun á veitinga- húsinu væri meiri eða öðruvisi en á öðrum veitingastöðum, né heldur að nágrannar kvörtuðu vfir ónæði, heldur það sem fyrr er nefnt um eftirlit og reglu á stjórnun. -ÖV

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.