Dagblaðið - 27.06.1977, Blaðsíða 9

Dagblaðið - 27.06.1977, Blaðsíða 9
l)A(iBLAÐIÐ. MANUDAGUR 27. JUNt 1977. 1 Stofnandi „Svörtu Erlendar fréttir hlébarðanna Bandaríkjamaðurinn Huey Newton, sem var stofnandi hreyfingarinnar Black Panther, eða svörtu hlébarðanna, var hand- tekinn á flugvellinum í Toronto í Kanada, á laugardag. Newton sem flúði land fyrir þrem árum, vegna þess að hann átti yfir höfði sér dóm, hefur dvalið á Kúbu þessi þrjú ár. Newton hefur nú ákveðið að koma aftur heim til Banda- ríkjanna, þrátt fyrir ao nann verði að koma fyrir rétt í Kaliforníu ásakaður um morð. Hann skrifaði dómsmálaráðu- neytinu í Washington og kvaðst mundu koma heim þrátt fyrir þær kærur sem hann á yfir höfði sér. Þegar Newton fór frá Havanna lét hann hafa það eftir sér að hann væri viss um að and- rúmsloftið væri allt annað í Bandaríkjunum nú, gagnvart samtökum blökkumanna, heldur en það var á árunum eftir 1960 þegar hann stofnaði svörtu hlé- barðana ásamt Bobby Seale. Newton er ákærður fyrir að hafa’ orðið ungri konu að bana f götu- óeirðum. Kanadísk yfirvöld handtóku Newton og forsendurnar voru þær að hann ætti yfir höfði sér dóm í Bandaríkjunum og hefði flúið land til að komast undan refsingu. Newton ákvað að fara til Kanada fyrst til að hann gæti rætt við lögfræðinga sína áður en hann yrði lokaður bak við lás og slá. Kona Newtons fékk að fara inn í landið. Ekki hafa kanadísk stjórn- völd gefið út neina yfirlýsingu um hvað þau ætli að halda Newton lengi eða hvort þau fram- selji hann strax bandarískum yfirvöldum. Sameigin- legur her Afríku gegn Ródesíu — fimm fulltrúar halda til þings Sameinuðu þjóðanna Einingarsamtök Afríkuríkja þinga nú í Libreville í Gabon á vesturströnd Afríku. Skipuð hefur verið nefnd sem fær það verkefni að gera allt sem í hennar valdi stendur til að koma Mozam- bique, Botswana og Zambíu til aðstoðar, vegna sífelldrar árásar Rhodésíu. Afríkuríkin hafa ákveðið að stofna sjóð og Mauritius lagði til að upphæðin yrði um ein milljón dollara. Fimm menn sem sátu ráðstefn- una héldu á sunnudag til New York til að sitja þing Sameinuðu þjóðanna, þar sem fjallað er um árásir Rhodesiu inn í Mozam- bique. Einingarsamtök Afríkuríkja hafa ákveðið að gera alR sem í þeirra valdi stendur til að hjálpa þeim ríkjum sem ráðizt er inn í og það þýðir einnig að þeir ætla að styrkja þau hernaðarlega. Ákveðið var einnig að Afríkuríki stofnuðu eigin her til að koma Mozambique til hjálpar, vegna síendurtekinna árása af hálfu Rhodesíu. LaariA •kyndihjálp! RAUÐIKROSSÍSLANDS Ganga kynvillinga í San Francisco fór friðsamlega fram. Talsmaður hennar kveður ekkert þvi til fyrirstöðu, að á næsta ári verði göngumenn milljón taisins. KYNVILLINGAR STANDA í STRÖNGU ' Kynvillingar áttu annríkt í gær, að minnsta kosti í San Francisco í Bandaríkjunum og Barcelona á Spáni. — í San Francisco gengu um það bil hundrað þúsund manns um götur með borða og spjöld sem á voru letruð slagorð kynvill- inga. Þar gengu hlið við hlið hommar og lesbíur og lögðu áherzlu á samstöðu sína með því að fjölmenna í gönguna. Sá sem skipulagði hana, Charles Morris, sagði á eftir, að nú væri ekkert því til fyrirstöðu að kyn- villingar í öðrum hlutum Bandaríkjanna sýndu einnig styrk sinn. „Næsta ár göngum við sameinaðir," sagði Morris bjartsýnn, „og þá verðum við milljón talsins, að minnsta kosti.“ Ganga bandarísku kynvill- inganna fór friðsamlega fram. Lögreglumenn voru skammt undan en þurftu ekki að hafast að. — Því var þó ekki að fagna í Barcelona á Spáni. Lögreglan skaut gúmmikúlum að um fjögur þúsund kynvillingum sem fóru í mótmælagöngu til þess að krefjast þess að kyn- villa yrði leyfð með lögum. Reyndar slógust stjórnleys- ingjar, öfgasinnaðir vinstri- menn og ýmsir þjóðernissinnar í hópinn og veifuðu fánum sínum og mótmælaspjöldum. Kynvillingarnir kröfðust þess að verða meðhöndlaðir eins og fólk í lýðræðisríkinu Spáni. — Það voru samtök kynvilltra í Katalóníu sem stóðu fyrir göng- unni. ASGEiR TÓMASSON Eiturlyfja- vandamálið íFrakklandi vaiery Giscard D’estáing Frakklandsforseti hefur látið til sín taka eiturlyfja- vandamálið í Frakklandi, sérstaklega meðal unglinga. Hann hefur skipað sér- stakan starfsmenn stjórn- arinnar, konu að nafni Monique Pelletier til að reyna að koma í veg fyrir að þetta vandamál vaxi þar í landi. Forsetinn sagði að ungt fólk ánetjaðist eiturlyfjum vegna þess að það ætti í erfiðleikum með samskipti við annað fólk. Vandamálið væri félagslegt og sál- fræðilegt. Hann vil reyna að koma í veg fyrir að ungt fólk falli í gryfjuna með því að ná til þeirra sem eru einangraðir frá samfélaginu og eiga erfitt með að vera þátttakendur í þjóðfélaginu. Japanir búa þétt saman 60 prósent íbiíanna þjappa sérsamaná aðeins 2 prósentum aflandsvæði eyjanna A sama tíma og við tslendingar fáum upplýsing- ar um að við séum nú orðnir vel yfir 200 þúsund er Japönum sagt að þeir séu orðnir 112 milljónir. Eftir upplýsingum sem gefnar voru þar í landi búa um 60% Japana á landsvæði. sem er aðeins um það bil 2% af landinu. Það má með sanni segja að þröngt megi sáttir sitja. MÉR A&> FF3SFA j þenmam tv&A \_ f^iDMAÍS.... C¥=5AL.e&A appelsínuís og marsipanís meö piparmyntusosu. Nú er kominn lúxusís frá Emmess: ‘TRjómaís

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.