Dagblaðið - 29.06.1977, Blaðsíða 1

Dagblaðið - 29.06.1977, Blaðsíða 1
trjálsi, áháð dagblað 3. VRG. — MIÐVIKUD.\GUR29..IÚNÍ 1977 — 136. TBL. fUTÍSTJÓRN SÍÐUMÚLA 12, ÁUGLÝSINGAR ÞVERHOLTI 1,1, AFGREIÐSLA ÞVERIÍÖLTI 2 -r ADAISÍMI 2702á ENN A NY ERUM VIÐ ORÐNIR íslendingar (með stóram staf) „Við höfum engri bók hent enn vegna stafsetningabreyt- inga undanfarið og ég vona að til þess komi ekki að ráði," sagði Jón Emil Guðjónsson, for- stöðumaður Ríkisútgáfu nám's- bóka, í viðtali við DB í morgun vegna nýjustu stafsetningar- breytinganna, sem tilkynntar voru í gærkvöldi. Skv. þeim erum við Islend- ingar aftur búnir að fá stórt 1, sömuleiðis Norðlendingar stórt N, Selfyssingar stórt S og Afríkubúar stórt A. Að sögn Jóns prentar útgáf- an yfirleitt nokkuð fram í tím- ann en hingað til hefur sá hátt- ur verið hafður á að nota upp- lögin upp og koma breytingun- um smátt og smátt inn í nyjum upplögum. Undanfarið er búið að dreifa miklu af kennslubók- um með htlum stöfum í áður- nefndunT dæmum. Þá hafa breytingarnar seinkað ýmsu hjá útgáfunni, þótt vart sé hægt að tala um verulegan auka- kostnað í kjölfar breytinganna. Allt árið er verið að prenta einhverjar bækur fyrir útgat- una og sagðist Jón hafa haft þann hátt á nú að seinka heldur prentun kennslubóka í íslenzku vegna óvissuástandsins. Vonað- ist hann því til að einhverjar bækur með nýjustu stafsetning- unni kæmust í gagnið í haust. í morgun sagði íslenzkukenn- ari, í stuttu viðtali við blaðið, að — skólabörn og kennararvitaekki sitt rjúkandi ráð — Alþingismenn ekkiáeittsáttir þessi hringlandaháttur Kæmi fyrst og fremst illa niður á kennurum og nemendum. Að lokum má geta þess að alþingismenn eru ekki á eitt sáttir um þessa ákvörðun menntamálaráðherra og telja hann jafnvel ekki hafa haft leyfi til þessa án samþykkis Al- þingis. -G.S. Yfirmenn ríkisfyrir- tækja eru seinir í vinnuna Yfirmenn íslenzkra fyrir- tækja, einkum opinberra fyrirtækja, mæta seint og illa til vinnu. Hending er að ná sambandi við yfirmann ríkis- eða borgarfyrirtækis þegar vinna á að hefjast þar á morgnana kl. 8:45. — Því miður, er svar stúlknanha á símanum, — hann mætir yfirleitt ekki fyrr en upp úr níu. Þetta er reynsla okkar Dagblaðsmanna sem erum árla á fótum og verðum vegna vinnslutíma blaðsins að hringja í marga á milli átta og níu á morgnana. Ekki er það einhlítt að yfirmenn fyrirtækja mæti ekki á réttum tíma til vinnu (miðað við að réttur tími sé sá sem auglýstur er opnunartími fyrirtækisins), en það er algengt. Við höfum stundum reynt að fá tölfróða menn til að gizka á hversu mikið þessi „morgunskróp" kosta ríkis- sjóð. Þeir hafa hrtst höfuðið vonleysislega og sagl sem svo: Engin leið að segja með vissu en það kostar mikið, mikið, mikið. -ÖV. Leiðindaveður syðra: EINS OG HELLT UR FOTU - EÐA SPRAUTAÐ ÚR GARÐSLÖNGU „Þetta leiðinlega veður herjar á hluta af landinu, sem nær frá Sna;fellsnesi og austur í Skafta- fellssýslu," sagði Páll Bergþórs- son veðurfncðingur er nann var spurður út í slagveður það er herjar á okkur Sunn- lendinga þessa stundina. „Það er heldur i þá áttina að létti til ef eitthvaðer. þó er svalt loft um land allt og var hvergi meira en 8 stiga hiti í morgun," sagði Páll einnig. Austanátt er um allt land og fylgdi henni 22 millimetra úrkoma i Reykja- vík i nótt. A Stðrhöfða mæld- ust 1U vindstig Veðurfræðingar voru búnir að spá að rigningin i gær færi fram hjá landinu, en svo varð ekki, eins og Reykvíkingar a.m.k. urðu illilega varir við. Þó Austfirðingar hafi að vísu ekki sól í dag, þá hefur þurrkur leikið ba»ndur grátt þar eystra. Tún nier skra'lnuð og erfitt að bera á í þessum þurrki. -BH.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.