Dagblaðið - 29.06.1977, Blaðsíða 11

Dagblaðið - 29.06.1977, Blaðsíða 11
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 29. JUNl 1977. 11 KAUPHÆKKUN AN MIKILLA ATAKA Eftir kjaraskerðingar undan- farinna ára hlýtur það að vera fagnaðarefni að nú hafa verið undirritaðir kjarasamningar sem fela í sér verulega kaup- máttaraukningu. Kaupmáttur lægstu launa verkafólks mun , hækka um rúmlega 20% sam- kvæmt samningum. Vísitölu- ákvæðin eru þau bestu sem náðst hafa nokkurn tíma þannig að nú er erfiðara fyrir atvinnurekendur og ríkisvaldið að lækka kaupmáttinn með verðbólgu. Vissulega má finna að mörgu í þessum samningi. Lægstu launin verða enn sem fyrr langt fyrir neðan það sem lífvænlegt getur talist. Verkafólk verður því enn að treysta á yfir- vinnuna til þess að hafa í sig og á. Einnig má benda á að vísi- töluákvæðin eru ekki það góð að atvinnurekendur geti ekki lækkað kaupmátt launa um nokkur prósent með verðbólgu. Það eru þó ekki þessi atriði sem koma fyrst í hugann þegar samningurinn er skoðaður. Þessi samningur felur satt að segja í sér meiri kaupmáttar- aukningu en aðgerðir verka- lýðshreyfingarinnar og sam- staða verkafólks gaf tilefni til. Hann felur einnig í sér meiri kaupmáttaraukningu en útlit var fyrir allt þangað til Vest- fjarðasamningurinn sá dagsins ljós. Allt fram að þeim tíma voru það atvinnurekendur sem stóðu fast fyrir og reyndu að lækka samningana niður fyrir það sem fólst í tilboði sátta- nefndarinnar. Þetta tókst þeim einnig t.d. varðandi vísi- töluákvæðin. Þegar Vestfjarða- samningurinn rauf endanlega samstöðu atvinnurekenda, sköpuðust aðstæður til að ná í gegn samningi sem felur í sér aðeins meiri kaupmáttar- aukningu en þá sem fólst i tilboði sáttanefndarinnar. Baráttustaða ASÍ Verkalýðshreyfingin stóð að einu leyti sterkari í þessum kjarasamningum en undanfarið. Innan ASÍ hafði komið fram róttækur og nokkuð samheldinn hópur. Þessi hópur knúði það í gegn á þingi ASÍ sl. vetur að krafan um 100 þús. kr. lágmarkslaun og sömu krónutöluhækkun á öll laun yrði krafa ASÍ í næstu samningum. Mörgu verkafólki virtust þessar kröfur sann- gjarnar og á þeim tima, sem var til samninganna. óx þeim fylei. Það hafa sennuega verið fáir í samningahefnd ASÍ sem gerðu sér vonir um að kröfur ASl-þingsins næðust í gegn að fullu. Þessar kröfur og sú hreyfing, sem var að baki þeim, gerði þó það að verkum að erfitt var fyrir samninganefnd ASl að skrifa undir samninga, sem ekki fælu i sér verulegar kjarabætur, fyrr en allt annað væri fullreynt. Frá og með 1. maí byrjuðu átökin og eins og venjulega ein- kenndist allt af kyrrstöðu við samningaborðið. Það er jú venjan að öll átök um kjara- samninga hér á landi hefjast á því að báðir aðilar bíða og sjá til hvað gerist í herbúðum and- stæðinganna. Baráttulistin felst í því að reyna að halda liði sínu saman og vona að and- stæðingurinn gefi á sér færi. Við þessar aðstæður var yfir- vinnubann tvímælalaust heppi- legri aðgerð en allsherjarverk- fall. Það er mikið vafamál að verkafólk hóti atvinnu- rekendum afgerandi fjárhags- legu tjóni með allsherjar- verkfalli. Alla vega gerði yfir- vinnubannið það mögulegt fyrir verkalýðshreyfinguna að halda lengur úti aðgerðum. Að þessu töldu eru flestir já- kvæðir þættir varðandi stöðu verkalýðshreyfingarinnar upp taldir. Þrátt fyrir háttstemmd- ar lýsingar forystumanna ASt á samstöðu og baráttuvilja verkafólks var raunin önnur. Yfirvinnubannið brást algjör- lega á nokkrum stöðum á land- inu og brotum fjölgaði er á leið. Margt verkafólk var einnig óánægt með þessa aðgerð, Flestir gátu bent á dæmi um það að afköst hefðu aukist þannig að fólk afkastaði meira á 8 tímum en á 10 tímum áður en fæstir gátu bent á verulega erfiðleika fyrir atvinnu- rekendur. Þegar reynt var að fara af stað með skæruverkföll sást vel hversu veikburða íslensk verkalýðshreyfing er. Skæruverkföllunum var jú hætt, m.a. vegna þess að hópur, sem átti að fara í verkfall, var keyptur til að hætta við það. Verkföll og reyndar öll stéttabarátta, krefst tíma- bundinna fórna af hálfu verka- fólks. Til þess að yfirvinna ótt- ann við þessar tímabundnu Kjallarinn Ásgeir Daníelsson fórnir verður að efla samstöðu verkafólks og gera það að virk- um þátttakendum í þeim átökum, sem eiga sér stað. Slíkt verður aldrei gert með inni- haldslausum fagurgala í fjöl- miðlum sem enginn lætur blekkjast af — allra síst at- vinnurekendur. Eftir mjög vel heppnaðar aðgerðir 1. maí hélt forysta ASÍ að sér höndum. Hugmynd um útifund á Lækjartorgi mun reyndar hafa komið fram i samninganefnd ASÍ en um hana náðist ekki samstaða. Fæst félög notfærðu sér það tækifæri sem yfirvinnubannié skapaði til að efla starfsemi sína eins og eðlilegt hefði verið. Hinn langi vinnudagur er jú ein helsta hindrunin gegn virkni verkafólks í félögúnum. Eina undantekningin var það „opna hús“ sem hélt fundi að Hallveigarstöðum við Túngötu og það sem sú hreyfing smitaði út frá sér til Dagsbrúnar og m.a.s. til Alþýðubandalagsins. Þessi hreyfing var þó óneitan- lega alltof veikburða til að geta haft úrslitáahrif á samningana. Síðast og seinast ákvarðast niðurstaða kjarasamninga af vilja verkafólks til að halda baráttunni áfram og getu þess til að taka faglegar og póli- tískar ákvarðanir sem ógna veldi atvinnurekenda í þjóð- félaginu. Með þetta í huga hlýtur það að vera ljóst, að íslensk verkalýðshreyfing bjó ekki yfir svo miklu meiri styrk i siðustu kjarasamningum en í samningunum í fyrra að ástæðan fyrir rúmlega 20% kaupmáttaraukningu gæti falist þeim megin við samninga- borðið. Sundrung borgara- stéttarinnar I kjarasamningum undan- farið, eða frá þvi 1974, hafa atvinnurekendur og ríkisvaldið mætt til leiks sem ein órofa heild. í kjarasamningunum í fyrra léku atvinnurekendur sér að því að ganga út með tilboð sem hljóðaði upp á rúmlega 10% kaupmáttarskerðingu og héldu úti viku allsherjarverk- falli áður en þeir skrifuðu undir samning sem fól í sér að kaupmáttur launa verkafólks yrði í besta falli óbreyttur. Þessi niðurstaða kom heim og saman við það sem forsætis- ráðherra sagði í stefnuræðu sinni haustið 1975 og hefur að öllum líkindum alltaf verið markmið atvinnurekenda. I ár mátti sjá aðra hluti. Fyrsti vitnisburðurinn um sundrungu borgarastéttarinnar voru yfirlýsingar Ólafs Jó- hannessonar, stjórnar SlS og fleiri aðila á vegum Fram- sóknarflokksins. Þessum yfirlýsingum fylgdu engin bein inngrip í gang samninga- viðræðnanna en þær sýndu að kosningarnar á næsta ári eru farnar að segja til sín.Lýðræðið er vissulega ófullkomið hér á landi en hinn almenni kosningaréttur spilar þó visst hlutverk í þróuninni! Sáttatilboðið og viss mis- munur á afstöðu VSl og VMSl til þess og að síðustu Vest- fjarðasamningurinn eru áfang- ar í þeirri þróun sem leiddi fram að þeim kjarasamningi sem nú hefur verið undir- ritaður. Samtímis er hvert þess- ara atriða dæmi um sundrungu borgarastéttarinnar. Þegar ummæli yruissa forystumanna íslensku borg- arastéttarinnar um nýafstaðna kjarasamninga eru athuguð kemur greinilega í ljós að þeir eru óánægðir með niður- stöðuna. Strax við undir- skriftina ræddi sáttasemjari um að með samningnum væri stefnt út á ystu nöf. Jón Skafta- son tók í sama streng í viðtali við Timann og leiðarahöfundar Morgunblaðsins eru ómyrkir í máli um þá holskeflu verð- bólgunnar sem af þessum samningum leiði. Öltum kjarasamningum er reyndar ekki lokið. Td. er enn eftir að semja við BSRB. engu að síður bendir allt til þess að meirihluti íslenskrar borgara- stéttar líti svo á að þær kaup- máttaraukningar sem verði samið um í ár og þær sem þegar er búið að semja um séu alltof háar. Sú framleiðsla sem íslenskt verkafólk afkastar nægir vissu- lega til þess að greiða þennan kaupmátt. Samkvæmt þeim áætlunum um þjóðartekjur í ár, sem fyrir liggja, má reikna það út að ef þjóðartekjunum nettó, þ.e. eftir að rýrnun fasteigna hefur verið dregin frá, væri skipt jafnt á milli allra vinnandi manna i landinu fengi hver tæplega 250 þús. á mánuði, miðað við verðlag í dag. En hagkerfi auðvaldsins býður ekki upp á mikla mögu- leika á því að jafna tekjur ein- staklinganna og vilji íslenskr- ar borgarastéttar til þess að stefna í þá átt er ákaflega tak- markaður. Við hljótum því óhjákvæmi- lega að komast að þeirri niður- stöðu að sá kaupmáttur, sem náðst hefur, hvílir á tímá- bundinni sundrungu borgara- stéttarinnar. Um leið og breytt- ar aðstæður gera henni það kleift mun hún hefja gagnsókn. Ef efnahagsþróunin verður eins og bjartsýnustu spár benda til og erlendir lánar- drottnar íslensku borgara- stéttarinnar taka tillit til kosninganna á næsta ári, er mögulegt að ekki verði ráðist gegn þessum samningum fyrr en næsta sumar. Þegar borgarastéttin mætir sameinuð til leiks, hefur verka- lýðshreyfingin, eins og hún er í dag, ekki bolmagn til að vernda þann kaupmátt sem nú hefur náðst í gegn. Það hlýtur því að vera höfuðverkefni okkar í dag að vinna að nýsköpun verka- lýðshreyfingarinnar, sköpun virkrar og lýðræðislegrar verkalýðshreyfingar sem getur varið þann kaupmátt sem náðst hefur og sótt áfram í átt að lífvænlegum launum fyrir o.ag- vinnuna eina. Asgeir Daníelsson hagfræðingur. úr sögunni. Einnig er óhætt að fullyrða, að miðstýringu og stórframleiðslu í sjónvarpi mun enn aukast ásmegin á kostnað sjálfstæðrar skapandi vinnu smærri hópa. Auk þess er mjög líklegt, þótt ekki verði það full- yrt, að þjóðleg og norræn menning fari halloká fyrir þjóðlausu fjöldaframleiddu af- þreyingarefni, sem þó hefur einatt f sér fólginn dulinn eða ódulinn boðskap og gildismat íhalds- og afturhaldsafla. Þeir sem eru bjartsýnir telja, að norræn menningarsam- staða muni eflast við sjónvarps- samstarfið og verða mótvægi gegn þessum hættum, sem flestir viðurkenna að séu raun- verulegar. Gagnrýnendur svara því hins vegar til, að þegar menn geti valið á milli 7 norrænna sjónvarpsrása sé langlíklegast að norrænt efni verði algerlega útundan, áhorf- endur muni „sveifla“ sér á milli rása eftir því hvar alþjóð- legt léttmeti stendur til boða hverju sinni. Norræni sjón- varpsgervihnötturinn muni því ekki auka, heldur hreinlega draga úr menningarlegri sam- kennd þessara þjóða. Þetta er að öllum líkindum fullmikil svartsýni, en er þó vert að hafa í huga. Á hinn bóginn mætti spyrja: Væri því fé, sem gervi- hnötturinn kemur til með að kosta, ekki betur varið með þvi að nota hað til að styrkja menningarlegt sámstarí Norðurlanda með einhverjum öðrum hætti? Þar mætti sér- staklega nefna aukið samstarf norramu sjónvarpsstiiðvanna við framleiðslu þátta af ýmsu tagi, bæði frá Norðurliindum og annars staðar að. Til að meta þennan valkost er nauðsynlegt að gera sér grein fyrir áætluðum kostnaði við sjón- varpsgervihnöttinn. Kostnaðarhliðin Sænskt fyrirtæki, sem heitir því viðeigandi nafni Geimfyrir- tækið (Rymdbolaget), hefur reiknað út, að það muni kosta sem svarar 25 milljörðum íslenskra króna að koma gervi- hnettinum á sinn stað. Þar er meðtalinn smíðakostnaður hnattarins, kostnaður við burðareldflaugar og varahnött- ur. Hins vegar er ekki talinn með kostnaður við sendistöðvar á jörðu niðri, né hgldur kostnaður heimilanna vegna nýrra móttökuloftneta (áætlað 50-60 þús. kr. hvert). Nú er þess að gæta, að gervi- hnöttum af þessu tagi er ætlað að endast í 7 ár. Við hljötum því að reikna með sambærilegri fjárfestingu á 7 ára fresti. Þetta er gífurlegt fjármagn, sem sannartega mætti nýta á margan annan hátt. Og ég tel ákaflega mörg verkefni brýnni en þetta í norrænu samstarfi. Eigi að síður virðist mjög lik- legt, að þessi hugmynd verði að veruleika. Þar ber fyrst og fremst til, að heimsauðvaldið er löngu búið að átta sig á því hvílík feikna viðskipti er að hafa á þessu sviði, ekki aðeins á Norðurlöndum, heldur í/öllum iðnríkjum. Markaðurint/ fyrir heimilismóttökuloftnet 7 á Norðurlöndum einum ér mjög varlega áætlaður eitt hundrað milljarðar króna (100.000.000.000,- kr.). Enda er komið í ljós, að nú þegar eru allmörg japönsk og bandarísk stórfyrirtæki reiðubúin að framleiða þessi loftnet. Við þelta bætist að gervi- hniitturinn gæti leyst með hag- kvæmum hætti tæknileg vanda- mál við dreifingu sjónvarps- efnis sem einkanlega danir og norðmenn eiga við að glíma. Vandamál hrannast Ég hef hér að framan bent á tvísýnan ávinning og augljósar hættur af norræna sjónvarps- gervihnettinum. Þessi mál eru nú til áframhaldandi athug- unar og endanleg bindandi ákvörðun er ekki yfirvofandi. Hér eru ótalin ýmis vanda- mál, sem höfundarréttur á efni skapar. Einnig er ósvarað spurningunni um ábyrgð á efni sem flutt er í einu landi, en sent til annars. Auglýsingar, sem einungis eru leyfðar í finnska og íslenska sjón- varpinu, munu einnig valda erfiðleikum. Þannig mætti lengi telja. Þjóðir heims hafa nú komið sér saman um að senda ekki sjónvarpsefni til annars lands nema með samþykki stjórn- valda þess lands, en eftir .er að sjá hvernig gengur að fram- fylgja þessum satnþykktum. Nokkur skörun verður ætíð óhjákvæmileg eins og sjá má af skýringarmynd sem fylgir þess- ari grein. Sjónvarpsgeislinn til Norðurlanda nær samkvæmt henni inn yfir öll lönd við Eystrasalt. Frá okkar sjónarmiði er ekki síður forvitnilégt við þessa mynd að ísland er alls ekki sýnt á henni, en myndin er tekin úr opinberri skýrslu. Sannleikur- inn mun vera sá, að töluverðum erfiðleikum verði bundið að koma sjónvarpsgeislanum til tslands, Færevja og Grænlands. og ekki ljóst með hvaða hætti þeir v.erði yfirstignir. Ekki hvort heldur hvenœr? Ef til vill væri best að vera Kjallarinn Þorbjörn Broddason laus við norrænt sjónvarp um gervihnetti. Mín skoðun er sú, að kostirnir vegi ekki upp gallana. En það er óvist að okkur bjóðist slíkur valkostur. Ab.vrgir stjórnmálamenn, meðal þeirra Guttorm Hansen i Noregi og Per Olof Sundman í Svíþjóð, hafa kveðið svo að orði, að spurningin sé ekki „hvort" heldur „hvenær". Hvort sem menn lita i bjart- sýni eða svartsýni til framtíðar norræns sjónvarps þá er nauð- synlegt að gera sér ljóst að fratnundan er áframhaldandi varnarbarátta f.vrir menningar- verðmætum hinna smáu eininga gagnvart menningar- imperíalisma hinnar þjóðlausu og fjöldaframleiddu mormenn- ingar. Þorbjörn Broddason lektor

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.