Dagblaðið - 04.07.1977, Blaðsíða 2

Dagblaðið - 04.07.1977, Blaðsíða 2
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 4. JULÍ1977. 2 Hreinn Níelsson hringdi: Mig langar að koma nokkru á framfæri sem sýnir að mínum dómi bezt hvað kerfið er rotið. Ég hef í mörg ár verið sjúkling- úr og því lítið getað unnið. Núna í vetur var ég svo í endur- hæfingu uppi á Reykjalundi og fékk nokkurn bata. En ég fæ enga vinnu og þar af leiðandi ekkert húsnæði. Ég hef leitað til Ráðningar- skrifstofu Reykjavíkurborgar og beðið um létta vinnu en af einhverjum ástæðum hef ég enga úrlausn fengið. Ég bý nú í litlu herbergi en mér hefur verið sagt upp leig- unni en þar sem ég hef enga vinnu vill enginn annar leigja mér. Ég leitaði til borgarinnar út af þessu og það var auglýst fyrir mig eftir íbúð. Nokkrir hringdu en þegar þeir heyrðu að ég hefði ekki vinnu vildu þeir ekkert við mig tala. Ekki virðist vera hægt að útvega mér borgaríbúð. Ég ætla að biðja blaðið að koma þessu á framfæri ef ske kynni að það rumskaði við ein- hverjum. Stœrðir 37-42 Seltimingar löggæzlu- lausir á nóttunni? 0358—0288 skrifar: Mig langar að gera það að tillögu minni að íbúum á Sel- tjarnarnesi verði hið allra fyrsta sendur heim bréfmiði sem veitir upplýsingar um nöfn og heimasíma lögregluþjóna á Seltjarnarnesi. — Astæðan fyrir þessari tillögu minni er sú að fyrir nokkrum nóttum þurfti ég að fá lögregluþjón á heimiíi mitt vegna mjög áríðandi máls. Enginn svaraði á lögreglu- stöðinni á Seltjarnarnesi þessa nótt frekar en endranær. Greip ég þá til þess ráðs að hringja á Reykjavíkurlögregluna sem kom á staðinn og gerði þær ráðstafanir er þurfti að gera þá stundina. Eitthvað voru þeir góðu herrar nú samt ragir við að framfylgja lögum þessa lands því aðilinn, sem þeir fjarlægðu, var kominn á heimil- ið aftur innan tíðar. Var nú hringt aftur á Reykjavíkur- lögregluna og var hún hin reiðasta yfir þessum látum og lagði til að hringt yrði á Seltjarnarneslögregluna. Þegar ég upplýsti viðkomandi um að enginn svaraði á stöðinni sagði hann mér að hringja heim til lögregluþjónsins. Fékk ég nú upplýsingar hvað hann héti að fornafni — og ekkert meira. Var Reykjavíkurlögreglan nú orðin afar æst og- fékk ég að vita það að íbúar Seltjarnar- ness ÆTTU að vita hvað lögregluþjónarnir þeirra heita OG HVAÐA HEIMASÍMA ÞEIR HAFI. Heldur fannst mér nú óskemmtilegt að hringja í 500 nafna mannsins í síma- skránni svona um miðja nótt svo ég hringdi næst í Hafnar- fjarðarlögregluna sem á víst að annast löggæzlu á Seltjarnar- nesi ef ekki næst í lögregluþjón þess kaupstaðar. Hafnarfjarðar- lögreglan var hin elskulegasta, mun kurteisari en Reykjavíkur- lögreglan, og þar sem vakt- hafandi lögregluþjónn Seltjarnarness svaraði ekki uppkalli var mér gefinn heima- sími hans. Og viti menn, maðurinn býr í Kópavogi. Reyndist hann ekki vera sofandi þegar ég hringdi og kom hann á staðinn, sem reyndist svo ekki nauðsynlegt þegar búið var að aka leiðina milii Kópavogs og Seltjarnar- ness. Er þetta örugglega ekki í fyrsta skipti sem Seltirningar verða varir við að þeir eru svo að segja löggæzlulausir frá klukkan 23 á kvöldin. „Með lögum skal land byggja“ stendur á stjörnunni sem einkennir lögregluna. En hvað á að gera þegar ekki næst i hana? Atvinnu- og húsnæðislaus Enn um sjónvarp Umsjón: Dóra Stefánsdóttir Kr. 5980.- 4218-7801 skrifar: Þegar ég var að horfa á sjón- varpið á laugardagskvöldið fór ég að hugsa um hvaða tilgangi þulur þjónuðu. Hvað kostar þetta sjónvarpið með öllu tilheyrandi á ári, t.d. hár- greiðsla, förðun og þjálfun? Það sem að mínu viti mætti betur gera við fé þetta er að hafa tvær bíómyndir á föstudags- og laugardags- kvöldum (þó ekki væri nema Hvað skyldi þetta kosta? Splunku- nýtt 20-30 ára gamlar bandarískar) því þá vinna fæstir daginn eftir. Einnig mætti nota þetta fé til að flýta fyrir útsendingu í lit og að síðustu mætti lækka afnotagjöld. Gott væri að fá tölur um þessa liði hjá Ríkisút- varpi. Kr. 4950.- Raddir lesenda

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.