Dagblaðið - 04.07.1977, Blaðsíða 1

Dagblaðið - 04.07.1977, Blaðsíða 1
3.ÁRG. — MÁNUDAGUR4.JÚLÍ1977 — ,140^TBL. j^ÍT^TJÓRN SÍÐUMÚLA 12,, AJJGLÝSINGAR ÞVpRHOLTI 11, AFGREIÐSLA ÞVERHOLTI 2 — 'AÐALSlMI 270221 Tveir ungir menn sluppu naumlega úr logandi bíl lögreglu- maðurhlaut brunasár Tveir ungir menn áttu fótum fjör að launa í gærkvöldi kl. 22.24 er eldur kom upp í Moskvitch- . bifreið þeirra rétt við Kópavogs- brúna. Eldurinn gaus upp í mælaborði bílsins og áður en numið varð staðar var bíllinn kominn út af háum vegarkanti. Mennirnir tveir komust með naumindum út úr bifreiðinni áður en hún varð al- elda. Sprakk benzíntankur bílsins rétt eftir að eldurinn gaus upp og billinn logaði „stafna á milli". Mennirnir sluppu óbrenndir en farþeginn meiddist i baki og var fluttur í slysadeild. Lögregla kom fljótt á vettvang og reyndi að slökkva eldinn, en við það brenndist lögreglumaður. hlaut 1. til 2. stigs brunasár á höndum. Var gert að sárum hans í slvsa- deild. -ASt. M DB var á staðnum örfáum andar- tökum eftir að eldurinn kom upp i bílnum. Lögreglumaður reynir hér að slökkva eldinn — ár- angurslaust, en sjálfur hlaut hann brunasár. DB-mynd Sveinn Þormóðsson. Kortsnoj fer vel af stað vann Polugajevsky í fyrstu skákinni Skákeinvígin tvö milli stórmeistaranna, sem fram fara til þess að finna áskor- anda gegn Karpov um heimsmeistaratitilinn eru nú hafin. í Frakklandi tefla Kortsnoj og Polugajevsky en í Genf tefla Spassky og Ungverjinn Portisch. Kortsnoj fór vel af stað og vann fyrstu skákina gegn landa sínum, eftir að hún fór fyrst í bið. Rólegra var hjá Spassky og Portisch. Lauk tilþrifalíf- illi skák þeirra með jafntefli eftir 21 leik. -ASt. Niðurgreiðslurnar: Agreiningi í ríkisst jórn lauk með „málamiðlun" Samkomulag um „málamiðl- un" náðist í ríkisstjórninni eftir miklar deilur um niður- greiðslurnar, sem átti að auka til að stuðla að lausn kjaradeil- unnar. Framsóknarflokkurinn og SÍS vildu auká mjög mikið niðurgreiðslur á kjöti, en forystumenn Alþýðusambands- ins voru lítið hrifnir af því. Sjálfstæðismenn í ríkisstjórn- inni höfðu nokkuð svipaðar skoðanir og forysta ASÍ í þessu máli. ASÍ-menn vildu fyrst og fremst auka niðurgreiðslur á verðlækkuná búvörum ídag mjólk. Pað kæmi jafnast niður. Eftir talsvert þðf I ríkisstjórn- inni hefur nú orðið ofan á að auka niðurgreiðslur á kjöti, en þó minna en Framsóknarmenn vildu. Einnig haf a niðurgreiðsl- ur verið auknar á mjólk og smjöri. „Ég er þersónulega al- mennt á móti niðurgreiðslum. Tel þær vera nokkurs konar blekkingu," sagði Karl Steinar Guðnason, varaformaður Verkamannasambandsins, í viðtali við DB. Hann ræddi um möguleika verzjunarinnar að svíkja undan söluskatti. „Ég býst við, að fleiri séu sama sinnis og ég," sagði Karl. „Með niðurgreiðslupólitík er bara verið að taka úr öðrum vasanum og setja í hinn." Með auknum niðurgreiðslum lækkar verð á sumum helztu landbúnaðarvörum í dag. Kindakjöt lækkar um allt að 15%. Hvert kíló af súpukjöti lækkar úr 758 krónum í 667. Mjólk í lítra pokkum lækkar um 4 krónur, og fernan lír 160 krónum í 152 krónur. Heild- söluverð kindakjöts í heilum og hálfum skrokkum lækkar úr 555 krónum kílóið í 472, og smá- söluverðið úr 719 krónum I 636. Kílóið af 1. flokks smjöri lækkar úr 1189 krónum 11096. Verð á nautakjöti verður óbreytt. Hins vegar hækkar verðið á rjóma, osti og undan- rennu, í framhaldi kjara- samninganna. Kvarthyrnan af rjóma hækkar úr 181 krónu í 189, kílóið af 45% osti úr 1010 krónum í 1040 og undanrennu- lítrinn úr 42 í 44 krónur. HH Megumviðkynna: BÍSI0G KRIMMI — ný teiknimyndasaga á bls. 2 Dagblaðið hefur fengið einkarétt á nýrri íslenzkri teiknimyndasögu eftir Sigurð Örn Brynjólfsson og hefur hún göngu sína í blaðinu í dag. Nefnist hún Bísi og Krimmi og fjallar hún um tvo fanga og líf þeirra innan veggja fangelsis- ins. Þeir kumpánar sleppa þó stundum út fyrir múrana, en eru yfirleitt komnir inn aftur daginn eftir. Ýmsar aukaper- sónur koma siðan fram bæði innan og utan fangelsisveggj- anna. Hver saga er sjálfstæð heild. Sigurður Örn lauk prófi frá auglýsingadeild Myndlista- ög handíðaskóla Islands og fór síð- an til framhaldsnáms í Hol- landi. Hann hefur teiknað fyrir sjónvarp, t.d. auglýsingu Iðnað- arbankans um krónuna og hann vinnur nú að fyrslu löngu ís- lenzku teiknimynjiinni, um Þrymskviðu, og fékk til þess starfslaun listamanna árið 1975. Sigurður starfar nú sem teiknari hjá Auglýsingaþjón- ustunni. Sigurður örn byrjaði að skapa þá Bísa og Krimma sl. haust. Hann sagði í viðtali við Dagblaðið að svona fígúrur þró- uðust í vinnslu. Hugmyndir sagðist hann fá hér og þar, en einnig settist hann niður og upphugsaði eitthvað sniðugt sem hann festi á blað. Þessar hugmyndir útfærði hann síðan í næði síðar meir. Þess má geta að lokum að Sigurður Örn mun taka að sér aðalkennslu við auglýsinga- deild Myndlista- og handíða- skólans næsta vetur. -JH. Bísi og Krimmi ásamt skapara sínum, Sigurði Erni Brynjólfs- syni, utan múranna í gær. DB-mynd Bjarnleifur.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.