Dagblaðið - 29.06.1977, Blaðsíða 24

Dagblaðið - 29.06.1977, Blaðsíða 24
ff Fallizt á „vítaverðar hugmyndir oddvitans —f iskvinnslufyrirtækið St raumnes á Selfossi lagt niður og eignir seldar reyndum aðilum Þrátt fyrir að ýmsir stjórnar- menn í fiskvinnslufyrirtækinu Straumnesi h/f á Selfossi hafi vítt oddvitann, Öla Þ. Guð- bjartsson, á opnum hrepps- nefndarfundi í vetur fyrir hug- myndir sínar um framtíð fyrir- tækisins, var ákveðið að slíta fyrirtækinu á hluthafafundi í gærkvöldi og gera félagið upp. Eins og DB skýrði frá í vetur átti fyrirtækið í erfiðleikum og vildu þá nokkrir hreppsnefnd- armenn, sem jafnframt eru í stjórn Straumness, gera hrepp- inn að rekstraraðila og fá þaðan framlag. Það vildi oddvitinn hins vegar ekki, m.a. vegna þess að endurskoðaðir reikn- ingar fyrir tvö sl. ár lágu ekki fyrir. Var hann víttur fyrii það. Stakk hann m.a. upp á að fyrirtækið yrði leigt reyndum aðilum í fiskverkun, eða selt. Nú hefur fyrirtækið Glettingur h/f í Þorlákshöfn keypt eignir fvrirtækisins, en að undan- förnu hefur það fyrirtæki leigt Straumnes og rekið þar fisk- verkun. Stendur til að halda þvi áfram og á Glettingur eigin skip til hráefnisöflunar. Að sögn eins hluthafa má telja lík- legt að starfsemin muni fremur aukast en hitt. -G.S. Fær fyrsrf ramgreiðslu — en vinnur svo ekki fyrir henni Nýr Grettir í lok vikunnar verður líklega lokið við að setja saman nýja dýpkunarskipið Gretti í Sundahöfn. Komið var með skipsskrokkinn frá Noregi í síðustu viku og gröfuútbúnaóinn frá Banda- ríkjunum. Eru nú erlendir sérfræðingar að vinna ásamt starfsmönnum Vita- og hafnamálaskrifstofunnar við að setja tækin um borð og koma þeim fyrir. Jafn- framt er verið að smíða tvo 200 tonna flutningapramma á Seyðisfirði. Áætlað er að Grettir kosti með öllu nær 300 milljónir. Fyrsta verk- efnið verður Grundartangi. ÖV/DB-mynd: Sv. Þorm. ,,Ég þurfti að fá ísett tvöfalt gler í tvo glugga, undirstykki og gluggapóst," sagði Ágúst Jónsson, Melabraut 12, sem fór eftir aug- lýsingu til að ráða menn í verkið. Segir hann síðan sínar farir ekki sléttar. ,,Þetta var i lok april, þeir komu daginn eftir og litu á hvað gera þurfti og sögðust mundu taka að sér verkið. Bað siðan verk- stjórinn mig um fyrirfram- greiðslu upp i efniskostnað og greiddi ég honum 45 þúsund krónur. Nú nú, þá líður hálfur mánuður og ekkert gerist. Tala ég nú við verkstjórann sem kemur þá aftur með einhvern annan með sér. Síðan, eftir enn eina viku. koma menn og setja undirstykkið og gluggapóstinn og hverfa síðan með allt sitt hafurtask á brott. Fékk ég síðan annan mann til að taka út verkið og kom þá í ljós að gluggarnir voru allir skakkir og ómögulegt að setja í þá tvöföldu rúðurnar. Kærði ég þá til lögregl- unnar. Býst ég reyndar ekki við þvi að fá peninginn aftur sem ég greiddi fyrir þessi forkastanlegu vinnubrögð, en ég vil vara fólk við að eiga viðskipti við menn sem þessa." Rannsóknarlögreglan í Hafnar- firði tók við rannsókn málsins en þar sem menn þeir er hér um ræðir búa allir i Reykjavík verður málið sent til Reykjavíkur. Verð- ur það væntanlega eitt af fyrstu málunum sem Rannsóknarlög- regla r.íkisins fær til meðferðar en hún tekur til starfa nú á föstu- daginn. -BH frfólst, úháð riaghlmá MIÐVIKUDAGUR 29. JUNÍ 1977. DB-mynd Sv. Þormóðsson. Guðaðáglugga á þriðju hæð Allur er varinn góður hefur hann sennilega hugsað, sá er til kynnti slökkviliðinu um grun sinn varðandi eld í mannlausri íbúð að Vesturbergi 122. Er slökkviliðið kom á vettvang var harla lítið að sjá sem styddi þann grun. Þar sem gluggi var opinr var brugðið á það ráð að fara þar inn í könnunarferð til að valda ekki óþarfa skemmdum. Þarna inni var allt í himnalagi og við því var svo sem að búast, því eigandi íbúðarinnar mun vera Skátafélag Reykjavíkur. ASt. Færeyskurtekinn ílandhelgi Varðskipið Þór kom að fær^ eyskum línuveiðara um þrjúleyt- ið í gærdag þar sem hann var að meintum óiöglegum veiðum um 3,4 mílur suðaustur af Glettingi. Linuveiðarinn heitir Aritanes SA 199 og er frá Sandey í Færeyjum. Skipherra a Þór er Helgi Hall- varðsson. Málið var tekið fyrir hjá bæjarfógetanum á Seyðisfirði í morgun. Arnþór/-BH Hversá hundanaá heiðinni? Lögreglumenn þriggja lög- sagnarumdæma hafa mikinn áhuga á að finna skýringu á bit- varginum á Miðdalsheiði. Þar fannst lamb dautt fyrir nokkrum dögum og aflífa varð annað helsært af biti. Þriðja lambið fannst með bitsár og fólk flutti. það i girðingu við Fjárborg við Geitháls. Það lamb er að hressast. Engin veit nú hvaða fólk kom með lambið i girðinguna. Lög- reglan i Árbæ þarf að hafa tal af þessu fólki og eins öllum þeim sem kunna að hafa séð til hunds eða hundahóps á heiðinni austan Miðdals og allt austur undir Hengilssvæðið vestanvert. -ASt. Reyðarfjörður: Ekki bara fiskur íframtíðinni STOFNA VERKSMIÐJU TIL FRAMLEIÐSLU EININGAHUSA Keyðfirðingar hafa fullan hug á að koma á ýmsum iðnaði i hæ sínum, auk fiskiðnaðar. í gærdag var formlega gengið frá stofnun hlutafélags, sem 90 aðilar á Re.vðarfirði taka þali i almenningshlutafélagsins Val- húss, h.f. Félagið ;etlar í fram- tíðinni að annast smiði eininga- húsa en sífellt er ineira byggt af þeim um land allt. Einingahúsin verða sntíðuð úr timbri í verksmiðjuhúsi sem byggt verður á Reyðarfirði. Er þegar farið að leila tilboða í smíði verksmiðjunnar og mikill hugur i mönnum. Reiknað er með að verksmiðjan veiti 20-25 manns atvinnu i húsasmiðina. ,,Við viljum með þessu huga að framtíðinni fyrir unga íölkið, sem hér er að alast u^p," sagð, Vigfús Olafsson, oddviti og útibússtjóri Landsbankans á Reyðarfirði, í morgun. í stjörn Valhúss h.f. eru þeir Bóas Hallgrímsson form. verka- lýðsfélagsins, Vigfús Ólafsson oddviti og Jóhann Þorsteins- son husasmiður. Hafsteinn Ölafsson húsasmíðameistari hefur lagt til tækniþekkingu sína í þessum efnum en hann býr á Re.vðarfirði og hefur yfir að ráða góðri þekkingu á framleiðslu verksmiðju- húsanna. -JBP-

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.