Dagblaðið - 29.06.1977, Blaðsíða 6

Dagblaðið - 29.06.1977, Blaðsíða 6
6 DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 29. JUN'l 1977. Chevrolet Vega ’va, ekinn 73 þ. km, rauður. Mercedes Benz 220 '69. Datsun 1200 árg. ’73 ~Buiek Le Sobre ’68. Datsun 2200 dísil '71. Ford Cortina '68. Saab 96 árg. ’73. Pl.vmouth Fury II ’69 . Óskum eftir bílum til sölu og sýnis. Opid frá kl. 9-7 — Laugardaga kl. 10-4 KJÖRBÍLLINN Sigtúni 3 — Sími 14411 3ja ára bréf óskast til kaups strax. Veð í Reykjavík eða á Akureyri Markaðstorgið Einiolti 8, Sími 28590, kvöldsími 74575. Jeppi óskast til leigu Jeppi í góðu lagi óskast til leigu í 10 til 12 daga, frá og með 10. júlí. Góðri meðferð heitiö. Uppl. í síma 28720 á daginn og 14089 eftir kl. 7. Píanókennarar — organistar Við Tónskóiann í Neskaupstað er laus staða píanókennara. ^Eskilegt er að umsækjandi geti einnig gegnt stöðu organista í Norðfjarðarkirkju. íbúðarhúsnæði er til reiðu. Allar uppl. veita skólastjóri Tónskól- ans sími 97-7540 og sóknarpresturinn í Neskaupstað, sími 97-7127. Skólafulltrúinn í Neskaupstað. GOMLU DEKKIN NYTSAMLEG. Það er hsgt að nota gömul dekk til ýmissa hluta. Oft höfum við séð þau hanga á bryggjum og notuð sem friholt hér á landi. Þjóðverjar nota sín gömlu dekk meðal annars til að undirbyggja vegi sina. Dekkin eru skorin f sundur og lögð, eins og sést á myndinni, sem undiriag undir jarðveg. Pieter Menten: Hann er ákærður fyrir að hafa fyrirskipað fjölda- morð í Póilandi, sem nú er á yfirráðasvæði Sovétmanna. Tilrauna- lending Concorde Nýi hafnarstjórinn í New York en hann hefur einnig umsjón með Kennedy flug- velli, hefur látið hafa eftir sér að það geti farið svo að tilraunaflug Concordeþot- unnar verði á Bastilludag- inn, hinn 14. júlí. Formaður nefndar þeirrar sem var sett á laggirnar til að fjalla um lendingarleyfi Concorde segir að alveg sé óvlst ennþá hvort lendingar- leyfið fyrir þotuna fáist. Um 500 þúsund manns, biía nálægt flugvellinum og 1 flestir eru mjög á móti því að leyfa þotunni að lenda þar. Erlendar fréttir REUTER Fjöldagrafir úr stríðinu — Hollendingur ákærður fyrir að hafa fyrirskipað f jöMpmorð Auðugur hollenzkur listavera- safnari hefur verið ákærður um stríðsglæpi sem hann á að hafa| framið í Póllandi þar sem nú er sovézkt landsvæði. Þrír hollenzkir rannsóknarlög- reglumenn eru nú í borginni Krakow í Póllandi þar sem þeir eru að safna sönnunargögnum. Leið þeirra mun einnig iiggja til Varsjár, höfuðborgar Póllands. Rannsóknarlögreglumennirnir munu koma með þau gögn sem þeir hafa orðið sér úti um til Hollands n.k. föstudag. Rannsóknarlögreglumennirnir hafa verið í Sovétríkjunum, þar sem áður var yfirráðastæði Pól- verja. Þar hafa þeir fundið fjölda- gröf sem þeir hafa rannsakað. Hollendingurinn, sem heitir Pieter Menten, er ákærður fyrir að hafa fyrirskipað fjöldamorð ár- ið 1941. Hann var háttsettur í her nasista I stríðinu. Menten neitar öllum sakargift- um og segir að þetta mál sé búið til í Sovétríkjunum. Rannsóknar- lögreglumennirnir hafa hins veg- ar yfirheyrt níu manns og lesið ótal skjöl sem þeir byggja á mál- sókn sína. Michael Todd og Elisabeth Taylor giftu sig árið 1957. Ari seinna fórst hann í flugslysi. Látnum kvik- myndaframleið- anda stolið Jarðneskar leifar kvik- myndaframleiðandans Michael Todd voru fjarlægðar úr gröf hans um síðustu helgi. Todd, sem til þessa hefur verið graf- inn í kirkjugarði í úthverfi Chicago-borgar, fannst þó aftur i gær, skammt frá kirkjugarðin- um. Lögreglan fann líkamsleif- arnar faldar undir hrúgu af laufum bak við runna. Öþekkt- ur maður hafði samband við lögregluna og sagði henni hvar likið væri að finna. Sömuleiðis sagði maðurinn að ástæðan fyr- ir uppgreftrinum hafi verið hreint og klárt líkrán. Orðróm- ur hafði komizt á kreik um að Todd væri grafinn með dem- antshring á fingri. Michael Todd fórst í flugslysi i Nýju-Mexikó árið 1958. Lík hans var þá svo illa leikið að aðeins var ha-gt að þekkja það með þvi að bera tennur hans saman við kort tannlæknis hans. Er Todd fórst var hann kvæntur Elisabeth Taylor.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.