Dagblaðið - 04.07.1977, Síða 31

Dagblaðið - 04.07.1977, Síða 31
31 HINAR ÝMSU AND- íkvöld: STÆÐUR AFRÍKU „1 Afríku eru allar mögulegar andstæður, andstæður auðs og fátæktar, andstæður hvað varðar misskiptingu landsins gæða,“ sagði Jón Þ. Þór sagnfræðingur í viðtali við DB en hann hefur að undanförnu verið með þátt sem hann nefnir „Afríka — álfa and- stæðnanna". Þátturinn, í þessari þáttaröð, sem fluttur verður í kvöld nefnist „Djíbútí og Sómalía" og er ætlunin að fjalla þar um hið nýstofnaða Djíbútí- lýðveidi og annað ríki suðaustur af því og betur þekkt, Sómalíu. Erfitt var um heimildaöflun til þessa þáttar því sáralítið er til af jheimildum um Djíbútí. Land 'þetta er smáskiki við Rauðahaf, 'lítið annað en herstöð sem' Frakkar áttu þar til í síðasta mánuði en þá fór þar fram þjóðaratkvæðagreiðsla og landið var gert að lýðveldi. Smáríkið Djibútí fyrir botni Rauðahafs og Sómalía þar austur af. eqeqv^. sippv Land þetta er ekki annað en smáhluti eyðimerkurinnar og hef- ur ekki annað að selja en hernaðarlega mikilvæga stöðu sína, olía er þar svo gott sem engin í jörðu. Má því búast við að í náinni framtíð muni stórveldin sækjast til áhrifa í landinu, ýmist beint eða gegnum leppríki sín. BH Jón Þ. Þór sagnfræðingur og menntaskólakennari ætiar að segja okkur frá andstæðum Afríku. Ungu ræningjarnir: Barnamynd á full- orðinssýningum Laugarásbíó: Ungu ræningjarnir (Kid, Terror of the West) Handrít: Roberto Amoroso. Tónlist: E. Simonetti. Leikstjóri: T. Good. Myndin er ítölsk með ensku tali. Ekki er hægt að segja um Ungu ræningjana að mvndinsé' stórbrotið listaverk — ekki einu sinni listaverk. Hitt er svo annað inál að oft á tíðum brosir maður breitt út í annað munn- vikið og stundum er jafnvel hægt að hlæja dátt þegar ein- hver hinna ungu ítölsku leikara nær að líkja sérstaklega vel eftir háttum fullorðinna. lítt sannfærandi. Öllu betri eru náungarnir Tubbi og Bolla. Sá fyrrnefndi er lítill strákur sem á dálítið erfitt því að hon- um er alltaf mál að pissa. Hinn er spikfeitt ungmenni, úttroðið af matföngum. Er undirritaður fór í Laugar- ásbíó og sá Ungu ræningjana voru bíógestir að mestu leyti unglingar. Þessi mynd er fyrst og fremst fyrir börn og unglinga (erfitt að setja mörkin hvenær börn fara að teljast unglingar). Hún hefði því miklu fremur hæft á þrjú- sýningu á sunnudögum en á Kvik myndir Hitt er svo annað mál að miðað við aðrar kvikmyndir, sem eru sýndar í borginni þessa dagana, eru Ungu ræningjarnir sennilega í betri flokknum. Að minnsta kosti þurfti títt- nefndur undirritaður ekki að ganga út í hléi eins og gerzt hefur með ýmsa kollega hans að undanförnu. Meirihluti leikaranna er sem- sagt ungur að aldri. Um síðustu áramót var hér sýnd kvik- myndin Bugsy Malone þar sem krakkar fóru með öll helztu hlutverkin. Ekki er þó hægt að segja að ítalirnir séu að stæla Bugsy gamla því að þeir voru óneitanlega á undan. Hitt er svo annað inál að á þrjúbíó- aldrinum sá undirritaður fjölda kvikmynda þar sem aðal- leikararnir voru krakkar. Söguþráðurinn var yfirleitt svipaður — að klekkja á ljótu köllunum og kellingunum sem fóru illa með krakkana. í stuttu máli er söguþráður Ungu ræningjanna sá að nokkr- ir krakkar komast á snoðir uin* fyrirhugað bankarán. Þeir fara i einu og öllu eftir áætlun ræningjanna og tekst að ná vænni hrúgu af gullslöngum. Aðalsöguheljan er Kiddi Hann kallar sig Ogn villta vestursins og hugsar að mestu leýti fyrir hópinn. Sjálfur er hann freinur öljijm «úninnr»»rtf!TÍUm. -AT- Aðalkrakkiiin, Kiddi, leggur hér a ráóin uin hvcrnig klekkja skuli á fullorónum ræningjum. Nýkomið mikið úrvalaf sumar- skómog sand- ölum. Skósel Laugavegi 60. Sími21270. Ferðafólk! Um leið og þér heimsækið höfuðborgina, lítið þá inn til okkar Yfir 20tegundir í6litum LANDSINSMESTA LAMPAÚRVAL \mi\ LIOS & OHKA SuAiirlnndsbniut 12 simi S 1188

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.