Dagblaðið - 04.07.1977, Blaðsíða 13

Dagblaðið - 04.07.1977, Blaðsíða 13
n\r,KL.\í)H> M.\!MUl)A<;UR4. JUI.Í 1977. 13 Michael Kostikov hvort sem um er að ræða vísindi eða menningu. Sovétrík- in hafa menningarleg sam- skipti við 120 lönd. í fyrra ferð- uðust fjórar inill.jónir sovéskra ferðamanna til 134 landa heims, og 3,7 milljónir erlendra ferðamanna heimsóttu land okkar. Augljóst er að slík tengsl hafa ekki orðið til á einum degi og þau hafa ekki sprottið af sjálfu sér. En við erum mótfallin því að i kvik nyndahúsum okkar verði' sýndar myndir sem lofsyngja eiturlyfjaneyslu og kynferðis- lega spillingu. Við erum mót- fallin þvi að i hókaverslunum okkar verði til sölu bækur sem reka áróður fyrir ofbeldi og morðum. Við höfum fyrir aug- unum nægilega ljós dæmi um það sem af slíku leiðir. Æsku- lýðsvandamál eru nú ofarlega á baugi í mörgum Vesturlöndum og meirihluti vestrænna sér- fræðinga sér ástæðuna fyrir því einmitt í þessari svokölluðu „fjöldamenningu". Okkur er fullvel ljóst að við höfum ekki leyst öll okkar vandamál. Reyndar er vafasamt hvort nokkurn tima rennur upp vandamálalaust tímabil nokkurs staðar. Lífið er óþreyt- andi við að set.ja fram nýjar spurningar. í okkar landi er engum meinað að láta i ljósi skoðun sína á einu eða neinu og gagnrýna það sem miður fer. Þessu til sönnunar má nefna gagnrýni sem fram kemur í greinum og lesendabréfum sovéskra blaða og tímarita, þ.á m. Literaturnaja gazeta sem vestrænir blaðamenn hafa svo gaman af að vitna í. En við höfum hingað til leyst úr öllum okkar vandamálum sjálfir, án utanaðkomandi íhlutunar, og viljum halda áfram að gera það. Þegar maður talar svona á maður á hættu að fá svar þar sem þvl er haldið fram að sovéska þ.jóðin hafi aldrei vitað og viti ekki enn hvað frelsi er, þess vegna hafi sósíalismanum verið troðið upp á hana. En snúum aftur til sögunnar. í Rússlandi enduðu þúsundir manna líf sitt í gálgum og þrælkunarbúðuin fyrir baríttu gegn einveldi keisarans. Hungraðir, tötrum klæddir og nær óvopnaðir stóðu sovét- menn af sér erlendar innrásir á árunum 1918-1920, til þess að vernda ríki sitt. Þeir færðu óheyrilegar fórnir fyrir frelsi sitt og sjálfstæði í baráttunni gegn innrásarliði Hitlers. Þetta hefði varla verið mögulegt, hefðum við ekki elskað frelsið, það hefði ekki verið mögulegt ef svonefndir „andófsmenn" og óánægðir hefðu verið í meirihluta. Til er ágætur rússneskur málsháttur: Heilarnir eru jafnmargir og höfuðin. Það væri brjálæði að ætlast til þess að meðal heillar þjóðar — yfir 250 milljóna manna — hugsuðu allir eins. Enda hef ur enginn sett sér sllkt takmark. Við trúum því að fyrr eða síðar muni allar þjóðir heims búa við sósialisma. Nú eru I heiminum 15 sósíalísk ríki. En við erum þeirrar skoðunur að sósíalismanum verði ekki kom- ið á með „útflutningi á bylting- unni" eins og ýmsir hafa viljað saka okkur um. Árið 1917 voru aðeins nokkur hundruð þúsund kommúnistar til í heiminum. í dag eru kommúnistaflokkar starf andi í 89 löndum. A undan- förnum tveimur áratugum hafa 14 nýir kommúnistaflokkar ver-~ ið stofnaðir og kommúnislum' hefur fjölgað um 20 milljónir. Að- sjálfsögðu reynum við ekki að troða okkar reynslu upp á einn eða neinn. Við viðurkenn-' um ekki sjálfir neina fyrir- mynd. öll okkar saga ber vitni um það. Engum ber skylda til að endurtaka árásina á Vetrar- höllina. Engum ber skylda til að líkja eftir einhverjum póli- lískum eða efnahagslegum formum sem fyrir hendi eru hjá okkur, eða I einhverju öðru ríki sósialismans. Tökum sem dæmi stefnuskrá Kommúnista- flokks Ráðstjórnarríkjanna. Þar stendur skýrum stöfum: „Kommúnistaflokkar eru sjálf- stæðir og setja sér sjálfir stefnu, sem miðast við raun- verulegt ástand I viðkomandi Iandi." Alkunna er, að á timabilinu fyrir miðjan sjötta áratuginn áttu sér stað atvik sem gengu í bága við meginregluna um jafnrétti I sámskiptum flokksins við aðra kommúnista- flokka. En annað er jafnvíst: að flokkurinn sjálfur, að eigin frumkvæði, ræddi þessi mál og gerði ráðstafanir til að slikt endurtæki sig ekki framar. I júlí 1955 samþykkti miðstjórn- in ákvörðun um að fullt jafn- rétti og virðing fyrir þjððlegu sjálfstæði ætti að ríkja í öllum samskiptum við alþýðuveldin og einnig við kommúnista- flokka annarra landa. Arið 1959 var enn tekið undir þetta á 21. flokksþinginu: „í hinni kommúnísku hreyfingu er enginn flokkur hærra settur en annar. Allir kommúnista- og verkamannaflokkar eru jafn- réttháir og sjálfstæðir.." Þetta eru engin Ieyniskjöl. Þetta eru skjöl sem hafa verið gefin út bæði í Sovétríkjunum og annars staðar, i tugum milljóna eintaka. I viðtali við blaðið Messagiero sagði Enrico Berlinguer, formaður Italska kommúnistaflokksins: „ttalski kommúnistaflokkurinn er al- gjörlega sjálfstæður gagnvart Sovétrlkjunum. Það kemur ekki til mála að flokkurinn sé háður þeim á neinn hátt. Sovét- menn hafa aldrei gert minnstu tilraun til að segja okkúr fyrir verkum, hvorki varðandi starf- semi okkar á Italiu né þátttöku okkar I alþjóðahreyfingu verka- lýðsins." Hvað er þá verið að tala um „forystu Moskvumanna"? Nú á dögum.fara fram miklar umræður um framkvæmd sósíalismans I hinum ýmsu löndum og um reynsluna af Októberbyltingunni. Að okkar mati er þetta mjög jákvæð þróun. Hún sýnir okkur að sósialisminn er ekki lengur neini.r hugarórar og að áhuginn á honum fer hvarvetna vax- andi. Michael Kostikov fréttastjóri APN á fslandi. AUGLY5INGASTOFA KR1ST1NAH I liyfelagið I m NYIATÆKNI BEHSÍNAPGRE # Rafeindabúnaður mælir magn og reiknar út verð. # Upplýsingarnar lest þú í dæluglugg- anum úti - og þegar inn er komið birtast þær aftur á skermi, sem er á afgreiðslu- borðinu. 0 Þessi nýi búnaður er hraðvirkari, nákvæmari og áreiðanlegri í rekstri en nokkur annar sem þekkst hefur hingað til. 0 Fyrstu stöðvarnar sem þennan bún- að hljóta hér á landi eru: Bensinafgreiðslan Borgartúni Bensínafgreiðslan Stóragerði 40 Veganesti á Akureyri Fyrstir ffyrír hálfri öld. .„ Vorið 1928 settu þáverandi umboðsmenn Standard Oil (Esso) upp fyrstu dælu, sem notuð var hér á landi, til dælingar á bensíni úr jarðgeymi. Dælan var fyrst við Amtmannsstíg, en síðar flutt á Kalkofnsveg, nokkru norðar en sú sem hér er sýnd. ...09 enn í fararbroddi Csso

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.