Dagblaðið - 29.06.1977, Blaðsíða 9

Dagblaðið - 29.06.1977, Blaðsíða 9
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 29. JUNl 1977. 1 Hafnfirðingar fá von um úrlausn — Komnar tillögur um mengunarvarnir frá Lýsi og Mjöii „Það hefur komið fyrir að ekki væri hægt að keyra Hólabrautina fyrir reyk og lykt,“ sagði Árni Ingvarsson sem býr við Hólabraut i Hafnarfirði og átti þar við fnyk þann er leggur frá bræðslu Lýsis og Mjöls hf. við Hvaleyrarbraut. En reykinn leggur þangað í vestanáttinni sem er þó sem betur fer fyrir Árna og nágranna hans ekki mjög algeng átt í Hafnar- firði. „Maður er nú svo vanur henni„‘ sagði Sófus Ólafsson að Móabarði 8 og átti þar við lyktina sem lagði þar um allt í norðanáttinni. „Ef hún er mjög slæm, nú þá lætur maður bara aftur gluggana svo hún komi ekki inn.“ „Suðvestanáttin er einna verst hér,“ sagði Guðfinna Sigurðar- dóttir sem býr að Brekkuhvammi 2. „Það er voðalegt að hafa þessa lykt í svona góðu veðri, það er ákaflega slæmt að geta alltaf átt' von á þessu, svo held ég líka þetta sé svo óhollt.“ Guðmundur Guðmundsson var að slá gras við Hringbrautina. „Það er anzi oft útsýnningur hér og þá er lyktin heldur leiðinleg þegar reykinn leggur hingað, en það er nú varla að orð sé á því’ gerandi." Hafnfirðingar virðast a.m.k Guðmundur Guðmundsson vár að snúa heyi. A góðviðrisdögum en enn átakanlegra að sjá og finna reykinn frá verksmiðjunni. (DB-myndir Bjarnleifur). Guðfinna Sigurðardóttir: „Ég held reykurinn sé svo óhollur." anum ef iyktinágerist. margir hverjir vera orðnir alvanir reyknum frá verksmiðjunni enda hún búin að starfa allt frá 1946. „Þetta hafa verið eilífar kvartanir, hálfgert 30 ára stríð,“ sagði Sveinn Guðbjartsson heil- brigðisfulltrúi í Hafnarfirði. Sagði hann verksmiðjuna hafa starfað frá í ágúst 1973 á undan- þágu frá heilbrigðisráðuneytinu, en þá var búið að hóta verksmiðj- unni lokun ef ekki yrði eitthvað gert til að sporna við mengun. „En ég var að fá í hendur áætlun frá Lýsi og Mjöli hf. þar sem segir hvernig leysa á vandamálið. Ég var þvi miður að fá skýrsluna I hendur svo ég get ekki sagt nákvæmlega til um innihald hennar,“ sagði Sveinn. „Ég veit það hefur verið unnið að tilraun- um í samvinnu við ísal á vegum verksmiðjunnar til að reyna að draga úr mengun frá henni. Þetta er sama vandamálið víða um land, ástandið er allavega ekki betra t.d. á Akranesi og í Keflavik,“ sagði Sveinn Guðbjartsson heil- brigðisfulltrúi í Hafnarfirði að lokum. BH Arni Ingvarsson Þegar hún amma var ung. Heil opna af tízkumyndum frá árínu 1940. Kvöldsnyrtingá tveim tímum. Ford f38 gerður upp. Bermuda þríhyrningurinn dularfulli.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.