Dagblaðið - 04.07.1977, Blaðsíða 10

Dagblaðið - 04.07.1977, Blaðsíða 10
10 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 4. JÚL1U077. Útgefandi Dagblaðiö hf. Framkveomdastjóri: Svainn R. Eyjólfsson. Ritstjóri: Jónas Krístjánsson. Frettastjóri: Jón Birgir Pótursson. Ritstjómarfulltrúi: Haukur Helgason. Skrífstofustjórí ntstjórnar: Jóhannes Reykdal. iþróttir: Hallur Símonarson. Aðstoðarfróttastjórí: Atli Steinarsson. Safn: Jón Sssvar Baldvinsson. Handrít: Ásgrímur Pálsson. Blaöamenn: Anna Bjarnason. Ásgeir Tómasson. Bragi Sigurösson, Dóra Stefánsdóttir, Gissur Sigurðsson, Hallur Hallsson, Helgi Pátursson, Jakob F. Magnússon, Jónas Haraldsson, Katrín Pálsdóttir, ólafur Jónsson, Ómar Valdimarsson, Ragnar Lár. Ljósmyndir: Bjamleifur Bjarnleifsson, Hðrður Vilhjálmsson, Sveinn Þormóðsson. Skrifstofustjórí: Ólafur Eyjólfsson. Gjaldkerí: Þráinn Þoríeifsson. Dreifingarstjórí: Már E.M Halldórsson. Ritstjóm Síöumúla 12. Afgreiðsla Þverholti 2. Áskríftir, auglýsingar og skrífstofur Þverholti 11. Aðalsími blaösins 27022 (10 línur). Asknft 1300 kr. á mánuði innanlands. I lausasölu 70 kr. eintakið. Setning og umbrot: Dagblaðið og Steindóráprent hf. Ármúla 5. Myndaog plötugerð: Hilmirhf. Síðumúla 12. Prentun: Árvakur hf. Skeifunni 19. Ráðherrann reiði Matthías Bjarnason sjávarút- vegsráðherra hefur borið á torg gremju sína út af því, að ákvörðun Hafrannsóknastofnunar um hækkun lágmarksstærðar veiðan- legs þorsks úr 58 sentímetrum í 64 hafi ekki farið rétta boðleið um virðingarstiga stjórnmálanna. „Hafrannsóknastofnunin sýndi mér þá kurteisi að láta mig ekkert vita af þessari breytingu, svo róttæk sem hún er“, sagði ráðherra. Þessi orð hans minna örlítið á yfir- lýsingu hans frá í fyrra: „Tillögurnar fundust mér lítið rökstuddar og hafa þær lítið vísinda- legt yfirbragð“. Þá var hinn móðgunargjarni ráðherra að tala um tillögur Hafrannsóknastofnunarinnar um 275 þúsund tonna hámarksafla af þorski á ári næstu tvö árin. Áður var stofnunin búin að leggja til 230 þúsund tonna hámarksafla, en hækkaði sig upp til að taka tillit til skammtíma sjónarmiða ríkisstjórnarinnar í efnahags- málum. Skætingur ráðherrans birtist einmitt, þegar Gundelach, framkvæmdastjóri hjá Efnahags- bandalaginu, kom til landsins til að semja um undanþágur til veiða í fiskveiðilögsögunni. Nær landráöum er ekki auðvelt að komast, er Gundelach hafði orð ráðherrans fyrir því, að kenningar íslenzkra fiskifræðinga um friðunar- þörf væru þvæla. Sjávarútvegsráðherra hefur oftar reynzt reiðigjarn. Hann fyrtist, þegar útgerðarmenn lögðu fram raunsæjar og framsýnar hugmyndir um minnkun sóknar í þorskstofninn. Hann sagði þær óframkvæmanlegar. Þar með gerði hann sig persónulega ábyrgan fyrir því útsæðisáti á þorskinum, sem framið var í fyrra. Yfirleitt hefur hinum reiðigjarna ráðherra fundizt allt ómögulegt, sem af viti hefur verið sagt og lagt til um björgun þorskstofnsins. Mest hefur Hafrannsóknastofnunin farið í taug- arnar á honum og hefur hann gengið berserks- gang í tilraunum til að hefta málfrelsi fiski- fræðinga. Þegar lágmarksstærð þorsks er hækkuð úr 58 sentímetrum í 64, hefur hann ekkert efnis- lega um málið að segja. Ekkert kemst að fyrir bræði út af því, að honum sem ráðherra sé ekki sýnd tilhlýðileg virðing! Annað er uppi á teningnum í samskiptum ráðherrans og félaga hans í ríkisstjórninni við útlendinga. Hvað eftir annað hafa ráðherrarnir verið komnir á fremsta hlunn með að gefa útlendingum síðustu bröndurnar. Fjölmiðlar og áhugamenn hafa þurft að hafa stöðugar gætur á þeim og að ganga í skrokk á þeim hvað eftir annað. Brezk blöð halda því nú fram, að íslenzka ríkisstjórnin hafi gert Gundelach tilboð. Ríkis- stjórnin þykist ekkert við það kannast. En brezku blöðin hafa áður reynzt hafa rétt fyrir sér við slíkar aðstæður. Til öryggis þurfum við því enn einu sinni að lemja ríkisstjórnina til hlýðni við þjóðarvilja og þjóðarhagsmuni. Að öllu samanlögðu er réttmætt að endur- taka það, sem áður hefur verið sagt á þessum vettvangi, að sjávarútvegsráðherrann er stór- hættulegur. Framtíð þjóðarinnar má ekki vera háð erfiðri lund manns, sein nú neitar meira að segja að segja upp undanþágusamningum, sem komnir eru í eindaga. NÚ REYNA ALLIR AÐ GLEYMA FRANCO — gjorbylting íspænsku þjóðlífi Gífurlegar breytingar hafa átt sér stað á Spáni undanfarna mánuði. Síðan Franco lézt hef- ur landið tekið miklum stakka- skiptum, sérstaklega þjóðlífið. Það má segja að á Spáni hafi orðið gjörbylting hvað það snertir. Konurnar í svörtu kjól- unum sínum eru næstum horfnar af götunum. Menn klæðast nú gallabuxum og lit- ríkum fötum. Prestarnir i land- inu kvarta yfir því að fólk taki ekkert tillit til þeirra lengur. Konur í landinu berjast nú fyr- ir því að fóstureyðingar verði leyfðar og auðvelt verði að fá skilnað. Um þessi mál var varla rætt meðan Franco var við völd. Ef næturlífið er skoðað kem- ur í ljós að það eru ekki lengur flamingo-dansararnir sem eru mest áberandi skemmtikraft- arnir. Nú eru staðirnir sem þeir komu fram orðnir að búllum fyrir kynvillinga. Alls konar nektarsýningar eru á hverju götuhorni. Flamingo-dansarar fá enga vinnu nema þeir leiki fatafellur að loknum dans- inum. Franco stóð í vegi fyrir framförunum Það er ijóst af spænsku þjóð- lífi í dag að þeir mánuðir síðan Franco féll frá hafa breytt miklu. Það er ekki aðeins stjórnarfarið sem hefur breytzt, heldur siðfræði þjóðar- innar einnig. Á þessum 19 mán- uðum sem liðnir eru síðan Spánverjar losnuðu úr heljar- greipum Francos hafa þeir breytt þjóðfélagi sínu eins mik- ið og önnur ríki breyttust á mörgum árum. Franco var strangtrúaður kaþólikki og öll þjóðin varð að vera það einnig. Hann hélt mjög í þær siðaregl- ur sem kaþólskan boðaði og það var varla nokkur undankomu- leið fyrir landsmenir'að sleppa frá þessum reglum. Málefni eins og fóstureyðingar og skiln- að hjóna bar varla á góma í tíð Francos, en nú eru þetta mál- efni sem stórir hópar kvenna berjast fyrir opinberlega. Franco var svo strangur að t.d. listamenn eins og Pablo Picasso fann sig knúinn til að flýja land, vegna þess að hann gat ekki beygt sig undir þann járnaga sem Franco krafðist af þegnum sinum. Lítt þekktir listamenn urðu að hætta við störf sín eða gjörbreyta um stíl til þess að fá að starfa I landinu. Franco var eins konar guð sem allir voru skyldugir til að lúta. Ahrif hans settu mörk á allt þjóðlíf Spánverja. Nektarmyndir vinsœlar Leikhúsin blómstra þessa dagana. Tekin hafa verið verk' til sýninga sem hafa verið bönnuð í áratugi á Spáni. Kvik- myndir sem voru aigjör bann- vara á Spáni, t.d. eftir höfunda eins og Bunuel cg Alain Resnais, eru nú sýndar á ný. Fólk fer í leikhúsin til að sjá verk höfunda eins og Bertholt Brecht, Federico Garcia Lorca og Rafael Alberti. Vinsælustu sýningarnar eru nú samt kvik- myndir sem hafa nógu mikið af nektarsenum. Kvikmyndahúsin troðfyllast þegar slík mynd er tekin til sýninga. Það eru dagblöð og tímarit' sem bera skýrust merki nýrra tíma. Nú eru blöðin full af alls konar skoðunum og þar má finna blað allra skoðanahópa. Þau- eiga samt eitt sameigin- legt. Það er eins og þau leitist við að nefna ekki Franco á nafn. Að vísu er oft minnzt á hann og stjórn hans en þá er oftast talað um fyrrverandi for- sætisráðherra landsins. Sum blöðin hafa sakað fyrrverandi stjórnarmenn í Francostjórn- inni um að hafa framið myrkra- verk. T.d. hefur Navarro fyrr- verandi forsætisraðnerra landsins verið sakaður um að vera ábyrgur fyrir dauða um 18 hundruð manna sem börðust á móti Franco í borgara- styrjöldinni. Velferðarsprengjan En það er ekki hægt að rekja allar breytingar á Spáni til Sjötíu þúsund tonn — en ekkert á móti V Það er eins og ásóknin í lífs- auðlind Islendinga eigi sér engan endi og engin takmörk. Nú, eftir að þróunin er orðin sú á Hafréttarráðstefnu, að flest strandríki heims, einnig Efna- hagsbandalagið sjálft, eru komin út í 200 mílur og þar meó undirstrikað að allar auðlindir innan 200 milnaeruþjóðareign strandríkisins, kemur upp fyrirbrigðið Finn Olav Gunde- lach. Þessi maður á vegum Efnahagsbandalagsins er búinn að koma þrisvar sinnum til íslands og á einn fund eru ís- lendingar búnir að fara til Brússel. Auðvitað hafa þessir fundir verið haldnir til þess að reyna að koma Bretum aftur irin í íslenzka landhelgi. Efna- hagsbandalagið hefur ekki gert fiskverndarsamning við neina þjóð og ekki sótzt eftir slíkum samningi, svo allt tal um slíkt er einfalt yfirskin. Seinni hluta siðastliðins árs töluðu ákveðnir menn mikið um gagnkvæma fiskveiði- samninga, þótt allir þeir sem nokkra þekkingu hafa á fi.sk- veiðimálum vissu að Efnahags- bandalagið átti ekkert til til að láta tslendinga hafa í gagn- kvæmum fiskveiðisamningum. Talað var jafnvel um að Efna- hagsbandalagið ætlaði að fórna auðlindum grænlenzku þjóðarinnar til handa togaraút- gerðinni í ríkustu iðnaðarlönd- um Vestur-Evrópu og íslendingar áttu að vera kaupendurnir í þeim ód; "ngi- legu viðskiptum. En þegar betur var að gáð um siðastliðin áramót kemur á daginn að Grænland er komið inn i ísald- ardauða í bolfisklegu tilliti, svo ekki var minnzt frekar á Grænland þar sem þar er nákvæmlega ekkert að hafa. Stofnanir þar eru hrundir eins og síldin hjá okkur. bæði af inanna og náttúrunnar völduin. y Eftir því sem frekari upplýsingar og þekking hefur legið fyrir hefur framkoma Gundelachs breytzt. Hann kom hér tvær fyrstu ferðirnar sem frekur dóni, móðgandi íslenzka lýðveldið. Fátt fréttist af fund- inum í Brússel fyrir jólin. En í síðustu umræðum var talað við hann og Judd af fullri einurð og þeim tilkynnt að tslendingar ættu nú ekkert til til að láta og við blasti sú staðreynd að íslendingar yrðu að stöðva sínar eigin veiðar eftir mitt árið. Uppgjörið við Efnahags- bandalagið er einfalt. tsland er miklu stærri viðskiptaaðili við Efnahagsbandalagið en Efnahagsbandalagið við tsland. Efnahagsbandalagið er búið^að njóta tollafríðinda á tslandi nú um langt árabil en Efnahágs- bandalagið uppfyllti ekki smar skyldur um tollfríðindi fyrr en á síðastliðnu ári. Svo langt gengur þetta að Bandaríki

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.