Dagblaðið - 04.07.1977, Blaðsíða 4

Dagblaðið - 04.07.1977, Blaðsíða 4
4 DAGBLAÐIÐ^MÁNUDAGUR^JÚL^^^l Akureyrskur völundur — smíðargítara, kontrabassa og langspil Þegar við DB-menn vorum á ferð á Akureyri fyrir nokkru fréttum við af manni nokkrum, Friðgeiri Sigurbjörnssyni, sem í fjölda ára hefur fengizt við að smíða og gera við hljóðfæri. Friðgeir er fæddur árið 1896 og er því orðinn áttræður. Við lit- um inn á verkstæði Friðgeirs „Strengi". — Hefurðu smíðað mikiö af hljóðfærum? „Ja, ég hef gert soldið að því. Mest hef ég smíðað af gíturum , bæði venjulegum og rafmagnsgíturum og svo kontrabassa og langspil . Mestur tími fer auðvitað í viðgerðirnar," sagði Friðgeir. — Og eftir hverju ferðu þegar þú smíðar? „Ég smíða dálitið eftir því sem ég sé og breyti því eftir því sem mér hentar. Sumt smíða ég á lager en annað eftir pöntun- um. Eg held að segja megi að flestir séu ánægðir með hljóð- færin sem ég smíða. — Og hvérnig ganga viðgerðirnar? „Ég hef ekki enn haft undan. Hérna er ég t.d. með elzta orgel í Skagafirði sem ég er að reyna að gera upp og reyna að fá gott. Ég veit ekki nákvæmlega hvað það er gamalt. Hér er svo annað sem er yngra. Ártalið 1896 er skrifað á það en það er líklega ekki smíðaárið. Þetta orgel er ekki nærri því eins gott og það gamla. Hér er svo rafmangsgítar sem ég smíðaði fyrir ca 15 árum, hann var notaður í hljómsveit og er ósköp illa farinn. Ég ætla að yita hvort ég get ekki gert við hann." — Hefurðu nokkra hugmynd um hvað þú hefur smíðað mörg hljóðfæri? „Nei, það get ég ekki gizkað á. Ég veit að ég hef smíðað 130 langspil en þori ekki að segja til um annað. Ég hef alltaf unnið að þessu einn á verkstæðinu mfnu sem ég kalla Strengi, bara til að það heiti eitthvað." —Og hvað kosta hljóðfæri hjá þér? „Það er svipað og meðalverð í búðum, þó svolitið misjafnt eftir stykkjum." • — Hefurðu hlotið einhverja menntun til þessara smíða? „Ne-i. Eg er lærður hús- gagnasmiður, ég. hef hins veg- ar lengi haft áhuga á þessu en ekki leitað mér mennta." — Hvaðan færðu aðallega hljóðfæri til viðgerða? „Það er mest héðan, en svo kemur þetta einnig frá Reykja- vík, þaðan kemur þó nokkuð," sagði Friðgeir að lokum. -DS. Friðgeir Sigurbjörnsson heldur á rafmagnsgítar sem hann smíðaði fyrir einum 15 árum og er nú að 'gera upp. c Hnífsdalur: 3 Vegurinn til Isa- fjarðar býður hættunum heim veginum. Kvaddi þá blm. velgjörðarmann sinn, öku- manninn, og fór að kanna það sem fyrir augum bar., Niðri í fjöru var hús málað í skrautlegum litum og með hall- andi skúrþaki. Stóð á því „Selið" og einnig gaf áletrun á húsinu það til kynna að hiisið væri eign Litla leikklúbbsins á ísafirði. ísafjörður og Hnífs- dalur eru nú orðin eitt og sama bæjarfélagið og því ekki rétt að tala lengur um þetta tvennt sem aðskilda staði. Mikið um slys Hin upprennandi búkona, Gulla Flosadóttir. „Má bjóða þér far?" sagði ungi maðurinn á Fíatbílnum um leið og hann opnaði dyrnar og bauð blm. að sitja í til Hnífs- dals. „Maður er nú heldur þunnur í dag en það þýðir ekki að láta það á sig fá, heldur að taka ótrauður til við vinnuna," sagði ökumaðurinn og átti þar við afleiðingar skemmtunar gærkvöldins. „Hvað á að gera á Hnífsdal" spurði ökumaður. Blm. kvaðst ætla að heyra hljóðið í þeim Hnífsdælingum, ,,|)á geturðu byrjað á að ræða við einn," sagði ökumaður og átti þar við sjálfan sig. Fór hann síðan með nokkrar ljóðUnur á þessa leið: Þingeyri, Flateyri, Bolungarvfk eru fyrirheitnir staðir, að komast þangað á einhverri tík og reyna að vera glaðir. Fyrr en varði var billinn kominn inn í Hnifsdal, enda ekki nema steinsnar frá Isafirði eftir nýmalbikuðum, breiðum a ny|0 veginum Hún Guðbjörg Torfadóttir er búin að vera á Hnífsdal allt frá áririu 1928. Kvaðst hún ekki hafa farið oft út á Djúp en þó hafi hún t.d. verið í Fagra- nesinu, gamla Djúpbátnum, sem strandaði í Vigur hér um árið. Dvaldi hún þá í Vigur þann daginn áður en Fagranesið náðist út á flóðinu um kvöldið. í Vigur þótti henni afar fallegt og búsældarlegt. Nýi, malbikaði vegurinn frá Isafirði liggur í fjallshlfðinni fyrir ofan hús Guðbjargar. Ekki er Guðbjörg ýkja hrifin af þeirri vegarframkvæmd, enda hafa slysin þar orðið mörg og alvarleg. Ný sorpeyðingarstöð Skömmu eftir sameiningu sveitarfélaganna, Isafjarðar og Hnífsdals, komu sveitarfélögin sér upp sorpeyðingarstöð sem reist var rétt við þjóðveginn frá Hnífsdal til Bolungarvíkur. F.r sorpeyðingarstöðin hin glæsi- legasta þó talsvert draslsem er til lítils augnayndis, safnist þar í kring. Er blm. var á leið út úr Hnifs- dal rakst hann á þessa ungu stúlku á meðfylgjandi mynd þarna við stýrið á drátt- arvélinni. Kvaðst hún heita Gulla og pabbi sinn héti Flosi. Augljóslega hefur hún tals- verðan áhuga á dráttarvélar- akstri ef marka má íbygginn svip hennar á myndinni. Hver „Selið", húsna-ði I.ilhi lcikklúhhsins ú ísafirði. M&*mim Guðbjörg Torfadóttir i Hnífsdal og hundurinn Mikki. DB-mvndir BH. veit líka nema Gulla litla verði bóndi sem ekur um á dráttarvél á þessum jafnréttistímum kynj- anna. -BH. (m BOLLI HEÐINSSON Sorpc.vðingarstöðin. sein „plássin" við Djúp reistu sameiginlega.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.