Dagblaðið - 04.07.1977, Side 8

Dagblaðið - 04.07.1977, Side 8
8 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 4. JÚLl 197V. ÚTBOÐ Vegagerð ríkisins óskar eftir til- boðutn í lögn olíumalarslitlags á eftir- talda vegarkafla: Hafnaveg, nýlögn. Njarðvíkurveg, ---- Vogaveg, --- Þingvallaveg, --- Suðurlandsveg, --- Eyrarbakkaveg, --- Reykjanesbraut, yfirlögn. Hafravatnsveg, --- Suðurlandsveg, yfirlagnir. Samtals er um að ræða um 72.000 ferm nýlögn og um 74.000 ferm yfirlögn. Útboðsgögn verða afhent gegn 10.000 kr. skilatryggingu á Vegamála- skrifstofunni (hjá aðalgjaldkera), Borgartúni 1, Reykjavík, frá og með þriðjudeginum 5. júlí 1977. Tilboðum skal skilað fyrir kl. 14 fimmtudaginn 14. júlí nk. 29555----------------------------------------- Opið alla daga virka daga fró 9 til 21 um helgar fró 1 til 5. Höfum fjársterkan kaupanda að 3-4 herb. sérhæð með góðum stofum á 1. eða 2. hæð. Hefur 6 inilljónir við undirritun kaupsamnings. Seljendur athugið Höfuin kaupendur að mörgum öðrum góðum eignum víðsvegar um borgina. Eignanaust Laugavegi 96 (við Stjörnubió') Síini 29555 Hjörtur Gunnarsson Bogi Ingimarsson Svanur Þór Vilhjálinsson hdl. Aöframan: Ford Broneo Datsun 220 Benz Chevrolet Buick Opel Rekord Plymouth Vloskvitch Volga Lada Cortina Dodge Range Rover Volvo F 86 og fleiri McPherson fram- höggdeyfar: Cortina Escort Capri og fleiri Stýris- höggdeyfar: Land Rover Volvo F88 Seania og fleiri Kiguin von á höggde.vfum í ýinsa fleiri hila, |>ar á ineðan Benz 309. HOGGDEYFAR fyrirliggfanúi meðal annars í eftirtalda bila: Aðaftan: Ford Bronco Benz Opel Rekord Moskvitch Volga Lada Falcon Ford Comet Taunus Rambler Ciassic Ambassador Vlatador Fíat 124 Escort Oldsmobile Range Rover og fleiri. LOA D-A-JUSTERS: höggdeyfar sem erumeðutaná liggjandi gormum. Auka burðarþol bílsins án þess að gera hann hastan: Dodge Coronet Vlazda 929 Plvmouth Fury og fleiri Utveguin Koni höggde.vfa í alla híla og einnig fíest mótorh.jól. Póstsendum um allt land. ARMULA 7 - SIMI 84450 Tyrkland: Stjórnarskipti — Ecevit segir af sér Ríkisstjórn Tyrklands varð að segja af sér i gær vegna þess að þingið felldi stuðningsyfir- lýsingu við stjórnina. Forsætis- ráðherrann" Bulent Ecevit verður því að láta völdin af höndum til fyrirrennara síns, Suleyman Demirel, að því er virðist. Flokkur hans vann mikinn sigur fyrir um það bil fjórum mánuðum, og.í kjölfar þessara kosninga ber ósigur Ecevit að. Það var Ecevit sem stjórnaði aðgerðum á Kýpur árið 1974. Þá um sumarið sendi hann her- menn þar á land. Ecevit hóf ungur afskipti af stjórnmálum. Hann leitaði fyrst fanga í flokki Demirels, Lýð- veldisflokknum. Þar hefur hann starfað ötullega síðan og hefur flokkurinn færzt mjög til vinstri í tíð Ecevit. Ecevit hefur alltaf viljað vera látlaus og hefur gert sér far um að lifa einföldu lífi. Þegar hann tók við völdum í Tyrklandi neitaði hann að búa í forsætisráðherrabústaðnum og valdi fremur lítið húsnæði. Hann vildi heldur ekki nota stóra bíla stjórnarinnar og ók í litlum, ódýrum bílum. Ecevit er löngu orðinn þekktur rithöf- undur og skáld í Tyrklandi. Hann komst á þing mjög ungur, eða 32 ára, og hafði þá starfað mikið að ritstörfum. Hann talar ensku mjög vel og hefur miklar mætur á mörgum enskum rithöfundum. Hann yrkir sjálfur mikið á moður- máli sfnu, en einnig hefur hann þýtt fjöldann allan af ljóðum t.d. eftir T.S. Eliot og Ezra Pound. AMIN ER VILLIDÝR — segir fyrrverandi dómsmálarádherra íUgMda Fyrrverandi dómsmálaráð- herra Úganda, sem hefur flúið land og er í Bretlandi, sagði í viðtali við brezka blaðið Daily Mirror að forseti landsins, Idi Amin, hefði tryllzt úr reiði þegar árásin var gerð á Entebbe- flugvöll. Hann hafi skipað svo fyrir, eftir árásina að allir sem væru að hlæja skyldu teknir fastir vegna þess að fólki í land- inu leyfðist ekki að hlæja að óförum hans. Þeir sem voru staðnir að þessu voðaverki, voru umsvifalaust teknir og skotnir. Fyrrverandi dómsmálaráðherr- ann Godrey Lule sagði að Amin hefði verið eins og villidýr eftir árás ísraelsmanna á Entebbe- flugvöllinn. Fólk í Úganda var hins vegar ánægt með að forset- inn hefði verið auðmýktur á þennan hátt, sagði fyrrverandi dómsmálaráðherrann. Hann var ráðherra í fjögur ár. Idi Amin hefði borizt það til eyrna að fólk væri ekkert óánægt með niðurlægingu hans. Þess vegna skipaði hann hersveitum út á strætin og fólk var handtekið fyrir það eitt að brosa, svo þeir sæju. Godrey Lule sagðist hafa sjálfur séð það með eigin augum að um fimmtíu manns hefðu verið hgndteknir og leiddir í burtu. Síðar hefði hann frétt að fólkið hefði verið skotið, vegna þess að það var að grínast og það sást til þeirra af hermönnum Amín. Ráðherrann fyrrverandi segir að tvö til þrjú hundruð manns hafi verið skotin á þennan hátt í Úganda. Maðurinn sem var á vakt í flug- turninum, þegar 'árásin var gerð, lézt í henni. En Amín vildi hefna sín. Hann tók þá menn sem voru á vakt á daginn í turninum og lét leiða þá fyrir aftökusveit. Pakistan: ÓSAMKOMULAG UM FRAM- KVÆMD nVRRA K0SNINGA - Forsætisráðherra Pakistan Zulfikar Ali Bhutto hefur sak- að stjórnarandstöðuna um að hafa gengið á bak orða sinna varðandi umræður um nýjar kosningar og að þær skuli halda nú í október. Bhutto sagði á blaðamanna- fundi í gær að stjórnarand- stöðuflokkarnir stæðu ekki við það sem um hefði verið samið sl. laugardag. Nú hafi þeir köm- ið fram með tíu atriði í viðbót sem þeir segja að nauðsynlegt sé að ræða áður en ákveðið verður hvenær gengið skuli til kosninga að nýju. Talsmaður stjórnarandstöð- unnar, Asghar Khan, sem var yfirmaður í flugher landsins, vildi ekki láta hafa neitt eftir sér um þetta atriði. Hann sagði að ennþá væru mörg atriði sem þyrfti að ræða, til að réttmætar kosningar fengjust í fram- kvæmd. Bhutto sagði að það væru ekki allir á eitt sáttir í stjórn hans um það að hlusta á allar kröfur stjórnarandstöðunnar. Asghar Khan, lét hafa það eftir sér að allir stjórnarand- stöðuflokkarnir, en þeir eru níu talsins, yrðu að samþykkja tillögur Bhutto um tilhögun kosninganna. Stofnandi Svörtu hlébarðanna: Það átti að myrða mig —til að binda endi á samtök Svörtu hlébarðanna Stofnandi Svörtu hlébarðanna, Huey Newton kom í gær til Kaliforníu. Þar var honum þegar i stað stungið inn og ákærður um morð og árás frá því árið 1974. Newton, sem hefur verið í út- legð á Kúbu í þrjú ár, kom til Erlendar fréttir REUTER Toronto í Kanada fyrir skömmu. Þar var hann handtekinn og yfir- völdin héldu honum nokkurn tíma. Þegar Newton kom frá Van- coover í Kanada, beið hans hópur fólks, nokkur hundruð - manns, sem hyllti hann mjög. Newton fékk tækifæri til þess að láta frá sér fara nokkur orð. Hann sagði að hann væri nú kom- inn til Bandaríkjanna til þess að vinna að miklum breytingum í landinu. Hann sagði að þegar hann hafi yfirgefið landið, hafi hann komizt að raun um það að skipulagt hafi verið að myrða hann til að koma Svörtu hlébörð- unum endanlega fyrir kattarnef. Newton fullyrti að hann hefði aldrei myrt neinn og hann sé sannfærður um það að hann fái réttlátan dóm. Hann segir að bandarískt þjóðfélag hafi gjör- breytzt síðan á árunum milli 1960 og ’70 og hann trúi þvi að hann feigi eftir að fá réttlátan dóm og sé kominn til að berjast á nýjan leik, við þau öfl sem hann segir enn vera í vegi fyrir þvi að Bandankin séu eins og bezt verði á kosið. Brasilía: Sendiherra myrtur — leigumorðingjar frömdu verknaðinn Tveir menn sem skutu til bana ambassador Haiti í Brasilíu héldu því fram við yfirheyrslur að þeir hefðu tekizt þetta á hendur vegna beiðni fyrsta sendiráðsritar- ans. Hann hafi beðið þá um að skjóta ambassadorinn og borgað þeim fyrir verkið. Sendiráðsritarinn neitar öllum ásökunum mannanna tveggja og segir að hann eigi engan þátt i þessu ódæðis- verki. Ambassadorinn var skot- inn í hnakkann, þegar hann var að koma út úr hóteli nokkru í borginni Salvador 1 gær. Mennirnir sem handsam- aðir voru fyrir verknaðinn segja að fyrsti sendiráðsrit- arinn hafi lofað að greiða þeim um þrjú þúsund og fimm hundruð dollara fyrir vikið. Þeir hafi hins vegar aðeins fengið rúmlega eitt hundrað, eða fyrir ferðinni til Salvador.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.