Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 04.07.1977, Qupperneq 5

Dagblaðið - 04.07.1977, Qupperneq 5
DAGBLAÐIÐ. M ANUDAGUR 4. JULÍ 1977. R Félagsheimilið þeirra Djúpavogsbúa er eitt hið hrörlegasta á öllu landinu. Nýtt heimili, sem standa á bak við hið gamla mun vera til á teikningu og sannarlega veitti ekki af að framkvæmdir hæfust sem f.vrst. Heimiiið stingur mjög í stúf við sóknina fram á við sem einkennir staðinn. Nóttin er að koma, björt og fögur, ungu Djúpavogsdömurnar Hrönn og Kristín eru á heimleið. „Oj barasta," sögðu þær um mótorhjólastrákana. Skyldi þeim vera alvara? — DB-myndir R. Th. Sig. „Oj barasta..” — lítil saga um „rúntinn” á Djúpavogi — því „rúntur” er þar eins og víðar Konur í sjö- mannastétt Kristín Jónsdóttir og Þuríður Björnsdóttir um borð í Akra- borg. Heldur er það fátitt að konur leggi fyrir sig sjómennsku og kemurþar margt til. I fyrsta lagi eru það fornar hefðir og venjur um atvinnuskiptingu, þar sem sjómennskan er hið dæmigerða karlmennskustarf. Einnig hefur komið fram í könnun að konur sjálfar telja sér varla fært að stunda sjómennsku og var þá sérstaklega átt við fisk- veiðar að vetri til, auk þeirra kvaða sem óneitanlega eru lagðar á konur hvað varðar barnauppeldi og heimilishald, enn sem komið er. Allt þetta gerir það að verkum að konur hafa lítið sótt í þessi störf. 1 sjálfu sér er þó ekkert til fyrirstöðu að konur sinni tæknilegum störfum um borð í skipum til jafns við karla og er þá átt við skipstjórn, störf í vél og við fjarskipti, auk mat- reiðslustarfa, sem hingað til hafa að mestu verið í höndum karla. Á ferð Dagblaðsins nýlega hittum við konur í sjómanna- stétt um borð i tveimur skipum, Akraborg og Baldri. t Akra- borginni voru tvær stúlkur við afgreiðslustörf í veitingasal skipsins, þær Kristrín Jóns- dóttir og Þuríður Björnsdóttir. Kristín hefur sinnt sjó- mennskunni í rúmt ár en Þuríður i sumar. Þær stöllur sögðust kunna prýðilega við sjómennskuna. Starfið væri mjög gott. Einstaka sinnum kæmi fyrir að þær yrðu sjóveikar, ef veður væru mjög vond.en þábrygðu þærser hara aðeins frá. Leiðin væri það stutt, að það kæmi yfirleilt ekki að sök. Ekki höfðu þær þó áhuga á því að fara i sjómanna- skóla og læra til starfans. I flóabátnum Baldri hittum við Guðrúnu Elfu Hauksdóttur og vann hún sömu störf og stöllur hennar um borð i Akra- borginni. „Þetta er nú aðeins sumarstarf hjá mér og ágæt tilbreyting frá skólanum. Ég bý í Stykkishólmi þannig að ég er aldrei lengi í burtu i einu. Eg hef ekki fundið fyrir sjóveiki ennþá, enda hef ég aðeins verið í stuttan tíma, •JH. Guðrún Elfa llauksdótlir sinnir störfuin sínuni uin borð i flóabátnum Baldri. DB-in.vndir llörður. Oj barasta, þeir eru svo hallærislegir, sögðu stöllurnar Hrönn Ásbjörnsdóttir og Kristín Hjartardóttir. Við hittum þessar ungu stúlkur á Djúpavogi og reyndum að taka þær tali um landsins gagn og nauðsynjar. Það gekk barasta ekkert of vel. Þær voru hlédrægar stúlkur og vildu greinilega sem minnst blanda geði við ókunnuga. Á laugardagskvöldi, þegar veður er hlýtt og miðnætursólin skín á Djúpavog, er „rúnturinn" þeirra í fullum gangi. Unga fólk- ið. sem ekki hefur farið á næstu firði til að dansa, ekur á gljáandi bifreiðum eftir götunum. Sumir þenja mótorh jólin, þau ýlfra ámáttlega. Og svo eru það steipurnar sem ganga rúntinn arm í arm. Bensínstöðin er að því er virðist hjarta bæjarins þessa stundina. Þar er mest lífið enda lífsbjörg að fá í sjoppunni. Að visu fæst þar ekkert gosdrykkja. „Þeir fyrir sunnan“ hafa gleymt því að Austfirðingar eru á landa-' kortinu. „Þetta er yfirvinnu- banninu að kenna, eða þakka,“ sagi okkur ein stúlka í sjoppu þar sem við áðum eystra. Mótorhjólagæjarnir Gísli Boga- son og Karl E. Guðmundsson eru listamenn í meðferð hjólanna. Þeir doka við andartak og við förum að spjalla um unga fólkið og Djúpavog. Þeim lízt ekki á athugasemdir ungu meyjanna sem við höfum hitt áður. „Hvað ætli við séum að reiða þessar bykkjur," skýtur einn mótorhjóla- maður inn í þegar við stingum upp á því að vel væri við hæfi að hvíla göngumóðar stúlkurnar. Einhvern veginn fannst okkur þó að ekki fylgdi hugur beint máli. Nóttin er að koma á, friður og ró hvllir yfir þessum fallega bæ, Djúpavogi. Það má heyra i mönnum sem eru að lagfæra bát sinn niðri í fjöru.. Fólk er gengið til náða og ,,rúnt“lífinu er lokið. Ungt fólk er horfið af götunni og safnar orku til nýs dags, sunnudags. -JBP- VARAHLUTIR í jeppana eru ntí sífellt að berast Einnigfást blæjur ájeppa

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.