Dagblaðið - 04.07.1977, Blaðsíða 18

Dagblaðið - 04.07.1977, Blaðsíða 18
18 DAGBLAÐIÐ. MANUDAGUR 4. JULl 1977., Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir :::^m Helgi Helgason, Viklng, vinniir knöttinn af Sigurði Lárussyni, Þór, á Laugardaisvelli á laugardag. Óskabyrjun Þórs dugði ekki gegn Víking Víkingur þokaði sér að hlið Skagamanna i baráttunni um íslandsmeistaratitilinn í ár er Víkingur sigraði Þór 3-2 á Laug- ardalsvellinum á laugardag. En sigur Víkings hékk á bláþræði — Þór fékk óskabyrjun og eftir aðeins 15 mínútna leik hafði liðið skorað tvö mörk. En sóknarþungi Víkings sagði til sin — og þrjú mörk tryggðu sigur. Já, Þór fékk sannkallaða óska- byrjun — byrjun er í raun hefði átt að færa liðinu tvö stig í erfiðri fallbaráttu. En þrátt fyrir tvö mörk á silfurbakka tókst Akur- eyringum ekki að næla sér í stig. Víkingar geta í raun hrósað happi að þeir léku við Þór á laugardag — sennilega hefðu öll lið 1. deildar náð að halda slíku for- skoti, nema Þór. Víkingar byrjuðu leikinn af krafti — og þegar á fyrstu minútum höfðu þeir náð að skapa sér tvö ágæt marktækifæri en inn vildi knötturinn. ekki. Það kom því eins og þruma úr heiðskíru lofti er Þór skoraði —? eftir aðeins 12 minútur. Gefin var löng sending fram — Helgi Helgason virtist alveg hafa knöttinn — en klaufalega lét hann Arna Gunn- arsson ná knettinum og þrátt fyrir góða tilraun Diðriks Ólafs- sonar markvarðar, skoraði Arni, 0-1. Aðeins þremur min. síðar skoruðu leikmenn Þórs annað mark sitt — sannkallað furðumark. Knötturinn var gefinn til Arna Gunnarssonar — en Sigþór Ómarsson var langt fyrir innan vörn Víkings, á leið til baka. Armann Pétursson línu- vörður veifaði þegar — Víkingar hættu og Arni Gunnarsson brupaði að marki og Guðmundur Haraldsson veifaði áfram. Arni átti í litlum vandræðum með að vippa yfir Diðrik markvörð, 0-2. — Sigþór Ómarsson hafði engin áhrif á leikinn, því veifaði ég áfram, sagði Guðmundur Haralds- son dómari eftir leikinn. En engu að síður verður að segjast að þarna urðu dómara og línuverði á mikil mistök — Víkingar hættu allir sem einn en auðvitað á ekki að hætta fyrr en flauta dómara gellur. Nú, það var rétt eins og þessi áföll drægju allan vind úr Víking- um en leikmenn Þórs efldust að sama skapi. Þór sótti nokkuð næstu mínútur en smám sman náðu Víkingar sér á strik — án þess þó að sýna sérstaka tilburði. A 32. mínútu náðu Víkingar að minnka muninn i 1-2. Jóhannes Bárðarson skaut þrumuskoti af 20 metra færi — en knötturinn stefndi á mitt markið. Hins vegar var sveigur á stefnu knattarins og Samúel Jóhannsson, markvörður Þórs, misreiknaði knöttinn sem hafnaði í netinu. Vikingar efldust við markið — Kári Kaaber átti gotl skol frá vitateigslínu, en Samúel varði. Þá lek Hannes Lárusson laglega á varnarmenn Þórs — skaul föstu skoti en Samúel varði. Knötturinn féll fyrir fætur Jóhannesar Bárðarsonar en skot hans haf naði í stöng — og markiö var tómt. Sókn Vikings efldist mjög í síðari hálfleik — en hins vegar gekk illa að skapa tækifærin. Á 22. mínútu fékk Víkingur dæmda aukaspyrnu i vitateig Þórs. Jóhannes Bárðarson ýtti knettin- um til Gunnars Arnar Kristjáns- sonar sem skaut hnitmiðuðu skoti efst í samskeytin, 2-2. Aðeins 5 minútum síðar voru Víkingar í forustu. Gunnlaugur Kristfinnsson, er kom inn á sem varamaður, tók aukaspyrnu frá vinstri. Róbert Agnarsson gnæfði yfir varnarmenn Þórs og skallaði að marki. Knötturinn fór I háum sveig og rétt undir þverslá, yfir Samúel, en markið verður að skrif ast á hann, 3-2. Það furðulega gerðist eftir að Vikingar voru komnir yfir hættu þeir bókstaflega að sækja — án þess þó að Þór næði að ógna sigri Vikings eftir það. Ekki var leikur liðanna á laugardag góður, knattspyrnulega séð — þó brá af og til fyrir laglegu spili hjá Víkingi en illa vantar sóknar- brodd. Bæði liðin voru án lykil- manna — Jón Lárussson, hinn markheppni leikmaður Þórs, var meiddur og Viðar Elíasson hjá Víkingi einnig. Þór missti því heldur klaufa- lega af stigi — ef mið er tekið af hinni ágætu byrjun. Leikmenn Þórs leika fasta knattspyrnu, grófa á köflum, og barátta leik- manna var mjög góð á laugardag. En illa vantar Þór tengiliði — til að bygkja upp spil. Sigþór Ómars- son barðist einn frammi — og Gunnar Austfjörð var öruggur í vörn. Mikill doði var yfir leik Víkings — alla baráttu vantaði. Gegn sterkara liði en Þór hefði það komið sér illa. En Víkingur er með í baráttunni um tslands- meistratitilinn. Er það raunar alveg makalaust ef mið er tekið af miklum meiðslum er hrjáð hafa liðið í sumar. Guðmundur Haraldson dæmdi leikinn — og aldrei hef ég séð Guðmund eins óöruggan í leik og á laugardag. Engu var líkara en hann hefði farið alveg úr sam- bandi eftir annað mark Þórs. -h. h. Heppnissigur KA á Árskógssf rönd - KA sigraði Reyni Ár. 3-2 og Þróttur Reykja vík vann stórsigur á Þrótti Neskaupstað, 5-1 KA vann mikilvægan sigur á Árskógsströnd á laugardag í 2. deild Islandsmótsins í knatt- spyrnu. Vissulega var það mikilvægur — en mikill heppnis- sigur, 3-2. Mörk KA höfðu öll yfir sér heppnisstimpil en það er ekki spurt að því er upp er staðið — einungis hvort knötturinn hafnaði í netinu. Heldur voru aðstæður slæmar er KA og Reynir 'mættust — rigning og sunnanstrekkingur. KA lék undan vindinum' i fyrri hálfleik og sótti 'mun meir — og lék betur úti á vellinum. Þrátt fyrir það tók Reynir forustu — á 35. mínútu. Magnús Jónatansson tók aukaspyrnu við vítateigs- hornið. Hann sendi knöttinn vel fyrir. Þar kom Jóhann Bjarnason á fullri ferð og skallaði knöttinn fast og laglega í netið, 1-0, glæsi- mark. Aðeins tveimur mlnútum síðar var jafnt. KA fékk horn — knötturinn sendur á stöngina nær. Þar skallaði einn varnar- manna Reynis — en tókst ekki betur en svo að knötturinn fór í sveig að stönginni f jær og þar var Eyjólfur Ágústsson fyrir og kom knettinum auðveldlega í netið, 1- 1, ódýrt mark, nr. 1. Á 45. mínútu skoraði KA ódýrt mark nr. 2 — eitt ódýrasta er ég hef séð. Mark- vörður KA spyrnti fram — Þormóður sendi knöttinn áfram að marki Reynis. Engin vandræði virtust — markvörðurinn var einn en ótrúlega klaufalega, missti hann knöttinn og Armann Sverrisson, er fylgdi eftir, náði að senda í netið, 1-2. Reynir jafnaði á 32. mínútu — eftir að hafa sótt mun meira. Jóhann Bjarnason skoraði þá eftir mistök varnarmanna, 2-2. Aðeins þremur minútum siðar small knötturinn í þverslá á marki KA — en KA náði forustu á 40. mínútu. KA átti skyndisókn — knötturinn var gefinn i vlta- teignum og varnarmenn höfðu öll tök að hreinsa — hikuðu hins vegar og Armann Sverrisson náði knettinum og skoraði, 3-2. Mikilvægur sigur KA í barattunni um sæti i 1. deild. tsafjörður—Völsungur 1-0 Isfirðingar tóku bæði stigin í viðureign sinni við Völsung — og eru nu t a. sæti 2. deildar. Heldur ar leikur liðanna slakur — ísfirðingar daufir. ÍBÍ byrjaði þó af krafti — og skoraði á 25. mínútu. Kristinn Kristjánsson gaf langa sendingu inn i vitateig Völsungs — þar stökk örnólfur Oddsson hæst og skallaði i netið, 1-0. Við markið virtust tsfirðingar gefa eftir — leikmenn Völsungs sóttu í sig veðrið, en sókn þeirra var heldur bitlaus. Einn leik- manna ÍBÍ, Gunnar Guðmunds- son var rekinn af velli á 25. minútu siðari hálfleiks og eftir það sóttu Húsvíkingar stíft — en sama var uppi á teningnum: Allan brodd vantaði í sóknarleik þeirra og Isfirðingar tóku bæði stigin. -k.K. Þróttur R vann sannfærandi sigur i toppbaráttunni i 2. deild íslandsmótsins í knattspyrnu, er það sigraði Þrótt Neskaupstað 5-1 á Laugardalsvellinum sl. laugar- dag. Leikurinn hafði ekki staðið nema 50 sekúndur er Þróttur R skoraði sitt fyrsta mark. Var Páll Ölafsson þar að verki eftir slæm varnarmistök Þróttar N. A 10. mín. skoraði Þróttur N sjálfsmark ef tir harða pressu á markið. A 41. mín. skoraði Bjarni Jóhannsson fyrir Þrótt N með skoti af 26 metra færi. Rétt fyrir leikslok skoraði Halldór Arason fyrir Þrótt R 3-1. Strax á 5. mln. síðari hálfleiks skoraði Þorgeir Þorgeirsson fjórða mark Þróttar R eftir að hafa leikið laglega á tvo varnar- menn Þróttar N. Eftir þetta náði Þróttur N góðum leik og sýndi oft á tíðum stórskemmtilegan fót- bolta þó að ekki tækist að skora þrátt fyrir upplögð tækifæri. Á 32. min. skoraði svo Þorgeir sitt annað mark og 5-1 urðu loka- tölurnar. Beztu leikmenn Þróttar R voru þeir Þorgeir Þorgeirsson og Páll Olafsson. I liði Þróttar N bar mest á þeim Sigurði Friðjónssyni, Helga.Bene- diktssyni og Bjarna Jóhannssyni. Dómaratrióið, sem dæmdi þennan leik átti ekki góðan dag, voru óöruggir og virtust hafa lít- inn áhuga á þvi sem var að gerast á vellinum. .. h. jóns. FJORTEKIN VITASPYRNA 0G ÞÓR REKINN AF LEIKVELU —er ÍBV sigraði Breiðablik 3-1 í Kópavogi ígær Eyjamenn héldu í Kópavog í gær og léku við Blikana í 1. deild Islandsmótsins í knattspyrnu. Eyjamenn sigruðu 3-1 og var sá sigur verðskuldaður en heldur var leikurinn sögulegur. Fjór- tekin vítaspyrna færði Blikunum eina mark sitt í leiknum og Þór Hreiðarsson var rekinn af velli. Þrátt fyrir það var leikurinn ekki grófur — harður vissulega. Eyjamenn voru ávallt mun fljótari á knöttinn, börðust betur, sýndu mun betri knattspyrnu og sköpuðu flest tækifæri leiksins. Því geta Blikarnir alls ekki kvart- að — betra liðið hlaut sigur. Jafnræði var með liðunum í Kópavogi í byrjun — en smám saman náðu Eyjamenn betri tökum á leiknum, nýttu breidd vallarins vel. A 20 mínútu slapp mark Blikanna furðulega. Ölaur Sigurvinsson sendi vel fyrir og Tómas Pálsson skaut þrumuskoti af stuttu færi. Knötturinn stefndi í netmöskvana en Einar Þórhalls- son var fyrir honum — og hætt- unni var bægt frá. En Eyjamenn náðu forustu átta mínútum siðar. Ilá sending koin inn í vitateig Blikanna — varnarmaður skallaði frá. Knötturinn féll fyrir fætur Svelhs Sveinssóríár og hann var ekkert að tvínóna — skaut föstu skoti. Ómar Guðmundsson mark- vörður kastaði sér og var i knettinum en í netmöskvana fór knötturinn, 0-1. Á 41. mínútu skoruðu Eyja- menn annað nvark sitt — Einar Friðþjófsson tók hornspyrnu — sendi á störigina nær. Þar var fyrir Tómas Pálsson sem sendi knöttinn í netið með hælspyrnu, 0-2. En varnarmenn Blikanna voru þarna illa á verði. Það virtist stefna í öruggan sigur ÍBV í byrjun síðari hálfleiks — Tómas Pálsson komst einn inn fyrir vörn Blikanna en skot hans fór fram hjá. A 11. mínútu gaf Þór Hreiðarsson fyrir mark ÍBV — Ólafur Friðriksson hafði betur í skallaeinvígi við varnarmann IBV. en hann skallaði yfir af stuttu færi. Þetta var fyrsta raunverulega marktækifæri Blikanna — já, þeim gengur illa að skapa sér mark'tækifæri, Blikunum. Aðeins tveimur mínútum síðar minnkuðu Blikarnir muninn í 1-2. Knötturinn var gefinn fyrir mark ÍBV — Einar Þórhallsson var i nokkuð góðu færi. Friðfinnur Finnbogason sló knöttinn — alveg að ástæðulausu og Arnar Einarsson dæmdi vítaspyrnu.- Heiðar Breiðfjörð tók vítaspyrnuna — en skot hans fór fram hjá. Arnar lét hann endur- taka vítið •— sagði að Sigurður Haraldsson hefði hreyft sig. Aftur tók Hreiðar — og aftur framhjá en aftur lét Arnar endur- taka vitið, sagði Sigurð hafa hreyft sig. Þá tók Magnús Stein- þórsson vítið og laust skot hans fór beint til Sigurðar — en enn lét Arnar endurtaka vítið, sagði Sigurð hafa hreyft sig of snemma' og var það nokkuð vafasamt. Nú steig fram Þór Hreiðarsson — Sigurður hljóp — nú alltof snemma — í hægra hornið en vitlaust horn og Þör skoraði örugglega, 1-2. Blikarnir efldust mjög við markið — og sóttu stíft. En skömmu síðar rak Arnar Einars- son Þór Hreiðarss. af velli fyrir að þvi er virtist saklaust brot. Hins vegar hafði hann áður sýnt Þór gula spjaldið. Þrátt fyrir að Blikarnir væru 10 sóttu þeir stíft — án þess þó að skapa sér tækifæri. Eyjamenn áttu þó hættulegar skyndisóknir. Tómas Pálsson komst upp hægri kantinn — að þvi er virtist rangstæður — og gaf siðan vel fyrir á Sigurlás en hann skallaði fram hjá í dauða- færi. A 35. mínútu átti Karl Sveinsson skot í stöng — en úti á vellinum héldu Blikarnir hins vegar undirtökunum en allan brodd vantaði í sóknarleik þeirra. A 37. minútu gerðu Eyjamenn út um leikinh — en enn var rang- stöðu'ykt. Tómas Pálsson fékk knöttinn á vallarhelmingi Blikanna — að þvi er virtist rang- stæður. Hann lék aðeins áfram — sendi síðan á Sigurlás Þorleifsson sem átti ekki í erfiðleikum með að skora, 1-3. Vissulega rang- stöðulykt en Hannes Þ. Sigurðsson var vel staðsettur línuvörður og hann gerði enga athugasemd. Eyjamenn tóku því tvö stig — og eru t fimmta sæti eftir mikla velgengni undanfarið. Tómas Pálsson var mjög frískur frammi — vörnin þétt. Hins vegar leika varnarmenn ÍBV mjög fast — og á köflum grófa knattspyrnu. Blikarnir voru lengst af mjög daufir — vöknuðu aðeins eítir að hafa minnkað muninn — en sókn þeirra var bitlaus með öllu. Arnar Einarsson dæmdi leikinn. — Hann hefur þó alls ekki nógu mikla yfirferð og. e/ heldur ekki nógu röggsamur.-h. h.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.