Dagblaðið - 30.06.1977, Blaðsíða 28

Dagblaðið - 30.06.1977, Blaðsíða 28
Fáránleg útflutningsverzlun íslendinga: Fer allt verðmæti Suður- landssildar í útflutnings- uppbætur á kjöt og osta? Fagnað er fyrirf ramsölu síldar ffyrir 1400 milljónir en horft f ram á 2400 milljón króna útf lutningsuppbætur á kjöt og osta Því er fagnað þessa dagana að hinn 3. júní sl. var undir- ritaður í Moskvu fyrirfram- samningur um sölu á 45000 tunnum af saltaðri Suðurlands- síld til Sovétríkjanna. Af magn- inu eiga 35000 tunnur að vera hausskornar og slógdregnar eða svokölluð „specialsild" og 10.000 tunnur heilsöltuð síld. Hækkun varð á söluverðinu frá í fyrra. Heildarsöluverðmæti síldarinnar nemur um 900 milljónum ísl. króna. Þá hafa verið undirritaðir samningar um sölu á um 20.000 tunnum af sykur- og krydd- saltaðri sild til Finnlands og hækkaði verð slikrar sildar einnig frá því í fyrra. Heildar- verðmætið nemur 500 milljón- um ísl. króna. Samtals hefur verið samið um sölu á Suðurlandssíld fyrir um 1400 milljónir króna. Að sjálfsögðu er ástæða til að fagna slíkum sölusamningum. En séú þeir skoðaðir í samhengi við útflutning okkar á kjöti verður dæmið ljótt álit- um. Sveinn Tryggvason, fram- kvæmdastjóri Framleiðsluráðs landbúnaðarins, gaf DB þær upplýsingar í gær að á því land búnaðarári sem nú er vel hálfnað væri ráðgert að flytja út 4750 tonn af lambakjöti. Fara 3000 tonn til Noregs, 650 tonn til Svíþjóðar, 600 tonn til Færeyja og 500 tonn til Dan- merkur. í upphafi „landbúnaðar- árins", þ.e. í fyrrahaust, voru flutt út 150 tonn af nautakjöti. Nú mun eftir því séð því nauta- kjötsskortur er sýnilegur á islandi í sumar. Þá verður að venju nokkuð um útflutning á ostum en þurr- mjólkurduft er hætt að fram- leiða, svo ekki kemur það til útflutnings í ár. „Gangi allt dæmi upp, allar vörunar fari utan og ríkissjóður greið'i 10% af heildarverðmæti landbúnaðarvara í útflutnings- bætur, nema uppbæturnar á út- flutning landbúnaðarvara um 2400 milljónum króna á þessu „landbúnaðarári", sagði Sveinn Tryggvason. Taldi hann það ekki háa upphæð og út- flutningsuppbætur næmu lægri prósentutölu af fúarlögum nú en þá er þær fyrst komust á. Það þarf því ótrúlegt puð, víða um landið, til þess að afla ríkissjóði tekna til greiðslu út- flutningsuppbóta á land- búnaðarvörur. Síldar- sölusamningarnir til Rússlands og Finnlands, eru, að heildar- verðmæti til, aðeins rúmlega helmingur af útflutnings- uppbótunum á kjótið og aðrar landbúnaðarvörur. ■ - ÍÞessir krakkar standa i því að leggja hitaveituna tii Suðurevrar frá dælustöðinni inni í Súgandafirði. Þau eru Anna Bjarnadóttir, Óskar Baldursson, Örn Hóim og Bjarni Jóhannsson. Þau sjást þarna á myndinni að grafa fyrir hitaveitulögninni meofram þjóðveginum inn Súgandaf jörðinn. (DB-mynd BH). Árnastofnun og Landsbóka- safnið hafa engar fjár- veitingar til handritakaupa Forstöðumaður Árnastofnunartelur feng að þrem handritum sem einkaaðili keypti á uppboði íLondon: „Eftir mati okkar voru þær upphæðir sem við buðum há- mark, auk þess sem fjármögn- um boða okkar var alls ekki örugg þar sem hvorki Stofnun Árna Magnússonar né Lands- bókasafnið hafa neina varafjár- veitingu til handritakaupa, liggi þau á lausu. Auk þess viss- um við ekki mjög nákvæmlega um ástand handritanna áður en þau voru boðin upp og töldum áhættu að bjóða hærra,“ sagði Jónas Kristjánsson, forstöðu- maður, i viðtali við DB í gær vegna uppboðs fjögurra is- ienzkra handrita i London í fyrradag. Guðmundur Axelsson upp- itoðshaldari í Klausturhólum keypti hins vegar þrjú handrit- anna á tæpar 2,1 milljón ísl. króna. Fjórða ritið keypti Vest- ur-íslendingur, handrit eflir Jón Grunnvíking. Hæsta boð ís- lenzku stofnananna var um 500 þúsund í eitt handrit. Ritin sem Guðmundur keypti eru: Latneskt rit eftir Eggert Olafsson. handrit eftir Jón Er- lendsson og loks rit eftir Björn Jönsson frá Skarðsá. Jónas kvaðst fagna því að þessi rit kæmu nú til.íslands þótt fyrrnefndar stofnanir hafi ekki eignazt þau og sagði einna minnsta eftirsjána í handritinu sem Vestur-Islendingurinn ke.vpti. Er Jónas var spurður hvort stofnanirnar mundu ef til vill reyna að kaupa handritin i gegnum Klausturhóla, sagðist hann ekkert geta sagt um það að svo stöddu þar sem hann vissi ekki hvað Guðmundur h.vgðist gera við þau. -G.S. FIMMTUDAGUR 30. JUNÍ 1977. Rótað í skjölum og hilíum rann- sóknarlög- reglumanna Njörður Snjphólm handleik- ur skjalabunka. I dag er hann aðstoðaryfirlögreglu- þjónn. Á morgun er hann fyrsti yfirlögregiuþjónn við nýtt embætti — DB-mynd Sveinn. Allmikið rót mun verða í skrifstofiyn rannsóknarlög- reglumanna Sakadóms Reykjavíkur í dag. Þaulvanir „spæjarar“ fara þar í gegnum skjalabunka og taka til í skúffum og hillum. Þetta er síðasti dagur þeirra í þessum störfum sínum. A morgun mætnr þeir sem starfsmenn r nýstofnaðrar rannsóknarlög- reglu ríkisins. Setjast þeir til bráðabirgða í sömu stóla og við sömu borð og þeir hafa setið — sumir ára- tugum saman — en þá hefst nýr starfsþáttur og þá verður að vera vel til tekið. Yfirmaður rannsóknarlög- reglumanna tii þessa, Magnús Eggertsson, lætur af störfum sínum eftir daginn í dag. Hann hefur þjónað Sakadómi vel og dyggilega og verið farsæll maður í starfi. -ASt. Lögreglu- heimsókn til nætur- varðarins Skerandi klukknahring- ing rauf morgunkyrrðina á- miðborgarstöð lögreglunnar kl. 5.15 i morgun. Virtist hringingin óvenjulega há í kyrrð hins fagra morguns. I ljós kom að þarna var neyð- ar- eða þjófabjalla Utvegs- bankans að verki. Farið var á staðinn í skyndi. Neyðar- bjöllurnar eru þannig að næturvörður verður að hafa á þeim hendur með vissu millibili og snúa lykli. Sé það ekki gert hringir bjallan á lögreglustöðinni. Þetta hafði láðst að gera og nætur- vörðurinn fékk því óvænta lögregluheimsókn. -ASt.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.