Dagblaðið - 27.06.1977, Blaðsíða 7

Dagblaðið - 27.06.1977, Blaðsíða 7
DAGBLAÐIÐ. MANUDAGUR 27. JUNÍ 1977. ad löiírefíluþjónar staðarins, sein eru tveir, hafa orðið að lesíítja á flótta undan lýðnum, tiettir <>íí slasaðir. Virðist það orðin tízka hjá slagsmálamönn- um staðarins að leggja hendur á lögregluþjónana, en slíkt af- brot er víðast hvar ef ekki alls staðar litið mjög óhýru auga, svo ekki sé nú meira sagt. Fógeti virðist þó ekkert á því að straffa samborgara sína, sem ger;i.sig seka um það athæfi að torvelda liiggæzlumönnum störf. Ilvað er að? Ver ríkissjóður <>f litlu fé til löggæzlu á staðn- um? Ekki virðist það svo þegar rennt er augum yfir ríkisút- gjöldin. í fjárlögum fyrir 1977 hefur Alþingi samþ.vkkt tals- vert hærri greiðslur til handa hverjum Se.vðfirðingi til lög- g.ezlu. en t.d. til ýmissa nágran nabyggðarlaga. Se.vðfirðingar fá rúmar 28 milljónir. á fjárlögum til sýslu- mannsembættisins á Seyðis- firði;> Þar af fara 8.826.000 krónúr til „löggæzlu" á Seyðis- firði", eins og það er kalíað í samþykktum fjárlögum ársins. Þessi tala þýðir að ríkis- sjóður borgar 9261 krönu til að vernda hvern ibúa Seyðis- fjarðar fyrir órétti. Samsvar- andi tölur til d emis á Eskifirði og Neskaupstað eru um 5900 krónur og 4300 krónur! Jónas Uallgrimsson bæjar- stjóri taldi einsýnt að löggiezlu- mennirnir tveir hl.vtu að fá i sinn hlut óheyrilega há laun. Það er ekki aðeins rikissjóður sem greiðir þeim laun, heldur og þeir aðilar setti stofna til dansleikjahalds í bienuin. Félögin í bænum re.vna eftir megni að halda uppi skemmtanahaldi. Það gengur erfiðlega. Fámennið í bænum þýðir að einungis rúmlega 100 manns mæta í dansinn. Hljóm- sveitir og annað sem til þarf er dýrt. Þegar búið er að greiða nauðs.vnlega, fasta liði, er sjóðurinn oftast tæmdur. Þá á löggæzlan, 2 lögreglumenn og þrír hjálparmenn, eftir að fá greidd sín laun, 40 þúsund krónur samtals. Þá fer ,„fyrir- tækið" að verða í meira lagi vafasamt. Ætti Hótel Saga til dæmis að verða skylduð til að hafa slíkan aragrúa lögreglu- manna utan dyra sinna á laug- ardagskvöldi? í hlutfalli við Félagsheimilið Herðubreið mundi það þýða að 500 lög- reglumenn væru þar á vakki til að halda fólki í skefjum. „Fvrir hvað er annars verið að borga?" spurði bæjar- stjórinn. „Og er það ekki í hæsta máta ósmekklegt að lög- gæzlumennirnir sjálfir séu að innheimta þessar aukatekjur sínar, sjálfir starfsmenn á laun- um hjá því opinbera." Það hefur raunar komið margsinnis f.vrir að þegar gripa þurfti til lögreglu utan dyra Herðubreiðar, þá væri þar eng- an lögreglumann að finna. Núna f.vrir þjóðhátiðina gerðist það að fagna átti 33ja ára afmæli lýðveldis á landi voru. Ekki var hlaupið að því fyrir íþróttafélagið Hugin. Lög- gæzlan heimtaði tvöföld laun þetta kvöld, en það þýddi að ekkert yrði af dansleikjahaldi þar eystra, en sækja yrði til annarra byggðarlaga ef fólk ætlaði að fá sér snúning. Tíðindi þessi voru látin ber- ast ráðuneytinu. Það úrskuraði að ríkissjóður mundi standa straum af löggæzlukostnaði á þjöðhátíðarkvöldið. Ríóá landsreisu Rió-trióið er um þessar mundir á mikilli landsreisu og hefur skemmt á Austur- og Norðurlandi. Myndin var tekin á tónleikum þeirra Ríó- inanna á Egiisstöðum á dögunum. Kvenlegir geta þeir nú varla talizt þrátt fyrir múnderinguna sem þeir hafa kiæðzt. — DB-mynd R.Th.Sig. Enn fer ínúk sigurför umheiminn Nýlega kom leikflokkurinn fram með ínúk á listahátíðinni í Bergen í Noregi og hafði þar 5 sýningar. Viðtökur þar voru afbragðsgóðar og blaðaummæli öll hin lofsamlegustu. Sýningar á inúk eru þar með komnar á þriðja hundrað og hefur verið farið til 19. landa. DS Þeir sem slanda að leik- sýningunum um inúk- manninn, þurfa liklega ekki að kvíða atvinnuléysi i framtíð- inni. Leikritið hefur farið óslitna sigurför um heiminn og hefur hvarvetna hlotið frá- bærar viðtökur og enn á eftir að heimsækja mörg lönd. „Við horfum með kvíða til framtíðarinnar," sagði bæjar- stjórinn. „Hvað verður úr þeim unglfngum, sem nú eru að komast til manns," sagði Jónas Hallgrímsson. „Fólk á rétt á að friður ríki í umhverfi þeirra og að sjálfsögðu er það þeirra sem sjá um að lqgum sé framfylgt að veita íbúunum þau sjálfsögðu mannréttindi." „Þetta eru rangar upplýsing- ar," sagði Erlendur Björnsson, bæjarfógeti á Seyðisfirði og sýslumaður N-Múlasýslu, þegar blaðamaður hafði tal af honum á hæðinni fyrir neðan bæjar- stjóra. „Ástandið er eðlilegt hér á staðnum að minu áliti. Hér eru tveir lögreglumenn sem rækja störf sín sæmilega af hendi. Hér á Seyðisfirði er að mörgu leyti ant annað viðhorf en 1 nágrannabyggðunum< mikið af aðkomufólki er hér: Það er leitt að þurfa að segjá það, en staðreynd engu að síður, að ekki er það allt úrvals fólk sem hingað leitar starfa. Þáð kemur til að vinna stuttan tíma, afla mikilla tekna og eyða miklu." Þetta hafði fógetinn um málið að segja. NÝ FRÁBÆR HUÓMPLATA! FOLK FALKINN Þessa dagana gefst tækifæri aðhlusta á RÍÓ á söngferða- lagi þeirra um landið. /s

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.