Dagblaðið - 04.07.1977, Page 9

Dagblaðið - 04.07.1977, Page 9
DAGBLAOIÐ. MANUDACUK 4. .IUM 1977. 9 — segja f rönsk st jórnvöld —telja hann ekki færan um að eiga „alvöru” viðræður við Carter Bandaríkjaforseta Bandaríska dagblaðið Washington Post hafði á laugardaginn eftir embættis- mönnum frönsku ríkisstjórnar- innar, að Leonid Brezhnev for- seti Sovétríkjanna hafi ekki verið fær um að ræða alvarlega við Giscard d'Estaing Frakk- landsforseta, er hann kom í opinbera heimsókn til Parísar á dögunum. Það eru fréttaritarar Washington Post í París sem skýra frá þessu. í fréttinni var því bætt við að franskir embættismenn drægju það í efa að Brezhnev væri fær um að eiga alvarlegar viðræður við Carter Bandaríkjaforseta vegna slæmrar heilsu og elli. — Brezhnev er nú sjötugur að aldri. Fari svo að Carter og Brezhnev ákveði að hittast, munu frönsk stjórnvöld líta á viðræður þeirra sem nokkurs konar viðhafnar- og sýndar- athöfn, sem endalok alvarlegra viðræðna annarra manna. Carter lýsti á fimmtudaginn var yfir vilja sínum að hitta Brezhnev að máli. Samkvæmt trásögn Washing- ton Post. á hátt settur maður innan frönsku stjórnarinnar að hafa sagt um heimsókn Brez- hnevs til Parísar: ....i raun- inni var aldrei um nein veruleg skoðanaskipti að ræða ... og svo sannarlega engar samn- ingaviðræður." Sami embættis- maður sagði, að öll þau plögg, sem skrifað var undir í París hafi verið samþykkt áður en Brezhnev kom þangað. Brezhnev tek- inn að gamtast Washington Post hefur það eftir háttsettum frönskuin stjórnmála- inönnum, að allt, sem Brezhnev skrifaði undir í París á dögunum, hafi verið samþvkkt fyrirfram. Full.vrt er að forsetinn sé orðinn of gamall og heilsutæpur til að geta rætt af einhverjum krafti og alvöru við erlenda þjóðhöfðingja. MMBIABIB Borgarnesi. Nýr umboðsmaður Inga Björk Halldórsdóttir Kjartansgötu 14—Sími 7277 Bílasmiðir og bílamálarar Viljum ráöa sem fyrst bílasmiö eöa mann vanan réttingum og bílamálara. — Mikil vinna. — Bílastniðjan Kyndill Súðarvogi 36. Sími 35051. Nýtt um „Koreagate": „Ef fortölur dygðu ekki, átti að ræna méreðamyrða" —segir leyniþjónustumaðurinn Kim Hyung- Wook ísamtali við New York Times Fyrrverandi yfirmaður í leyni- þjónustu Suður-Kóreu segir forseta landsins, Park Chung Hee, hafa fyrirskipað að sér skvldi verða rænt eða jafnvel myrtur ef ekki yrði hægt að þagga niður í sér. Leyniþjónustumaður inn er Kim Hyung-Wook. Hann er Kin Hyung-Wook — mikil- vægasta vitni þingnefndar, sem kannar, hvernig Suður- Kóreanar hafi mútað fyrr- verandi og núverandi banda- rískum þingmönnum. nú í Bandaríkjunum, þar sem hann hefur að undanförnu gefið þingnefnd skýrslu um hvernig Suður-Kóreanar fari að því að múta bandarískum þingmönnum. Frásögn Kims birtist í nýjasta tölublaði New York Times. Þar segir hann að forsetinn hafi sent einn af ráðherrum sínum til Bandaríkjanna til að þagga niður i sér. Ef fortölur dygðu ekki, átti að ræna honum eða myrða. Mikilvægustu uppiysingarnar, sem Kim Hyung-Wook hefur géfið eru þær að Park forseti hafi sjálfur gefið fyrirskipanir um, að bandarískum þingmönnum skyldi mútað til að auka áhrif Kóreu í Bandaríkjunum. Mál þetta þykir nokkuð sóðalegt og hefur hlotið uppnefnið ,,Koreagate“ eftir Watergate. Sérstök þingnefnd kannar um þessar mundir sögur um, að stjórnin í Kóreu hafi mútað nú- verandi og fyrrverandi þing- mönnum. — New York Times segir, án þess að vitna beint í Kim, að ráðherrann, sem átti að hafa áhrif á hann, hafi verið Min Byung Kwon, ráðherra án ráðu- neytis. Áttræð á hraðbraut í hægfara farartæki Lögreglumenn í Miinchen í V-Þýzkalandi urðu heldur hvumsa, þegar þeir hittu á förnum vegi, — eða réttara sagt farinni hraðbraut, — 81 árs gamla konu sem ók þar úti í vegarkantinum. Þeir tóku hana tali og hún sagði hress í bragði, að aldrei hefði sér dottið í hug fyrr að fara þessa leið heim. Ekki voru lögreglumennirnir þó alveg sáttir við það. Farar- tæki blessaðrar gömlu kon- unnar var nefnilega hjólastóll og handknúinn þar að auki. — Lögreglumennirnir slepptu konunni með áminningu. Víðtækt,velyirkt flutningakerfi tengir ísland oghelstu viðskiptalönd landsmanna inganeti um víöa veröld. í áætlunarflugi Flugleiða er m.a. flogið milli íslands og Kaupmannahafnar daglega Oslóar, fimm sinnum í viku. Stokkhólms fjórum sinnum í viku. Lúxemborgar, þrjú flug daglega. Dusseldorf, Frankfurt, Parísar, á laugar- dögum, London, fimm sinnum í viku, Glasgow, fimm sinnum í viku, New York, tvö flug daglega. Chicago, fimm sinnum í viku. FLUCFÉLAC /SLAJVDS fcgjfrakt LOFTLEIDIR

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.