Dagblaðið - 04.07.1977, Blaðsíða 19

Dagblaðið - 04.07.1977, Blaðsíða 19
DAGBLAÐIÐ. MANUDAGUR 4. JULI 1977. lð íþróttir Iþróttir Iþróttír Iþróttif- KR-ingar eins og vaxbrúður eftir jjöf nunarmark ÍBK! —og Keflvíkingar sigruðu 4-2 í 1. deildarleiknum í Keflavík á laugardag 1. deild, Keflavíkurvöllur, ÍBK—KR,4:2 (1:1) Eftir um f jörutíu mínútna sókn undan mátulegum kalda tókst KR-ingum loks að skora fyrsta mark leiksins i Keflavik á laugar- daginn. Aðdragandinn var dálítið svipaður og þegar fBK lék gegn Akurnesingum. Bezti maður IBK, Óskar Færseth bakvörður, lék fram með hliðarlinu hægra meg- in og sendi knöttinn fyrir KR- markið, þar sem samherjar hans, sóknarmenn ÍBK, voru i skot- stöðu, en Halldór Pálsson mark- vörður varð fyrri til. Sendi hann knöttinn fram eftir vellinum, til Arnars Óskarssonar, sem losnaði úr strangri gæzlu Einars Asbjarn- ¦ar. Var þá ekki að sökum að sp.vr.ja. í stað þess að ÍBK skoraði nokkrum sekúndum áður, hafn- aði knötturinn i Keflavíkurmark- inu, 1:0 fyrir KR-inga. Kannski einmitt vegna slæmrar stöðu í deildinni fögnuðu KR- ingar markinu ákaflega, senni- lega einum um of. Það er ekki ávallt nóg að vera með unna stöðu Glass Export Cup og af mælisbikarinn Ragnar Olafsson, GR, vann enn einn sigur sinn á dögunum, er hann sigraði í GLASS EXPORT CUP keppninni sem haldin var á Nesvelli 30. júní og 1. júlí. Til þeirrar keppni er jafnan boðið meistaraflokksmönnum úr öllum klúbbum, en keppnin er ekki flokkakeppni. Hörkubaráætta var um fyrstu sætin, en leikar fóru þannig, að Ragnar Ölafsson vann á 143 högg- um, Loftur ¦ Ölafsson, NK, var annar á 145 höggum, þriðji varð Björgvin Þorsteinsson, GA, á 146 höggum, en hann vann Jón Hauk Guðlaugsson NK, í bráða bana. t gær fór fram á Nesvelli keppni um Afmælisbikarinn svo- nefnda, en það er holukeppni. Forkeppnina vann Eyjólfur Magnússon, 45-51-96-24=72. Annar varð Björn Kristjánsson 49-47-96-23=73, en Björn vann Kristján Guðmundsson í bráða- bana. Kristján lék á 54- 43-97-24=73. Það skal tekið fram. að einungis félagar með forgjöf 20 til 24 hafa rétt til þátttöku í þessari keppni. rl. • Pietro Mennea setti ítalskt met í 200 m hlaupi á frjálsíþrótta- móti í Milanó í gær. Hljóp á 20.11 sek., sem er bezti tími ársins, og hann sigraði alla beztu hlaupara heims á vegalengdinni. Olympíu- meistarinn Dbn Quarrie varð ann- ar á 20.41 sek. Steve Williams, USA, 3ji á 20.51 sek., og Steve Riddick, USA, fjórði á 20.60 sek. Ðwight Stones, USA, stökk 2.27 m í hástökki. Leionard, Kúbu, hljóp 100 m á 10.27 sek. Mike Boit, Kenýa, 1500 m á 3:39.9 mín. og Alberto Juantorena, Kúbu, 400 m á 45.58 sek. Eldra met Mennea var 20.23 sek. • Sovétrikin sigruðu Banda- rikin með 207 stigum gegn 171 i landskeppni í frjálsum iþróttum í Sochi um helgina. Karlaliðið sovézka vann með 118-105 Bjórn Borg BJ0RN B0RG VARÐ AFTUR MEISTARI! Björn Borg varð Wimbledon- meistari í tennis annað árið i röð, þegar hann sigraði Jimmy Connors, Bandaríkjunum, í úrslitaleik þessarar óopinberu heimsmeistarakeppni á- laugar- dag. Þar með er Borg, hinn 21 árs Svíi, kominn í hóp fremstu tennisleikara heims gegnum árin. Hreint undraverður afreksmaður. Fyrir sigurinn hlaut hann 15 þúsund sterlingspund i verðlaun — um fimm milljónir ísl. króna — en Connors hlaut átta þúsund sterlingspund fyrir annað sætið. Fátt benti til þess i byrjun á laugardag að Borg mundi fara með sigur af hólmi í þessari tiundu innbyrðisviðureign kapp- anna, sem hiklaust eru fremstu 'tennisleikarar heims. I leikjunum níu áður hafði Borg aðeins unnið tvisvar — Connors sjö sinnum, cnda þremur árum eldri. Hann virtist hafa hið sálræna tak á Birni sem áður í fyrstu lotunni, sem hann vann án erfiðleika 6-3. í 2. lotu stóðu 2-2. en þá varð skyndileua breyting. Björn tók öll vöhl i loiknum — vann næstu tíu punkta af 11 mögulegum. Aðra lotuna 6-2 og þá þriðju 6-1. í fjórðu lotunni tókst Connors að sigra eftir gífurlega keppni 7-5 og fimmta lotan þurfti því að skera úr um úrslit í leiknum. Björn komst í 4-0 — ekki var allt búið. Connors jafnaði í 4-4 aðeins til að tapa tveimur síðustu punkt- unum. Urslit 6-4 fyrir Björn. Annar tapleikur Connors í þremur úrslitaleikjum f Wimble- don. Urslitaleikurinn var ákafiega spennandi — og oft mjög vel leik- inn, en þó ekki alltaf. Eftir sigur- inn sagði Björn Borg, að hann hefði verið þreyttur eftir hinn erfiða leik í undanúrslitum við Gerulaites, USA, sem Borg vann í fimm lotum. Sérfræðingar segja, að leikur þeirra Björns Borg og Gerulaites sá bezti tennisleikur, sem nokkru sínni hafí sézt. í einliðaleik kvenna á mótinu varð Wirgina Wade, Bretlandi, meistari. Sigraði Stove, Hollandi. í úrslitum meðyfirburðum. Báðar eru 32 ára og Wade vann nú í fyrsta sinn i 14. tilraun sinni i Wimhlcdon-keppninni. í hálfnuðu tafli — ef ekki er rétt úr henni unnið. Eftir markið voru KR-ingar eins og skákmaður, sem hefur ekki hugmynd um hvað gera skal í næsta leik. Áður en mínúta var liðin jafnaði Steinar Jóhannsson, sem aftur er kominn í aðalliðið, fyrir ÍBK af stuttu færi. Satt bezt að segja stóðu KR-' ingar, sem ráðið höfðu lögum og lofum á vellinum fram til þessa, eins og vaxbrúður meðan Steinar skoraði, — furðuleg umskipti á einni-mínútu. KR-ingum tókst ekki að losna úr „vaxviðjunum" fyrr en langt var liðið á seinni hálfleik, en það var um seinan. Keflvíkingar höfðu þá skorað tvívegis. Fyrst Ólafur Júlíusson, með lúmsku lágskoti, þar sem knötturinn straukst við grastoppana, frá vinstra vítateigshorni og inn á marksúluna ljær og í netið, 2:1, og síðan Gísli Torfason. Að- þrengdur af bæði sam- og mót- herjum, sem allir hugðust ná knettinum, átti hann ekki annars úrkosti en reka höfuðið í knött- inn, eftir hornspyrnu frá Ölafi Jól. Knötturinn hrökk í markið og lenti á varnarmanni KR-inga og frám á völlinn, en Þorvarður Björnsson dómari var vel á verði og dæmdi réttilega mark, 3:1. Þegar um stundarfjórðungur var til leiksloka vaknaði örlítil von hjá KR-ingum um að jafna metin. Stefán Sigurðsson skoraði annað mark KR-inga með hörkuskoti frá vítapunkti eftir snöggt upphlaup, 3:2. Heldur lifnaoi ytir KR-ingum við markið, en Einar Asbjörn Ölafsson bakvörður batt enda á allar vonir gestanna, um að halda heim með stig, þegar hann skor- aði glæsilegt mark, af 25 metra færi, — knötturinn sveif í liáuin boga og virtist stefna aftur fyrir markið, en féll bratt niður, milli þverslár og handa Halldórs mark- varðar, sem stóð of framarlega, 4:2. Um írammistöðu leikmanna skal ekki fjölyrt — þar barðist hver eins og kraftar og geta leyfði, á hálum velli, með blautan og sleipan knött. Hins vegar er rétt að fara nokkrum orðum um Þorvarð Björnsson dómara, sem var tvímælalaust bezti maður vall- arins. Farnist honum svipað fái hann að spreyta sig út á nýfengin milliríkjadómararéttindi, verður hann góður fulltrúi íslands á al- þjóðavettvangi — en hann naut líka öruggrar aðstoðar góðra línu- varða, Garðars Guðmundssonar og Arnars Einarssonar. emm Unglinga- met í 10 km Sigurður P. Sigmundsson, ungi FH-ingurinn, setti ung- lingamet i 10 km hlaupi, þegar hann varð tslands- meistari i hlaupinu i gær. Hljóp á 33:00.0 min. en eldra metið átti Sigfús Jóns- son 33:34.6. Ágúst Gunnars- son, UBK, varð annar í hlaupinu á 34:21.8 min. Jó- hann Sveinsson, UBK, setti piltamet 38:55.0 mín. (áður 42:22.0). Elías Sveinsson, KR, varð íslandsmeistari i tugþraut en náði aðeins 6709 stigum. Þráinn Hafsteinsson, HSK, varð annar með 6525 og Haf- steinn Jóhannesson þriðji, 6138. Þórdís Gísladóttir, Ilt, varð fslandsmeistari í fimmtarþraut með 3288 stig. María Guðnadóttir HSH hlaut 2861 stig. f 4x800 m. boðhlaupi varð sveit FH fslandsmeistari á 8:16.3 mín. sem er nýtt unglingamet. f 3000 m. hlaupi kvenna varð Thelma Björnsdóttir, UBK, fslands- meistari. HIjóp vegalengd- ina á 11:25.6 min. fngunn Sighvatsdóttir, HSK, varð önnur á 12:23.0 mín. Heimsmet íhástökki Vladimir Yashcheno, sem aðeins er 18 ára, setti nýtt heims- met í hástökki á rhóti i Richmond í Virginíu í gærkvöld. Stökk 2.33 metra í unglingakeppni USA og Sovétríkjanna. Dwight Stones, USA, átti eldra metlð 2.32 metrar. Yashchenco átti heimsmet unglinga fyrir 2.27 metra jafnaði það fyrst. Síðan r'eyndi hanh við nýtt Evrópumet, 2.31 metra, og fór yfir í fyrstu tilraun og bætti svo einnig heimsmetið. USA sigraði i keppninni 214-163. viö erum \&Mmm Sem einn hlekkur í stœrstu bílaleigukeóju Evrópu er okkur unnt aó veita mun betri þjónustu en áóur Þegar þú feróast til útlanda, þáeraóeinsáó hafasamband vióokkur, óóuren þú feró og i vió munum sjá um aó bill fró InterRent bíói C^CktT FOflt^ll e^ir þerd hvaóa flugvelli sem er, eóa annars 1/01 ¦WUM staóar,efþúóskarþess OKKAR BÍLL ER ÞINN BÍLL HVAR SEM ER OG HVENÆR SEM ER þetta er þjónustutakmark okkar Aó sjdlfsógóu veitum vió allar upplýsingar ApwAiQ Þu þarft aóeins aó hringja eóa koma BORGARTÚNI 24 - SÍMAR 24460 & 28810

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.