Dagblaðið - 04.07.1977, Blaðsíða 9

Dagblaðið - 04.07.1977, Blaðsíða 9
DACiBLAOIO. MANU1)A(!UK4. .IULI 1977. 9 Washington Post hefur það eftir háttsettum frönskum stjórnmála- mónnum, að allt. sem Brezhnev skrifaði undir i Paris á dögunum, hafi verið samþykkt fyrirfram. Fullyrt er að forsetinn sé orðinn of gamall og heilsutæpur til að geta rætt af einhverjum krafti og alvöru við erlenda þjóðhöfðingja. Brezhnev tek- inn að gamlast —segja f rönsk st jórnvöld —tel ja hann ekki f æran um að eiga „alvöru" viðræður við Carter Bandaríkjaforseta Bandaríska dagblaðið Washington Post hafði á laugardaginn eftir embættis- mönnum frönsku rikisstjórnar- innar, að Leonid Brezhnev for- seti Sovétríkjanna hafi ekki verið fær um að ræða alvarlega við Giscard d'Estaing Frakk- landsforseta, er hann kom í opinbera heimsókn til Parísar á dögunum. Það eru fréttaritarar Washington Post i París sem skýra frá þessu. í fréttinni var þvi bætt við að franskir embættismenn drægju það í efa að Brezhnev væri fær um að eiga alvarlegar viðræður við Carter Bandaríkjaforseta vegna slæmrar heilsu og elli. — Brezhnev er nú sjötugur að aldri. Fari svo að Carter og Brezhnev ákveði að hittast, munu frönsk stjórnvöld lita á viðræður þeirra sem nokkurs konar viðhafnar- og sýndar- athöfn, sem endalok alvarlegra viðræðna annarra uíanna. Carter lýsti á fimmtudaginn var yfir vil.ja sinum að hitta Brezhnev að máli. Samkvæinl trásögn Washing- ton Post, á hátt settur maður innan frön.sku stjórnarinnar að hafa sagt um heimsókn Brez- hnevs til Parísar: ,,. . . .i raun- inni var aldrei um nein veruleg skoðanaskipti að ræða ... og svo sannarlega engar samn- ingaviðræður." Sami embættis- maður sagði, að öll þau plögg, sem skrifað var undir í París hafi verið samþykkt áður en Brezhnev kom þangað. BIAÐIÐ BorgarnesL Nýrumboðsmaður Inga Björk Halldórsdóttir Kjartansgötu 14 - Sími 7277 Bílasmiðirog bílamálarar Viljum ráða sem fyrst bílasmið eða mann vanan réttingum og bílamálara. — Mikil vinna. — Bílasmiðjan Kyndill Sóðarvogi 36. Sími 35051. Nýtt um „Koreagate": „Effortölur dygöu ekki, átti að ræna méreðamyrða" —segirleyniþjónustumaðurinn Kim Hyung- Wook ísamtali við New York Times Fyrrverandi yfirmaður í leyni- þjónustu Suður-Kóreu segir forseta landsins, Park Chung Hee, hafa fyrirskipað að sér skyldi verða rænt eða jafnvel myrtur ef ekki yrði hægt að þagga niðurisér. Leyniþjónustumaður inn er Kim Hyung-Wook. Hann er nú i Bandaríkjunum, þar sem hann hefur að undanförnu gefið þingnefnd skýrslu um hvernig Suður-Kóreanar fari að því að múta bandariskum þingmönnum. Frásögn Kims birtist í nýjasta tölublaði New York Times. Þar segir hann að forsetinn hafi sent einn af ráðherrum sínum til Bandaríkjanna til að þagga niður i sér. Ef fortölur dygðu ekki, átti að ræna honum eða myrða. Mikilvægustu upplysingarnar, sem Kim Hyung-Wook hefur géfið eru þær að Park forseti hafi sjálfur gefið fyrirskipanir um, að bandarískum þingmönnum skyldi mútað til að auka áhrif Kóreu í Bandaríkjunum. Mál þetta þykir nokkuð sóðalegt og hefur hlotið uppnefnið „Koreagate" eftir Watergate. Sérstók þingnefnd kannar um þessar mundir sögur um, að stjórnin í Kóreu hafi mútað nú- verandi og fyrrverandi þing- mönnum. — New York Times segir, án þess að vitna beint í Kim, að ráðherrann, sem átti að hafa áhrif á hann, hafi verið Min Byung Kwon, ráðherra án ráðu- neytis. Áttræð á hraðbraut í hægfara farartæki Kin Hyung-Wook — mikil- vægasta vitni þingnefndar, sem kannar, hvernig Suður- Kóreanar hafi mútað fyrr- verandi og núverandi banda- rískum þingmönnum. Lögreglumenn í Miinchen í V-Þýzkalandi urðu heldur hvumsa, þegar þeir hittu á förnum vegi, — eða réttara sagt farinni hraðbraut, — 81 árs gamla konu sem ók þar úti í vegarkantinum. Þeir tóku hana tali og hún sagði hress í bragði, að aldrei hefði sér dottið í hug fyrr að fara þessa leið heim. Ekki voru lögreglumennirnir þó alveg sáttir við það. Farar- tæki blessaðrar gömlu kon- unnar var nefnilega hjólastóll og handknúinn þar að auki. — Lögreglumennirnir slepptu konunni með áminningu. Víðtækt,velvirkt f lutningakerf i tengir ísland oghelstu viðskiptalönd landsmanna Með aukinni iðnvæðingu eykst þörfin fyrir tíðar, reglubundnar og áreiðanlegar flugsamgöngur. Víðtæk samvinna Flugfélags íslands og Loftleiða við erlenda flutn- ingsaðila tryggir viðskiptavinum okkar greiðan aðgang að þéttriðnu flutn- inganeti um víða veröld. í áætlunarflugi Flugleiða er m.a. flogið milli íslands og Kaupmannahafnar daglega Oslóar, fimmsinnum íviku. Stokkhólmsfjórum sinnum íviku. Lúxemborgar, þrjú flug daglega. Dusseldorf, Frankfurt, Parísar, á laugar- dögum, London, fimmsinnum íviku, Glasgow, fimm sinnum í viku, New York, tvö flug daglega. Chicago, fimm sinnum í viku. FLUCFÉLAC /SLAJVDS ffOQÍiJfrakt LOFMIDIR

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.