Dagblaðið - 05.08.1977, Page 1
3. ARG. — FÖSTUDAGUR 5. AGUST 1977 — 167. TBL. RITSTJÓRN SÍÐUMÚLA 12. AUGLVSINGAR ÞVERIIOLTI 11, AFGREIÐSLA ÞVERHOLTI 2 — A»ALSlMI 27022.
Srjálst,
úháð
dagblað
Þýzki bankaræninginn Ludwig Lugmeier var yfirheyrður hjá rann-
sóknarlögregiu ríkisins í gærdag. Myndin var tekin þegar lögreglu-
menn lciddu Lugmeier út í bifreið er flutti hann í fangelsið í
Síðumúia. Lugmeier sést að baki þeirra Pálma Matthíassonar og
Njarðar Snæhólm, yfirlögregluþjóns. A minni myndinni sést Lug-
meier í stiganum greinilega handjárnaður við gæzlumenn sína. —
DB-myndir Ragnar Th. Sigurðsson.
Sagt frá glæpaferli Lugmeiers:
Svaf i hjónarúmi í vöru-
hiísi meðan Frankfurt
var umtumað - Sjá bls. 8
2700 milljónir
til skiptanna
íbúi Silla og
Valda
— Sjá baksíðu
Lenin á hafsbotni
— en danskur
fiskibátur dró
hann upp
— Sjá erl. fréttir
ábls.7
Eitthvað
rotiðí„sport-
veiðinni”?
— Sjá kjallaragrein
Páls Finnboga-
sonarábls. 10-11
Tvotíma til
Hafnarfjarðar!
— baksíða
\UV
,-rt6'VfV'
öl’
Blaðað í skatt-
skránni
- Sjá bls. 5
Mysan i
Olfusá
Alíka mengun og af skólpi frá
5000 manna byggðarlagi
„Astandið er ekki alvarlegt
vegna hins mikla vatnsmagns
ölfusár en það þýðir þó ekki
að það sé allt í lagi,“ sagði
Eyjólfur Sæmundsson efna-
verkfræðingur hjá Heilbrigðis-
eftirliti ríkisins er Dagblaðið
innti hann eftir því hvort
mengun <if völdum mysu væri
mikil í ölfusá. ..Æskilegt væri
að þetta yrði hreinsað. Magnið
af lífrænum efnum í mysu er
langt fyrir ofan þau mörk sem
sett eru í reglugerð um skólp
sem fellur í ár. Þess ber þó að
geta að víða á landinu eru
þessi mörk ekki virt.“
Mengunin i Ölfusá er að
mestu saurgerlamengun vegna
skolpfrárennslis frá Selfossi.
Mysa samanstendur að mestu
af lífrænum efnum, sem brotin
eru niður af örverum í ánni.
Saurgerlafjöldi i 100 rúmsenti-
metrum í Ölfusá er venjulega
á bilinu 200-600, en hefur mest
komizt í 2500. Sem dæmi má
nefna að sjór telst óhæfur til
baða ef fjöldi saurgerla fer
yfir 1000 1 100 rúmsenti-
metrum. Varmá við Hvera-
gerði er t.d. mun meira
menguð, en þar er saurgerla-
fjöldi oftast yfir 1000 og hefur
mest komizt i tugi þúsunda.
Þessu veldur að rennsli í
Varmá er aðeins 1 á móti 400 í
Ölfusá.
Ef ölfusá væri vatnsminni
þyldi hún alls ekki það magn,
af mysu, sem í hana fer, en
eins og komið hefur fram í
Dagblaðinu er árleg fram-
leiðsla Mjólkurbús Flóamanna
á mysu um 3.6 milljónir lítra
og fer hún að mestu í Ölfusá.
Það er því mikilvert frá sjónar-
horni umhverfisverndar að
hægt sé að nýta niysu í iðnaði,
þannig að að ekki þurfi að
hella henni í ölfusá.
Eyjólfur gat þess að væri
tekið mið af bandarískri
könnun á mengun vegna
mysufrárennslis þar i landi
mætti gera ráð fyrir því að
frárennslið frá Mjólkurbúi
Flóamanna ylli ámóta mengun
og skolp frá 500 manna
b.vggðarlagi. -jh.
LUGMEIER TRULEGA
FRAMSELDUR
A SUNNUDAG
„Það bendir margt til þess að
Bandaríkjamaðurinn hafi verið
að vekja athygli á Þjóðverj-
anum með framferði sínu,“
sagði Njörður Snæhólm, yfir-
lögregluþjónn í Rannsóknar-
lögreglunni, í viðtali við frétta-
mann Dagblaðsins í morgun.
„Augljóst er að Bandaríkja-
maðurinn var orðinn mjög
hræddur við Þjóðverjann,"
sagði Njörður Snæhóim," og
auk þess var hann drukkinn."
„Hafi hann ætlað að vekja
athygli á Þjóðverjanum, sem
hann gerði vissulega, hafði
hann ekki langan tíma til
stefnu þar sem Þjóðverjinn ráð-
gerði að fara af landi brott jafn-
vel kl. 4 um nóttina.
„í gærkvöldi hafði ekki verið
tekin ákvörðun um framsal á
Þjóðverjanum Lugmeier,"
sagði Njörður Snæhólm.
Beint flug er hjá Flugfélagi
Islands til Frankfurt á sunnu-
dagsmorgun. Telja má víst, að
Ludwig Lugmeier verði meðal
farþega í fylgd með íslenzkum
lögreglumönnum. Afhenda þeir
þýzkum lögregluyfirvöldum
fangann þegar komið verður i
þýzka lofthelgi eða á flugvellin-
um í Frankfurt. BS ,