Dagblaðið - 04.07.1977, Blaðsíða 15

Dagblaðið - 04.07.1977, Blaðsíða 15
DAGBLAÐIÐ. MANUDAGUR 4. JULÍ 19X7. iÍ5 Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Sóknarleikur í sérf lokki! — hjá FH-ingum, þegar þeir léku sér að Framá Laugardalsvelli ígærkvöld Það var oft hrein unun að sja sóknarmenn FH — og yfirleitt liðið í heiid — á Laugardalsvell- inum í gær. Þeir léku sér að varnarmönnum Fram og sýndu sóknarleik í sérfiokki. Hver cðrum betri Ólafur Danivalsson, Janus Guðlaugsson og Þórir Jónsson. Að baki þeim byggði Viðar Halldórsson upp hverja sóknarlotuna á fætur annarri. Lék hreint snilldarlega — og nýtur sín miklu betur sem sóknarframvörður Leikmenn Fram réðu ekki neitt við hina eldfljótu Hafnfirðinga, sem unnu auðveldan sigur í ieiknum 1-4, og staða Reykjavíkurmeistara Fram er nú ljót i 1. deildinni. Já, leikmenn FH mega vera í sjöunda himni — og það var margt í leik þeirra, sem gladdi augað. Samleikur — hraði — leikni. Betri sóknarleikur hefur varla sézt í mótinu — nema á stundum hjá Valsmönnum — en að vísu var leikurinn auðveldur, þar sem miðverðir Fram, Kristinn Atlason og Sigurbergur, voru ákaflega svifaseinir í öllum að- gerðum gegn hinum eldfljótu FH-. ingum. Ólafur lék þá grátt með afburðaleikni sinni — og útsjón- arsemi, og Janus og Þórir, Viðar og Arni Geirsson, sem lék með FH á ný eftir meiðsli, voru snjallir. Framan af benti þó lítið til þess, að FH myndi ná algjörum yfirburðum í leiknum. Fram Enn vinnur Ragnar SR keppnin fór fram á Akra- nesi um helgina. Leiknar voru 36 holur í meistaraflokki í gær. Efst- ir og jafnir urðu Ragnar Ólafsson, GR, og Sigurjón Gíslason, GK, á 149 höggum, en Ragnar vann bráðabana. I þriðja sæti varð Björgvin Þorsteinsson, GA, á 150. I 4. til 5. sæti urðu Hannes Eyvindson, GR, og Sigurður Haf- steinsson, GR, á 151 höggi. Fyrri:: 18 holurnar voru leiknar með for- gjöf og efstir og jafnir úrðu Einar Þórisson, GR, og Þorgeir Þor- steinsson, GS, á 69 höggum, en Einar vann bráðabana. Á laugar- daginn léku 2. og 3. fiokkur með og án forgjafar. Með forgjöf vann Reynir Þorsteinsson, GL, á 69 höggum, en Pétur Pétursson, GOS, var annar með 74 högg. Án forgjafar vann Jón Alfreðsson, GL, á 87 höggum en Guðmundur Vigfússon, GR, varð annar á 88 höggum. Mótið gaf 190 stig til landsliðs. 33 meistaraflokksmenn tóku þátt í því, en alls voru keppendur í gær 55, en 35 á laugardag. rl. skoraði á unaan — strax á 13,min. þegar Andrés Kristjánsson missti knöttinn til Sumarliða Guðbjarts- sonar — enginn FH-ingur aðvaraði Andrés — og Sumarliði gaf á Ásgeir Elíasson. Hann skallaði til Péturs Ormslev inn á markteig. Pétur skoraði af öryggi. En góð byrjun nægði Fram ekki. Á 25. mín. jafnaði FH. Viðar tók aukaspyrnu vel og Ólafur skallaði snilldarlega i markhornið. Aðeins lyfti knettinum með kollinum og Árni Stefánsson gerði ekki til- raun að verja. Fleiri urðu mörkin ekki í f.h. og lítið um marktæki- færi^ I siðari hálfleik náðu FH-ingar algjörlega yfirhöndinni. Á 52. mín. skoraði Viðar. Janus var fljótari en varnarmenn Fram. Náði knettinum og gaf á Þóri, sem skallaði á mark Fram. Árni varði, en hélt ekki knettinum og Viðar, sem fylgdi fast eftir, skoraði auð- veldlega. Á 58. min. komst FH í 3-1 eftir stórgott upphlaup. Andrés rak endahnútinn á upp- hlaupið með föstu snúningsskoti, og Árni missti knöttinn í markið. Stórhættulegar sóknarlotur FH hefðu átt að gefa mörk á næstu mínútum. Þórir datt fyrir opnu marki — Rafn Rafnsson bjargaði á marklínu Fram eftir stórkost- legan einleik Ólafs, en á 68. mín. skoraði FH sitt fjórða mark. Viðar tók aukaspyrnu og Helgi Ragnars- son, sem rétt áður hafði komið inn sem varamaður, skallaði í mark — algjörlega óvaldaður og Árni gérði enga tilraun til að verja lausan skallknött Helga. Arni sem hefur átt við meiðsli að stríða í hendi, var ólíkur sjálfum sér í þessum leik. Mjög kom á óvart, að þeim Ásgeiri og Sumarliða var kippt út af hjá Fram og komu Kristinn Jörundsson og Kristýán Sigur- geirsson í þeirra stað. Asgeir og Sumarliði höfðu þó verið skástu menn í daufu liði Fram — og breytingin var verri en engin. I heild var lið Fram afar dauft í þessum leik — ekki baráttuvilji til og það er ekki góðs viti hjá liði, sem nú er komið í alyarlega fall- hættu. Helzt að Fram fengi tæki- færi til að skora vegna glanna- legra úthlaupa markvarðar FH — en ekki einu sinni það gátu leik- menn Fram nýtt sér. Dómarinn Kjartan Ólafsson, Keflavík, dæmdi prýðilega. hsím. • Olympíumeistarinn Johanna Klier-Schaller, A- Þýzkalandi, náði bezta heimstim- anum í 100 m grindahlaupi kvenna á móti í Dresden á laugari dag. Hljóp á 12.93 sek. Á sama móti setti Olsner, A-Þýzkalandi, nýtt heimsmet í 100 m hlaupi kvenna 10.89 sek. Fyrsta kon- an.sem hleypur innan við 11 sek. með rafmagnstimatöku. js * % Knötturinn i leið í markið hjá Jóni Þorbjörnssyni, markverði ÍA, eftir stangarskot Atla Eðvaldssonar. Þriðja mark Vals í leiknum. Sóknarmenn Vals skref i f I jótari! —og það réð úrslitum, þegar Valsmenn sigruðu Akurnesinga í gær og náðu forustu í 1. deildinni Viðureign toppliðanna í 1. deild, Akraness og Vals, dró að sér fjölmarga áhorfendur á Skipaskaga í gær eða um átján hundruð. Þeir fengu að sjá mjög góðan leik — einkum í fyrri hálf- leik — en sóknarmenn Vals voru skrefinu fljótari en varnarmenn ÍA. Það réð úrslitum leiksins. Valur vann verðskuldað 4-1 — góður sigur, en í stærra lagi eftir gangi leiksins. Valsmenn nýttu vel sin færi hvað ekki er hægt að segja um Skagamenn. Við sigur- inn færðist Valur í efsta sæti 1. deildar. Hefur 16 stig, stigi á und- an Akurnesingum og Viking svo að keppnin getur ekki verið tví- sýnni — og enn sjö umferðir eft- ir. Leikurinn byrjaði strax með miklu fjöri og eftir tæpar tvær mínútur lá knötturinn í marki Vals. Óskabyrjun Skagamanna — og heimamenn héldu, að nú ætl- aði lið þeirra heldur betur að fara í gang. Pétur Pétursson lék' upp miðjuna og gaf síðan á Kristin Björnsson, sem hljóp af sér tvo Valsmenn. Sendi knöttinn svo Tveir beztu kúluvarparar USA á Reykjavíkurleikana — Al Feuerbach og Terry Albritton keppa við Hrein á Laugardalsvelli 16. og 17. ágúst u Það er öruggt, að tveir beztu kúluvarparar Bandaríkjanna, Al Feuerbach og Terry Albritton, keppa á Reykjavík- urleikunum á Laugardalsvelii í sumar, 16. og 17. ágúst, sagði Örn Eiðsson, formaður FRÍ, þegar blaðið náði tali af honum í gær. Þessir tveir garpar eru með annan og þriðja bezta árangur . í heimi í kúluvarpi áhugamánna. Hafa varpað um 21,80 m. Heimsmet Balashov, Sovétrikjunum, er 22 metrar sléttir. Þá erum við einnig að reyna að fá Geoff Capes, Bretlandi, og Norðmanninn Knut Hjeltnes á leikana, sagði Orn ennfremur. Capes er með þriðja bezta árangur i kúluvarpi í ár á eftir Beyer, A-Þýzkalandi, og Stahl- berg, Finnlandi, en Hjeltnes er afar snjall kringlukastari. Þá kemur danski hlauparinn Tom B. Hansen — en ekki Mike Boit, Kenýa. Allt óráðið enn með Johnny Walker, Nýja- Sjálandi, heimsinethafann i míluhlaupi og olympíumeistara í 1500 m hlaupi. Hreinn Halldörsson, sem keppir i Stokkhólmi í dag og á morgun, sigraði báða Banda- ríkjamennina, Feuerbach og Albritton á heimsleikunum í Helsinki í siðustu viku — og líklegt er að þeir verði allir meðal keppenda á Stokkhólms- Slartion í kvöld. Þess má geta, að Alhritton er með beztan árangur í kúluvarpi i ár 21,50 metra, en hann náði honum innanhúss. Hann er að- eins 22ja ára. Udi Beyer, olympíumeistarinn, sem einnig er ekki nema 22ja ára, hefur í ár varpað 21,46 m. Stahlberg, Finnlandi, 21,22 metra á heims- leikunum, Mac Wilkins, USA, 21.06 m innanhúss, Geoff Capes 20.99 m og síðan kemur llreinn með 20.70 metra. i fyrir Valsmarkið, þar sem Pétur var óvaldaður og skoraði. Ýtti knettinum yfir marklínuna. En Valsmenn voru ekki á þeim buxunum að láta Skagamenn ráða gangi leiksins. Þeir tvíefldust — og sóknarlotur þeirra urðu strax hættulegar. Ingi Björn Alberts- son átti hörkuskot rétt yfir áður en Guðmundur Þorbjörnsson jafnaði á 8. min. Guðmundur var mjög laus í leiknum — hættulega laus fyrir vörn Skagamanna, sem lagði alla áherzlu á að gæta Inga Bjarnar. Hann fékk knöttinn, lék á Jón Gunnlaugsson og spyrnti á markið rétt utan vítateigs. Við horn teigsins. Gott skot og knött- urinn hafnaði i marki ÍA — en heldur fannst mér það ódýrt, því Jón Þorbjörnsson gerði ekki til- raun til að verja. Reiknaði knött- inn greinilega framhjá — en að öðru leyti átti Jón mjög góðan leik í markinu. A næstu mín. var leikurinn í jafnvægi, en sóknarlotur Vals þó mun hættulegri. Jón varði hörku- skot frá Albert Guðmundssyni á 15. mín. og rétt á eftir renndi Grímur Sæmundsen sér í gegn eftir hornspyrnu Alberts, en spyrnti framhjá inn við markteig. Liðin sýndu hreint ágæta knatt- spyrnu — nettan samleik og voru svipað með knöttinn. Undir lok hálfleiksins voru Skagamenn ágengir. Árni Sveinsson átti hörkuskot rétt framhjá á 41. mín. og á lokamínútu hálfleiksins átti Kristinn að skora. Karl Þórðarson gaf þá til Kristins, sem drap knöttinn niður með brjóstinu og var i dauðafæri 3-4 metra frá marki. En spyrna hans var laus og Sigurður Dagsson varði — hélt meira að segja knettinum. Þarna fór Kristinn illa að ráði sínu — og ég held að þetta atvik hafi skipt sköpum í leiknum. Valsmenn byrjuðu mjog vei í síð ari hálfleik og eftir aðeins þrjár mín. náðu þeir forustu. Albert fékk knöttinn við vítateig og spyrnti á markið. Knötturinn small í þverslá og hrökk út aftur. Þar var Ingi Björn fljótari að átta sig en aðrir og skoraði. 2-1 fyrir Val. Strax á eftir brunuðu Vals- menn í sókn og Guðmundur átti skot frá vítateig, sem Jón varði — og á 53 mín. komst Valur í 3-1. Atli Eðvaldsson lék upp kantinn að endamörkum og gaf fyrir. Guðmundur skaut, en knötturinn hrökk í Björn Lárusson og til Atla, sem sendi knöttinn í mark úr þröngri stöðu og notaði stöng- ina sem batta. Á næstu mín. voru Valsmenn hættulegir. Guðmundur Þorbjörnsson, sem lék mjög vel, átti skot framhjá á 57 mín. — en hann ásamt Albert Guðmundssyni voru aðalmenn Vals í leiknum. Stórsnjallir leik- menn báðir tveir. Akurnesingar reyndu að jafna metin, en gekk lítið. Þó átti Pétur gott skot á 65. mln. sem Sigurður varði og fimm mln. síðar gerðu Valsmenn alveg út um leikinn. Valsmenn tættu þá vörn ÍA sundur. Guðmundur gaf á Albert, sem kominn var innarlega í vlta- teiginn og Jón réð ekkert við spyrnu hans af þessu stutta færi. 4-1 fyrir Val. örfáum mín. síðar varði Jón hins vegar frá Albert með góðu úthlaupi, þegar Vals- maðurinn komst frír I gegn. Tals- vert los var á leiknum lokamínút- urnar. Kristinn átti skot yfir Vals- markið á 82 mín. og síðan gott skot, sem Sigurður Dagsson varði. I lokin — eftir að venjulegum leiktíma var lokið — fékk Pétur knöttinn í dauðafæri við Vals- markið, en skaut himinhátt yfir. Það segir talsvert um skotgæfu Akurnesinga í leiknum. Valsmenn virkuðu sterkari sem liðsheild og voru miklu hættu- legri — fljótari í öllum sóknarað- aðgerðum. Sigurður var öryggið sjálft í marki — en Guðmundur og Albert aðalmenn liðsins. Einnig lék Hörður Hilmarsson prýðilega. Vörnin var ekki sem öruggust, en það kom lítt að sök vegna lélegra skota Akurnesinga. I liði lA léku Jón Alfreðsson, Jón markvörður og Guðjón Þórðarson bezt — en leikmenn í heild voru ekki nógu snöggir gegn hinum eldfljótu Valsmönnum. Rafn Hjaltalín dæmdi og var ekki nógu sannfærandi i dómum sínum. Mikill fjöldi Valsmanna var meðal áhorfenda og var fram- koma þeirra i alla staði óað- finnanleg. KP • Argentina sigraði Júgóslavíu 1-0 í landsleik í knatt- spyrnu í Buenos Aires i gær- kvöld. Daniel Passarella skoraði eina mark leiksins úr vítaspyrnu á 33. mín. Sóknarleikur beggja liða var slakur.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.