Dagblaðið - 29.06.1977, Blaðsíða 12

Dagblaðið - 29.06.1977, Blaðsíða 12
DAGBLAÐIÐ. MIÐVÍKUDAGUR 29. JUNl 1977. DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 29. JUNÍ 1977. 13 Geturekki tekið við 4000 sterlings- punda verðlaunum —18 ára áhugamaður kominn í undanúrslit á Wimbledon Atján ára piltur, John McEnroe, hefur komió mjog á óvart i tenniskeppninni í VVimbledon. Honum var ekki raðað fyrir keppnina, en í gær vann hann það afrek að tryggja sér rétt í undanúrslit. Sigraði þá Phil Dent, Astralíu, (i-4, 8-9, 4-6, 6-3 og 6-3. Hann hefur því þegar unnið til 4000 sterlings- punda verðlauna, en getur ekki veitt þeim viðtöku þar sem hann er áhugamaður i iþrótt sinni. McEnroe leikur í undanúrslitum við landa sinn Jiinmy Connors, sem í gær sigraði Byrom Bertram, Suður-Afríkú, með 6-4, 3-6, 6-4 og 6-2. Meistarinn frá í f.vrra, Björn Borg, en Wimbledon-keppnin er hin óopinbera heims- meistarakeppni í tennis.vann mjög sannfær- andi sigur í gær á Rúmenanum fræga, Ilie Natase. Borg sigraði í þremur lotum, 6-0, 8-6 og 6-3, og lék fráhærlega vel. í undanúr- slitum leikur Björn Borg við Vitas Gerulaitis, USA, en hann sigraði ianda sinn Bill.v Martin i gær með 6-2, 8-9, 6-2 og 6-2. Það eru ungir menn, sem leika í undanúr- slitunum. John McEnroe Í8 ára eins og áður segir, Björn Borg 21 árs, Gerulaitis 22ja ára og Connors „gamli“ maðurinn í hópnum, 24ra ára. Nú reikna allir með „óskaúrslita- leiknum" á Wimbledon—úrslitaleik Björns Borg og Jimm.v Connors, þeirra tveggja, sem hikiaust eru fremstu tennisleikarar hcims *:ú. Fosterá 13.2sek. Bandaríkjamaðurinn Charles Forster hljóp 110 m grindahlaup á 13.3 sek. á móti i Mainz i Vestur-Þýzkalandi í gær. Það var bezti árangurinn á mótinu, og bezti tími ársins í grcininni. Houston McTear, USA, hljóp 100 m á 10.1 sek. Landi hans Steve Williams varð annar á 10.2 sek. Steve Riddick USA sigraði í 200 m hlaupi á 21.0 sek. og Francie Larrieu-Lutz setti nýtt bandarískt met i míluhlaupi kvenna. Hljóp vegalengdina á 4:28.2 mín. Basel meistari Basel varð svissneskur meistari í knatt- spyrnu í gær og leikur því í Evrópubikar- keppninni næsta keppnistimabil. í aukaúr- slitum í Bern í gær sigraði Basel Servette Genf með 2-1. Liðin voru jöfn að stigum með 29 stig eftir 1. deildarkeppnina í Sviss, sem lauk á laugardag. Bezti árstíminn í200mhlaupi Olympíumeistarinn Don Quarrie, Jamaíka, náði bezta tíma ársins í 200 m hlaupi á Bislet-leikunum í Osló i gærkvöld. Hljóp á 20.1 sek. þrátt fyrir kulda og rigningu. Annar varð Clancy Edwards, USA, á 20.4 sek. og Tony Garden, USA, þriðji á 20.7 sek. Verðlaunamennirnir frá Montreal í há- stökkinu kepptu í Osló. Olympíumeistarinn pólski komst ekki á blað — en heimsmethaf- inn Dwight Stones, USA, sigraði með 2.14 m. Silfurmaðurinn frá Montreal, Kanada- maðurinn Greg Joy, varð annar með 2.10 m og Terje Totland, Noregi, stökk sömu hæð. í kringlukastinu var olympíumeistarinn og heimsmethafinn Mac Wilkins, USA, aðeins fjórði. Kastaði 62.92 m. Landi hans John Powell sigraði með 65.84 m. Ken Stadcl, USA, varð annar með 65.68 m og Knut Hjeltnes, Noregi, þriðji með 63.90 m. 1 800 m hlaupinu sigraði Mike Boit, Kenýa, á 1:45.9 mín. Mark Belger, USA, varð annar á 1:46.6 min og Samuel Kipkurgat, Kenýa, þriöji á 1:47.3 mín. Irena Szewinska, Póllandi, hafði mikla vfirburði í 200 m hlaupi kvenna og náði fráhæruin tíma 22.4 sek. Michael Misyoki, Kenýa, sigraði í 5000 m hlaupi á 13:43.7 mín. rétl á undan Norðmanninum Jan Fjorestad 13:44.5 mín. Olympíumeistarinn í spjótkasli, Ungverjinn Miklos Nemeth. hafði vfirburði í sinni grein. Kastaði 88.32 m. I 1500 m hlaupi kvenna sigraði Grela Waitz, Noregi, á 4:06.5 min. og Janos /emen í 1500 m hlaupi karla á 3:39.4 inín. Wilson Waigwa, Kenýa, varö annar á 3:39.8 inín. Dick Quax, Nýja- Sjálandi, þriðji á 3:40.4 mín. og Malinowski. Póllandi. I'jórði á 3:40.5 mín. Fulltrúar Reykjavíkurfélaganna, Fram, KR, Vals og Víkings á fundinum í gær. Talið frá vinstri, Þér Símon Ragnarsson, Víking, Baldur Jónsson vallarstjóri, Sveinn Björnsson, formaður Iþróttaráðs, Sveinn Sveinsson, Fram, Kristinn Jónsson, KR, Stefán Kristjánsson iþróttafulltrúi. A myndina vantar Pétur Sveinbjarnarson, Val. DB-mynd Hörður Vilhjálmsson. Einfaldasta lausnin að fá gervigras á völlinn — sagði Baldur Jónsson, vallarst jóri en fundur var í gær með Reykjavíkurfélögunum um aðstöðuna í Laugardal — Reykjavíkurfélögin fjögur, í 1. deild, Fram, KR, Vaiur og Víkingur, héldu fund með Baldri Jónssyni vallarstjóra, Sveini Björnssyni, formanni íþróttaráðs Reykjavíkur og Stefáni Kristjáns- syni, íþróttafulltrúa Reykjavíkur, sagði Kristinn Jónsson, formaður knattspyrnudeildar KR en fundurinn var haldinn í Laugar- dal í gær. — Okkur voru gefnar skýringar á því hvers vegna leikir í 1. deild gætu ekki farið fram á Laugar- dalsleikvangi — og við fyrir okkar leyti samþykktum þær, hélt Kristinn áfram. Það kom fram að grasrót í neðri vellinum er enn ekki nógu styrk — því yrði að leika á efri vellinum. Þó fara síðustu heimaleikir Reykjavíkur- félaganna í sumar fram á Laugar- dalsleikvangi, KR-Fram og Víkingur-Valur. Vissulega væri æskilegt að hafa stúku fyrir áhorfendur og vissu- iega er óæskilegt að áhorfendur utan vallar geti fylgzt með leikj- um 1. deildar en grasið á efri vellinum er mjög gott. Verði sú hvíld, sem Laugardalsleikvangur- inn á að fá, til hagsbóta þá er biðin ekki til einskis. Reykjavíkurfélögi'n hafa vissu- lega orðið fyrir tekjumissi vegna þess að leikirnir fara fram á efri vellinum — því er ekki að leyna. Aðstæður fyrir áhorfendur eru bágbornar á efri vellinum og fólk veigrar sér við að fara á völlinn, ef til að mynda rigning er — og engin stúlkan, sagði Kristinn Jónsson að lokum. — Við viljum að sjálfsögðu allt fyrir Reykjavíkurfélögin gera og útskýrðum málin fyrir félögun- um. Völlurinn er enn ekki tilbúinn til notkunar. Fjármagn er ekki ótakmarkað til ráðstöfunar í framkvæmdir og uppbygging svæðisins í Laugar- dal tekur tíma, sagði Baldur Jóns- son, vallarstjóri. — Einfaldasta lausnin væri að setja gervigras á Laugardalsleik- vanginn — þá væri hægt að leika þar 24 tíma á sólarhring. Það væri ódýrasta lausnin er fram í sækir. En eins og málin standa verðum við að taka mið af aðstæðum — uppbygging í Laugardal er í full- um gangi. Landsleikir fara fram á Laugardalsleikvanginum í sumar, Evrópuleikir einnig svo og úrslit bikarsins og tveir síðustu heima- leikir Reykjavíkurfélaganna. A DB-mynd SVÞ er hið sigursæla KR-lið, með alia verðlaunagripi leiktímabilsins fyrir lelkinn við Armann i gær. Efri röð frá vinstri: Þorsteinn Hjálmarsson, þjálfari, Þórður Ingason, Jón Þorgeirsson, Sigmar Björnsson, Vilhjálmur Þorgeirsson, Einar Þorgeirsson og Stefán Andrésson. Fremri röð: Erlingur Þ. Jóhannsson, Ólafur Þ. Gunnlaugsson, Sigursteinn Gunnarsson og Hafþór Guðmundsson, f.vrirliði. KR varð Islandsmeistari í sundknattleik i gær. Vann mik- inn yfirburðasigur á mótinu og í gær Arinann með 3-0. Hafþór Guðmundsson, fyrirliði KR- liðsins, skoraði tvö af mörkunum, Ólafur Gunnlaugsson eitt. Þetta er í fvrsta skipti um langt árabil hér á landi, að lið fær ekki á sig mark í sundknaltleik. KR hlaul átta stig i mótinu. Vann alla leiki sina. Arinann varð í öðru sæti með þrjú stig og Egir hlaut eitt stig. Leikin var tvöföld umferð. KR-liöiö hefur sigrað í öllum mótum í sundknattleik á keppnis- timahilinu. Revndar unnið alla lciki sina nema einn. Þá varð jafntefli. Það leynir sér ekki hver er þjálfari KR — auövitað enginn annar en Þorsteinn lljálmarsson, sá inaðurinn, sem þjálfað hefur öll beztu sundknattleikslið íslands. Nær öruggt að Bubbi leikur gegn Noregi —sagði Tony Knapp eftir landsliðsæf ingu f gærkvöld UVERPOOL BYRJAR í MIDDLESBROUGH Regnið buidi á islenzku lands- iiðsmönnunum í knattspyrnu á efri Laugardalsvellinum i gær- kvöld. Það var beinlínis skýfall, og stórir regndroparnir lömdu og börðu grassvörðinn, sem hætti að taka við þessum vatnsaga og pollar mynduðust. En það var ekki gefið eftir á landsiiðs- æfingunni. Vatnið spýttist úr skóförum landsliðsmannanna, þegar þeir hlupu um völlinn með knöttinn eða án hans — og Tony Knapp, landsliðsþjálfari stjórn- aði piltunum með myndugleik. Sóknarmenn léku gegn varnar- mönnum — rennblautir með vatnstaumana niður úr hárinu. En það var gleði —ánægja, hlátur, því ekki tókst öllum vel að fóta sig. Og æfingin stóð hátt á aðra klukkustund. Ekkert gefið eftir, þegar venjulegt fólk hefði haldið sig innan dyra. — Jú.'það er nær öruggt, að Jóhannes Eövaldsson leikur gegn Norðmönnum á fimmtudag nema éinhverjar eftirstöðvar komi í ljós eftir æfinguna, sagói Tony Knapp, þegar hann hélt inn í Laugardalshöllina. Það var ekki á Búbba að sjá — og hann hafði hamazt og hlaupið um allan völl eins og ekkert væri á æfingunni. Síðan drifu strákarnir sig í bað — og fyrir utan Höllina beið rútubíll til að aka þeim austur á Þing- velli. Þar verður æft fram að landsleiknum — og í morgun voru strákarnir byrjaðir að æfa í ausandi rigningu. Það voru allir á æfingunni nema Ólafur Sigurvinsson, sem ekki fékk frí frá vinnu sinni í Vestmannaeyjum. Hann kemur beint í landsleikinn á fimmtudag. Matthías Hallgrímsson kom frá Svíþjóð á mánudag og þessi leik- reyndasti leikmaður íslenzka landsliðsins leit vel út. „Ég lék með Halmia í bikarkeppninni á sunnudag gegn 1. deildarliði Derby. Halmia sigraði með 2-0 í Halmstad og það var mikill fögnuður í borginni. Mér gekk vel eins og liðinu í heild", sagði Matthías, en hann hefur nú jafn- að ágreining sinn við Halmia. Náði því fram að fá að leika lands- leiki íslands verði þess óskað — en forráðamenn Halmia vildu ekki sleppa honum í HM-leikinn gegn írum. Þá hætti Matthías að leika ineð liðinu — og forráða- mennirnir gáfu sig eftir að hann hafði ekki leikið með þrjá leiki. I gærmorgun voru atvinnu- mennirnir fimm á æfingu hjá Knapp á Laugardalsvellinum. Þeir æfðu þar stift Matthías, KR-ingar íslands- Teitur Þórðarson, Guðgeir Leifs- son, Marteinn Geirsson og Jó- hannes. Síðan var æft aftur um kvöldið. Það er ekki gefið eftir — og greinilega mikill hugur í öllum íslenzku landsliðsmönnunum að sigra Norðmenn á fimmtudag á Laugardalsvellinum í 19. lands- leik þjóðanna i knattspyrnu. Möguleikar á því eru góðir — og í fyrrasumar sigruðu þeir Norð- menn í Osló. Leikirnir næsta leiktímabil í ensku knattspyrnunni hafa ver- ið ákveðnir — og að venju verð- ur byrjað um miðjan ágúst. Meistarar Liverpool leika á úti- velli í fyrsta leiknum — leika í Middlesbro, en þar er Jackie Charlton hættur við stjórnvöl- inn. Bikarmeistarar Manch. Utd. leika einnig á útiveili í fyrsta leik — gegn Birming- ham. Liðin þrjú, sem unnu sér sæti i 1. deild í vor, Wolver- hampton, Chelsea og Nottm. Forest leika á útivöllum í fyrstu umferð. Nýja deildaliðið, Wimble- don, frá samnefndri smáborg í suðurjaðri Lundúnaborgar, leikur sinn fyrsta deildaleik á heimavelli. Mætir þá Halifax 1 Town og það ætti að verða held- ur léttur leikur fyrir nýliðana því Halifax varð i fjórða neðsta sætinu í 4. deild i vor. FRÁBÆRT SUNDFÓLK í STRAUMUM TIL ÍSLANDS —og forustumenn Sundsambands íslands standa í strSngu vegna átta landa keppninnar, sem verður um helgina Erlenda sundfólkið, sem tekur þátt í 8-landa keppninni um næstu helgi í Laugardaislaug, er farið að streyma tii landsins. í þeim hópi er stórsnjallt sundfólk — sundfóik frá Spáni, Noregi, Sviss, ísrael, Beigíu, Skotiandi og Wales, sem getið hefur sér frá- bæran orðstír sumt hvert í alþjóð- legri keppni. í gær komu kepp- endur israels og Sviss — i dag koma Spánverjar, siðan Walesbú- ar og Skotar, Norðmenn og Belgar til að etja kappi við bezta sund- fólk islands. Það er mikið fyrirtæki hjá Sundsambandi Islands að taka á móti öllum þessum fjölda. Og for- ustumenn þess standa í ströngu. í Snorrabúð við Snorrabraut hefur verið komið upp matstað fyrir erl- enda sundfóikið — og þar munu forustumenn íslenzkrar sundi- þróttar elda ofan í mannskapinn undir stjórn formannsins, Birgis V. Halldórssonar, sem er lærður matsveinn. íslenzkt sundfólk verður til aðstoðar í eldhúsinu við matreiðslu og uppvask — og einn- ig við að framreiða matinn fyrir keppendur. Þetta framtak mun spara fátæku sambandi stórpen- ing. Fyrirtæki hafa tekið okkur mjög vel og gefið mat í eldhúsið. sagði Guðjón Ölafsson, stjórnar- maður Sí við blaðið í morgun — og við erum þeim mjög þakklátir. Undirtektir hafa verið hreint frá- bærar og allir virðast skilja hve stórmikil framkvæmd þetta mót er fyrir sundsambandið, bætti Guðjón við. Átta-landa-keppnin hefst í Laugardalslaug á laugardag og eitt er víst að þar verða mörg góð afrek. íslenzka sundfólkið hefur ekki mikla möguleika á sigrum — en nokkur Islandsmet ættu að falla og sundfólk okkar í góðri æfingu. 1 fyrra var keppt í Car- diff í Wales. Noregur sigraði þá með 217 stigum. Skotland varð i öðru sæti með 158 stig. Síðan kom Spánn með 153 stig, Belgía Fótboltaskór Æfingaskór íþrótta- töskur tslenzku atvinnumennirn- ir í knattspyrnu á æfingu hjá Tony Knapp á Laugar- dalsvelli í gærmörgun. Frá vinstri Marteinn Geirsson, Matthías Hallgrímsson, Teitur Þórðarson, Guðgeir Leifsson og Jóhannes Eð- valdsson — ásamt Knapp. Leikmenn, sem leikið hafa samtais 150 landsleiki fyrir ísiand. DB-mynd Hörður Vilhjálmsson. 151, Wales 148, Sviss 138, Israel 88 og Island rak lestina með 57 stig. Þessi keppni, sem síðar Jjró- aðist upp í 8-Ianda-keppni, hófst 1961 í Belgíu með þátttöku Belgíu, Sviss og Spánar. Næsta ár bættist Portúgal við, en hætti þátttöku 1968. Wales kom inn 1963, Noregur 1964, Skotland og ísrael 1969 og ísland 1971. meistarar Stutt- Sundfólkið frá Israel «g Sviss vid matborðið í Snorrabúð í gærkvöld, þegar fyrsta máltíðin var reidd fram fyrir erlenda sundfólkið. Það er verið að byrja á að bera fram súpuna. DB-mynd Sveinn Þormóðsson. erma- ' bolir Sweater- peysur, þykkar Sportvöruverzlun Ingólfs Óskarssonar Klapparstíg 44, Reykjavik, sími 11783 Póst sendum

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.