Dagblaðið - 04.07.1977, Page 7

Dagblaðið - 04.07.1977, Page 7
DAGBLAÐIÐ. M ANUDAGUK 4. JULÍ 1977. 7 VINSTRISTEFNA OG VEÐURSPÁR „Aðeins meira til vinstri, — nei, neinei.... aðeins austar, eilítið austar...“ Fyrir- skipanirnar hljómuðu gegnum skóginn á Hallormsstað. Hvað var að gerast? Jú, við komumst brátt að þvi. Flokkur starfs- manna Skógræktarinnar var þarna að vinna við að planta trjám í þráðbeina röð — og maðurinn sem gaf þessar há- pólitísku fyrirskipanir reyndist vera kollega blaðamannanna, Þorgrímur Gestsson. „Við köllum þetta að gefa flokkslínuna,“ útskýrði Þor- grímur og brosti. I þessum hópi flokkslínu- manna var annar merkur maður, Hrafn heitir hann Sveinbjarnarson, veðurglöggur með afbrigðum. Sigurður Blöndal sagði okkur þá sögu til sannindamerkis um þetta að í vetur hefði Hrafn sagt sem svo: „Vorið kemur mánudaginn 15. mai klukkan tvö“. Þarna skakkaði ekki miklu, vorið kom bókstaflega sex klukkutimum fyrr þennan sama dag. Þá tók við dýrðartími, suðræn sól og 18-20 stiga hiti, en svo snerist hann í norðanbálið. Hrafn hafði víst líka spáð því hvenær batinn kæmi og það stóðst líka. Veðurstofan ætti að hafa slíkan mann í þjónustu sinni, eða hvað finnst ykkur, lesendur góðir? En það eru ekki bara karl- Þær vinna við að hiúa að plöntunum í Hallormsstaðaskógi, góð sumarvinna sem unga fólkið áHéraði fær, enda bera þær þess vott að hafa bakazt í sólskininu. DB-invndir R. Th. Sig. Þorri (Þorgrímur Gestsson) fremstur á myndinni, næstur honum, með alpahúfu og í stuttbuxum, er Hrafn veðurspámaður Svein- bjarnarson. menn að vinnu í skógræktinni þessa dagana. Þar eru ungar og fríðar stúlkur sem áreiðanlega hafa hressandi áhrif á trjágróð- urinn. Við látum fylgja þessu grein- arkorni myndir af stúlkunum hans Sigurðar Blöndals í Hallormsstaðaskógi. -JBP- Færeijjar Þaö sem gerir Færeyjaferö aö ævintýri er hin mikla náttúrufegurö, ásamt margbreytilegum möguleikum á skemmti- og skoóunarferöum um eyjarnar, og síöast en ekki síst hiö vingjarnlega viðmót fólksins. Ef þú ert einhvers staóar velkominn erlendis - þá er þaö í Færeyjum. Giænlaiul Ferö til Grænlands - þó stutt sé - er engu lík. í Grænlandi er stórkostleg náttúrufegurö og sér- kennilegt mannlíf, þar er aö finna hvor tveggja í senn nútíma þjóðfélag eins og viö þekkjum þaö - og samfélagshætti löngu liðins tíma. Stórskemmtilegar feröir sérstaklega fyrir fjölskyldur - starfshópa og félagasamtök. Spyrjiö sölufólk okkar, umboösmenn eöa feröaskrifstofurnar um nánari upplýsingar. FLUCFÉLAC ÍSLAJVDS LOFTLEIÐIR

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.