Dagblaðið - 27.06.1977, Blaðsíða 15

Dagblaðið - 27.06.1977, Blaðsíða 15
Vaf i hvort Jóhannes leikur gegn Noregi — Það mál skýrist sennilega í dag. Leikið við Norðmenn á f immtudag. Matthías Hallgrímsson og Ólafur Danivalsson koma ístað Asgeirs Sigurvinssonar og Guömundar Þorb jörnssonar, en að öðru leyti verður sama lið og gegn Norður-írum. Islenzka landsliðið i knatt- spvrnu, sem leikur við Noreg á Laugardalsvelli næstkomandi rimmtudag, :{(). júni, verður til- k.vnnt i dag. Þegar blaðið fór í prentun í inorgun var ekki alveg vitað hvort Jóhannes Eðvaldsson, fyrirliði íslenzka landsliðsins, verður i Iiðinu. Það mun væntanlega skýrast i dag. Hins vegar er öruggt, að tveir leikmenn. sem tóku þátt i HM-leiknum við Norður-írland á diigunum, geta ekki leikið, Guðmundur Þorbjörnsson, Vai, sem er nefbrotinn og Asgeir Sigurvinsson, Standard, sem er að fara í keppni með félagi sínu. ! stað þeirra i landsliðið koma Matthías Hallgrímsson, Halmía, og Ölafur Danivalsson, FH, ef að líkum lætur. Ölafur var við landsliðshópinn síðast —átti að koma í stað Tetts Þórðarsonar, Jönköping, ef eitt- hvað kæmi fyrir Teit í leik í Svíþjóð. Til þess kom ekki. Um miðja síðustu viku var sagt frá því, að Matthias yrði valinn í landsliðshópinn. Það val virðist sjálfsagt hjá landsliðsnefnd. Matthías hefur leikið fleiri landsleiki en nokkur annar' íslenzkur knattspyrnumaður. Oftast staðið mjög vel fyrir sínu — og sjaldan eða aldrei hefur hann leikið betur en einmitt í síðasta landsleik sínum fyrir ísland. Það var gegn Hollandi í HM-leiknum á Laugardalsvelli í f.vrrahaust. Matthías var þar stöðugt ógnvaldur fyrir holl- enzku vörnina — og þó ekki sé nema litið á þá frammistöðu er Matthías sjálfsagður í liðið. En víkjum aftur að landsliðs- hópnum, sem verður tilkvnntur í dag. Það þarf ekki mikið hug- myndaflug til þess að geta sér til að eftirtaldir leikmenn verði í hópnum — það er 16 manna landsliðshópnum. Markverðir. Árni Stefánsson, Fram og Sigurður Dagsson, Val. Aðrir leikmenn, Ólafur Sigurvinsson, ÍBV, Janus Guðlaugsson, FH, Marteinn Geirss., Union, Gísli Torfason, ÍBK, Jóhannes Eðvaldsson, Celtic, Guðgeir Leifsson, Charleroi, Atli Eðvaldsson, Val, Ingi Björn Albertsson, Val, Teitur Þórðarson, Jönköping, Matthías Hallgrimsson, Halmia, Hörður Hilmarsson, Val, Jón Gunnlaugsson, ÍA, Ölafur Dani- valsson, FH, og Viðar Halldórs- son, FH. Eins og áður segir var ekki vitað um Jóhannes Eðvaldsson í morgun. Hann hefur verið í fríi erlendis — og í gærkvöld hafði ekki náðst samband við hann. Ef Jóhannes leikur ekki á landsliðsnefndin um nokkra kosti að velja. Hún getur sett Gísla Torfason sem miðvörð með Marteini eða Jón Gunn- laugsson í þá stöðu. Gisli yrði þá framvörður eins og í leikn- um gegn Norður-trum. Það fer talsvert eftir því hvor þeirra Gísla eða Jóns verður valinn sem miðvörður hver verður þá 16. maður landsliðsins. Þar virðist valið standa milli tveggja manna, Árna Sveins- sonar, Akranesi, og Dýra Guðmundssonar, Val. En þetta kemur allt endan- lega í ljós, þegar val landsliðs- ins verður tilkynnt í dag. hsím. JAFNTEFLIIBRASILIU OG BUENOS AIRES Brasilia og Júgóslavia gerðu jafntefli í landsleik i knatt- spyrnu, sem háður var í gær- kvöld i Belo Horizonte í Brasijíu. Brasiiia hefur að undanförnu leikið nokkra landsleiki. Gert jafntefli við Vestur-Þýzkaland og England. Unnið Skota — og í gær varð enn eitt jafntefli. Ekkert mark skorað. Mikiil’ hraði var í leiknum — en Brasilíumönnum tókst ekki að brjóta niður vörn Júgóslava að ráði. Þó fengu bæði lið all- sæmileg tækifæri. Zavistic sendi knöttinn í mark Júgó- slava á 32. mín., en markið var dæmt af vegna heldur vafa- samrar rangstöðu. Dómarinn yar brasilískur, Armand Margues. I síðari hálfleiknum nafði brasiliska liðið nokkra yfirburði, en tókst ekki að nýta þá í mörk. A sama tima léku Argentína og Frakkland í Buenos Aires,, Jafntefli varð þar einnig — án marka. Það var fyrst og fremst stórgóð markvarzla, sem kom í veg fyrir mörk. Frakkar með sitt unga lið höfðu yfirtökin framan af — en í heild var leikurinn vonbrigði fyrir 60 þúsund áhorfendur. Þetta var fyrsti landsleikur Frakka af þremur í Suður- Ameríku.Franska liðið hefur allgóða möguleika á að tryggja sér sæti í úrslit heimsmeistara- keppninnar i Argentínu næsta ár. Leika í riðli með Búlgörum og trum. Seltoss krækti í stig á ísafirði ísfirðingar voru ekki á skot- skónum er þeir fengu lið Selfoss i heimsókn á laugardag í 2. deild íslandsmótsins í knattspyrnu. Liðin skildu jöfn 1-1 í leik þar sem isfirðingar réðu lengst lögum og lofum — og sköpuðu sér mörg góð tækifæri sem ekki tókst að nýta — mest fyrir klaufa- skap. Selfoss fór því með dýrmæt stig i fallbaráttunni í 2. deild í sumar. í góðu veðri á laugardag á Isa- firði tóku hei.mamenn leikinn þegar í sínar hendur og sóttu stíft. Þeim tókst að nýta ágæt marktækifæri — ekki'færri en fimm í fyrri hálfleik. isfirðingar náðu forustu á 35. mínútu — Örnólfur Oddsson skoraði þá. Knötturinn var sendur inn fyrir vörn Selfoss. Örnólfur hafði betur í návígi við varnarmann og skoraði örugglega 1-0. 'j Framan af fyrri hálfleik náðu tsfirðingar ekki sömu tökum á leiknum — lið Selfoss kom meir inn í myndina fyrstu 10 mínútur síðari hálfleiks. En þár kom að sókn ísfirðinga þyngdist — og markið virtist sannarlega liggja í loftinu. Jón Oddsson fékk gott tækifæri til að gera út um leikinn — einn innan markteigs fyrir framan opið mark hitti hann ekki knöttinn þegar auðveldara virtist að skora en komast hjá því. Selfoss átti skyndisóknir — og á 86. minútu náðu leikmenn Selfoss skyndisókn. Knötturinn barst inn í vítateig Selfoss. Þar áttu varnarmenn og markvörður ÍBÍ í baráttu við sóknarmenn Selfoss — og áhorfendum til furðu dæmdi dómarinn vfta- spyrnu á markvörð ÍBl. Halldór Sigurðsson skoraði úr vítinu. Leikmenn Selfoss tóku því með sér stig heim — óvænt eftir gangi leiksins. ísfirðingar eru nú greinilega að ná upp frambæri- legu liði — loks. Það háir þeim hins vegar mjög að aðstæður til knattspyrnuiðkana í Isafirði eru ákaflega slæmar. Völlurinn lélegur — og leikmenn þurfa sjálfir að gera völlinn í stand fyrir leiki. Aðstaðan á ísafirði er kaupstaðnum ekki til sæmdár — og er hún mun lakari en meðal annarra liða í 2. deild. K.K. BREIÐHOLT BREIÐHOLT VAÐ- STÍGVÉL Strigaskór Verð frá 513 Stærðir 27-34 Vörur fyrir Leikföng Argentínia hestamenn Vöðlur kr. 7.990.- Klofstfgvél kr. 4.730. Viðleguútbiínaður t.d. svefnpokar frá kr. 4.800 Fótboltar frá kr. 440 Fótboltaskór Æfingagallar Verðfrá 3995 Veiðivörur Sportvöruverzlun Póstsendum Ingólfs Oskarssonar Louhoium 2-6 - sími 75020

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.