Dagblaðið - 27.06.1977, Blaðsíða 17

Dagblaðið - 27.06.1977, Blaðsíða 17
DACiKI.AOIt). MANUDAGUK 27. JUNÍ 1977 17 Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Isl. stúlkurnar gerðu alla spádéma að engu — Tryggðu sér rétt í undanúrslit í Evrópukeppninni í frjálsum íþróttum í Kaupmannahöf n um helgina þar sem Ingunn Einarsdóttir lék aðalhlutverkið íslenzku landsliðsstúlkurnar í frjálsum íþróttum komu heldur betur á óvart i Evrópukeppninni í Kaupmannahöfn um helgina. Ing- unn Einarsdóttir var hreint óstöðvandi. Hlaut helming stiga íslands í keppninni og Lilja Guðmundsdóttir fylgdi henni fast eftir. Það varð til þess, að Ísland tryggði sér þriðja sæti í keppn- inni og teppir því í undanúrslit- um i Dublin um miðjan næsta mánuð. Þar með gerðu stúlkurnar alla spádóma að engu. Fyrirfram hafði enginn gefið þeim hina minnstu von að komast áfram í keppninni. En island skaut Grikklandi aftur fyrir sig í Kaup- mannahöfn. Lokatölur í keppn- inni urðu þessar. Noregur 49, Portúgal, 35, Ísland 34 og Grikk- land_31. Til þess, að ísland næði þessum árangri þurfti margt að ske í Kaupmannahöfn. Og það skeði líka. íslenzku kvennametin féllu hvert að öðru í Kaupmannahöfn. Sex íslandsmet voru sett í 15 greinum — og það sjöunda jafnað. Ingunn Einarsdóttir gaf strax tóninn. I 100 m hlaupinu jafnaði hún íslandsmet sitt á laugardag. Hljóp á 11.8 sek. — ekki raf- magnstímataka, þar sem sleggja lenti í tækjunum og gerði þau óvirk á laugardag. Hún varð í öðru sæti í hlaupinu — en í 400 m hlaupinu nokkru síðar gerði Ingunn sér lítið fyrir og sigraði. Setti íslandsmet 55.3 sek. Eldra met hennar var 55.9 sek. Þá var Ingunn í boðhlaupssveitinni, sem Bezti heims- tíminn í5000 A frjálsiþróttamóti i Haag í HoIIandi á laugardag náði Sulai- man \yambui, Tanzaníu, bezta heimstimanum i 5000 m hlaupi. Hijóp á 13:19.59 mín. og varð álta metrum á undan Itinum fræga landa sínum, Filbert Bayi, í mark. Bayi hljóp á 13:20.72 min. og varð aðeins á undan Fernando Cerrada, Spáni, sem fékk sama tima. Fjórði varð Ibrahim Juma, Tanzaniu, á 13:35.06 mín. setti nýtt íslandsmet í 4x100 m boðhlaupi á 47.6 sekúndum. Lilja Guðmundsdóttir stakk aðra keppendur í Kaupmanna- höfn hreinlega af í 800 m hlaup- inu. Sigraði á nýjum Islandsmet-' tíma 2:06.2 mín. og bætti því tíma sinn verulega. Þá setti Sigrún Sveinsdóttir nýtt íslandsmet í 400 m grindhlaupi. Hljóp á 66.2 sek. en það nægði ekki nema í fjórða sæti. Guðrún Ingólfsdóttir varð einnig fjórða í kringlukasti með 33.94 m. og María Guðnadóttir fjórða i spjótkasti með 36.56 metra. Eftir fyrri daginn hafði Noregur forustu með 21 stig. Grikkland hafði 18 stig, ísland 17 og Portúgal 15 stig. Strax eftir fyrstu greinarnar í gær kom í ljós, að íslenzku stúlk- urnar höfðu mikla möguleika að komast áfram i keppninni. Ingunn sigraði örugglega í 100 m grindahlaupinu á 14.38 sek. Nú var rafmagnstímatakan komin . í lag — og aðeins 15 mín. síðar tók hún þátt í 200 m hlaupinu. Þar varð hún önnur á 25.22 sek. Þórdís Gísladóttir, sem fyrir keppnina í hástökki var með lakastan árangur keppenda, gerði sér lítið fyrir og stórbætti Islands- met sitt. Stökk 1.76 metra, sem nægði í þriðja sæti. Eldra met Þórdísar var 1.73 metrar. Það var fimmta islenzka metið í keppn- inni. Guðrún Ingólfsdóttir varð fjórða í kúluvarpi með 11.94 metra. Lára Sveinsdóttir fjórða í langstökki. Stökk 5.55 metra og Thelma Björnsdóttir, sem var yngsti keppandinn á mótinu, aðeins 15 ára, varð fjórða í 3000 m hlaupi á sínum bezta tíma 10:57.8 mín. Lilja Guðmundsdóttir keppti í 1500 m hlaupinu og fór þar hægt í sakirnar, þar sem 4x400 m. boð- hlaupið var framundan. Lilja tryggði , sér örugglega annað sætið. Hljóp á 4:31.0 mín. og var ekkert að strekkja sig gegn hinni frægu, norsku hlaupakonu, Grétu Welch, sem sigraði í hlaupinu. Gréta átti eitt sinn heimsmetið í 3000 m hlaupi. I síðustu grein- inni, boðhlaupinu, setti íslenzka sveitin nýtt íslandsmet. Hljóp á 3:51.7 mín. og varð í þriðja sæti. Þar með var Dublinarferðin tryggð — og voru fararstjórar lngunn Einarsdóttir, ÍR, hlaut mörg stigin í Kaupmannahöfn — eða helming stiga Islands. Sigraði tvívégis. Varð tvívegis i öðru sæti, auk þess, sem hún keppti í báðum boðhlaupunum. íslenzka Iiðsins mjög ánægðir með það. Ef íslenzka sveitin hefði sigrað þá portúgölsku í hlaupinu hefði ísland orðið í öðru sæti. Það hefði þýtt undanúrslit í Búkarest og miklu dýrari ferð. íslenzku stúlkurnar gerðu sannarlega alla spádóma að engu í þessari keppni. Þær voru aðeins tíu — eða miklu færri en var hjá hinum löndunum. Hlutur Ing- unnar var mjög stór. Hún hlaut 14 stig í einstaklingsgreinum eða fleiri en nokkur annar í keppn- inni í Kaupmannahöfn — og var auk þess i báðum boðhlaupssveit- um Islands. Ingunn hlaut því nær helming stiga íslands í keppninni. Capes varpaði kúlunni 20,70 Tveir fremstu spretthlauparar heims, Haseley Crawford, Trinidad, og Don Quarrie, Jamaíka, sem urðu i f.vrsta og öðru sæti i 100 m hlaupi á Crystal- Palace leikvanginum í Lundún- um á laugardag. Crawford náði miklu betra viðbragði og virtist iiruggur með sigur 70 m frá marki. En Quarrie, Ol.vmpíu- meistarinn í 200 m, beinlínis „flaug" lokametra hlaupsins og tókst að verða einum hundraðasta úr sekúndu á undan i inark. Tími hans var 10.34 sek. Crawford hljóp á 10.35 sek. og Osvaldo Lara, Kúbu. varð þriðji á 10.47 sek. Fjölinargir heimsfrægir íþróttamenn tóku þátt í keppn- inni. (ieoff Capes, Bretlandi, helzti keppinautur Hreins Halldórssonar, sigraði örugglega í kúluvarpinu. Varpaði 20.70 metra, sem er jafnt íslandsmeti llreins. Olympíumeistarinn Alberto Juantorena, Kúbu, sigraði í 400 m hlaupi á 45.30 sek. og aðeins hann sjálfur hefur hlaupið á betri tíma i ár. Hermann Frazier, USA, sem varð annar i Montreal á þessari vegalengd á eftir Juantorena, hafði forustu i hlaupinu f.vrstu 200 m en réð ekkert við lokasprett Kúbumannsins. Frazier hljóp á 46.13 sek. og rétt sigraði landa sinn Robert Taylor 46.15 sek. Fjórði varð Tony Darden USA, á' 46.34 sek. Dick Quax, Nýja-Sjálandi, sigraði í 3000 m hlaupi á 7:45.10 mín. Var rétt á undan Nick Rose, Bretlandi, 7:47.39. I langstökki sigraði Roy Mitchell, Bretlandi. Stökk 8.06 metra. Casanas, Kúbu, sigraði í 110 m grindahlaupi á 13.61 sek. Cooper hljóp á 13.81 sek. og Finn- inn Brygarre varð þriðji á 13.82 sek. Hæ, Níta, hvernig) þessu 'y í í *-» í,•> Langar til að kynna þig fyrir unnusta mínum. | Karl þetta er hinn frægi, Bommi, kominn heim frá; Evrópu 'Já, ég las uih' ) hann í blöð. S (otnutn, Níta.. ■V iH'k L © kmg Ffalu(«s SjmdicBie V>c 1975 Wona ' Úrslit íHöfn Urslit urðu þessi í fimm- landa-keppninni í Kaupmanna- höfn á laugardag. 100 m. hlaup 1. Roland Bombardelle, Luxem- bourg 10,3 2. Vilmundur Vilhjálmsson,, Island 10,3. 3. Victor Mano, Portugal, 10,3, 4. Joseph Ryan, Irland 10,6. 5. Kaj Petersen, Danmörk 11,5. Hástökk 1. Jesper Torring, Danmörk, 2,12, 2. Antonio Vermelhudo, Portugal 2,04. 3. Richard Tallon, Irland 2,04, 4. Marc Romersa, Luxembourg 2,04. 5. Guðmundur Guðmundsson, ísland 1.95. 1500 m. hlaup 1. Eamon Coghlan, írland 3,48,1 2. Tom B. Hansen, Danmörk. 3,48,3 3. Heldar de Jesus Portugal 3,48,3 4. Ágúst Ásgeirsson, tsland 3,50.3 5. Justin Gloden, Luxembourg 3,50,6. 400 m. grindahlaup 1. Jose Carvalho, Portugal 50,9 2. Lars Ingemann, Danmörk 51, 5. 3. Romain Fiegen, Luxembourg, 53, 6. 4. John Hunther, írland 54, 5. 5. ÞorvaldurÞórsson, Island 55.2. Sleggjukast 1. Bernhard Hartigan, írland 59,94. 2. Jose Pedroso, Portugal 57,76. 3. Erlendur Valdimarsson, ísland 57,70. 4. Erik Fisker, Danmörk 57.12, 5. Paul Kops, Luxembourg. 49,68 Langstökk 1. Jesper Tarring, Danmörk 7,48,, 2. Friðrik Óskarsson, lsland,7,37. 3. Patrck Shine, írland, 7,36. 4. Pericles Sketo Portugal, 7,28, 5. Fernand Kipgen, Luxembourg 6,67. Kúluvarp. 1. Hreinn Halldórsson, tsland. 20,54. 2. Michael Henningsen, Danmörk. 16,75. 3. Gerard McEvoy, írland 15.73. 4. Vital Silva, Portugal 15,40. 5. Roger Bour, Luxembourg 15,13. 400 m. hlaup. 1. Jose Carvalhc Portúgal 47,1 2. Vilmundur Vilhjálmsson tsland 47,1. 3. Michael Bayle, Luxembourg 47.7. 4. Paul Duffy, írland 48,0. 5. Jesper Have, Danmörk 49.4. 10.000 m. hlaup. 1. John Treacy, Irland 29. 27,6. 2. Anacleto Pinto, Portugal, 29.48.7. 3. Sigfús Jónsson, ísland 31.15,7. 4. Bent Larsson, Danmörk 31,44,8 5. Pierre Bichler, Luxembourg 33,45,4. 4x100 m. boðhlaup 1. Portugal 40,4. 2. Danmörk 41, 2, 3. Luxembourg 41,3. 4. trland 41, 6 5. ísland 41. 6 100 m hlaup kvenna. 1. Laoreu, Grikklandi, 11.8 2. Ingunn Ein- arsdóttir 11.8 sek. 3. Moen, Noregi 12.2. 400 m hlaup. Ingunn Einars- dóttir 55.3 2. Quale, Noregi 55.4 3. Moura, Portúgal 56.0 sek. 800 m hlaup. 1. Lilja Guðmundsdóttir 2:06.2 mín. 2. Bjeland, Noregi, 2:08.3 mín. 3. Marques, Portúgal 2:11.6 mín. 4x100 m boðhlaup. I. Grikkland 46.8 sek. 2. Noregur 47.4 sek. 3. tsland 47.6 sek. 4. Portúgal 47.7 sek. StórsigurÍBK Keflvíkingar standa sig vel í bikarkeppni 1. flokks. Á laugar- daginn sigruðu þeir Isfirðinga með sex mörkum gegn engu. Framan af var leikurinn nokkuð jafn, en þegar á leið þyngdust gestirnir á grasvellinum. Friðrik Ragnarsson skoraði fyrsta markið, um miðjan fyrri hálf- leik, en Ágúst Haraldsson'bætti öðru markinu við snemma í þeim seinni og síðan komu þau á færibandi, Jón Kr. Magnússon það þriðja, Baldvin Gunnarsson- fjórða, Friðrik R. fimmta og sjötta tnarkið skoraði Sigmundur Guðmundsson. -emm.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.