Dagblaðið - 29.06.1977, Blaðsíða 8

Dagblaðið - 29.06.1977, Blaðsíða 8
8 DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 29. JUNÍ 1977. Sclina Kaldalóns ok Jóii (■unnlaiiKSSon la-knir. inynd or al' fyrsta liópiiutn seni fór inoó Sunnu til Kanada i . Þossi hópur var moó i vólinni frá Kanada á iiiámidausnóllina. ;i foróin voróur farin 17. jiilí nk. og viróisl hún a'lla aó voróa f.jiilinonniist. skv. bókunuin. Margir Hafnfirðingar voru i ferðinni, fólk úr styrktarfélagi aldraóra og konur Rotarymanna, svo eitthvað sé nefnt. A myndinni eru þrjár hafnfirzkar konur, Hulda Hansdóttir, Lára Jónsdóttir og Margrét Þorsteinsdóttir.— DB-myndir: G.S. Katrin Perla ásamt ömmu sinni og mömmu sem greinilega hafa komist í sól svo um munaði. Björn Ingvarsson yfirborgardómari og kona hans á leið til Kanada á sunnudagskvöldió. Þrátt fyrir svefnleysi undanfarnar nætur af spenningi var Karl Gunnarsson hinn hressasti. Meó honum á myndinni eru afi hans og amma. „Guð minn góður, þettaferiíki fíýgur aldrei hreyfíalaust” — DB í„pílagrímaflugi”til Kanada ,,Guö minn góður, þetta feriiki flýgur aldrei hreyflalaust," varð fullorðinni konu að orði er hún var á leið út í DC-8 Flugleiðaþotu á sunnudaginn var og var ferð- inni heitiðtil Kanada. Af orðuin hennar var að inarka að þetta væri f.vrsta utanlands- ferð hennar og svo var reyndar uin fleiri í þessuin hópi. Þetta var annar hópur tslendinga til Kanada i sumar á vegum Sunnu og þriðji höpurinn fer innan tíðar. Sein f.vrr segir voru suinir að fara í sína fyrstu utanlandsferð og er þeir voru spurðir hvers vegna þeir veldu sér Kanada, svöruðu þeir yfirleitt að þar ættu þeir von á að hitta ættingja eða einhverja íslendinga, svo ferða- lagið væri áhyggjulaust. Steininningin í flugvélinni var harla óvenjuleg, nokkurs konar baðstofusteminning í 30 þúsund feta hæð og á ríflega 800 kílómetra hraða. Nokkrum sinnuin var sungið og mikill sam- gangur var inilli fólks alla leiðina. Gott útsýni var yfir Grænland og fleiri staði á þessu rösklega sjö klukkustunda flugi til Winnipeg og flugstjórinn flaug lágt útsýnis- flug góða stund áður en lent var. Allir sem blaðamaður DB ræddi við ætluðu að búa hjá fjölskyldum i Kanada, ýmist skyldmennum eða kunningjum. Fólkið á bakaleiðinni hafði einnig gert það og sögusagnir um hálfgerðan ver- gang margra vesturfaranna i sumar hlutu ekki staðfestingu. A heimleiðinni voru sumir að koma úr annarri og jafnvel þriðju Kanadaferð sinni. Sögðu sumir að þeir tækju þessar ferðir fram yfir sólarlandaferðir sem þeir hefðu stundað áður en þeir uppgötvuðu Kanadaferðirnar. Hér á eftir fara viðtiil við nokkra á útleið og nokkra á heimleið. Ætla að hitta leikfélaga fró 1928 Björn Ingvarsson yfirborgar- dómari var meðal farþega á útleið og sagðist hann vera að fara að hitta leikfélaga sina í Banning- stræti. Tíu ára flutti hann út með móður sinni, Jónínu Bjarnadótt- ur, og stjúpa sinuin, sr. Benjamín Kristjánssyni, og bjö í húsi nr. 796 við Banningstræti. Þremur árum síðar kom hann aftur til íslands og hefur ekki fariö út aftur f.vrr en nú. Þrátt fyrir að hann sagðist hafa reynt að fylgjast eins vel með framvindu í Winnipeg og hægt vieri, átti hann von á að sjá miklar breytingar. Arni Björnsson þjóðháttafræð- ingur var einn á ferð í fróðleiks- leit. Guðný Guómundsdóttir, 82 ára, á heimieið eftir ógleymanlega ferð. ,,Eg ætla að athuga hvort til séu meðal aldraðra Vestur-íslendinga heimildir um lífshætti á Islandi fyrir svona 50 til 80 árum. Það sem þeir hafa að segja frá íslandi getur ekki verið yngra en frá þvi að þeir fóru. Mig langar að ganga úr skugga um hvort’hér vestra leynist eitthvað sein inaður gæti orðið stoltur af að segja frá,“ sagði Arni. Að grafa upp fróðleik um „Hot rod“ kappakstur jsland í Kanada mesta tilhlökkunarefnið Arni Björnsson þjóðhátta- fræðingur var á leið til Kanada til að grafa upp fröðleik um ísland. Karl Gunnlaugsson, 10 ára, var ekki seinn að svara er hann var spuröur hvað hann ætiaði að gera í Kanada, „sjá „Hot rod" kappakstur," sagði hann. Karl fer út í boði föður síns sem búsettur er vestra og í fylgd með honum voru föðurforeldrar hans, Guð- finna Guðjónsdóttir og Karl Jónsson. Amma hans sagði að honum hafi ekki verið vel svefn- samt undanfarnar nætur af spenningi. Þá ætlar Karl líka hugsanlega að skreppa i flugtúr með föður sínum sem hefur flug- próf. Ekki sagðist hann vera flug- hræddur, það væri skemmtilegra að' fljúga I litlum vélum en þægi- legra í stórum. Systkinin hittust öll í fyrsta skipti Guðný Guðmundsdóttir. fædd á aðfangadag 1895, var á heimleið frá Kanada, en þar hitti hún syst- kini sín öll saman komin í fyrsta skipti, tvo bræður og fimm systur. Faðir hennar fluttist til Kanada er hún var sjö ára og síðan frétti hún ekkert af honum fyrr en í siðari heimsstyrjöldinni. Hún komst í samband við fólk i Kanada með auglýsingu í Lögbergi-Heimskringlu og lét mjög vel af .móttökunum. Það eina sem skyggði á ferðina var að hún fékk snert af lungnabólgu. Ekki var þó neinn lasleika að sjá á þessari 82 ára gömlu konu. á heimleiðinni á mánudagsnóttina. Lœknirinn stundaði skógarhögg og frúin lék Kaldalóns Jón Gunnlaugsson læknir sagðist einkum hafa stundað skógarhögg og grisjun á landi því sem Þorbjörg, dóttir hans, og kanadískur eiginmaður hennar eiga skammt fyrir utan Ottawa. Frúin, Selma Kaldalóns, sagðist talsvert hafa dundað við að leika á píanó og þá einkum lög eftir Sigvalda Kaldalóns, sem var faðir Selmu. Einnig ferðuðust þau tals- vert, m.a. til Arborgar og Lundar- byggðar. Þótti þeim sumir Vestur- íslendingarnar tala íslenzku furðu vel, jafnvel þótt þeir hefðu aldrei komið til íslands. Hlakka til að koma heim Fjögurra ára hnáta, Katrín Perla Gunnarsdóttir, dóttir Gunnars Þórðarsonar hljómlistar- manns, lífgaði vel upp á heim- ferðina. Þó færðist hún hógvær: lega undan að segja neitt af ferðum sínum i Kanada, nema hvað hún heimsótti Karen og Lenn og það hafi verið gainan. Annars hlakkaði hún aðallega til að koma aftur heim. Með henni voru móðir hennar, Björg Thor- berg, og amma, Hulda Bergs- dóttir. g.s.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.