Dagblaðið - 04.07.1977, Blaðsíða 5

Dagblaðið - 04.07.1977, Blaðsíða 5
DAGBLAÐIÐ. MANUDAGUR 4. JULÍ 1977. „Oj barasta.." — lítil saga um „rúntinn" á Djúpavogi — því „rúntur" er þar eins og víðar Félagsheimilið þeirra Djúpavogsbúa er eitt hið hrörlegasta á öllu landinu. Nýtt heimili, sem standa á bak við hið gamla mun vera til á teikningu og sannarlega veitti ekki af að framkvæmdir hæfust sem fyrst. Heimilið stingur mjög i stúf við sóknina fram á við sem einkennir staðinn. Konurísjó- mannastétt - iámmmmmmmmmmmmmmmmmm Kristín Jónsdóttir og Þuríður Björnsdóttir um borð i (ira'. Akra- borg. Heldur er það fátítt að konur leggi fyrir sig sjómennsku og kemurþar margt til. I fyrsta lagi eru það fornar hefðir og venjur um atvinnuskiptingu, þar sem sjómennskan er hið dæmigerða karlmennskustarf. Einnig hefur komið fram í könnun að konur sjálfar telja sér varla fært að stunda sjómennsku og var þá sérstaklega átt við fisk- veiðar að vetri til, auk þeirra kvaða sem óneitanlega eru lagðar á konur hvað varðar barnauppeldi og heimilishald, enn sem komið er. Allt þetta gerir það að verkum að konur hafa lítið sótt í þessi störf. I sjálfu sér er þó ekkert til fyrirstöðu að konur sinni tæknilegum störfum um borð í skipum til jafns við karla og er þá átt við skipstjórn, störf í vél og við fjarskipti, auk mat- reiðslustarfa, sem hingað til hafa að mestu verið í höndum karla. A ferð Dagblaðsins nýlega hittum við konur í sjómanna- stétt um borð i tveimur skipum, Akraborg og Baldri. t Ákra- borginni voru tvær stúlkur við afgreiðslustörf í veitingasal skipsins, þær Kristrín Jóns- dóttir og Þuríður Björnsdóttir. Kristín hefur sinnt sjó- mennskunni í rúmt ár en Þuríður í sumar. Þær stóllur sögðust kunna prýðilega við sjómennskuna. Starfið væri mjög gott'. Einstaka sinnum kæmi fyrir að þær yrðu sjóveikar, ef veður væru m.jög vond.en þábrygðu þær.sér bara aðeins frá. Leiðin yaéri það stutt, að það kæmi yfirleitt ekki að sök. Ekki höfðu þær þó áhuga á því að fara i sjómanna- skóla "og læra til starfans. í flóabátnum Baldri hittuin við Guðrúnu Elfu Hauksdóttur og vann hún sömu störf og stöllur hennar um borð í Akra- borginni. „Þetta er nú.aðeins sumarstarf hjá mér og ágæt tilbreyting frá skólanum. Ég bý i Stykkishólmi þannig að ég er aldrei lengi í burtu í einu. Ég hef ekki fundið fyrir s.jóveiki ennþá, enda hef ég aðeins verið í stuttan tíma, -JH. Guðrún Klfa Hauksdótlir sinnir slörfimi sinuin um borð i flóahálnum Baldri. DB-mvndir Ilörður. Nóttin er að koma, björt og fögur, ungu Djúpavogsdömurnar Hrönn og Kristin eru á heimleið. „Oj barasta," sögðu þær um mótorhjólastrákana. Skyldi þeim vera alvara? — DB-myndir R. Th. Sig. Oj barasta, þeir eru svo hallærislegir, sögðu stöllurnar Hrönn Asbjörnsdóttir og Kristín Hjartardóttir. Við hittum þessar ungu stúlkur á Djúpavogi og reyndum að taka þær tali um landsins gagn og nauðsynjar. Það gekk barasta ekkert of vel. Þær voru hlédrægar stúlkur og vildu greinilega sem minnst blanda geði við ókunnuga. A laugardagskvöldi, þegar veður er hlýtt og miðnætursólin skín á Djúpavog, er „rúnturinn" þeirra í fullum gangi. Unga fólk- ið, sem ekki hefur farið á næstu firði til að dansa, ekur á gljáandi bifreiðum eftir götunum. Sumir þenja mótorh.jólin, þau ýlfra ámáttlega. Og svo eru það stelpurnar sem ganga rúntinn arm í arm. Bensínstöðin er að því er virðist hjarta bæjarins þessa stundina. Þar er mest lífið enda lifsbjörg að fá í sjoppunni. Að vísu fæst þar ekkert gosdrykkja. „Þeir fyrir sunnan" hafa gleymt því að Austfirðingar eru á landa-' kortinu. „Þetta er yfirvinnu- banninu að kenna, eða þakka," sagi okkur ein stúlka í sjoppu þar sem við áðum eystra. Mótorhjólagæjarnir Gísli Boga- son og Karl E. Guðmundsson eru listamenn í meðferð hjólanna. Þeir doka við andartak og við förum að spjalla um unga fólkið og Djúpavog. Þeim lízt ekki á athugasemdir ungu meyjanna sem við höfum hitt áður. „Hvað ætli við séum að reiða pessar bykkjur," skýtur einn mótorhjóla- maður inn í þegar við stingum upp á því að vel væri við hæfi að hvíla göngumóðar stúlkurnar. Einhvern veginn fannst okkur þó að ekki fylgdi hugur beint máli. Nóttin er að koma á, friður og ró hvilir yfir þessum fallega bæ, Djúpavogi. Það má heyra I mönnum sem eru að lagfæra bát sinn niðri í fjöru. Fólk er gengið til náða og „rúnf'lífinu er lokið. Ungt fólk er horfið af götunni og safnar orku til nýs dags, sunnudags. -JBP- VARAHLUTIR í jeppana eru nú sífellt að berast CjTX Einnigfást blæjur __ éjeppa Allt á Sama StaÖ LaugaYegi118-Sími 22240 EGILL VILHJÁLMSSON HE

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.