Dagblaðið - 30.06.1977, Blaðsíða 11

Dagblaðið - 30.06.1977, Blaðsíða 11
■N/ DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 30. JÚNt 1977.____ jf Norðmenn vilja jafn- vægi f byggð landsins Eflaust oru marsir lesendur Dasblaðsins þeirrar skuðunar aö íslenskir bændur lifi á styrkjum og að hvergi í heim- inum nema á íslandi séu greiddar útflutningsbætur mert l.andbúnaöarafurðum. Þart er i sjálfu sér ekki undarlegt þótt lesendur blaðsins hafi þessa skortun, sérstaklega ef þeir lesa ekki önnur blöö, því ritstjóri blaðsins er haldinn þessari villu og enginn getur haft áhrif á hugmyndaflug hans. Mert þessu greinarkorni ætla ég að gera tilraun til að fræða les- endur Dagblaðsins örlítið um landbúnaðarstefnuna i Noregi, eða öllu heldur byggðastefnu norðmanna. Þó vil ég skjóta þvi hér að, áður en lengra er haldið, að sennilega eru greidd- ar útflutningsbætur með land- búnaðarafurðum í nær öllum löndum, sem framleiða umfram eigin þarfir. Landbúnaðarsjóður Efna- hagsbandalagsins (FEOGA) greiddi með útflutningi dana árið 1975 rétt um 40 milljarða ísl. kr. Samkvæmt fjárlögum finna í ár er gert ráð fyrir að útflutningsbætur vegna út- flutnings á ýmsum landbúnað- arafurðum nemi sem svarar 60 milljörðum isl. kr. Þannig mun þetta vera víða og ætti að vera tiltölulega auðvelt fyrir hvern sem er að afla sér haldgóðra upplýsinga um þessi efni. I eftirfarandi mun ég að mestu styðjast við persónulegar upp- lýsingar og skýrslu sem nýlega er kominn út á vegum Nórrænu bændasamtakanna, allar upp- hæðir miðast við islenskar kr. á genginu eins og það er skráð í dag. Landbúnaðurí Noregi Samtals starfa um 150 þúsund manns við landbúnað i Noregi það er um 8'^) af vinnu- afli þjóðarinnar. Arið 1975 lagði landbúnaður til 4,4 % af þjóðartekjunum. Aætlað er að '4 af iðnaði norðmanna byggist á fullvinnslu landbúnaðaraf- urða og þjónustu við land- búnaðinn. Meðalstærð ræktaðs lands á hvert býli er 7,5 ha. Samtals eru taldar vera 114 þús. jarðir i b.vggð, ef miðað er við lágmarksstærð ræktaðs lands, 0,5 ha. A 46 þúsund býl- um er stunduð mjólkurfram- leiðsla. Skilyrði til landbúnaðar- framleiðslu eru eðlilega mjög breytileg í Noregi, frá Jaðrin- um og norður i Finnmörk, þennan mun á búskaparaðstöðu reyna norðmenn að jafna út með ýmsum opinberum að- gerðum. Þannig að ætlast er til að bændur hvar sem svo þeir hafa búsetu beri hliðstaút úr býtum fyrir sina vinnu. Héraðsstyrkir vegna mjólkurframleiðslunnar I dag er um 80% af mjólkur framleiðslunni styrkt með bein um framlögum úr rikissjóði Landinu er skipt niður í 8 fram- leiðslusvæði með mismunandi greiðslum á hvern mjólkurlítra. Mest fá bændur í N-Noregi, 16 kr. á hvern lítra, en lágmarks- styrkur er kr. 1,50 á ltr. Sam- tals er áætlað að verja í þessa svæðastyrki í ár 8140 millj. kr. Héraðsstyrkir vegna kjötframleiðslunnar! Þegar farið var að greiða héraðsstyrki vegna mjólkur- framleiðslunnar varð mun hag- stæðara fyrir bændur að auka mjólkurframleiðsluna en að framleiða kjöt. Kjötfram- leiðslan dróst saman en veruleg aukning varð i mjólkurfram- leiðslunni. Þess vegna var ákveðið að taka upp sérstaka héraðs- eða svæðastyrki til kjöt- framleiðanda. Víðast hvar í Noregi er eingöngu greitt út á nauta- og kindakjöt en í N-Noregi er greitt út á allt kjöt nema ali- fuglakjöt, aukaframlag. Þar fá framleiðendur sem svarar til 139 kr. á hvert kg af kjöti sem kemur til sölumeðferðar, auk þess sem sláturhúsin greiða. Annars er styrkurinn til kjöt- framleiðanda frá 37 kr. á kg og upp í 74 kr. á kg. Samtals er áætlað að verja til stuðnings kjötframleiðendum 5365 millj. kr. Kjallarinn Agnar Guðnason Flutningsstyrkir Frainleiðendur mjólkur eða kjöts í Noregi borga svipað fyrir flutning á mjólk til mjókurbús eða sláturgripum í sláturhús óháð búsetu eða fjarlægð frá þessum vinnslu- stöðum. Ríkissjöður greiðir hluta af flutningskostnaði þannig að nær algjör jöfnuður hefur náðst. Sama gildir einnig um áburö og fóðurbæti, þar greiðir ríkið einnig niður fiutn- ingskostnaðinn. Samtals eru greiðslur úr ríkissjóði áætlaðar á þessu ári 6660 millj. kr. fyrir flutning á afurðum frá bænd- um og milli landshluta. Vegna flutnings á rekstrar- vörum landbúnaðarins greiðir ríkissjóður í ár 3811 millj. kr. Votheysstyrkur, niður- greiðslur ó óburðarverði, framlög til kartöflu- og grœnmetisrœktar Frá 1. júlí í ár mun verða greiddur st.vrkur til bænda sem verka allt að 500 rúmm af vot- he.vi. Mestur verður styrkurinn til bænda í N-Noregi, en minnstur þar sem búskapar- skilyrðin eru best. Meðalgreiðsla úr ríkissjóði fyrir hvern rúmin votheys verður kr. 55. Munur á hæstu greiðslu og þeirri lægstu er um 60%. Verð á áburði er greitt niður til bænda sem eru með minna ræktað land en 7,5 ha. Einnig miðast upphæð áburðar- styrksins við skattskyldar tekjur bænda. í S-Noregi fá þeir bændur sem höfðu yfir 1628 þús. kr. í árstekjur engan styrk, en markið er aðeins hærra í N-Noregi, þar máttu tekjurnar fara upp í 1813 þús. áður en styrkurinn var ekki veittur. Styrkur til ræktunar kar- taflna, gulrófna og grænmetis er eingöngu veittur til bænda í N-Noregi, en þar er hann mjög breytilegur eftir byggðarlög- um, frá 92 þús. kr. á ha. og upp i 203 þús. kr. á ha. Styrkur til sauðfjórrœktar Hlutfallslega mestan styrk fá þeir bændur sem eru með innan við 50 fjár, en styrkurinn lækkar á kind eftir því sem fjártalan fer yfir 50. Mestur styrkur til fjárbænda getur orðið 4440 kr. á vetrarfóðraða kind, en lægstur er hann 1665 kr. á kind. Bændur i Noregi fá mun hærra verð fyrir ullina en greitt er fyrir hana á heims- markaði, ineðalverð mun vera 536 kr. á kg. Fjórfestinga- og ræktunarstyrkir Bændur fá óafturkræf fram lög til fjárfestinga og vaxtar- laus lán. Mestan stuðning fá bændur i N-Noregi, eða allt að 6,7 millj. kr., til að byggja peningshús, framlagið er mun lægra í S-Noregi. Ríkisframlag vegna nýræktar eða framræslu er mjög breytilegt, það fer eftir bústærð og búsetu. Styrkurinn nær því oft að vera um 100% af ræktunarkostnaði. Hámarks- upphæð á hvern ha. er þó 867 þús. kr. Afleysingar í landbúnaði Allir búfjárframleiðendur eiga rétt á greiðslum úr ríkis- sjóði til að ráða afleysingafók. Upphæðin sem hverjum bónda er ætluð byggist á bústærð eða réttara sagt fjölda búfjár. 1 N- Noregi er áætlað eitt ársverk að hirða 5-7 mjólkurkýr með til- heyrandi ungviði, en i S-Noregi er það talið eitt ársverk að hirða 8-10 kýr. Það er einnig miðað við að aflað sé fóðurs handa þessum gripum. Sá bóndi sem er með þann fjölda búfjár sem talið er að jafngildi ofangreidum fjölda mjólkur- kúa fær 222 þús. kr. á ári til að greiða afleysingarfólki. Hámarksgreiðsla til einstakra bænda eða félagsbúa er 888 þús. á ári, þá er miðað,, við 4 ársverk, en það svarar til að bóndinn hafi minnst 80 kýr. Hér hefur aðeins verið minnst á lítið eitt sem gert er í Noregi til að viðhalda byggð þó búskaparskilyrði séu erfið. Verulegum fjármunum er varið til að styrkja byggð í N- Noregi og nú loks hefur norð- mönnum tekist að snúa vörn í sókn, því ekki er um fólks- fækkun að ræða í þessum landshluta í seinni tíð. Það er ekki aðeins landbúnaður sem nýtur góðs af þessari byggðastefnu, heldur er iðnaður í N-Noregi styrkur á ýmsan hátt svo og sjávarút- vegur. Norðmenn virðast yfirleitt vera ákaflega sælir með þessa stefnu, eflaust leynast ein- hverjir sem telja að of miklu sé fórnað til að viðhalda byggð til strandar og dala, en svo lánsam- ir eru þó norðmenn að eiga engan Jónas Kristjánsson sem hrellir þá með fornaldarhag- speki. Agnar Guðnason blaðafulltrúi. Sn jöflöð - mannskætt leynivopn náttiírunnar Til umhugsunar Snjóflóð eru margfalt mann- skæðari hér á landi en jarð- skjálftar og eldgos til samans. Fimm létu lífið samanlagt af völdum jarðskjálfta á síðastlið- inni öld og þessari. A siðastlið- inni öld létust hins vegar 190 manns af völdum snjóflóða og 115 hafa látist af völdum þeirra það sem af er þessari öld. Fyrst og fremst stafar þetta af þeirri ástæðu að snjóflóð eru mannskæð og eignatjón getur orðið mikið í snjóflóðum, er ástæða til að reyna að forðast þau, t.d. með því að byggja ekki þar sem snjóflóð falla; re.vna að draga úr styrk þeirra og forða þannig mannslífum og eigna- tjóni, m.a. með ýmiss konar mannvirkjagerð sem því miður virðist mjög dýr og með því að þróa fram aðferðir til þess að segja fyrir um snjóflóð með nægum fyrirvara til þess að geta rýmt hættusvæðin áður en snjóflóð falla. Til þess að þetta sé unnt þarf að rannsaka sam- bandið milli landslagshátta veðurfars og snjoflóöa og gera þarf stöðugar mælingar á ástandi veðursins. Ef vel á að vera þarf einhvern einn aðili eða fleiri á hverju hættusvæði að vera ábyrgir fyrir þvi að fylgjast stöðugt með veðrum og ástandi snævarins. Lauslega áaúlað þarf að hafa fasta snjóflöðaathugunannenn á að minnsta kosti fimm stöðum á landinu. Er þá miðað við art eftirlitsmenn með snjöflóðum annist svipað starf og eftirlits- maður snjóflóða í Neskaupstað gerir nú þ.e. sé i hluta starfs að vetrinum en 'ti hluta starfs að sumrinu. Laun vegna alhugana og við- halds tækjabúnaðar hjá hverjum þessara athugunar- inanna væru um 1.400.000 kr. á ári hvers um sig, en stofn- kostnaður hverrar „svæðis- stöðvar" væri um 3 millj. kr. á núverandi verðlagi svo hér er samanlagt um nokkuð háar f járhæðir að rieða. Snjóflóðaat huganir eru taldar vera að mestu leyti hreinar veðural huganir, svo sem athuganir á vindi, raka, hitastigi, hreyfingu á snjó vegna vinda og auk þess beinar athuganir á þykkt og eðli snævarins, hvort hann er léttur og blautur og athuganir á laggerð hans. Vmsir álita að veður- athugunarmenn á veður- athugunarstöðvunum úti um land gaúu jafnframt verið snjó- flóðaathugunarmenn, en einnig kæmu til greina byggingafull- trúar eða slarfsmenn á skrif- stofum bæjarverkfræðinga á þéttbýlisstöðum. Veður- athugunarmenn þyrftu þó að fá nokkra aukamenntun til þess að sinna snjóflöðaathugun og gæti það verið hlutverk sér- stakrar snjöflóðamið.stöðvar art veita slíka menntun. Ekki er búið að finna neinar aðferðir til þess að ineta snjó- flóðahættu út frá veðurástandi. enn sem komið er. Gera verður ráð fyrir því að það taki að minnsta kosti nokkur ár að þróa fram aðferrtir til að spá eftir, hvort sem um er að ræða f.vrir snjóflöðum eða hafís. Snjóflóðamiðstöð og verkefni hennar Auk athugunarmanna á helstu hættusvæðunum úti um land þarf að koma upp sér- stakri snjóílóðamiðstöð. F.vrsta verkefni snjóflóða- miðstöðvar er að sjá um að upp- lýsingum sé safnað sainan um snjóflóð jafnóðum og þau falla og einnig að safna saman upp- lýsingum um eldri snjóflóð af heimildum og staðkunnugum mönnum. Þessi snjóflóð þarf að færa inn á landabréf i mæli- kvarðanum 1:10.000. Annað verkefni miðstöðvar- innar er að rannsaka tengsl veðráttu og snjóflóða. 1 fyrsta lagi má gera tilraun til að kanna tengsl snjóflóða og veðráttu með þvi að rannsaka gömul veðurkort og veður- athuganir á einstöku stöðuin, þar sem vitað er að snjóflóð hafa fallið. Að öðru le.vti verður höfuðverkefnið að skipuleggja athuganir á veðri og snjólögum í tengslum við almenna snjó- flóðaskráningu á snjöflóða- hættusværtum. Einhver tiltekinn sér- frærtingur verður að Itafa það verkefni að leiðbeina snjöflöða- Kjallarinn 1 Reynir Hugason athugunarmönnum um þessar athuganir og jafnframt að safna saman þeim gögnum sem þannig fást og vinna úr þeim. A grundvelli snjóflóða- athugana væri hugsanlegt að gefa út viðvaranir með veður- fregnum þegar búist er við veðri sem e.vkur snjóflóðahættu í einstökum landshlutum eða gefa út viðvaranir til Almanna- varna rikisins ef vitað er um að hiettuástand hefur skapast i einstökum bvggðarlögum. 1 þriðja lagi þarf að kanna sambandið inilli landslagshátta og snjóflóðahættu. Rannsaka þarf í hvers konar landslagi snjóflóð verða helst. f fjórða lagi þarf að skipta landinu og einstökum bvggðum i svieði eftir snjóflóðahiettu. Sílk skipling byggist á upp- lýsingum um snjóflóð sem fallið hafa og styrkleika þeirra. Af þessu er mjög rik ástieða til þess að byrja þegar að safna upplýsingum um snjóflóð sem fallið hafa. Viðkv.em vandamál. einkum stjórnmálalegs eðlis, munu koma upp þegar almenningi verður ljóst að ýmis byggð svkæði falla innan snjóflóða- hættusvæða, þar sem bann verður lagt við framkvæmdum. Þarf þvi að leysa það vandamál hver sé bótaréttur eigenda þeirra fasteigna sem lenda inn á hættusvæðunum. Yrði ef til vill að setja sérstök lagafyrir- mæli þar um. Koma þarf málum þannig fyrir að skipu- lagsyfirvöld byggðarlaga og bæjarstjórnir geti ekki skorast undan að taka fullt tillit til snjóflóðahættu við skipulagn- ingu byggðar. t fimmta lagi yrði snjóflóða- miðstöðin sennilega umsagnar- aðili um tillögur að byggingu varnarvirkja gegn snjóflóðum. Sílk mannvirki eru allviðamikil og ákaflega dýr og vart er þess að vænta að þau verði fjárhags- lega réttlætanleg hér á landi, nema í fáum tilvikum. Liklegra er að réttara sé að banna með öllu byggð á mestu hættusvæð- unum og nýta þær byggingar sem þar eru f.vrir til annars en ibúöa eftir því sem gerlegt reynist. í sjötta lagi myndi snjóflóða- miðstöðin fjalla um hönnun og styrkleika bygginga ineð tilliti tll snjóflóðahættu. Gefa þarf gaum að hönnun glugga og hurða sem snúa i átt til snjó- flóða o.fl. Verkefni sem hljóta að verða að meira eða minna le.vti á herðum snjóflóðamiðstöðvar, auk þeirra sem að ofan eru talin. yrðu m.a. að inennta aðstoðarfólk til úrvinnslu gagna og að aðstoða við skipu- lagningu björgunarsveita og gefa ráðleggingar um búnað þeirra. Reynir Ilugason verkfrieðingur ✓ V

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.