Dagblaðið - 04.07.1977, Blaðsíða 11

Dagblaðið - 04.07.1977, Blaðsíða 11
DAC.BLAÐIÐ. MANUDAGUR 4. JULÍ 1977. \ r 11 Franco, honum reyna allir að gleyma. Hér er hann ásamt konu sinni nokkrum dögum áður en hann lézt. dauða Francos. Það verður að hafa það í huga að efnahagur Spánar hefur batnað mjög síð- ustu áratugi. A árunum upp úr 1960 fór efnahagur Spánar mjög batnandi. Sem dæmi um það þá höfðu t.d. aðeins um eitt prósent Spánverja sjónvarps- tæki á heimilum sínum árið 1960. Um fjögur prósent höfðu ísskáp. Árið 1973 eiga um 85 prósent Spánverja sjónvarps- tæki á heimilum sínum og 82 prósent ísskáp. Sama er að segja um bifreiðaeign lands- manna. Hún hefur stóraukizt á þessum tíma. Upp úr 1960 áttu um fjögur prósent Spánverja bifreið. Nú er þessi tala komin upp í tæplega 40 prósent. Franco leit alltaf á Spán eins og landið var þegar hann tók völdin þar. Þá var Spánn land- búnaðarland og mjög fátækt. Hann gerði sér enga grein fyrir þeim breytingum sem urðu í stjórnartíð hans. Það sýna þær framfarir og breytingar sem hafa orðið i landinu á 18 mán- uðum eftir dauða hans. Nú reyna allir að gleyma Franco sem er varla nefndur á nafn. Það má líkja honum saman við Stalín sem Sovét- menn reyndu að gleyma í einu vetfangi eftir 1956. Þrátt fyrir það eru ennþá götur sem heita eftir Franco og varla verður nöfnunum breytt í bráð. Háttsettur embættismaður lét hafa það eftir sér að Franco hafi farið í taugarnar á Spán- verjum og þeir hefðu fyrir löngu verið orðnir leiðir á honum. Hann sagði einnig að nú stefndu Spánverjar að því að geta hagað sér og lifað eins og aðrir Evrópubúar. Það hefði vantað mikið upp á það á und- anförnum árum. Spánverjar hefðu verið mörgum áratugum á eftir. Við sof um fast Nýlega hefur komið fram að við erum mörgum árum á eftir Norðmönnum í loðnubræðslu. Þeir eru með hælana þar sem við, fiskveiðiþjóðin, erum með tærnar. Þeir eru að setja gufu- þurrkun í tvær síðustu verk- smiðjur sínar þegar við erum að byrja með þessa aðferð í þeirri fyrstu. Gufuþurrkun þessi gefur um 2% betri nýt- ingu. Kúfiskstofninn bíður og bíð- ur við nefið á okkur. Kanada- menn eru löngu farnir að vinna þennan sama kúfisk og við höfum hér. Fyrir tveimur árum fór ég á stúfana og ætlaði að kynna mér hvernig þetta væri með kúfiskinn. Ekki var ég búinn að fara víða þegar ég komst að því að ég vissi manna mest um kúfiskvinnslu á ís- landi. Vissi þó sama og ekki neitt. Safnaði ég saman öllum upp- lýsingum sem ég náði til og samdi drög að áætlun um kii- fiskvinnslu á tslandi. Þar Iagði ég aðaláherzlu á mengunarrannsóknir, en fyrir verða að liggja margra ára mengunarrannsóknir áður en innflutningsleyfi fæst í aðal- markaðslandinu, Bandaríkjun- um. Lagði ég síðan upplýsingar fram hjá mætum mönnum sem fannst þetta áhugavert. En allt sofnaði þetta og sefur fast. Einn góðan veðurdag verður rokið upp til handa og fóta og farið að veiða kúfisk. Þá verð- ur allt stopp því að mengunar- rannsóknir liggja ekki fyrir. Yfir 90% af veiddum grá- sleppuhrognum hér við land er selt út óunnið. Verðmætin margfaldast við þessa einföldu framleiðslu 2,5-3 sinnum. Ef við hefðum lagt niður öll hrogn sem veidd voru á síðasta ári hefði það þýtt einn og hálfur milljarður í viðbót í gjaldeyris- tekjur. Höfum við með alla okkar skuldasúpu efni á því að gefa þessu ekki meira gaum? Aðallega hefur staðið á tolla- múrum EBE á síðustu árum. En við veiðum um 75% af öll- um grásleppuhrognum í heim- inum svo aðstaðan er að því leyti sterk. Það sem gera þarf er að semja „hernaðaráætlun" um að yfirtaka alla þessa niður- lagningu á næstu fimm árum. Kristinn Pétursson Við erum sl og æ að frétta af nýjungum í fiskvinnslu og fisk- iðnaði utan úr heimi. Línubeit- ingarvél frá Noregi, rækjutroll, saltfiskþurrkunarvél frá Nor- egi, rækjutroll frá Færeyjum. Við fundum þó upp kraftblökk- ina. Ég er alveg viss um það, að veiða mætti mikið meira á línu en gert er. Með því að beita nýrri loðnu eða síld. Þeir sem séð hafa muninn á að beita nýrri loðnu eða nýrri, frystri loðnu vita þetta. Nota strand- ferðaskipin til þess að flytja nýja loðnu ísaða í kassa milli landshluta. Línufiskur er lang- bezta hráefni sem hægt er að fá. Lög skipa að ísa í kassa og banna meira úthald en 10 daga. Við viljum ekki sjálfir éta skít (14 daga gamlan fisk ísaðan í stíu)! Islenzkur fiskur skal verða sá bezti á heims- markaðinum. Kristinn Pétursson sjómaður, Bakkafirði. Nýlega hefur komið fram að við erum mörgum árum á eftir Norðmönnum í loðnubræðslu. Norður-Ameríku, sem eru okk- ar langstærsti og hagstæðasti viðskiptaaðili hafa verið beitt refsitollum í sambandi við vörur seldar frá Bandarikjunum til íslands. Er þetta ekki í neinu samræmi og sambandi við islenzka og bandariska viðskiptahagsmuni og ber islendingum að leiðrétta þetta hið bráðasta. Stór höpur þýzkra og belgískra efnahagsbandalags- togara er ennþá við veiðar á tslandsmiðum. Sá afli er þessi skip taka eru efnahags- verðmæti sem Efnahagsband- lagið lætur ekki eina einustu krónu á móti. Á þessu ári verður afli þessara efnahags- bandalagstogara náiægt 70.000 tonnum. 70.000 tonnaf fiski og ekkert látið á móti. Þrátt fyrir þessa staðreynd heimtaði Gundelach og Efnahagsbanda- lagið aðstöðu í viðbót fyrir Breta. Þetta sýnir svart á hvítu hve heimtufrekjan er tak- markalaus. Það er ábyggilegt að ef Efnahagsbandalagið hefði ætlað að reka sömu stefnu óbilgirni gagnvart Uganda og Idi Amin og sent Gunde- lach í sams konar ferðir til Kampala og hann hefur komið hingað, hefði hann ekki komið lifandi til baka. Það gladdi alla islenzku þjóðina hversu ákveðið utanríkisráðherra tók af skarið í þessum efnum á blaðamannafundinum eftir siðustu komu Gundelachs. Því verður að telja að Gundelachs- Kjallarinn Pétur Guðjönsson þætti landhelgismálsins sé lokið. Hitt eftirmálsatriðið er sú staðreynd að Bretar höfðu hernaðarlega gjörtapað 4. land- helgisstríðinu. Nokkrir aðilar fyrir utan stjórnarstofnanir unnu mikið starf í ýmissi gagnasöfnun viðvíkjandi land- helgisstríðunum meðan á þeim stóð og undirbúningi fyrir væntanieg landhelgisstríð, meðal annars Félag áhuga- manna um sjávarútvegsmál. Á vegum þess bendir Auðunn Auðunsson skipstjóri á eigin- leika og gildi pólskbyggðu skut- togaranna til átaka við Breta. En undir öruggri stjórn Höskuldar Skarphéðinssonar skipherra reynast þessi skip al- gerir ofjarlar freigátnanna brezku. Voru miklu snúnings- liprari og sterkari en brezku freigáturnar, ristu þær blátt áfram upp á hliðinni með hin- um hvössu og sterku aftur- endum. Er þetta ekki í fyrsta skipti í verajdarsögunni að minni skip reynast ofjarlar hinna stærri. Heimssagan skýrir frá mörgum orrustum er svo fóru. Orrustan við Salamis milli Grikkja og Persa, orrustan við Tchushima Japanir á móti Rússum, orrusta í Kóralhafi Japanir gegn Band.aríkjamönnum, svo ekki sé nú minnzt á örlög flotans ósigrandi 1588 en þar voru Bretar á miklu minni skipum en Spánverjar en höfðu samt sigur á sínum snúningslipru skipum. Það er skemmtilegt eftir á, að herfræðingar hins virta stjórnmálatímarits Newsweek skuli staðfesta í gr. 20. des. sl. þá útreikninga er gerðir voru á vegum Fél. á- hugamanna í sambandi við her- skipaþörf Breta. Er 4. land- helgisstríðið byrjar voru Islendingar með 4 varðskip,- Ægi, Óðin, Þór, og Tý. Bretar þurftu að tefla fram 3.5 freigátum á móti hverju islenzku varðskipi, sem sé til þess að halda 1 freigátu stöðugt á átakasvæðunum við tsland þurfti 3.5 vegna ferðalaga til og frá Bretlands, áhafnahvíldar, viðhalds skipanna og viðgerðir skipanna, sem sífellt tóku meiri og meiri tíma og fjármuni. Því, þurftu Bretar 14 freigátur er 4. iandhelgisstríðið byrjar. Eftir að Baldur kemur til skjalanna urðu Bretar að bæta við 3.5 og þegar Ver kemur þurfti ennþá að bæta við 3.5. Svo gegn okkar 6 skipum þurftu Bretar 21 freigátu. En það er nákvæm- lega sú tala sem herfræðingar Newsweek telja að Bretar hafi þurft og eru , þeir í dag með staðfestar upplýsingar þessu viðvíkjandi. En freigátufloti Breta var í upphafi 4. land- helgisstríðsins 32. Það voru fyrir hendi skyldustörf fyrir meira en 11 brezkar freigátur, við hafnbann á Ródesíu, strand- gæzla við Bretland, heimsóknir erlendis, framlag til NATO o.s.frv. Enda var svo komið að Bretar voru farnir að sækja i varaflotann, en slíkt er bæði mjög tímafrekt . og mjög kostnaðarsamt og ekki eru full- þjálfaðar skipshafnir néma á hluta hans. En islendingar áttu tiltæk skip til þess að stigmagna tækjabúnaðinn út fyrir getu Breta. Bretar voru bátt áfram sprengdir í tækjabúnaði. Því var Crossland, er hann kom til fundarins í Osló, fulltrúi fyrir sigraða þjóð og því gerði hann samning sem Callaghan fyrir- rennari hans hafði ekki gert, þótt þingmaður frá Grimsby hafi verið. Það var ekki eingöngu á hernaðarsviðinu sem Bretar voru búnir að tapa, þróunin var slík á Hafréttar- ráðstefnunni að samþykktur hafði verið texti sem talinn er verða endanleg niðurstaða ráðstefnunnar, en í honum er ákveðin 200 mílna efnahagslóg- saga strandríkisins og flest helztu ríki heims eru annað hvort búin að lýsa yfir 200 mílum eða gefa til kynna að þau muni gera það. Bretar voru líka sjálfir orðnir uppiskroppa timalega með að krefjast til handa sér sjálfum 50 mílna einkafiskveiðilögsögu, sem þeir eru að berjast við Efnahagsbandalagið út af nú. Svo Bretar voru' gjörsamlega búnir i öllu tilliti er Oslóar- fundurinn hefst. En hann varð því miður eins og Vínarfundur- inn eftir Napóleons- styrjaldirnar. Sá aðilinn sem beðið hafði hernaðarósigurinn hélt miklu meira en hernaðar- útslitin gáfu tilefni til. Nú horfum við fram til þess dags, er ekkert erlent fiskis.kip verður innan 200 mílna lög- sögunnar við tsland, en það verður i siðasta lagi um mánaðamótin nóvember- desember. Þjóðin horfir nú frain til þessa dags með stolti og eftirvæntingu. Ég er hræddur um að hún fyrirgefi ekki pólitískt ef einhverjir aðilar á einn eða annan hátt valda þvi að þessi draumur þjóðarinnar rætist ekki. Pétur Guðjónsson tormaour Félag* áhugamanna um sjávarútvegsmál.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.