Dagblaðið - 04.07.1977, Blaðsíða 12

Dagblaðið - 04.07.1977, Blaðsíða 12
DAGBLAÐIÐ. M ANUDAGUR 4. JÚLt <1 Skóbúðin Snorrabraut 38 Sími 14190 sterka rvksusan... V Styrkur og dæmalaus ending hins þýðgenga, stillanlega og sparneytna mótors, staðsetning hans oghámarks orkunýting, vegna lágmarks loft- mótstöðu í stóru ryksíunni, stóra. ódýra pappírspokanum og nýju kónísku slöngunni, afbragðs sog- stykki og varan- legt efni, ál og stál. Svona er NILFISK: Vönduð og tæknilega ósvik- in, gerð til að vinna sitt verk fljótt og vel. ár eftir ár. með lág- marks truflunum og tiikostnaði Varanleg: til lengdar ódvrust. Nýr hljóð- deyfir: Hljóðlótasta ryksugan. Afborgunarskilmólar ETOMIY HÁTÚN 6A IwlllA SÍMI 24420 Raftækjaúrval — Næg bflastæði Þanka- brot Sovét- manns Menn eru flestir þannig gerð- ir að þeir nota hvert tækifæri sem gefst til að líta yfir farinn veg og skyggnast inn í framtíð- ina. Fyrir okkur sovétmenn gefst enn eitt tækifæri til slíks í nóvember í ár, þegar við minn- umst 60 ára afmælis Október- byltingarinnar. Það sem er gert verður ekki aftur tekið. Vissulega eru þeir hlutir til í fortíðinni sem við hefðum framkvæmt á annan hátt ef við hefðum þá búið yfir þeirri þekkingu og reynslu sem við höfum nú. Þá hefðum við getað forðast ýmsar hættur og mistök. Stundum er okkur borið það á brýn á Vesturlöndum að við tökum of hátíðlega afstöðu til sögu okkar. Við erum jafnvel sakaðir um að vera gagnrýnis- lausir á fortíð okkar. Og vissu- lega er það rétt að við erum hrifnir af sögu okkar. Við tök- um hátíðlega afstöðu til henn- ar. En það er ekki vegna þess að við gagnrýnum hana ekki. Og heldur ekki vegna þess að við vanmetum það sem aðrar þjóðir hafa gert. Leið okkar var ekki rósum stráð. Við skulum minnast þess hvernig við byrjuðum. Arfur okkar frá keisaratimunum var lítil framleiðsla, hungur og rústir. Rússland í myrkri — var sagt um land okkar á þeim ár- um og var það réttnefni. Vest- rænir hagspekingar kepptust um að fullyrða að Rússland kæmist ekki út úr þessu myrkri næstu aldirnar. Sérhver ný hugmynd okkar mætti efasemd- um og tortryggni. Svo til hver einasta áætlun sovésku stjórn- arinnar var talin fáránleg, óframkvæmanleg, o.s.frv. Þetta var orðað á ýmsa vegu, en merkingin var jafnan sú sama : bolsévikkunum tekst þetta aldrei. Erfiðleikarnir voru sannarlega miklir og fáir sem trúðu að þeir yrðu yfirstignir. Enski rithöfundurinn H.G.Wells kallaði Lenín Draumóramanninn í Kreml. í fyrri heimsstyrjöldinni varð mikil eyðilegging. Síðan kom borgarastyrjöldin og inn- rásarstríðið og loks fimm ára stríð gegn Hitlers-Þýskalandi. Af þessum sextíu árum hafa þvi u.þ.b. tveir áratugir farið í styrjaldir, sem þröngvað var upp á okkur, og uppbyggingu í kjölfar þeirra. Þetta höfum við mátt ganga í gegnum. Við fórum ekki troðnar slóð- ir. Við byrjuðum eiginlega á núlli. Sérhvert spor sem við stigum var í raun og veru stigið í fyrsta sinn í mannkynssög- unni. Við gátum ekki miðað við neina f.vrri reynslu. Þess vegna var sérhvert skref ný uppgötv- un. Þessar uppgötvanir voru erfiðar. Oft þurftum við að hörfa aftur á bak til þess að geta byrjað upp á nýtt. Tilraun- irnar komu hver á fætur ann- arri. Leiðréttingar voru líka Sovétríkin í sextíu ár ófáar. Og sjálfsagt hefði ýmis- legt mátt gera betur, með minni tilkostnaði. Stundum hittir maður fólk — jafnvel meðal vina — sem tekur ekki afstöðu til sósíalismans á grundvelli þeirrar raunverulegu reynslu sem unnist hefur og saman- burðar við þá möguleika sem fyrir hendi voru, heldur á grundvelli samanburðar á þvl sem þegar er fyrir hendi og þvl sem þeir vildu að væri fyrir hendi, og gæti gerst við önnur skilyrði, á öðrum tíma, í öðru landi. Slík aðferð finnst okkur vægast sagt hæpin. Ef til vill mun einhver þjóð í framtíðinni framkvæma meira á jafnlöngu tímabili, það yrði okkur til mik- illar gleði. Já, við tökum hátíðlega af- stöðu til sögu okkar og erum hreykin af ávinningum okkar. Við erum hreykin af því að iðnaður okkar framleiðir nú á tveimur og hálfum degi jafn- mikið og framleitt var í Rúss- landi allt árið 1913. Við erum hreykin af því að land okkar framleiðir nú einn fimmta hluta af allri framleiðslu heimsins, en fyrir byltingu var þetta hlutfall aðeins um 4%. Við erum hreykin af því að í landi okkar, þar sem u.þ.b. þrír fjórðu hlutar fullorðinna íbúa voru ólæsir fyrir byltingu, eru nú yfir 90 milljónir manna við nám og fjórði hver vísinda- maður í heiminum er sovéskur. Við erum hreykin af því að á ári hverju eru byggðar rúmlega tvær milljónir íbúða og húsa- leiga hefur haldist óbreytt í nær hálfa öld og er sú lægsta i heimi._ Enn væri hægt að telja upp margt sem við erum hreyk- in af. En þótt við séum hreykin af sögu okkar tekur enginn jafn- gagnrýna afstöðu til hennar og við sjálf. Sem dæmi má nefna að aðgerðir ýmissa flokks- og ríkisstofnana gagnvart bænd- um á árunum 1928 og 1929 hafa verið harðlega fordæmdar. Persónudýrkunin hefur oftar en einu sinni verið fordæmd. Enn mætti nefna mörg dæmi. Og þetta eru engin leyndarmál. Um þetta má lesa í hvaða sögu- kennslubók sem er og í mörg- um sovéskum ritverkum, sem gefin eru út í stórum upplög- um. En við lítum ekki til baka í þeim tilgangi að finna aðeins bresti, heldur til þess að halda leiðinni áfram og læra af mis- tökum fortíðarinnar. Það er okkur til ánægju þeg- ar vinir okkar — eða óhlut- drægir fréttaskoðendur — kynna sér fortíð okkar, jafnvel frá mjög gagnrýnu sjónarhorni. Þegar allt kemur til alls getur • slík skoðun aðeins orðið okkur til gagns. En að sjálfsögðu get- um við ekki fallist á tilraunir til að túlka sögu ókkar sem eina samfellda keðju af mistökum og brestum. Stundum erum við sakaðir um „umburðarleysi" og „heift- rækni". Þetta er bæði rétt og rangt. Það er rangt vegna þess að sovéska þjóðin er afar um- burðarlynd og hófsöm í mati sínu á mönnum og málefnum. En það er rétt að við erum í raun og veru umburðarlausir gagnvart þeim sem reyna að fá okkur til að afneita sósíalism- anum og dansa eftir sínum nót- um. Þetta umburðarleysi okkar stafar ekki af því að við séum slæmir í eðli okkar. Það stafar af því að sagan hefur kennt okkur margt. Og ein mikilvæg- asta lexían sem við höfum feng- ið frá henni er fólgin í þvúað á meðan til eru þau öfl er stefna að eyðileggingu sósíalismans verðum við að vera viðbúnir að verja hann. Einmitt þess vegna neyðumst við til að hafa her. Alls ekki til þess að ráðast á einn eða neinn. Fyrstu lög sem sovéska ríkisstjórnin gaf út voru Tilskipun um frið. Allir þekkja tillögur Sovétríkjanna sem miða að stöðvun vígbúnað- arkapphlaupsins og allsherjar- afvopnun. Þetta er ekki tómt orðaglamur. Við erum reiðu- búnir að koma til móts við hvert skref sem stigið er í þessa átt. Okkur finnst það efyki eðli- legt ástand að halda þjóðunum stöðugt í viðjum óttans. Samkvæmt upplýsingum Sameinuðu þjóðanna er nú eytt u.þ.b. 300 milljörðum dollara á ári í vígbúnað í heiminum, sem þýðir að milljón dollurum er eytt á tveggja mínútna fresti í þessu skyni. Þetta gerist á sama tíma og hungur, fátækt og at- vinnuleysi eru enn fyrir hendi í heiminum. Ef allir hermenn væru leystir frá störfum og settir í önnur stör-f í þjóðfélag- inu myndi sparast upphæð sem nemur 30-40 milljörðum doll- ara, eða það sem hermönnum er nú greitt í laun. Þar með gæfist möguleiki á skatta- lækkunum, sem því næmi. Er afvopnun Sovétmönnum í hag? Að sjálfsögðu. Við eigum enn við' að glíma nóg af vanda- málum í þjóðarbúskapnum. Það fé sem sparast við af- vopnun gætum við notað til lausnar þeirra. Já, við erum umburðarlausir gagnvart þeim, sem reyna að sá fræjum fjandskapar meðal þjóðanna í þeim tilgangi að koma af stað nýrri styrjöld. Við- vitum of vel hvað stríð er. í styrjöldinni gegn nasismanum misstu Sovétríkin 20 milljónir mannslífa og 30% af þjóðar- auðnum. Við höfum ekkert umburðar- lyndi gagnvart þeim, sem vilja troða upp á okkur sínum skoðunum, sínum lífsstíl. Sér- hver þjóð hefur rétt á að sinna sínum málum sjálf. Við höfum alls ekki í hyggju að einangra okkur frá umheiminum með svonefndu „járntjaldi“, við er- utn reiðubúnir að nota okkur jákvæða reynslu hvaða kapitalíska ríkis sem vera skal, Vegna hagstæðra innkaupa bjöðum við hina vel þekktu verd- merki- byssuvél 'LVl ^ iVd áaðeins kr. 12 þús.m.ssk. 1 árs ábyrgð — Gerið gæðasamanburð Varahluta- og viðgerðarþjónusta PlflSÚM lll* GRENSÁSVEG 7 • SÍMI 82655 BOX 4064 Lokað Verksmiðja vor verður lokuð fró 4. júlí til 2. ógúst. Söludeildin verður opin til 15. júlí. SÆLGÆTISGERÐIN VÍKINGUR

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.