Dagblaðið - 27.06.1977, Blaðsíða 18

Dagblaðið - 27.06.1977, Blaðsíða 18
18 DAGBLAÐIÐ. M ANUDACUR 27. JUNl 1977 I íþróttir Iþróttir íþróttir iþróttir I Jóhannes ekki ánægður þrátt fyrir stórsigur KA! Diðrik Olafsson, markvörður Víkings, sem átti stórgóðan leik gegn ibv, mrðir knöttinn af tám Karls Sveinssonar. DB-mynd Hörður Vilhjáimsson. Markalaust jafntefli Víkings og ÍBV i tilþrifalitlum leik —og Víkingur komst því ekki upp að hliðinni á Valsmönnum í 1. deildinni Vikingi tókst ekki að þoka sér að hlið Vals i baráttunni um íslandsmeistaratignina í ár er lið- ið mætti Eyjamönnum í 1. deild íslandsmótsins í knattspyrnu á laugardag. Hvorugu liðinu tókst að skora, markalaust jafntefli, 0- 0. Heldur var ieikur iiðanna tilþrifalítill í blíðunni á laugar- dag. Þó höfðu Eyjamenn undir- tökin í spilinu iengst af í siðari hálfleik. En sóknarbrodd vantaði tilfinnanlega hjá báðum liðum — varnir liðanna í aðalhlutverkum. Bæði lið fóru heldur hægt af stað — skiptust á að sækja án þess að veruleg hætta skapaðist. Það var helzt í kringum markakóng ÍBV — Sigurlás Þorieifsson að hætta skapaðist við mark Víkings. Þannig lék Sigurlás laglega á tvo varnarmenn Víkings á 28. mínútu fyrri hálfleiks — skaut föstu skoti að marki — en mis- heppnuðu og litlu munaði að Tómas Pálsson næði til knattarins fyrir opnu marki. Hannes Lárusson átti fast skot ao mai ki IBV — sem fór í varnar- mann og stefndi undir slá en öruggur markvörður IBV, Sigurð- ur Haraldsson, sló knöttinn yfir. Þá komst Jóhannes Bárðarson einn inn fyrir vörn IBV en missti knöttinn of langt frá sér og Sig- urður gómaði hann af tám Jöhannesar. Segja má að þar með séu marktækifæri fyrri hálfleiks -upptalin — en Víkingar urou fyrir áfalli um miðian fyrri hálf- leik er petr misstu Eyjamanninn Viðar Elíasson, skæðasta sóknar- mann Víkings, út af, meiddan. Einar Friðþjófsson átti í návígi við Viðar, sparkaði illa í kálfann á Viðari. Hann ló óvígur eftir — og það kom mjög á óvart er heldur tilþrif alítill dómari, Þorvarður Björnsson, heimtaði að gert yrði að meiðslum Viðars fyrir utan völlinn. Viðar greinilega mjög þjáður. Annars hafa tæklingar aftan frá verið mjög tiðar í sumar — og kostað slæm meiðsli. Þannig er KR-ingurinn Hálfdán Örlygsson frá vegna ljóts brots aftan frá. Það ber æ meir á að varnarmenn tækli aftan frá — nokkuð sem verður að afmá úr íslenzkri knatt- spyrnu og eiga dómarar skilyrðis- laust að sýna gula spjaldið er slíkt gerist — ljót brot./ I stað þess að veita Einari gult spjald á laug- ardag — eða tijtal heimtaði Þor- varður að Viðar yrði fjarlægður af velli. Furðulegt — Eyjainenn beinlínis græddu á brotinu þar sem Viðar var. góða stund utan. Ilann reyndi reynar að koma inn aftur — en fór fljótlega út af, draghaltur. Vikingar fengu gullið tækifæri, þegar á fyrstu minútu síðari hálf- leiks, að gera út um leikinn. Vikingar fengu horn hægra megin — Hannes Lárusson gaf til Eiríks Þorsteinssonar er aftur gaf til Hannesar — hann sendi knött- inn fyrir. Þar var Theódór Magnússon einn — fyrir opnu marki en missti knöttinn klaufa- lega frá sér og Sigurður gómaði hann. Þegar á 4. mínútu fengu Eyjamenn síðan gott tækifæri til að skora — Tómas Pálson tók hornspyrnu — Sveinn Sveinsson óvaldaður í vítateignum en hann skallaði yfir. Víkingar reyndu í lokin að auka sóknarþunga sinn með því að færa Kára Kaaber fram — og setja Gunnlaug Krist- finnsson inn sem varamann en lítt stoðaði. Eyjamenn léku stífa rangstöðutaktík og féllu sóknar- menn Víkings iðulega í hana. Bæði lið gátu í lokin vel við unað — fengu bæði stig. Annars áttu Eyjamenn mun meira í spilinu — reyndu ávallt að halda knettinum með jörðu og spiluðu oft laglega úti á vellinum en er upp að marki kom var sáralítil ógnun. Sigurlás byrjaði vel — en það dofnaði yfir honum er á leikinn leið, fékk litla aðstoð. Þá var Tómas Pálsson daufur — en tengiliðirnir réðu lögum og lofum lengi vel á miðjunni. Þórður Hallgriinsson stjórnaði vörninni vel — þétt og að baki hennar var Sigurður Har- aldsson öruggur. Vikingar áttu einn sinn lakasta leik í sumar. — lítið reynt að spila. Þeir spiluðu með þrjá mið- verði — taktík er heppnaðist vel gegn KR. Þá voru bakverðirnir mjög virkir í sókninni en slikt var ejtki uppi á teningnum á laugar- dag. Miðjumennirnir sáust varla — allir daufir og hikandi Mikið voru reyndar langspyrnut fram — furðulegt þar sem frarhlínu- menn Vikings voru mjög léttir og höfðu ekkert í skallaeinvígi við háa og sterka varnarmenn IBV. — Vikingar geta spilað vel úti á vellinum — það hafa þeir sýnt undanfarin ár. Slíkt hefur alls ekki verið uppi á teningnum í sumar — langspyrnur fram og þegar knötturinn hefur komið aft- ur hefur sterk vörn Víkings og góður markvörður, Diðrik Ólafs- son, séð um að halda markinu hreinu. Víkinga skortir aðeins herzlumun til að skipa sér á bekk með Akranesi og Val — það sann- ar stigataflan. Því verður að b.vggja spilið betur frá vörn — um miðju og þaðan í vítateig and- stæðingsins en ekki sífelld spörk úr vörninni. Þeir hafa létta og lipra framlinumenn — er í víta- teig andstæðings eru skæðir — hins vegar ekki eins úti á vellinum. Leikinn dæmdi Þorvarður Björnsson. -h. halls. Þrátt fyrir stórsigur KA, á laugardag á Akureyri, gegn Reyni frá Sandgerði í 2. deild íslandsmótsins í knattspyrnu var Jóhannes Atlason þjáifari KA ekki hýr á svip eftir leikinn. KA sigraði stórt 6-.'l — en vörn KA hlýtur að hafa vakið upp ýmsar spurningar með Jóhannesi. Það var eins og varnarmenn KA væru hreint ekki með á nótunum — og gegn sterkari mótherja hefði slíkt getað haft aivarlegar af- leiðingar en sóknarmenn KA voru á skotskónum og leyfðu sér meira að segja þann munað að misnota vítaspyrnu. Þrátt fyrir góðar tölur átti lið KA sem heild alls ekki góðan dag. Vörnin var hreinasta gatasigti og nánast ekki með í leiknum — miðvallarleikmenn KA voru og slakir en Gunnar Blöndal hins vegar i essinu sínu. Hann skoraði þrjú mörk — og var ásamt Ár- manni Péturssyni bezti maður liðsins. , Eftir aðeins sjö minútna leik tók KA forustu gegn Reyni. Gunn- ar Blöndal skaut lausu skoti er hann var úr jafnvægi. Mark- vörður Reynis var of framarlega og knötturinn fór yfir hann og í netið, heppnismark, 1-0. Fyrsta mark Gunnars í 2. deild í sumar en hann átti eftir að leika varnar- menn Reynis grátt. KA sótti meir gegn Reyni án þess þó að sérstök ógnun væri í leik liðsins. Reynir átti góða kafla — spilaði oft laglega úti á vellin- um. En þrátt fyrir það jók KA forustu sina í 2-0 á 38. mínútu. Sigurbjörn Gunnarsson skaut föstu skoti að marki Reynis.knött- urinn fór í Guðjón Harðarson og breytti um stefnu. Þetta kom markverði Reynis úr jafnvægi og í netinu hafnaði knötturinn, 2-0. Aðeins tveimur mínútum síðar var Ármann Sverrisson í dauða- færi en rann til á hálum og blaut- um vellinum og tækifærið rann út i sandinn. Reyni tókst að minnka muninn í 2-1 á síðustu mínútu hálfleiksins — með síðustu spyrnu hálfleiksins. Gefin var sending fyrir mark KA — varnar- menn KA voru ákaflega illa á verði og Pétur Sveinsson nýtti sér hik varnarmanna og skoraði, 2-1. KA jók forskot sitt þegar á 3. minútu síðari hálfleiks. Gunnar Blöndal sendi góða sendingu á Ármann Sverrisson, sem skaut fremur lausu en hnitmiðuðu skoti í stöng og inn. 3-1. Aðeins tvær mínútur liðu og enn var Gunnar 'Blöndal á ferðinni. Ármann Sverrisson skaut af löngu færi — markvörður Reynis hafði ekki hendur á knettinum og Gunnar skoraði af stuttu færi, 4-1. Á 17. mínútu átti Jóhann Jakobsson skot í stöng — og á 23. mínútu jók KA forskot sitt í 5-1. Gunnar Blöndal átti þá gott skot úr vítateignum eftir fyrirgjöf Magnúsar Vestmann. Aðeins þremur mínútum síðar minnkaði Reynir muninn í 5-2. Pétur Sveinsson var aftur á ferðinni — og aftur nýtti hann mistök varnarmanna. Komst á milli tveggja varnarmanna sem áttu möguleika á að ná knettinum — hikuðu báðir og Pétur skoraði örugglega. Skömmu síðar fékk KA dæmda vítasp.vrnu — en Sigurbjörn Gunnarsson skaut himinhátt yfir. Hann bætti f.vrir það á 40. minútu. Hann einlék laglega upp kantinn — síðan inn i vítateig miðjan og skaut föstu skoti neðst i markhornið. 6-2. Aðeins mínútu fyrir leikslok skoruðu leikmenn Reynis sitt þriðja mark — Ómar Bjarnason skaut föstu skoti. sem Guðbergur. Ellertsson mark- vörður missti heldur klaufalega undir sig. 6-3. Leikinn dæmdi Oli Olsen og fórst vel — en áhorfendur voru með færra móti. um 400. -St. A.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.