Dagblaðið - 04.07.1977, Page 6

Dagblaðið - 04.07.1977, Page 6
DAGBLAÐIÐ. MANUDAGUR 4. JÚLl 1977. ' .............. ' 6 r Vatnið er fyrír hendi en milljónahundruðin vantar —til að Reykjavík fái nægilegt og ómengað vatn til allra þarfa borgarbúa Gvendarbrunnarnir, sem séð hafa Reykvíkingum fyrir heimsins bezta vatni í meira en hálfa öld, eru nú á „síðasta snuning". Það þykir ófor- svaranlegt að jafnstór borg og Reykjavik er orðin, fái vatn úr opnu vatnsbóli. Áætlun sem unnið er að miðar að því að þeir verði lagðir niður 1978. Eftir það verður Heiðmörkin aðalvatnsból Reykjavíkur og þar mun fást nægilegt ómengað vatn til allra þarfa Reykvíkinga. Vatnsbrunnar höfuðborgarinnar verða á Jaðarssvæðinu og Myllulækjar- svæðinu. Vatnsbrunnar eru þegar fyrir hendi en herzlu- muninn vantar á að ljúka við aðallögn sem tekur við vatns- magni þeirra og flytur til borg- arbúa. ,,Það hefur stanzlaust verið unnið að borunum eftir vatni frá þvi 1960," sagði Þóroddur Sigurðsson vatnsveitustjóri er hann fór með blaðamanni DB um nýju vatnasvæðin. „Þrír til fjórir brunnar hafa fengizt á ári hverju. Þeir eru allt að 50- 60 sentímetrar í þvermál og dýptin er 10 til 90 metrar," sagði Þórhallur. „Með fullnýtingu vatns- magnsins á svæðinu . má tvöfalda það vatnsmagn sem nú fer til borgarinnar. En þá verður vatnasvæði Reykjavikur orðið 5-6 km langt, allt frá Silungapolli í Heiðmörk." Jaðarssvæðið gefur nú þegar um 500 sekúndulítra vatns, eða 43 þúsund tonn á sólarhring. Þá vantar 3-400 sekúnduiítra til Hér stendur Þóroddur Th. Sigurðsson vatnsveitustjóri við dælu þá og vatnsbrunn á Jaðarsvæðinu sem bjargað frá' vatnsskorti undanfarna mánuði. Þessi hola gefur 165 sekúndulítra. Við öxl Þórorids má sjá í skýli annarrar dæiu sem gefur 65 sekúndulitra. Þessu vatnsmagni hefur frá þvi í vetur verið dæit i Gvendarbrunna eftir bráðabirgðaleiðslum. Það hefur afstýrt hreinum vatnsskorti í Revkjavík. DB-mynd Hörður. Bor að verki á Myllulækjarsvæðinu suðaustan við Elliðavatn. Þarna er búið að finna nægilegt vatnsmagn til að leggja megi Gvendarbrunna niður. Það vantar bara leiðslurnar til að ná þessu vatni til Reykjavíkur. Og leiðslurnar kosta milljónir. viðbótar og þeir eru þegar fundnir á Myliulækjarsvæðinu. Þar hafa þegar verið boraðir þrír mjög góðir brunnar, sem gefa 4-450 sekúndulítra. Þetta vatnsmagn nýtist ekki enn nema að litlu leyti vegna skorts á aðalleiðslum inn á vatnasvæðið og dælumið- stöðvum. Allmiklu vatnsmagni hefur undanfarna mánuði verið dælt úr brunnum Jaðars- svæðsins i Gvendarbrunna til að viðhalda nauðsynlegu vatns- magni þar. Er það leitt þangað I bráðabirgðaleiðslum. Ný aðalleiðsla er komin upp með Elliðaánum, yfir Rauðhóla- svæðið, þar sem var um mjög kostnaðarsamar lagnir að ræða, og inn á Gvendarbrunnasvæðið. Það sem á vantar er 1600 metra kafli milli Gvendarbrunna og Jaðarssvæðisins. Þessi kafli bíður hú útboðs en á að vera lokið vorið 1978. Leiðslurnar á þessum kafla eru metri í þvermál. Pípurnar eru komnar og bíða lagnar. Spurningin hefur aðeins verið um fé og tíma. Síðan vantar tveggja kilómetra leiðslu frá enda ólagða aðalæðarkaflans að Myllulækjarsvæðinu. Efnið í þá aðalæð kostaði í fyrra (1976) 80 miíljónir króna og mun hafa hækkað síðan. Þá þarf ýmsar byggingar, dælustöðvar, og fleira, og skortir enn fé til þeirra en búið að grafa að mestu fyrir þeim dýra grunna niður í jörðina. Gert var ráð fyrir 1976 að framkvæmda- áætlunin kostaði 485 millj. kr. Ætla má að hún kosti allmiklu meir en það er lýkur. Um það er lýkur mun borgin fá allt sitt vatn af þessu 100 hektara girta svæði en milljónahundruðin, sem fram- kvæmdirnar kosta, verða ósýni- leg að mestu, því allt verður neðanjarðar, og Vatnsveitan leggur ríka áherzlu á að ganga svo snyrtilega um Heiðmörkina að eftir á verði hún sein fyrr eins og ósnortið land. -ASt. Farfuglarnir eiga gott „hreiður” hjá Þóru á Seyðisfirði „Hirigaó kemur fólk af mörgum þjóðernum, ekki siður en íslendingar," sagði Þóra Guðmundsdóltir, ung kona er við hittuin að ináli á dögunum á Seyðisfirði. Þóra var önnum kafin við vinnu sína i Earfugla- heimilinu á Se.vðisfirði sem hún hefur rekið síðustu tvii sumrin. Þóra naut góðvildar Seyðis- fjarðarbæjar sem á gamlan síld- ar,,bragga" sem hafði sloppið við skemmdarfýsn fólks. Síldar- braggarnir, sem víða höfðu verið byggðir með ærnum til- kostnaði, hafa flestir verið skemmdir fyrir milljónir eða tugi milljóna af skemmdar- vörgum. Þarna hefur farfugla- hreyfingin eignazt hið bezta „hreiður" á sumrin' og þar er hægt að fá inni fyrir tiltölulega litið fé, 600 krónur f.vrir félags- menn, 1000 fvrir aðra gesti. Þóra kvað gestakomur hvað mestar þegar Sm.vrill kemur ti! Seyðisfjarðar á hverjum laug- ardegi. Frá Farfuglaheimilinu er ákjósanlegt, að fara í göngu- ferðir í svo til allar áttir. Þannig er fallegur og ósnortinn dalur. Vestdalur, aðeins steinsnar frá og þá er hægt f.vrir þá sem ailra brattastir eru að fara í fjallgöngu. t.d. yfir i Loðmundarfjörð, eyðisveit sem þykir búa yfir mikluin töfrum. Það er rétt að það komi fram að á ferð fréttainanna Dag- blaðsins var heimilið hennar Þóru meðal allra beztu gisti- staðanna. snvrtilegt. þægilegt og fjarskalega ódvrt. -JBP-

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.